Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RUMON Gamba er nýr aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Gamba er 29 ára Breti; Gamba-nafnið kemur frá ítölskum forfeðrum langt aftur í ættir, en Rumon er keltneskt nafn frá heima- slóðum hans á Cornwall. Rumon Gamba er sannarlega ungur í þetta starf, en eigi að síður hefur hann mikla reynslu að baki sem hljóm- sveitarstjóri. Aðalfag hans í tónlist- inni var sellóleikur, en í Konunglegu tónlistarakademíunni í London sneri hann sér að námi í hljómsveitar- stjórn og gekk það mjög vel. Hann hreppti margvíslegar viðurkenning- ar strax á námsárum sínum, og það segir sitt um færni hans, að 25 ára gamall var hann orðinn aðstoðar- hljómsveitarstjóri Fílharmóníusveit- ar breska útvarpsins, BBC. Með þeirri hljómsveit gerði hann fjölda hljóðritana fyrir Chandos-útgáfuna, og kom oft fram með henni á tón- leikum; bæði opinberum tónleikum og stúdíótónleikum fyrir BBC sem sendir voru út bæði í útvarpi og sjón- varpi. Hann hefur meðal annars stjórnað tónleikum á tónlistarhátíð- inni virtu BBC Proms. Þar sem blaðamanni finnst orðið nokkuð langt síðan hann eignaðist geisla- diska þar sem Rumon Gamba stjórn- ar var hann einhvern veginn viss um að þessi maður hlyti að vera eldri. En ungur er hann; – og líka glaðlegur, opinn og jákvæður; – „orkubomba“ segir landi hans Bernharður Wilk- inson aðstoðarhljómsveitarstjóri, sem átti sinn þátt í því að fá hann hingað, efir þrenna ákaflega vel heppnaða tónleika hljómsveitarinnar undir hans stjórn á síðustu misser- um. Frami Rumons Gamba hefur verið hraður og mikill, og hann hefur þegar komið fram sem gestastjórn- andi með mörgum fremstu hljóm- sveitum Evrópu. Hann hefur einnig stjórnað hljómsveitum í Ástralíu og Kanada og nú í haust stjórnar hann í fyrsta sinn í Bandaríkjunum; fyrst Fílharmóníusveitinni í Flórída og í kjölfarið Fílharmóníusveitinni í New York. En Sinfóníuhljómsveit Íslands verður hans fyrsti póstur í aðalhlut- verki; – hans fyrsta fasta aðalhljóm- sveitarstjórastarf; en það þýðir ekki aðeins að hann stjórni hér oftar en aðrir stjórnendur, heldur er hann líka ábyrgur fyrir listrænu starfi hljómsveitarinnar; á stóran þátt í verkefnavali og skapar sveitinni list- rænan prófíl. Áhrifa hans fer þó varla að gæta fyrr en líður á vetur- inn, verkefnaval þessa vetrar var þegar í höfn þegar hann var ráðinn, og hann stjórnar aðeins tvennum tónleikum í vetur; þar af tónleikum á Myrkum músíkdögum þar sem ein- göngu verður leikin íslensk tónlist. Það er ekkert launungarmál að stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á liðnum árum hafa verið umdeildir á ýmsan hátt; – mismikið þó. Sumum þóttu Finnarnir Petri Sakari og Osmo Vänskä einblína um of á finnska tónlist, þótt vissulega hafi þeir báðir átt þátt í því að skapa hljómsveitinni ákveðinn faglegan grunn. Öðrum þótti síðasti aðal- hljómsveitarstjóri, Rico Saccani, helst til íhaldssamur í verkefnavali; – gera þó afburða vel í þeim verkum sem hann kunni og voru honum kær, en standa sig verr þegar komið var út fyrir það hefðbundnasta og þekkt- asta í tónbókmenntunum; – ekki síst þegar að íslenskri tónlist kom, en hann virtist hafa takmarkaðan áhuga á verkum íslensku tónskáld- anna. Það má því heita víst að ís- lenskum tónskáldum á eftir að þykja spennandi að heyra hvernig Rumon Gamba tekst til við verk þeirra. Óneitanlega fylgir því talsverður spenningur að fá hingað nýjan aðal- hljómsveitarstjóra og fastagestir Sinfóníuhljómsveitarinnar, ekki síð- ur en hljómsveitin sjálf og forsvars- menn hennar, bíða einnig spenntir eftir að sjá hvernig til tekst. Ekki kvöð, heldur mikilvægt að flytja íslensk verk En hvar liggja áhugasvið Rumons Gamba í sinfónískri tónlist; – hverjar verða áherslur hans með Sinfóníu- hljómsveit Íslands; hvað þekkir hann af íslenskri tónlist, og hvaða árangri vonast hann til að hafa náð þegar ráðningartímabilinu lýkur? Þetta eru bara nokkrar af þeim ótalmörgu spurningum sem brenna á blaða- manni þegar við setjumst niður til að spjalla saman í Háskólabíói. „Þú spyrð hver áhugasvið mín í tónlistinni séu; – ætli ég verði ekki bara að segja tónlistin eins og hún leggur sig sé áhugasvið mitt. Sígild sinfónísk verk eru auðvitað það sem ég hef mestar mætur á, en það er erf- itt fyrir mig að segja að eitthvert eitt tímabil eða ein tegund verka sé í meira uppáhaldi en önnur. Ég er Breti og mér þykir vænt um verk minna tónskálda eins og vera ber. Ég get þó sagt að ég hafi miklar mætur á rússneskri tónlist, og verk tónskálda eins og Beethovens og Brahms eru kjarni sígildrar tónlistar; – verk Mozarts og Haydns einnig. Í verkum þessara tónskálda finnur maður grunn sem endalaust er hægt að sækja í og uppgötva nýja hluti. Þetta er uppistaðan, en ég er þó mikið fyrir fjölbreytni og vil leita fanga víða. Ég þekki ekki mikið til íslenskrar tón- listar, en hef þó heyrt nokkur verk í útvarpinu heima, BBC. Það verður spennandi fyrir mig að kynnast ís- lenskri tónlist. Ég lít ekki endilega á það sem skyldu eða kvöð að flytja íslensk verk, mér finnst það bara mikilvægt vegna þess að Sinfóníu- hljómsveit Íslands er ekki borgar- hljómsveit eins og margar hljóm- sveitir erlendis, – heldur hljómsveit allra Íslendinga. Það er mikilvægt að íslensk tónlist heyrist hvort sem hún er góð eða slæm; – við komumst ekki að því hvernig hún er nema heyra hana. Það er líka sérstaklega mik- ilvægt að ung tónskáld fái tækifæri með hljómsveitinni og njóti þess að heyra hljómsveitarverk sín lifna við. Hvaða hljómsveit ætti að spila þau ef ekki Sinfóníuhljómsveit Íslands?“ Auðsveip og áhugasöm hljómsveit Rumon Gamba viðurkennir að hafa sjálfur átt við tónsmíðar, en ger- ir lítið úr, – „það er löngu liðin tíð“, segir hann og hlær við. Hann lærði á selló og stundaði tónlistarnám í Dur- ham-háskóla, en hljómsveitarstjórn- in tók yfir þegar hann kom í Kon- unglegu tónlistarakademíuna í London. Hann segir að verðlaunin sem hann hreppti í skólanum hafi verið mikil hvatning, og síðan þá hafi hljómsveitarstjórnin átt hug hans allan. Það segir líka sína sögu um hæfileika þessa geðþekka manns hve víða hann hefur farið og hve eftir- sóttur hljómsveitarstjóri hann er nú þegar. En hvernig er heimur hljóm- sveitanna í dag? Er sú tíð liðin að tal- að sé sérstaklega um þýskan hljóm- sveitastíl, rússneskan eða enskan; – austur-evrópskan eða norður-evr- ópskan? „Jú, þetta er að verða liðin tíð. Ég stjórna í Ástralíu, og í hljómsveitun- um þar eru Rússar og Þjóðverjar. Heimurinn er orðinn svo blandaður í dag og hljómsveitarstjórarnir auð- vitað mikið á ferðinni. Þó get ég sagt að hljómsveitirnar eru ennþá hver um sig með sitt eigið svipmót og kar- akter, þótt það sé ekki líkt því eins mikið og í þá daga þegar til dæmis Georg Szell stjórnaði Cleveland- hljómsveitinni og hún hafði sinn auð- þekkjanlega hljóm. Þotuöldin hefur breytt þessu. Mér finnst hljómsveitir líka ólíkar að ýmsu öðru leyti en bara hvað hljóminn snertir. Þar á ég við viðhorfið til tónlistarinnar og vinn- unnar og ýmsa slíka þætti. Ég man til dæmis vel þegar ég kom hingað fyrst, hvað ég var spenntur fyrir því hvað hljómsveitin hér var auðsveip, og það var nokkuð sem ég bjóst ekki við. Mér þótti það merkilegt hvað fólkið var fljótt að tileinka sér leið- beiningar og tilsögn og gera ná- kvæmlega það sem um var beðið og það bæði fljótt og vel. Það eru ótal margar hljómsveitir þar sem þetta er erfiðleikum bundið, fólk er fast í sínu og það tekur langan tíma að breyta hlutunum. Mér fannst strax að fólkið í hljómsveitinni hér ynni af mikilli einurð. Þetta er góður eigin- leiki hjá hljómsveit. Mér fannst líka andinn í hljómsveitinni afskaplega góður og þægilegur.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands er ekki gömul á evrópskan mælikvarða, en Rumon Gamba segir að hún hafi þó náð upp ágætum leikstíl. Það er þó aldrei svo að ekki þurfi að betrum- bæta leikinn, og að því ætlar hann að vinna markvisst. „Það hefur kannski verið erfiðast fyrir hljómsveitina að síðustu misserin hefur hún ekki haft einhvern einn sem hefur haldið vel utan um hana í það minnsta átta til tíu vikur á vetri til að vinna sérstak- lega að því að skapa henni grunn eða hljóm og laða þar með betur fram hennar einstaka svip eða stíl. Mitt hlutverk er ekki að troða einhverju slíku upp á hljómsveitina. Verkefni mitt með henni verður að vinna að þessu jafnt og þétt; – leita að hennar karakter og ná honum fram í leik hennar. Þetta er nokkuð sem við vinnum saman að, það gæti tekið tíma, en er mjög spennandi. Þetta snýst kannski meira um hugarfar en akkúrat það hvernig spilað er. Við þurfum að finna okkar sérstöku leið gegnum tónlistina.“ Vilji til að prófa nýja hluti En er það kostur eða galli að stjórna hljómsveit sem á sér hvorki langa sögu né hefðir í samanburði við það sem tíðkast meðal rótgrónustu hljómsveita? „Satt að segja hef ég ekki hugsað út í það. Sumir gætu talið það galla að vinna með hljómsveit sem hefur ekki þessar gömlu hefðir að byggja á. Með rótgrónum hljómsveitum er hægt að vinna hratt og örugglega að verkum fyrir tónleika vikunnar, og það þarf kannski ekki að eyða miklu púðri í annars konar vinnu. Ég tala nú ekki um ef þær hafa unnið lengi með sama hljómsveitarstjóra og kunna öll helstu sinfónísk verk. En það sem er spennandi við ungar hljómsveitir er að þær eru til dæmis viljugri að prófa nýja hluti. Þann vilja og þá spennu þarf að virkja til að skapa hljómsveitinni traustan grunn. Þá verður allt annað miklu auðveldara. Þetta getur verið mikil og skapandi mótunarvinna, en örugglega mjög skemmtileg. Það getur verið erfitt að biðja gamal- gróna hljómsveit sem alltaf spilar fallega að framkalla hráa og grófa tóna til dæmis í Mahler eða Sjostak- ovitsj. Ung hljómsveit á auðveldara með svona hluti.“ Rumon Gamba hefur ákveðnar skoðanir á því hvers konar verkefn- um hann vill vinna að með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Honum finnst það mikilvægt í svo litlu landi að verkefnaval sé mjög fjölbreytt, en tekur fram að það megi þó ekki vanta samhengi eða þráð í prógrammið. Hann leggur áherslu á að ná til yngra fólks og skólakrakka, og líka má búast við öðruvísi eða sérstökum tónleikum, til að krydda það hefð- bundna. „Fyrst og fremst vil ég þó að áheyrendur geti treyst mér og hljómsveitinni; geti reitt sig á góða tónleika, og að þeir verði líka fyrir einhverri uppljómun í hvert sinn sem þeir koma að hlusta og geti upplifað lítið ævintýri.“ Leitin að hljómnum snýst um hugarfar Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hefur fengið nýjan aðalhljómsveitarstjóra. Rumon Gamba er ung- ur, en þó bæði reyndur og afar eftirsóttur hljómsveitarstjóri. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við hann um tón- listina, um hljómsveit- ina sem hann hefur nú tekið að sér að leiða og leitina að hljómnum. Morgunblaðið/Kristinn „Mér fannst líka andinn í hljómsveitinni afskaplega góður og þægilegur,“ segir Rumon Gamba. begga@mbl.is Í haustáætlun Menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs kenn- ir margra grasa. Nú stendur yfir – Norræna farand- sýningin Við, en myndlistarsýning Brynju Þórðar- dóttur verður opnuð 20. septem- ber. Átta ólíkar fiðlur koma frá Banda- ríkjunum og verða kynntar 22. sept- ember. Flutt verða tóndæmi úr ólík- um tónverkum. Dagskráin er í samstarfi við FÍT. Laugardaginn 28. september verður Sjónþing Manfreðs Vilhjálmssonar. Stjórnandi er Aðal- steinn Ingólfsson. Spyrlar: Albína Thordarson og Pétur Ármannsson. Evrópusamband píanókennara stendur fyrir nám- skeiði, „master- klass“, í píanóleik fyrir byrjendur og lengra komna 19. og 20. október og Ritþing með Matthíasi Johann- essen verður 9. nóvember og stjórnar Silja Að- alsteinsdóttir þinginu. Sama dag verður opnuð sýn- ing á listaverkum úr eigu Matthíasar. Þá verður myndlistarsýning Jóns Ólafssonar opnuð í Félagsstarfinu 22. nóvember og barnadagur verður 23. nóvember. Yfirskriftin er Viltu lesa fyrir mig? Þar munu barnabókahöf- undar lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Einnig verður opnuð sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum ís- lenskum barnabókum. Fiðlur, ritþing og myndlist í Gerðubergi Matthías Johannessen Manfreð Vilhjálmsson MARGRÉT Hrafnsdóttir sópran- söngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari halda tónleika í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þær flytja ljóð og aríur eftir m.a. Händel, Schumann, Grieg og Smetana. Þær eru báðar í námi í Þýskalandi, Hrönn við tónlistarháskólann í Freiburg og Margrét við tónlist- arháskólann í Stuttgart. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Margrét Hrafnsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir. Ljóð og aríur í Sigurjónssafni Myrtusviður er skáldsaga eftir Murray Bail í þýð- ingu Ólafar Eld- járn. Sagan segir af óðalseiganda sem gróðursetur mörg hundruð tegundir myrtusviðar af öll- um stærðum og gerðum á landareign sinni í Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Í þessari paradís föðurveldisins vex hin undurfagra Ellen úr grasi og þegar hún kemst á giftingaraldur mælir faðir hennar svo fyrir að sá sem kunni að nefna nafn hvers myrtusviðar á land- areigninni skuli hljóta hönd hennar. Vonbiðlarnir flykkjast að en hafa ekki erindi sem erfiði, enda virðist verkefnið óleysanlegt uns hr. Cave, heimskunnur sérfræðingur í myrtus- viði, birtist einn góðan veðurdag. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 195 bls., prentuð hjá Odda hf. Kápu gerði Anna Cynthia Leplar. Verð er 4.290 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.