Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 1
160. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. JÚLÍ 2002 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) samþykkti í gær áætlun sem mun umbreyta hinu fjörutíu ára gamla landbúnaðar- styrkjakerfi sambandsins, samþykki aðildarríkin fimmtán hana. Ríkis- stjórn Frakklands hefur þegar heitið því að berjast hatrammlega gegn áætluninni, og búast stjórnmála- skýrendur við því að Írar og ríki Suður-Evrópu fylki sér að baki Frökkum í málinu. Breytingartillögurnar fela í sér að tengsl styrkja við framleiðslu verða afnumin, en núverandi kerfi er þann- ig upp byggt að því meira sem bænd- ur framleiða af matvælum, því hærri styrki fá þeir. Verði tillögurnar sam- þykktar munu bændur fá fastar greiðslur og er gert ráð fyrir því að ekkert býli fái meira en 300.000 evr- ur, eða um 25 milljónir íslenskra króna, í styrki á ári. Breytinga þörf fyrir stækkun Franz Fischler, sem sér um land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn ESB, segir markaðinn verða að ráða því hvað framleitt verði og að aukna áherslu verði að leggja á náttúru- vernd og almennt heilbrigði. „Í framtíðinni munu bændur ekki fá greitt fyrir offramleiðslu heldur fyr- ir að taka til greina kröfur almenn- ings um örugg matvæli, betri með- ferð á dýrum og heilbrigt umhverfi,“ sagði Fischler. Stuðningsmenn breytinganna segja nauðsynlegt að þær nái fram að ganga áður en að stækkun ESB árið 2004 kemur, en þá munu nokkur stór landbúnaðarríki, eins og Pól- land, hugsanlega fá inngöngu í sam- bandið. Samkvæmt núverandi kerfi eyðir ESB því sem samsvarar 3.500 milljörðum íslenskra króna í land- búnaðarstyrki til þeirra átta milljóna bænda sem innan þess eru og er það um helmingur fjárlaga sambandsins. Blendin viðbrögð í Þýskalandi Nokkur hundruð spænskra bænda efndu til mótmæla í Brussel í gær þegar tillögurnar voru kynntar og sögðu þær „ráðast harkalega“ gegn hagsmunum sínum. Þá gagn- rýndi þjóðernisöfgamaðurinn Jean- Marie Le Pen, sem tapaði fyrir Jacq- ues Chirac í frönsku forsetakosning- unum í maí, áformin og sagði þau „næsta skrefið í fjöldamorði á lands- byggðarfólki“. Þýski landbúnaðarráðherrann, Renate Kuenast, tók vel í breyting- artillögur framkvæmdastjórnarinn- ar, en sagði þýsku stjórnina því að- eins styðja þær að þær hefðu ekki í för með sér aukið atvinnuleysi og til- lit yrði tekið til umhverfisþátta. Leiðtogi Kristilega demókrata- flokksins í Þýskalandi, Edmund Stoiber, lagðist hins vegar gegn til- lögunum og sagði ómögulegt að breyta styrkjakerfinu áður en stækkun bandalagsins hefði gengið í gegn. Sagði hann að ef dregið yrði mikið úr landbúnaðarstyrkjum gæti það fælt kjósendur í þeim löndum sem sótt hafa um ESB-aðild frá því að greiða aðildinni atkvæði sitt. Tillögur um breytingar á landbúnaðarstefnu ESB Frönsk stjórnvöld boða hatramma andstöðu Brussel. AP, AFP. LÖGREGLUMAÐUR í Manila á Fil- ippseyjum fylgist hér með því þeg- ar valtari keyrir yfir þúsundir riffla og skammbyssa. Í gær var sérstakur dagur sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu helgað eyðileggingu skotvopna og hafði vopnunum sem hér sjást eyðilögð verið safnað saman af her og lög- reglu landsins í baráttu þeirra við skæruliða og glæpamenn undan- farin misseri. Reuters Valtað yfir skotvopn VÉLVIRKI í 24. flugdeild kín- verska hersins vinnur í flug- stjórnarklefa orrustuþotu nærri borginni Tianjin, sem er um 70 kílómetra suðaustan við höfuð- borgina Peking. Kínverski herinn opnaði í gær tvær herstöðvar fyr- ir blaðamönnum í því skyni að sýna fram á hve vel vopnum bú- inn herinn væri og hve hæfur hann væri til að verja þessa fjöl- mennustu þjóð jarðar. AP Kínverski herinn sýnir mátt sinn VÍSINDAMENN frá Frakk- landi og Tsjad hafa fundið leif- ar frummanns sem þeir segja að séu um sjö milljón ára gaml- ar. Samkvæmt því er um elsta forföður nútímamannsins, sem hingað til hefur fundist, að ræða. Benda leifarnar, haus- kúpa, kjálkabrot og þrjár tenn- ur, til þess að forfeður manns- ins hafi byrjað að þróast í aðra átt en simpansar fyrir að minnsta kosti sjö milljón árum, mun fyrr en áður var talið. Einn ritstjóra bandaríska vísindaritsins Nature segir uppgötvunina „mikilvægasta steingervingafund í manna minnum,“ en hún sýnir einnig fram á það að forfeður manns- ins dreifðust mun víðar um Afr- íku en áður var talið. Athygli steingervingafræðinga hefur hingað til beinst að Rift-dalnum í Kenía, um 2500 kílómetra frá uppgraftarstæðinu í Tsjad og mun uppgötvunin því breyta mörgu því sem menn héldu sig vita um uppruna mannsins. Grein um Toumai, en það nafn hefur þessum forföður okkar verið gefið, mun birtast í Nature í dag, en þetta nafn er venjulega gefið þeim börnum í Tsjad sem fæðast rétt áður en þurrkatíminn hefst og þýðir það „lífsvon“. Elsti forfaðir mannsins París. AFP. GERT er ráð fyrir því að börnum sem misst hafa annað foreldri sitt eða bæði vegna alnæmisfaraldursins muni fjölga um helming eða í 25 milljónir fyrir 2010. Kom þetta fram í ræðu Peters Piots á alþjóðaráð- stefnunni um alnæmi í Barcelona í gær en hann er forstöðumaður UNAIDS, stofnunar á vegum Sam- einuðu þjóðanna er berst gegn sjúk- dómnum. „Í sumum löndum eru félagslegir innviðir samfélagsins að hverfa og fjölskyldur að sundrast … Ólýsan- legar hörmungar gætu verið í aug- sýn,“ sagði Piot og bætti við að skýrslan um munaðarleysingjana væri án efa einhverjar átakanleg- ustu upplýsingar sem lagðar hefðu verið fram. Skýrslan er meðal annars unnin af starfsmönnum Barnahjálpar SÞ og Bandarísku þróunarstofnuninni USAID og byggist á upplýsingum frá 88 löndum í Afríku, Asíu, Róm- önsku Ameríku og Karíbahafinu. Munaðarleysingjar af völdum al- næmis voru í fyrra taldir vera alls um 13,4 milljónir, flestir í Afríku. Útbreiðsla alnæmis Tala mun- aðarlausra tvöfaldast Barcelona. AFP. BRESKA stjórnin hyggst breyta reglum um að- gerðir gegn kannabisneyslu og verður í reynd heimilt að neyta efnisins og fólk ekki handtekið fyrir að vera með smávegis af því í fórum sínum. Breytingin er sögð vera hin róttækasta sem gerð hefur verið í fíkniefnamálum í Bretlandi í þrjá ára- tugi og var gagnrýnd harkalega af talsmönnum Íhaldsflokksins og öðrum sem vilja banna alla hassnotkun. Háttsettir embættismenn í bresku lögreglunni hafa áður lagt til að slakað verði á refsingum vegna hassneyslu sem er mjög út- breidd meðal ungs fólks. Kannabisefni, þ. e. hass og marijúana, verða framvegis í áhættuflokki C en í honum eru meðal annars ýmis þunglyndislyf og sterar. Hins vegar verður e-pillan svonefnda ekki færð úr efsta áhættuflokki niður í B-flokk, eins og sumir ráð- gjafar stjórnvalda hafa mælt með. Markmiðið með hugmyndunum, sem David Blunkett innanríkisráðherra kynnti á þingi í gær, er að létta störfum af lögreglunni og gera henni kleift að leggja meiri áherslu á baráttuna gegn sterkum efnum á borð við kókaín og heróín. „Skilaboðin eru skýr – fíkniefni eru hættuleg. Við munum fræða og beita fortölum og þegar nauðsyn krefur beina ungu fólki frá neyslu,“ sagði ráð- herrann. Hann sagði að lögreglan fengi heimild til að handtaka menn fyrir hassneyslu í undantekn- ingartilfellum, til dæmis ef reykt væri innan um börn. Refsiramminn fyrir sölu á efnum í B- og C- flokki verður hækkaður úr fimm árum í 14 ár en aukin áhersla lögð á að bjóða fíklum meðferð. Leyft að nota hass í Bretlandi Áhersla framvegis lögð á baráttu gegn sterkum efnum London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.