Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 25
Laugardagur 9. Júnl, 1979 Elisabeth Taylor ásamt Mickey Rooney i myndinni sem geröi hana fræga, Nationai Velvet. Hér er Elisabeth Taylor i Oscarsverðiaunahiutverki sinu I Butterfield 8. I hlutverki Kleopötru Með Richard Burton I kvik- myndinni Sandpiper. Litríkur feriíí Eíisabeth Tayíor Elisabeth Taylor ásamt eigin- manni númer tvö, Michael Wilding og syni þeirra, Michael yngra. EHsabeth Taylor, meö sina goðsagnakenndu fegurð og full- komna kvikmyndaleik, (svo notuö séu orð Richard Burt- on’s), þótti ekkert sérlega fall- egt barn. Mun meira orö fór af Howard bróður hennar f þeim efnum, enhann vareldrien hún. Elizabeth Rosemond Taylor fæddist i Hampstead i London þ. 27. feb. 1932. Faðir hennar var listmunasali, en móðirin Sara var fyrrverandi leikkona. Bæði voru þau bandarisk, milli- stéttarfólk frá Kansas. Fril Taylorhaföi hætt að leika þegar hún giftist, en slðar not- aði hún óspart æfileika sina og dug til að koma dóttur sinni á- fram. Börnin nutu mikils ástrlkis foreldranna og góðs efnahags þeirra. En jafnvel mjög snemma var Elisabeth oftar veik en flest börn. E.t.v. var þetta fyrirboði þeirra miklu veikinda sem hún þurfti að berj- ast við siöar á æfinni. Barnfóstran kom henni til að leika Það var barnfóstran hennar, Frieda Gill, sem fyrst kom henni til að fara að leika. Þegar Elizabeth var tveggja ára, var hún og bróðir hennar Howard, látin æfa smá leikatriði, sem þau svo léku fyrir foreldra slna. Þar með hafði heimur hug- myndanna gripið hug litlu telp- unnar og leiklistin náö tökum á henni. Ari siðar undirbjó ball- ettkennari hennar danssýningu, þar sem Elizabeth sýndi m.a. fyrir þær systur, prinsessurnar Elizabeth og Margret Rose. Snemma á árinu 1939 var Bandarikjamönnum sem bjuggu á Bretlandi, ráölagt að snúa heim, þvi strið við Þýska- land væri óumflýjanlegt. Fjöl- skyldan settist að i Pasadena, Californiu, en þá var Elizabeth sjö ára gömul. Þetta var að mörgu leyti erfitt fyrir börnin, sem þurftu nú að venjast nýju umhverfi, nýjum félögum og að nokkru leyti nýju tungumáli. Nýju félagarnir voruum margt svo ólikir Taylor börnunum, aö þau einangruðust og urðu jafti vel fyrir aðkasti. Hinsvegar vildi svo til að f jölskyldan haföi sest að I hverfi þar sem margir af voldugustu mönnum I kvik- myndaheiminum áttu einnig heimai, ogþaðleiðekkiá löngu þar til sumir þeirra fóru að veita Elizabeth athygli. Þetta var á dögum barnastjarnanna, og frú Taylor þroskaði listræna hæfileika dótturinnar enn frek- ar með þvi að veita henni tilsögn i söng og pianóleik. Metro- Goldwyn-Mayer, sem þá var frægast allra kvikmyndavera fékk Elizabeth til að koma til reynslu, og Louis B Mayer hvatti til aö hún yrði ráðin, en móðir hennarhafði þegar fengið aðra áheyrn fyrir hana hjá Uni- versal og það félag gerði viö hana tveggja ára samning. Elizabeth lék aðeins litil hlut- verk i tveimur myndum hjá Universal. Siðan virtist félagið hafa misst áhugann á henni og samningurinn var ekki endur- ný jaður Samningur við MGM Arið 1942 byrjaöi svo sam- vinna hennar við Metro-Gold- wyn-Mayer. Þetta félag átti eftir að hafa mikil áhrif á lif hennar, og undir leiösögn þess varö hún að stórstjörnu. Vissu- lega stjórnaði félagið llfi henn- ar, eins ogsvo margra annarra leikara. Oft var hún send á nýja staði til að leika i kvikmyndum þegar forráðamenn félagsins á- litu, að hún ætlaöi að steypa sér i eitthvert vanhugsaö ástar- ævintýri. En þegar áhrif þeirra minnkuðu, reyndu þeir aö jafna hlutina og gera gott úr öllu. Þessi stjórn og áhrif á gerðir Elizabeth var henni þó senni- lega oftast til góðs, og tilgang- urinn var góöur. Foreldrar hennar höfðu þarna einnig hönd i bagga, þvi þau settu persónu- lega hamingju hennar ofar öll- um listrænum frama. Hinar góðu viðtökur sem Elizabeth hlaut eftir fyrstu kvikmyndina sem hún lék i' fyrir Metro-Goldwyn-Mayer, Lassie Come Home, sýndi að félagið haföi ekki gert vitleysu, þegar það réði hana. Hún fékk strax hlutverki öðrum myndum, m.a. i National Velvet, en sú mynd aflaði henni fyrst verulegrar frægðar. Framleiðandinn vildi fyrst fá einhverja stærri leik- konu en þessa litlu, tiu ára stelpu til að taka að sér hlut- verkið í National Velvet. En Elizabeth var ekki á þvi að missa af tækifærinu og borðaöi meira og meira til að ná nægri stærð! Siðankomhúnhvaðeftir annað á skrifstofu framleiðand- ans til aö láta mæla sig, þar til hún hafði loks náð réttri hæö! Enn i dag er hægt að sjá merkin á vegg skrifstofunnar sem sýna hvað hún hækkaði þessa þjrá mánuði Unglingsárum sinum eyddi Elizabeth að mestu i ævintýra- heimi, og það var dekraö við hana i' kvikmyndaverinu. Full- orðnir menn hrifust af henni, en piltar á hennar reki létu hana i friði. Hún var fögur og fræg en oft einmana. A þessum árum lék hún i mörgum myndum sem flestar gleymdustfljótt.ogþað var eins og kvikmyndafélagið vissi ekki vel hvernig þaö átti að nota hæfileika hennar á þessu tima- bili. 16 ára og ástfangin Þegar Elizabeth var sextán ára varð hún fyrst verulega ást- fanginn. Sá, sem um var að ræða hét Glenn Davis, fræg fót- boltastjarna. Davis var á förum til Kóreu, til að taka þátt I strfðinu þar en þegar hann snéri þaðan aftur hafði Elizabeth misst áhuga á honum, eins og móöir hennar hafði reyndar spáð. Um þetta leyti kynntist Elizabeth Michael Wilding og hreifst mjögaf honum, en Wild- ing áttieftir að veröa eiginmaö- ur hennar númer tvö. Fyrsti eiginmaöur Elizabeth var Nicky Hilton, sonur hótel- kóngsins Conrad Hilton. Nicky baö um hönd hennar á jóladag 1949, en brúökaupiö fór fram þann 5. mai 1950. Enda þótt El- izabeth væri mjög hamingjusöm var almennt spáð illa fyrir þessu hjónabandi. Það fór lika svo, að að entist ekki nema rúmlega hálft ár, og Elizabeth fór fram á skilnað vegna and- legrar kúgunar. Stuttu siðar kvæntist hún Michael Wilding. Hann fékk samning hjá Metro-Gold- wyn-Mayer eins og hún, og þau settust að I úthverfi Hollywood i glæsilegu húsi. Michael og Elizabeth eignuðust tvö börn, Michael Howard og Edward. Elizabeth var altekin af móður- hlutverkinu, en læknar hennar réöu henni mjög alvarlega frá aö eignast fleiri börn. Fæðing beggja barnanna hafði veriö mjög erfið fyrir hana, og læknarnir óttuðust að það gæti riðiöhenni aö fullu, ef hún eign- aðist fleiri börn. Gifting nr. 3 A þessum árum lék hún i fjölda kvikmynda, en fæstar þóttu mjög góðar nema Giant (Risinn) meö Rock Hudson og Raintree Country með Mont- gomery Clift. Arið 1956 kynntist Elizabeth manni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hana, en það var kvikmyndaframleiöandinn Mike Todd. Þau giftusig svo ár- ið eftir, en áður höfðu Elizabeth og Michael Wilding skiliö, að þvi er virtist i sátt og samlyndi, og Wilding var I brúðkaupi þeirra Elizabetar og Todd. Þrátt fyrir aðvaranir lækna varö Elizabeth ófrisk, og varö að taka barnið, sem var stúlka með keisaraskurði löngu áöur en eðlilegum meðgöngutima var lokið. Læknarnir sögðu henni, að undir engum kring- umstæðum mætti hún verða barnshafandi á ný. Todd fórst í flugslysi Hjónaband þeirra Elisabetar og Mike Todd var umvafið mikl- um glæsileika, en það tók snöggan og hörmulegan enda. Þ. 22. mars, 1958 þurfti Mike að fara til New York til að veita viðtöku verðlaunum. Elizabeth vildi endilega fara með honum, en vegna lasleika varð hún að hætta við það. Kirk Douglas hafði verið boðið aö koma meö, en hann afþakkaði það. Mike flaug í einkaflugvél sinni, en fórst á leiðinni í slæmu veðri. Þegar þetta skeði voru nýhafn- ar upptökur á Cat on a Hot Tin Roof eftir leikriti Tennessee Williams, með Elizabeth og Paul Newman i aðalhlutverkun- um. Þrátt fyrirhiö hræðilega á- fall sem Elizabeth hafði orðiö fyrir, hélt hún fljótlega áfram upptökum. Leikur hennar i myndinni þótti það góöur, að til álita kom að veita henni Oskarsverðlaun fyrir, sem hún fékk þó ekki i það sinn. Eddie Fisher nr. 4 Næsta kvikmynd sem hún lék i hlaut einnig mjög góðar mót- tökur, en það var Suddenly Last Summer þar sem Montgomery Clift lék á móti henni. Eddie Fischer, sem haföi veriö nánasti vinur Mike Todd’s, hjálpaði Elizabeth mjög i erfiðleikum hennar eftir frá- falls Mike’s. Almenningur var llka fljótur að skella skuldinni á hana, þegar Eddie og Debbie Reynolds skildu. Elizabeth og Eddie giftust svo imai 1959. Um þaö leyti fékk hún tilboð um að leika Cleopötru, sem hún marg- hafnaði, en lét loks tilleiðast þegar 20th Century Fox bauð henni eina milljón dollara fyrir, sem þótti óheyrilega mikið á þeim tíma. A svipuðum tíma lékhúnisiðustumyndsinni fyrir Metro-Goldwyn-Mayer sam- kvæmt þáverandi samningi. Það var i Butterfield 8. Fyrir það hlutverk hlaut hún óskars- verðlaunin, þótt hún sjálf hafi verið sannfærð um að það var ekki verðskuldaður heiður. Alvarlega veik Vegna mjög alvarlegra veik- inda hennar varð hvað eftir annað að fresta upptöku á Kleopötru. Um tima var Elizabeth ekki hugað lif, en þó kom að þvi aö henni batnaði smám saman lungnabólgan sem hafði hrjáð hana svo mjög. Læknarnir töldu að viljastyrkur hennar og hugrekki heföi átt mikinn þátt i batanum. Vegna þeirra tafa sem oröið höföu viö gerð Kleopötru var óhjákvæmi- legt aö gera ýmsar breytingar. M.a. átti nú aö taka myndina i Róm en ekki London. Einnig haföi orðiö að skipta um ýmsa leikara. Sú breyting sem átti eftir að veröa örlagarikust var, að Richard Burton tók við hlut- verki Markusar Antoniusar, og þar meö hófst samband hans og Elizabetar. Það var á allra vit- oröi, að eitthvað væri á milli þeirra lönguáður en tökumynd- arinnar lauk, og stoðaði ekkert þótt þau neituöu þvi hvað eftir annaö. Þegar upptöku á Kleopötru varlokið héldu þau til Lundúna þar sem þau bjuggu á sama hóteli. Burton var þá kvæntur og átti tvö börn meö konu sinni, en í april 1963 lýsti frúBurtonyfir aðskiinaði þeirra hjóna. Hjónaband Elizabeth og Eddie Fischer var einnig runnið út i' sandinn, og árið 1964 giftust þau Elizabeth og Richard Burt- on. A næstu árum vann Eliza- beth mörg af sinum bestu leik- afrekum, ekki síst i myndum þar sem hún lék á móti Burton. Ber þar hæst leikur hennar I Who’s Afraidof Virginia Woolf? eftir leikriti Edward Albee’s. Fyrir það hlutverk hlaut hún Óskarsverölaunin I annað sinn, sem besta leikkona ársins. Einnig hlutu þau hjónin mikið lof fyrir afburöa frammistöðu sina i Tamning of the Shrew eftir Shakespeare. Auk þessara mynda léku þau saman i mörg- um öðrum kvikmyndum m.a. i The Sandpiper og Doctor Faustus ofl. 30 uppskuðrir Þau virtust vera hamingju- söm i hjónabandinu, en heilsu- far Elisabetar var sifellt á- hyggjuefni. Hún upplýsti það m.a. i blaðaviðtali eitt sinn, að hún hefði gengist undir 30 upp- skurði á veikindaferli sinum. Ariö 1971 giftist Michael Wild- ing jr., eldri sonur hennar, og áriö eftir hélt hún sjálf upp á fertugsafmæli sitt með mikilli veislu i Budapest, en þar var Richard Burton við gerö kvik- myndar. Smátt og smátt fór að koma upp sá kvittur, að samkomulag þeirra hjóna væriekkiupp á það besta, og um tima bjuggu þau ekki saman. Þar kom og, aö árið 1974 i júní skildu þau. Fyrir að- dáendur þeirra var þetta mikið áfall, en þau bættu fyrir það með þvi að taka saman á ný og létu gifta sig afturi Afrikurikinu Botswana i okt. 1975. Ekki hélt það samband þó lengi, og skildu þau I annað sinn áriö eftir. Stuttu siðar kvæntist Burton Suzy Hunt, fyrrverandi konu kappaksturshetjunnar James Hunt. Elizabeth beið heldur ekki lengi og giftist i árslok 1976 John Warner, stjórnmálamanni og fyrrverandi flotamálaráðherra Bandarikjanna. Warner náði nýlega kjöri sem öldunga- deildarþingmaöur. Vilja margir állta, að I þvi sambandi hafi hann ekki sist notiö frægðar konu sinnar, enda studdi hún hann dyggilega i kosningabar- áttunni og kom viöa fram með honum á kosningafundum. Undanfarið hefur Elizabeth haft heldur hægt um sig á leiklistar- sviöinu en segist þó alls ekki ætla að leggja árar i bát. Eins og er virðist samt sem hún taki hlutverk sitt sem kona stjórn- málamanns mjög alvarlega, og að það sitlji i fyrirrúmi. Hún hefur lika sagt skilið við marga af fyrrverandi félögum úr kvik- myndaheiminum vegna breyttra lifnaðarhátta, en hún segist enn vera mjög hamingju- söm. Þegar hún deyr vill hún að eftirfarandi komi til með að standa á legsteini hennar: ,,Hér hvilir Elizabeth Taylor. Ég þakka fyrir sérhvert augna- blik, bæöi góð og slæm, þvi ég naut þeirra allra".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.