Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 68

Morgunblaðið - 15.03.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FORSVARSMENN Norsk Hydro hafa gefið íslenzkum stjórnvöldum til kynna, að þeir geti ekki staðið við þann tímaramma, sem búið var að semja um vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við álver á Reyðarfirði, og jafnframt að þeir séu ekki tilbúnir til að ganga frá nýrri tímaáætlun. Þetta þýðir að óbreyttu að fram- kvæmdir við álver á Reyðarfirði frestast en ekki liggur ljóst fyrir um hve langan frest gæti verið að ræða. Gert er ráð fyrir að frekari upplýs- ingar um það liggi fyrir innan skamms. Stefnt var að því að hefja und- irbúningsframkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar í sumar en gera verður ráð fyrir að verði ekki af byggingu álversins að sinni hafi það áhrif á virkjunarframkvæmdir. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra að undir- búningur að byggingu álvers á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun gengi samkvæmt áætlun. Hins veg- ar sagði ráðherrann, að nýlega hefðu borizt fréttir um að Norsk Hydro „ætti í erfiðleikum“ með fjárfestingu í álfyrirtækinu VAW í Þýzkalandi. Heildarfjárfesting Norsk Hydro í þýzka fyrirtækinu nemur um 273 milljörðum íslenzkra króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er meginástæðan fyrir því, að Norsk Hydro vill að minnsta kosti fresta framkvæmdum hér, sú að fjárfestingin í Þýzkalandi er svo mikil að fyrirtækið ræður ekki við aðrar stórframkvæmdir jafnhliða. Thomas Knutzen, upplýsinga- fulltrúi Norsk Hydro, vildi ekki í samtali við Morgunblaðið í gær tjá sig um það hvort svo væri en tók fram að ekki væri um að ræða beint samband á milli þessara tveggja fjárfestinga. Unnið samkvæmt áætlun Valgerður Sverrisdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að forráðamenn Norsk Hydro hefðu fullvissað sig á fundi sl. haust um að fjárfestingin í Þýzkalandi hefði ekki áhrif á áhuga þeirra á þátttöku í byggingu álvers í Reyðarfirði. Og ráðherrann bætti við: „Ég treysti því að þau orð standi. Það er verið að vinna að verkefninu samkvæmt áætlun en okkur er samt kunnugt um einhverja erfiðleika við fjárfest- ingu, sem Norsk Hydro hefur staðið í í Þýzkalandi. En ekkert hefur verið ákveðið um að breyta þeirri áætlun, sem við vinnum eftir. Það er aðal- atriðið í mínum huga.“ Iðnaðarráðherra sagði að fundir færu nú fram í Kaupmannahöfn milli fulltrúa Landsvirkjunar og Norsk Hydro. „Ég lít alls ekki svo á, að Norsk Hydro ætli sér að bakka út úr verkefninu. Við vonum að málið sé í bærilegum farvegi en það er ekki ólíklegt að eitthvað geti verið til um- fjöllunar innan fyrirtækisins miðað við þessa erfiðleika í Þýzkalandi.“ Norsk Hydro vill frest- un á byggingu álvers  Fjárfestingin/10 ÁRLEGT fiðluball 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík fór fram í Iðnó í gærkvöldi. Stúlkur í síðkjólum og piltar í kjólfötum svifu dansandi um salinn við klass- ískan undirleik strengjasveitar skólans. Upphaf fiðluballsins er rakið aftur til 19. aldar þegar dans- æfingar voru haldnar á Sal skólans en hefðin datt niður um tíma. Und- anfarinn áratug hafa böllin verið árviss viðburður hjá útskriftarnem- endum MR og mælst vel fyrir. Að ballinu loknu í gær lá leið prúðbú- inna MR-inga á Kaffi Reykjavík þar sem gleðinni var haldið áfram. Morgunblaðið/KristinnDansinn stiginn á fiðluballi í Iðnó Íslandssími tapaði millj- arði króna í fyrra UM 990 milljóna króna tap varð á rekstri Íslandssíma á síðasta ári. Ár- ið 2000 tapaði félagið tæpum 493 milljónum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að tapið sé í takt við endurskoðaðar áætlanir félagsins. Rekstrartekjur jukust um 106% frá árinu 2000, námu alls um 1.457 millj- ónum króna. Rekstrargjöld jukust um 85%, voru alls um 1.865 milljónir króna. Verulegs rekstrarbata gætti í rekstri félagsins á seinni hluta síð- asta árs, sem skýrist af auknum tekjum og margþættum aðgerðum sem gripið var til í rekstrinum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti og rekstrarbata í starfsemi félagsins á árinu 2002, rekstrartekjur aukist um 40–60% frá árinu á undan.  Tap Íslandssíma/20 Tóbak selt fyrir meira en 6 millj- arða í fyrra TÓBAK var samtals selt með virð- isaukaskatti fyrir 6.151.023 þúsund krónur árið 2001 og hækkaði sölu- verðið úr 5.826.738 þús. kr. árið 2000, en salan nam 5.851.362 þús. kr. árið 1999. Sala vindlinga hefur verið um 92% af heildarsölu tóbaks og var söluverð þeirra samtals 5.665.319 þús. kr. í fyrra. Framleiðendur kosta merkingu Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur þingmanns og enn- fremur að innkaupasamningar ÁTVR kveði á um að framleiðendur merki tóbak með varnaðarmerking- um og að þær séu á þeirra kostnað. Sé tóbak sérpantað fái ÁTVR það af- hent ómerkt og merki sjálf en taki fyrir það 30 kr. á hverja einingu. Um lítið magn sé að ræða og nemi tekjur af gjaldinu um 5.000 kr. á mánuði. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í erindi á fundi í Berl- ín í gær að koma mætti málum þann- ig fyrir að Íslendingar gætu sætt sig við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Framkvæma mætti stefnuna þannig að hún gerði ráð fyrir aðskil- inni stjórn yfir íslensku fiskveiði- stjórnarsvæði og að úthlutun kvóta yrði byggð á fyrri úthlutun og í höndum íslenskra aðila. Halldór taldi ennfremur ljóst að beiting svo- kallaðrar nálægðarreglu ESB um ís- lenska fiskveiðistjórn yrði mjög til bóta. Reglan gengur út á það að taka skuli ákvarðanir sem næst þeim stað þar sem þær munu hafa áhrif. „Það vekur kannski undrun ykkar að heyra að mikill meirihluti þess fiskjar sem við Íslandsstrendur er að finna, og sem við byggjum af- komu okkar á, er ekki sameiginleg auðlind. Við höfum að vísu ekki prentað „Made in Iceland“ á fiskinn en ég get fullvissað ykkur um, og þetta er viðurkennt af fiskifræðing- um víðs vegar um heiminn, þ.á m. fiskifræðingum Evrópusambands- ins, að flestir fiskstofnar við Ísland halda kyrru fyrir á íslensku haf- svæði. Þeir eru því ekki í sameign frekar en finnsk tré eða bresk olía,“ sagði Halldór. Í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn sagðist Halldór ekki vilja dæma um hvort hann hefði lagt fram raunhæfa lausn varðandi efasemdir Íslendinga um sjávarútvegsstefnu ESB. Þau viðbrögð sem hann hefði fengið á fundinum bentu hins vegar til þess að menn skildu nú betur en áður áhyggjuefni Íslendinga og ann- arra þjóða við Norður-Atlantshafið. „Þetta eru sannarlega áhugaverð- ar hugmyndir sem utanríkisráð- herra Íslands setti fram í ræðu sinni í Berlín og það er vissulega vert að skoða þær nánar,“ segir Gerhard Sabathil, sendiherra fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, við Morgunblað- ið. Hann segir ummæli Halldórs um aðlögun en ekki undanþágu frá stefnu ESB vera eftirtektarverð. Hugmynd Halldórs Ásgrímssonar um sjávarútvegsstefnu ESB Aðskilin stjórn á ís- lensku fiskveiðisvæði  Fiskstofnar/34–35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.