Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 1
207. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. SEPTEMBER 2002 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hét því í gær að hann myndi leita samþykkis þingsins ef ákveðið yrði að beita herafla til þess að hrekja Sadd- am Hussein Íraksforseta frá völdum. Þá sagðist forsetinn myndu gera Sameinuðu þjóðunum (SÞ) grein fyr- ir málstað sínum gegn Saddam í næstu viku. Bush ítrekaði að „ógn“ stafaði af Saddam, og kvaðst um helgina ætla að bjóða Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, í heimsókn til að ræða Írak. Þá myndi hann hringja í leiðtoga Kína, Rússlands og Frakk- lands og ræða um Saddam við þá. Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína og Frakkland eru þau ríki er hafa fastafulltrúa í öryggisráði SÞ. „Saddam Hussein er alvarleg ógn,“ sagði Bush er hann ræddi við frétta- menn eftir að hafa fundað með þing- leiðtogum í Hvíta húsinu í gær. „Hann er alvarlegt vandamál sem við verðum að takast á við. Bandaríkin eiga ekki kost á því að gera ekkert í málinu.“ Beindi Bush þeim orðum til bandamanna sinna að trúverðugleiki þeirra væri í veði er þeir tækju ákvörðun um hvort þeir legðu Banda- ríkjamönnum lið. Sagði Bush enn- fremur að hann myndi biðja þing- heim um leyfi til herfarar gegn Írak ef hann ákvæði að velja þann kost. Er hann var spurður hvort hann hefði veitt þinginu neitunarvald í málinu svaraði hann því til að hann væri þess fullviss að hann gæti unnið með þing- heimi að lausn málsins. „Í dag hefst ferlið,“ sagði Bush. Snýst ekki um vopnaeftirlit Þótt Bush segði í gær að ræða sín hjá SÞ í næstu viku myndi gefa mik- ilvæga mynd af fyrirætlunum sínum vildi hann ekki segja af eða á um hvort hann myndi setja Írökum úr- slitakosti eða hvort hann myndi krefjast þess að vopnaeftirlitsmönn- um yrði hleypt inn í landið. „Málið snýst ekki um vopnaeftirlit. Málið snýst um afvopnun,“ sagði Bush. Írakar hafa ítrekað neitað að leyfa vopnaeftirlitsmönnum SÞ að koma inn í landið, en samkvæmt skil- málum um lok Persaflóastríðsins 1991 ber Írökum að leyfa slíkt eftirlit. „Þessi maður sagði að hann myndi ekki vígbúast. Hann sagði umheim- inum að hann myndi ekki eiga ger- eyðingarvopn,“ sagði Bush ennfrem- ur, og bætti við, að kjarni málsins væri sá, hvort Saddam hefði aðgang að gereyðingarvopnum. „Ég mun ræða leiðir til að tryggja að svo sé ekki.“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, sagði í gær að Banda- ríkjastjórn yrði nú að sannfæra um- heiminn um að raunveruleg ógn staf- aði af ráðamönnum í Írak. Að senda vopnaeftirlitsmenn til landsins myndi ekki duga til að eyða þessari ógn. Saddam ógn er takast þarf á við Bush lofar að leita samþykkis þingsins verði ráðist gegn Írak Washington, Jóhannesarborg. AFP, AP. FULLTRÚAR á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku sam- þykktu í gær, á lokadegi ráð- stefnunnar, svokallaða aðgerða- áætlun gegn fátækt og vaxandi um- hverfisvá. Lýstu ýmsir umhverfis- verndarsinnar óánægju sinni með áætlunina, sem þeir kölluðu út- þynnta málamiðlun í þágu stórfyr- irtækja, og mótmæltu henni með því að ganga á dyr. „Það er ekki hægt að búast við kraftaverkum á ráðstefnu af þessu tagi en hún getur samt komið mörgu góðu til leiðar. Jóhannesar- borg er ekki leiðarendi, heldur upp- haf langrar ferðar,“ sagði Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri SÞ, á fundi með blaðamönnum en í lokaálykt- uninni er meðal annars rætt um að- gerðir til að tryggja fátæku fólki hreint vatn, frárennsli og rafmagn, draga úr ágangi á náttúruna og vernda fiskstofna og skóga. Yfirleitt er þó ekki um nein tímamörk að ræða og framkvæmdahugmyndir hvað varðar fjármuni, kunnáttu og tækni eru mjög óljósar. Endurnýjanleg orka eitt af stóru málunum Evrópusambandið, ESB, krafðist þess, að endurnýjanleg orka yrði jafnt og þétt stærri hluti heildar- orkunotkunar í heiminum og um það sett ákveðin tímamörk. Banda- ríkin og olíuframleiðsluríkin komu í veg fyrir, að það yrði fastsett, en meira en 30 ríki, Evrópuríki og nokkur önnur, samþykktu þá fyrir sitt leyti að gera betur en segði í óljósri lokaályktuninni. Í lokaályktuninni er kjarnorka ekki skilgreind sem endurnýjanleg orka og gladdi það umhverfissinna, sem aftur á móti voru óánægðir með, að stíflur vegna vatnsorkuvera skyldu vera taldar hluti af endur- nýjanlegri orkuvinnslu. Jan Pronk, fyrrverandi umhverf- isráðherra Hollands, sagði í gær, að við hefði legið, að ráðstefnan færi út um þúfur. Á elleftu stund hefði tek- ist að koma í veg fyrir það en sam- þykktir hennar væru í raun aðeins ítrekun fyrri fyrirheita. Umhverfissamtök ýmiss konar voru mjög óánægð með lokayfirlýs- inguna og einkanlega með andstöðu Bandaríkjanna og olíuríkjanna við ákveðna samþykkt um endurnýjan- lega orku. Í yfirlýsingu frá hjálp- arstofnuninni Oxfam sagði, að á ráð- stefnunni hefði aðeins „nokkrum brauðmolum“ verið kastað í fátækt fólk. Að öðru leyti hefði hún verið vitnisburður um „græðgi og eigin- hagsmuni“. Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Suður-Afríku lokið „Ekki leiðarendi, heldur upphaf langrar ferðar“ Umhverfissam- tök fordæma lokaályktunina Jóhannesarborg. AFP. AP Nokkrir gestir á umhverfisráðstefnunni gerðu hróp að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann flutti ræðu sína í gær. Hér leiða lögreglumenn einn þeirra burtu úr fundarsalnum.  Hróp gerð/20 ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði í gær að hann sæi nú í fyrsta sinn möguleika á að komast að samkomulagi við Palestínu- menn. „Það verður ekki auð- velt, en möguleikinn er fyrir hendi,“ sagði Sharon í viðtali við ísraelska sjónvarpið. „Ísr- aelar gætu samið við alla þá Palestínumenn sem hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að hryðjuverk komi þeim ekki að neinu gagni.“ Sharon hefur hingað til úti- lokað alla möguleika á samn- ingaviðræðum við Palestínu- menn nema því aðeins að öllu ofbeldi linni og palestínska heimastjórnin og öryggiskerfi Palestínumanna verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Hann hefur einnig útilokað viðræður við Yasser Arafat, forseta heimastjórnarinnar, en bæði Ísraelar og Bandaríkja- menn hafa krafist þess að Arafat fari frá. Palestínumenn hafa skipað nýjan innanríkisráðherra, sem hefur átt í viðræðum við Ísr- aela um öryggismál, og nýjan fjármálaráðherra, en skipan hans hefur orðið til þess að Ísraelar hafa opnað aftur pal- estínska bankareikninga sem þeir höfðu fryst. Sharon sér möguleika á samn- ingum Jerúsalem. AFP. PALESTÍNSKU systkinin Kifah og Intissar Adjuri koma inn á mann- réttindaskrifstofu á Gaza-svæðinu í gær eftir að ísraelskir hermenn fluttu þau frá Vesturbakkanum til Gaza í samræmi við þann úrskurð Hæstaréttar Ísraels í fyrradag að reka mætti frá heimilum sínum fólk er aðstoðað hefði með ein- hverjum hætti hryðjuverkamenn. Kifah og Intissar eru systkini Alis Adjuris, sem var yfirmaður Al-Aqsa-herdeildanna á Vest- urbakkanum, en Ísraelar felldu hann í síðasta mánuði. Þeir höfðu ásakað hann um að hafa skipulagt tvær sjálfsmorðssprengjuárásir er urðu fimm manns að bana, auk til- ræðismannanna, í Tel Aviv 17. júlí. Rétturinn komst að þeirri niður- stöðu að Kifah og Intissar hefðu vitandi vits aðstoðað bróður sinn við undirbúning árásanna. Rétt- urinn meinaði aftur á móti hernum að reka þriðja manninn, sem líka var bróðir Alis, einnig frá Vestur- bakkanum, því ekki væri sannað að hann hefði í raun aðstoðað við undirbúning árásanna. Herinn greindi frá því að Kifah og Intissar hefðu verið flutt úr fangelsinu sem þau sátu í á Vest- urbakkanum inn á sjálfstjórnar- svæði Palestínumanna rétt suður af Gaza-borg. Intissar sagði að þau hefðu verið flutt í ísraelskum skriðdreka og hefðu ekkert vitað hvert þau voru að fara fyrr en þeim hefði verið sleppt skammt frá húsi við palestínskan víngarð. Hefði húseigandinn síðan ekið þeim inn í Gaza-borg á mannrétt- indaskrifstofu þar. Reuters Komin til Gaza  Báðar þjóðirnar/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.