Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 45 Kringlunni, sími 553 2888 Útsalan byrjuð Mikil verðlækkun Dömu-, herra- og barnaskór kr. 7.900 ÚTSALA 20-50% afsláttur Ullarkápur Leðurkápur Regnkápur Vínilkápur Sumarúlpur Vindjakkar Háttar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518, Opnum kl. 9 virka daga laugard. kl. 10—15 Klapparstíg, sími 552 2522. Kíktu á! Í júlí Borgar sig að kaupa vagn á fimmtudögum eða föstudögum. Valdir vagnar á rífandi tilboði. lokað á laugardögum (13., 20. og 27. JÚLÍ 0G 3. ÁGÚST) MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Hreini Óskarssyni, skógarverði á Suðurlandi, vegna tjaldsvæðis í Þjórsárdal: „Eins og flestum er kunnugt safn- aðist hópur unglinga í tjaldútilegu á tjaldsvæði Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal um síðastliðna helgi. Ekki hafði verið boðað til neinnar skipulegrar hátíðar á staðnum og kom þessi mannsöfnuður umsjónar- manni tjaldsvæðisins, sem og öðrum, algerlega í opna skjöldu. Skógrækt ríkisins harmar að svona skyldi fara og mun allra leiða verða leitað til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Skógrækt ríkisins og umsjónarmað- ur tjaldsvæðisins vilja þakka lög- reglunni fyrir skjót viðbrögð og gæslu á svæðinu. Mikil vinna hefur farið í að þrífa svæðið svo að það sé boðlegt tjaldgestum og er því verki lokið. Vill Skógræktin sérstaklega þakka sumarfólki Landsvirkjunar fyrir aðstoð við þrifin. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu fyrir ferða- menn í Þjórsárdal. Vatnssalerni var sett upp fyrir nokkrum árum og á næstu dögum verður öðru salerni, nokkru stærra, bætt við. Aðgengi fyrir fatlaða verður að nýja salern- inu. Skógrækt ríkisins rak tjald- stæðið í Þjórsárdal allt fram á síð- asta sumar, en í sumar hefur reksturinn verið leigður út. Tjaldsvæðið í Þjórsárdal er stað- sett í Sandártungu austan Sandár. Tjaldsvæðið er vel gróið og eru flat- irnar aðskildar með trjágróðri sem gerir það sérstakt. Gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu inn í skóga Þjórsár- dals og er göngubrú yfir Sandá. Það er von Skógræktarinnar og umsjón- armanns tjaldsvæðisins að „SMS- hátíð“ síðustu helgar skaði ekki ímynd tjaldsvæðisins sem fjöl- skyldusvæðis. Velkomin í Þjóðskóg- ana.“ Harmar mannsöfnuð í Þjórsárdal SJÖUNDA skógarganga sumarsins í röð gangna á vegum skógræktar- félaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. júlí. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Þessi skógarganga er í umsjá Skógrækt- arfélags Mosfellsbæjar. Mæting er kl. 20 í skóginum í Hamrahlíð utan í Úlfarsfelli. Aðkom- an er frá Vesturlandsvegi og er skógurinn á móts við Korpúlfsstaði. Gengið verður eftir nýju göngustíg- unum um skógræktarsvæðin í Lága- felli. Gengið verður eftir Skarhóla- braut og landnemasvæðin utan í Úlfarsfelli skoðuð. Endað verður aft- ur í skóginum í Hamrahlíð. Þar verð- ur boðið upp á ketilkaffi og léttar veitingar. Göngustjóri er Einar Gunnarsson skógræktarfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands. Skógarganga í Mosfellsbæ Hjörleifur Björnsson lék á bassa Í niðurlagi umsagnar um djass- tónleika í Neskirkju í blaðinu sl. föstudag var rangt farið með nafn Hjörleifs Björnssonar bassaleikara. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTUNGMENNASAMBAND Borgar- fjarðar stendur fyrir kvöldgöngu fyrir alla fjölskylduna annað hvert fimmtudagskvöld í sumar. Hinn 11. júlí verður farið að Stallaskógi við Efri Hrepp og sund í Hreppslaug á eftir. Takið með 300 krónur og nesti. Leiðsögumenn eru Guðmundur Þor- steinsson og Gyða Bergþórsdóttir. Gangan hefst við Efri Hrepp, að sunnanverðu í mynni Skorradals, kl. 20. Kvöldganga FJÖLSKYLDUFERÐ verður farin helgina 12.–14. júlí nk. í Galtalæk á vegum ofangreindra aðila og mun aðgangseyrir, 1.500 kr. yfir helgina fyrir fellihýsi/tjaldvagna, renna óskertur til Geðhjálpar og Neistans. Aðgangsmiði gildir sem happdrætt- ismiði. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. Dagskrá laugardaginn 13. júlí 2002: Kl. 13 Ratleikur fyrir börnin. Ýmis verðlaun veitt. Trúðar á svæð- inu. Kl. 15 Leikir með börnunum. Grillaðar pylsur fyrir börn 12 ára og yngri. Kl. 20.30 Línudans, sýning og kennsla. Kl. 21 Dregið í happdrætti, góðir vinningar. Kl. 22 Kvöldvaka við brennu. Óvæntar uppákomur. Sumarhátíð Geðhjálpar, Neist- ans og Ægis- klúbbsins 2002 JÓN Egill Egilsson sendiherra af- henti í gær, miðvikudaginn 10. júlí 2002, Aleksander Kwasniewski, for- seta Póllands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Póllandi með aðsetur í Berlín. Afhenti trúnaðarbréf Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.