Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 1
62. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. MARS 2002 Reuters BANDARÍSKA utanríkisráðuneyt- ið krafðist þess í gær, að ísraelskar hersveitir yrðu með öllu dregnar til baka frá palestínskum yfirráða- svæðum, því það myndi „auka mjög“ líkurnar á að árangur næðist í för Anthonys Zinnis, sáttafulltrúa Bandaríkjastjórnar, til Miðaustur- landa. Zinni kom þangað í gær- kvöldi. Richard Boucher, talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, sagði að Bandaríkjastjórn vildi að Ísraelar yrðu á brott með herafla sinn bæði frá Vesturbakk- anum og Gaza, og sérstaklega frá borginni Ramall- ah á Vesturbakk- anum, þar sem Yasser Arafat, forseti heima- stjórnar Palest- ínumanna, er nú. Zinni byrjaði á því í gærkvöldi að funda með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en er sagður munu hitta Arafat á morgun. Fyrir komu Zinnis hafði Sharon fyrirskipað að ísraelski her- inn færi að hafa sig á brott frá Ram- allah, en skömmu síðar tilkynnti herinn að palestínskur vígamaður hefði verið felldur í þyrluárás á Vesturbakkanum. Alls felldu ísraelskir hermenn sjö palestínska byssumenn í skotbar- dögum á Vesturbakkanum í gær, og tvo í þyrluárásum. Þrír ísraelskir hermenn féllu þegar Palestínumenn sprengdu sprengju undir skriðdreka sem þeir voru á. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar kominn til Miðausturlanda Ísraelar verði á brott Washington, Jerúsalem. AFP, AP. Zinni SVO virðist sem smáþorskurinn, heilir þrír árgangar, sé með öllu horfinn úr Barentshafi. Er það nið- urstaðan úr mánaðarlöngum rann- sóknum norsks hafrannsóknaskips. Staðfestu þær einnig, að hrygning- arstofninn stendur illa. „Það stefnir í, að það verði engan smáþorsk að vernda í Barentshafi. Á stórum svæðum, sem venjulega eru full af smáfiski, er nú ekkert að finna,“ sagði Jens Petter Hansen, deildarstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, í viðtali við Dagbladet. Steinar Friis, formaður samtaka bátasjómanna, segir þessi tíðindi mikið reiðarslag. Segir hann, að ekki sé þó bátaútgerðinni um að kenna hvernig komið er, heldur togurun- um. Allt hafi verið lagt í sölurnar til að tryggja arðsemi þeirra og það hafi verið gert með gegndarlausri rán- yrkju, sérstaklega í smáfiskinum. Smáþorsk- ur horfinn Barentshaf YFIRVÖLD í Serbíu og Svart- fjallalandi undirrituðu í gær sögu- legan sáttmála um endurskipu- lagningu sambandsríkisins Júgóslavíu í því skyni að koma í veg fyrir upplausn þess. Verður það nefnt Serbía og Svartfjalla- land en heitið Júgóslavía hverfur líklega á vit sögunnar með haust- inu. Vojislav Kostunica, forseti Júgó- slavíu, Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, Javier Solana, sem fer með utanríkis- og öryggis- mál í Evrópusambandinu, ESB, og aðrir embættismenn undirrituðu samkomulagið en það náðist fyrir milligöngu ESB. Í hinu nýja sambandsríki tveggja hálfsjálfstæðra ríkja verða varnar- og utanríkismál sameig- inleg en efnahagsmálin verða að- skilin. Verður hvort með sinn gjaldmiðilinn, Serbar með dinar en Svartfellingar með evruna. Kostunica sagði eftir undirrit- unina, að upp væri runninn nýr tími í samskiptum ríkjanna, sagt hefði verið skilið við það stjórn- arfyrirkomulag, sem var í tíð Slob- odans Milosevics. Hafa færst nær ESB-aðild „Á þessum upplausnartímum á Balkanskaga stefnum við að nán- ari samvinnu, að friði og öryggi,“ sagði Kostunica. Vegna sáttmálans yrði efnt til kosninga í haust og síðan myndu þing beggja ríkjanna og sambandsþingið vinna að nauð- synlegum stjórnarskrárbreyting- um. Hið nýja nafn sambandsríkj- anna kemur til þegar sáttmálinn hefur verið staðfestur af þingunum þremur. Solana sagði, að Serbar og Svartfellingar þyrftu ekki að efast um stuðning ESB enda hefðu þeir færst nær því með undirritun sátt- málans. Ekki eru allir Svartfellingar ánægðir með, að Djukanovic skuli hafa hætt við fyrirhugaða þjóð- aratkvæðagreiðslu um fullt sjálf- stæði ríkisins. Eru þeir aðeins 650.000 en Serbar átta milljónir og þeim fyrrnefndu finnst oft sem á þá sé hallað. Um sjálfstæðismálin er þó mikill ágreiningur í landinu. Nýi sambandssáttmálinn er mik- ill sigur fyrir Evrópusambandsrík- in, sem óttuðust, að aðskilnaður Serbíu og Svartfjallalands myndi ýta undir sams konar þróun meðal Albana í Kosovo og Makedóníu. Nýr sáttmáli Serba og Svartfellinga Nafnið Júgó- slavía lagt niður síðar á árinu Belgrad. AP. TALSMENN umhverfisverndar- samtaka í Rússlandi hvöttu í gær grannþjóðir Rússa í norðri til að mótmæla hugmyndum um að smíðað verði fljótandi kjarnorkuver. Fyrir- hugað ver á að vera á Hvítahafi og framleiða orku fyrir Arkangelsk- svæðið sem er um þúsund kílómetra norðan við Moskvu. Hugmyndir af þessu tagi hafa komið fram áður vegna þess hve veð- urfar í norðurhéruðum Rússlands gerir erfitt að reisa kjarnorkuver á þurru landi. Umhverfissinnar krefj- ast þess að ítarlegar, opinberar um- ræður fari fram um hugmyndina, kosti hennar og galla. Tveir kjarna- ofnar verða í verinu og í þeim nóg af efni til að framleiða margar kjarn- orkusprengjur. Einnig er bent á að erfitt muni reynast að tryggja ör- yggi versins gagnvart hryðjuverka- mönnum. „Það væri ófyrirgefanlegt að halda áfram með þessar áætlanir,“ sagði Alexei Jablokov, virtur vís- indamaður á sviði umhverfisfræði. Fljótandi kjarnorku- veri mótmælt Moskvu. AP. Hindúar segjast hvergi hvika RAMCHANDRA Paramhans, 92 ára eindreginn stuðningsmaður bygg- ingar musteris stríðsguðs hindúa, Rams, boðaði til blaðamannafundar í gær ásamt Ashok Singhal (t.h.), for- seta Alþjóðaráðs hindúa í bænum Ayodhya á Indlandi. Harðlínusinn- aðir hindúar sögðust hvergi myndu hvika frá þeim fyrirætlunum sínum að halda bænaathöfn í dag á þeim stað þar sem strangtrúaðir hindúar rústuðu mosku, bænahús múslima, fyrir tíu árum. Hæstiréttur Indlands hefur bann- að bænahald á staðnum, og forsætis- ráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, sagði að stjórnvöld myndu sjá til þess að úrskurði rétt- arins yrði hlítt. Eru hátt í tíu þúsund her- og lögreglumenn komnir til Ayodhya. Paramhans mun leiða fyr- irhugaða bænargjörð í dag og hefur hótað að fremja sjálfsmorð ef lög- reglan skerist í leikinn. Afdráttarlaus orð trúarleiðtog- anna þykja minna á þann atburð er moskan var eyðilögð 1992 og í kjöl- farið fylgdu verstu óeirðir milli hindúa og múslima frá því Indland varð sjálfstætt ríki og féllu um tvö þúsund manns. Mikil spenna ríkir þegar milli þessara trúarhópa í Guj- arat-ríki á Vestur-Indlandi, og hafa allt að 700 fallið í átökum þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.