Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ annig var að um síð- ustu helgi ákvað fjöl- skyldan að bregða sér út fyrir borg- armörkin. Þar sem ein helgi er frekar takmörkuð í lengd ákváðum við að taka stefn- una á einhvern stað sem væri stutt frá bænum en samt þess eðl- is að hann freistaði ekki kóf- drukkinna ungmenna í leit að útihátíðarstemningu. Eftir nokk- urt japl, jaml og fuður var ákveðið að stefna á Úlfljótsvatn. Staðurinn uppfyllti allar okkar óskir og við höfðum það óskaplega notalegt. Reyndar rigndi töluvert framan af en það var bara gott því að lóðrétt, hlý rigningin sló aðeins á hroka mý- flugnanna sem greini- lega litu á tjaldstæðið sem sitt yfirráðasvæði. Á sunnu- deginum var öll rigning hins veg- ar fyrir bí. Við það var engu líkara en að æði rynni á þessar litlu skepnur sem mættu tvíefldar til leiks og hömuðust við að sjá fjöl- skyldunni fyrir húðskreytingu sem klæjaði talsvert undan. Þegar heim var komið dreif ég mig í apótek til að kaupa eitthvað við flugnabitinu. Það var þar sem ég rak augun í kassa með marg- litum glossstaukum, sem raðað var eftir ávöxtum sem gljáinn dró lit, lykt og bragð sitt af. Það var eitthvað við þetta gloss sem fang- aði athygli mína og eftir nokkurt hik áttaði ég mig á staðreyndum málsins: Þetta var nákvæmlega eins gloss og stóra systir gaf mér á fermingardaginn minn! Glossið atarna, sem bæði var með jarðaberjalykt og -bragði, var fyrsta snyrtivaran sem ég eignaðist um ævina. Reyndar gaf systir mín mér líka augnablýant og maskara og þessi amboð voru svo notuð á afar hófsaman hátt til að púkka upp á útlit fermingar- barnsins. Og ekki veitti nú af! Ég var ný- frelsuð frá járnbrautarteinum sem hafði verið komið fyrir á framtönnunum á mér nokkrum misserum áður. Auðvitað var lagt ofurkapp á að þeir hyrfu fyrir þennan stóra dag og það hafðist með um það bil viku fyrirvara. Einhvern veginn fannst mér ég nú samt hálfálkuleg um munninn og því fannst mér hið glæsilega gloss sannkallaður bjargvættur á örlagastundu. Ekki hjálpaði hárið heldur til. Ég hafði nokkrum árum áður sannfært mömmu um að síður lubbinn yrði að fjúka vegna óbærilegs sársauka við kemb- ingar og þótt ég hefði byrjað að safna að nýju nokkrum mánuðum fyrir ferminguna var strýið á toppstykkinu hvorki fugl né fisk- ur þegar til kastanna kom. Björg- unaraðgerðin átti að vera perm- anent, sem gripið var til skömmu fyrir fermingardaginn og þrátt fyrir að það leiddi af sér krullur, sem voru svo kröftugar að strák- arnir jörmuðu á mig á skólagöng- unum, bar sléttur haddurinn þær ofurliði á aðeins nokkrum dögum þannig að allt lak úr og lokkarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Mamma reddaði þó greiðslunni fyrir horn með krullujárni og eftir að stóra systir hafði farið fimum fingrum um trýnið á mér með nýju málningargræjunum gat ég bara nokkuð skammlaust gengið inn kirkjugólfið ásamt skólasystk- inum mínum. Á eftir var auðvitað fínerís veisla og ennþá fínni gjafir. Ég fékk ósköpin öll af viðlegudóti, meðal annars forláta bakpoka og svefnpoka sem enn eru í fullri notkun. Eitthvað var um skart- gripi og peningagjafirnar gerðu samtals 16 þúsund krónur sem mér þótti vera mikill peningur enda dugðu aurarnir fyrir svell- þykkum gönguskóm af bestu gerð og vel það. Skótauið var síðan ætl- að fyrir gönguferð á Hornstrandir sem framundan var um sumarið. Þetta var fyrsta bakpokaferðin mín og ég fór hana með pabba og níu öðrum fílefldum karlmönnum sem höfðu skráð sig í ferðina. Reyndar var einn þeirra bara tólf ára en hann hafði oft farið í svona ferðir áður og var því alvanur. Það er skemmst frá því að segja að ferðin varð mér mannraun svo um munaði. Hún byrjaði með þeim ósköpum að óveður geisaði daginn sem við tókum ferjuna Fagranesið frá Ísafirði til Að- alvíkur. Ferðinni var þó ekki af- lýst heldur einkenndist hún af ör- magna mannsmyndum sem lágu hver um aðra þvera í þeim örfáu kojum sem voru í boði um borð í dallinum. Til Aðalvíkur komumst við þó þar sem slegið var upp tjöldum og hvílst yfir nóttina en engu síður var undirritaður göngugarpur hálfglær af sjóriðu daginn sem arkað var af stað. Ég var óskap- lega þreytt og fótafúin strax í upphafi ferðar og ekki bætti hreysti ferðafélaga minna úr skák því mér fannst sem geyst væri yf- ir hvert stórfjallið á fætur öðru á ofurhraða, sem litlir kvenfætur mínir höfðu ekki nokkra burði til að fylgja eftir. Dagana á eftir fengum við sýnishorn af öllum þeim veðurteg- undum sem land vort hefur upp á að bjóða. Víst fengum við sól en við fengum líka rigningu, slag- viðri, snjóhríð og hressilegt rok sem auðvitað stóð beint í fangið. Ég veit ekki hvernig mér tókst að lifa þetta ferðalag af en ein- hvern veginn komst ég á áfanga- stað. Fársjúk af unglingaveiki og ofreynslu lofaði ég sjálfri mér há- tíðlega að ég skyldi aldrei fara í svona göngu aftur. Ég stóð nú ekki við það og hef bæði lent í hríðarbyl um miðja nótt í Hrafntinnuskeri á leið um Laugaveginn og vafrað um Fimmvörðuhálsinn í þeirri þétt- ustu þoku sem ég hef kynnst. Og vopnuð mýbitssmyrslinu og gloss- inu góða sem ég festi kaup á í apó- tekinu á dögunum ætla ég að leggja upp í göngu nú um helgina þrátt fyrir votviðrisspár. Ég hef þá alltaf minningar um lamba- krullur og járnbrautarteina til að orna mér við á leiðinni. Gloss og gönguferðir Bein tengsl geta verið á milli mýflugnabits, varagljáa með jarðarberjabragði, fermingar, járnbrautarteina, lambakrullna, 16 þúsund króna og örvæntingarfullrar göngu um Hornstrandir. Ég skal reyna að útskýra hvernig. VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is UM ÞESSAR mund- ir er verið að leika afar sérkennilegt leikrit í fjármálaheiminum á Íslandi. Aðalleikendur eru 5 strengjabrúður, sem stjórnað er af bankastjóra þess virðu- lega ríkisbanka Búnað- arbanka Íslands hf. Og viðfangsefnið er sígilt, græðgin. Leikritið gengur út á það, að fimm, af rúm- lega ellefu hundruð stofnfjáreigendum Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, með alþingismann sem mál- pípu, vilja ekki, að stjórn SPRON framfylgi einróma samþykkt aðal- fundar ársins 2002 um að breyta sjóðnum í hlutafélag, skv. ákvæðum nýlega settra laga. Í staðinn freista þeir að kollvarpa þessari ákvörðun og hagnast sjálfir sem mest. Með þetta að leiðarljósi leita þeir eftir hugsanlegum gloppum í löggjöfinni, sem geri þeim kleift að ná markmiði sínu, en gera jafnframt bandalag við ríkisbankann um að færa honum sparisjóðinn á silfurfati, ekki fyrir þrjátíu silfurpeninga, heldur fyrir umboðslaun, sem nema allt að fjöru- tíu milljónum króna auk kostnaðar vegna ómaksins. Og hver er svo aðferðin? Þegar stjórn SPRON var að reka smiðs- höggið á breytingu í hlutafélag og fylgdi við það lagaákvæðum til hins ítrasta, kom fram ósk um, að tvær nýjar tillögur færu á dagskrá fundar, sem halda átti í tilefni breytingarinn- ar. Þær gengu út á, að heimila breyt- ingar á samþykktum gamla spari- sjóðsins um hámark stofnfjáreignar og framsal stofnfjárhluta. Að sjálf- sögðu var orðið við þessari beiðni, þótt hún væri seint til komin. Nokkru síðar sendu svo aðilarnir fimm öllum stofnfjáreigendum bréf þar sem þeim var boðið fjórfalt verð- mæti stofnfjár síns, sem þó var háð því skilyrði, að þeir felldu tillögu stjórnar SPRON um breytingu í hlutafélag og veittu breytingu á sam- þykktum sparisjóðsins brautar- gengi. Jafnframt var sáð frækornum efans um heilindi stjórnarmanna SPRON og þeir vændir um að hafa ekki hagsmuni stofnfjáreigenda og sparisjóðsins sjálfs að leiðarljósi. Þar með var búið að smíða gullkálf og nú átti bara að fá fólkið til að dansa, í þessu tilfelli stofnfjáreig- endur. Auðvitað voru allmargir í hópi stofnfjáreigenda, sem ráku upp stór augu þegar þeim var allt í einu boðið fjórfalt uppreiknað verðmæti stofn- fjár síns. Þetta er skiljanlegt, þegar haft er í huga, að stjórn SPRON hafði ávallt talað um, að skiptaverð yfir í hlutabréf yrði einungis fjórð- ungur af hinu nýja tilboði, sem var í réttu hlutfalli við fyrri eign. En það gleymdist í allri umræðunni, að stjórn SPRON var alls ekki að selja sparisjóðinn, hún var einungis að breyta honum í hlutafélag skv. ein- róma samþykki þeirra sömu aðila og nú voru á báðum áttum vegna til- boðsins. Þar með var stjórn SPRON að verja þá hagsmuni, sem henni bar lögum samkvæmt. Með breyting- unni í hlutafélag var verið að skapa grundvöll fyrir þróun, sem seinna hefði hugsanlega fært stofnfjáreig- endum mun meiri verðmæti en þau, sem aðilarnir fimm eru nú að bjóða. Og hvert er svo markmiðið með leikritinu? Ef fimmmenningunum tekst að sannfæra nægilega marga stofnfjáreigendur um, að hagsmun- um þeirra sé best borgið með því að selja stofnbréfin, stefnir Búnaðar- bankinn að því að leysa þau til sín og þar með ná algjörum yfirráðum í SPRON fyrir aðeins tvo milljarða króna. Bankastjóri bankans hefur að vísu látið hafa eftir sér, að bankinn þurfi að borga um 5,7 milljarða króna þegar upp er staðið, en allir vita að það er aðeins fyrirsláttur til að fegra yfirtökuna. Staðreynd- in er ljós, Búnaðar- bankinn hyggst yfir- taka og innlima SPRON fyrir tvo millj- arða króna. Og þetta er aðeins byrjunin. Eigið fé sparisjóðanna í land- inu nemur um átján milljörðum króna svo allir geta séð, að það er eftir miklu að slægjast. Það má þó aldrei gerast og mun ekki gerast, því atriðið, sem mestu skiptir, gleymist nefnilega í hernaðaráætlun Búnað- arbankans og strengjabrúða hans, en það eru viðskiptavinir SPRON og starfsfólk. Á sjötíu ára ævi sparisjóðsins hef- ur orðið til afar sérstakur og góður starfsandi innan fyrirtækisins og samheldni starfsfólks er einstök. Unnið hefur verið marvisst að því að styrkja og stækka sparisjóðinn og hefur starfsfólkið fengið að njóta ávaxtanna þegar vel hefur gengið. Fullyrða má, að sambandið við við- skiptavini er með því besta sem ger- ist, enda starfsfólkið þekkt fyrir per- sónulega, skjóta og örugga þjónustu. Kannanir hafa sýnt, að viðskiptavin- ir SPRON eru meðal ánægðustu við- skiptavina allra fjármálastofnana og ánægja starfsfólks er sú mesta sem þekkist í íslenskum fyrirtækjum. Hvernig ætlar Búnaðarbankinn að viðhalda þessum þáttum? Telur hann að viðskiptavinirnir muni vand- ræðalaust flytja viðskipti sín í þann banka? Reyndar er talað um að þeir komi til með að versla áfram við SPRON, en hver trúir því, þegar bankastjórinn talar tungum tveim og segir sameining með annarri og að- skilinn rekstur með hinni. Eða held- ur Búnaðarbankastjórinn, að hægt sé að viðhalda SPRON-andanum eft- ir að hafa þvingað fram fjandsam- lega yfirtöku í skjóli gloppótts laga- texta, þar sem ekki tekst að koma því til skila, sem meining Alþingis stóð til? Heldur bankastjóri Búnaðarbank- ans, að SPRON-andinn sé eitthvað, sem límt er á andlit starfsfólksins og megi breyta að vild? Svo er ekki. SPRON-andinn kemur innan frá. Hann verður ekki seldur, skipt út né breytt í Búnaðar-SPRON-anda. Í höndum Búnaðarbankans eða ein- hvers annars, sem reynir fjandsam- lega yfirtöku deyr SPRON og þar með hafa þeir, sem slíkt reyna, eyði- lagt virtustu fjármálastofnun lands- ins og starf þess fólks, sem á afkomu sína undir velgengni hennar. En starfsmenn munu ekki sætta sig við þetta. Það eru til margar aðr- ar leiðir en leið strengjabrúðanna í böndum Búnaðarbankans. Ég er þess fullviss, að endalok þessa leik- ritsins verða allt önnur en lagt var upp með og ef einhverjir ætla seinna meir að semja leikrit í líkingu við þetta, er þeim ráðlagt að semja loka- þáttinn líka. Jafnvel byrja á honum, því þá þurfa þeir ekki að eyða tíma og fjármunum í að semja byrjunar- þáttinn. Dansað kringum gullkálfinn Jóhannes Helgason SPRON Staðreyndin er ljós, seg- ir Jóhannes Helgason, Búnaðarbankinn hyggst yfirtaka og innlima SPRON fyrir tvo milljarða króna. Höfundur er starfsmaður SPRON og stofnfjáreigandi. VEGNA greinar lögmanns 5- menninganna í Morgunblaðinu 10. þ.m. undir yfirskriftinni ,,Ofríki stjórnar SPRON“ vil ég taka fram eftirfarandi: 1) Fyrirhugaður fundur stofn- fjáreigenda 28. júní sl. var boðaður til að fjalla um breytingu á SPRON í hlutafélag en tillaga þess efnis hafði verið undirbúin á grundvelli laga og skv. einróma ályktun aðalfundar 15. mars. Yfirtökutilboð Búnaðarbank- ans, sem gert var 25. júní, gjör- breytti þeim viðhorfum, sem mót- að höfðu undirbúning að breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins. Um gildi tilboðsins var strax deilt og nægir í því sambandi að vísa til ummæla viðskiptaráðherra og for- manns og varaformanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Er nú beðið niðurstöðu um lögmæti tilboðsins. Stjórn sparisjóðsins taldi það ekki þjóna tilgangi að kalla saman fund fleiri hundruð stofnfjáreigenda til að fjalla um framtíð sparisjóðsins meðan óvissa ríkti um réttarstöðu í mál- inu – og því var fundurinn 28. júní afboðaður. 2) Stjórn SPRON hefur lýst því yfir, að þegar réttaróvissunni hef- ur verið eytt muni hún boða til fundar stofnfjáreigenda. Verði niðurstaðan sú, að viðskipti 5- menninganna og Búnaðarbankans fái staðist mun stjórnin haga und- irbúningi mála í ljósi nýrra við- horfa og leita hagkvæmari kosta fyrir SPRON og stofnfjáreigendur en Búnaðarbankinn býður. 3) Skrá yfir stofnfjáreigendur liggur lögum samkvæmt frammi á skrifstofu sparisjóðsins og eiga stofnfjáreigendur rétt á að kynna sér skrána. Í því felst ekki heimild til afritunar á skránni í neinu formi. Hafa ber í huga að skrá yfir stofnfjáreigendur hefur að geyma lista yfir marga af bestu viðskipta- vinum sparisjóðsins og upplýsing- ar um stofnfjárinnstæður þeirra. Stofnfjáreigandi nátengdur ein- um 5-menninganna las í lok júní nöfn úr skránni inn á segulband sem síðan var afhent samkeppn- isaðila sparisjóðsins, Búnaðar- bankanum. Síðan hafa stofnfjár- eigendur mátt þola stöðugt ónæði og áreiti af hálfu bankans – hvort sem það er gert í hans nafni eða annarra og hefur fjöldi stofnfjár- eigenda kvartað undan þessu. Af hálfu sparisjóðsins er litið svo á, að með þessu hafi af hálfu samkeppn- isaðila verið framin brot gegn lög- vörðum réttindum sparisjóðsins og lögvörðum réttindum stofnfjár- eigenda til friðhelgi einkalífs. 4) 5-menningarnir og lögmaður þeirra hafa ítrekað borið fram þau ósannindi, að stjórn og stjórnend- ur SPRON beiti starfsfólk eða við- skiptavini ofríki til að koma í veg fyrir undirskriftir. Þessi áburður er ekki svaraverður. Hins vegar má benda á, að óþarft er að krefj- ast fundar stofnfjáreigenda, þar sem stjórn SPRON hefur ítrekað lýst yfir að fundur verði haldinn, þegar þeirri réttaróvissu sem leiddi af yfirtökutilboði Búnaðar- bankans hefur verið eytt. Jón G. Tómasson Hafa skal það sem sannara reynist Höfundur er formaður stjórnar SPRON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.