Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 41 BJÖRN Þorsteinsson vann verðskuldaðan sigur á Íslandsmóti öldunga sem nýlega lauk í Garða- bæ. Mótið, sem var opið skák- mönnum 60 ára og eldri, var fá- mennt en góðmennt að þessu sinni og lokaúrslitin urðu eftirfarandi: 1. Björn Þorsteinsson 5½ v. 2. Ingvar Ásmundsson 4 v. 3. Jóhann Örn Sigurjónsson 2 v. 4. Halldór Garðarsson ½ v. Tefld var tvöföld umferð og sigraði Björn í öllum skákum sín- um, nema í lokaskákinni gegn Ingvari Ásmundssyni sem lauk með jafntefli. Ingvar, sem nú lenti í öðru sæti, sigraði á þessu móti í fyrra. Sigurlaun á mótinu voru eign- arbikar og svo farandbikar sem gefinn var af Guðmundi Arasyni. Með sigri sínum á mótinu hefur Björn áunnið sér rétt til að tefla á Evrópumótinu í sama aldurs- flokki. Mótið fer fram í Saint-Vinc- ent (Aosta Valley) á Ítalíu dagana 28. september til 6. október 2002. Það var Taflfélag Garðabæjar sem skipulagði mótið með stuðn- ingi Íslenskra aðalverktaka. Davíð Kjartansson sigrar á alþjóðlegu móti Þótt Skákþing Íslands hafi verið fyrirferðarmikið í undanförnum skákþáttum, þá hefur fjölmargt annað borið til tíðinda að undan- förnu. Þannig vann Davíð Kjart- ansson góðan sigur á alþjóðlegu skákmóti í Ungverjalandi, hlaut 6½ vinning í 10 umferðum. Hann hefur nú bæst í vaxandi hóp þeirra íslensku skákmanna sem eiga góða möguleika á alþjóðlegum meist- aratitli. Sigur Davíðs er athyglis- verður af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi var hann stigalægsti keppandinn á mótinu, þar sem þrír alþjóðlegir meistarar voru meðal andstæðinga hans. Í öðru lagi hef- ur hann teflt tiltölu- lega lítið að undan- förnu og því var fyrirfram ekki reikn- að með svo góðum ár- angri hjá honum. Von- andi verður þetta Davíð hvatning til þess að stefna að al- þjóðlegum áföngum af fullri alvöru. Engin skák á Ólympíuleikunum Alþjóðlega Ólymp- íunefndin hefur ákveðið, að skák verði ekki meðal keppnis- greina á Ólympíuleik- unum á næstunni. Þetta er nokk- urt áfall fyrir forystu FIDE sem hefur sótt hart að koma skákinni inn á leikana. Þær tilraunir hafa reyndar fallið í misjafnan jarðveg meðal skákmanna, sem hafa gert óspart grín að upptöku lyfjapróf- anna á skákmótum. Forystumenn FIDE virðast ekki vera í góðu jarðsambandi því það er afar hæp- ið að lyfjapróf séu viðeigandi í skákkeppni, hvað þá að yfirfæra þau nánast óbreytt frá öðrum keppnisgreinum. Það má t.d. ekki gleyma því að skákin er hugar- íþrótt og auk þess íþrótt allra ald- urshópa. Það hefur enn ekki sést sjötugur hlaupari í 100 metra hlaupi í alþjóðlegri keppni, en sumir skákmenn eru enn að sigra á alþjóðlegum skákmótum á þeim aldri. Einnig hafa skákmenn sem eiga við sjúkdóma að stríða oft náð prýðilegum árangri á skákmótum. Það gengur varla að útiloka aldr- aða og sjúka frá skákkeppni bara af því að þeir taka lyfjaskammtinn sinn! Það er vonandi að FIDE hætti þessari baráttu sinni, eða reyni a.m.k. að líta raunsætt á málin í stað þess að leggja allt í sölurnar til þess eins að koma skákinni að á Ólympíuleikunum. Auk þess á skákin sitt eigið Ól- ympíumót sem hefur staðið fylli- lega fyrir sínu. Á næsta Ólympíu- móti verður t.d. slegið þátt- tökumet og fjöldi þjóða á mótinu verð- ur vel á annað hundrað. Haustmót TR hefst á sunnudag Haustmót Tafl- félags Reykjavíkur 2002 hefst 8. sept- ember nk. Teflt verður í tveimur 12 manna riðlum og opnum flokki. Í riðl- unum verður brydd- að upp á þeirri nýj- ung að notast við Fischer-klukku og viðbótartíma fyrir hvern leik. Í opna flokknum verða tímamörkin einn og hálfur tími fyrir fyrstu 30 leikina og síðan hálftími til að klára skákina. Teflt verður eins og undanfarin ár á sunnudögum kl. 14 og miðviku- dags- og föstudagskvöldum kl. 19:30. Fimmtu umferð verður þó skotið inn mánudagskvöldið 16. september þannig að mótinu lýkur sunnudaginn 29. september, helgina áður en Íslandsmót skák- félaga hefst. Hraðskákmót Haustmótsins verður 2. október kl. 19:30. Þátttökutilkynningar berist Ólafi Ásgrímssyni í síma 895 5860 eða Júlíusi L. Friðjónssyni 896 3329. Skákæfingar barna og unglinga hjá TR Skákæfingar fyrir börn og ung- linga, 15 ára og yngri, hefjast aftur eftir sumarfrí næstkomandi laug- ardag, 7. september, kl. 14. Æfing- in fer fram í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Teflt verður létt mót með góðum verðlaunum, auk þess sem boðið verður upp á pizzur og gos fyrir alla. Ekkert kostar að vera með. Athygli er vakin á því að Tafl- félagið hefur hækkað hámarksald- ur á æfingunum um eitt ár, en áð- ur var hann 14 ár. Björn Þorsteinsson Ís- landsmeistari öldunga SKÁK Garðabær ÍSLANDSMÓT ÖLDUNGA 30. ágúst – 1. sept. 2002 Daði Örn Jónsson Björn Þorsteinsson ÁRIÐ 1989 var Breiðafjarðarferjan Baldur tekin í notkun og hóf siglingar milli Brjánslækjar og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Rekstur ferj- unnar var boðinn út árið 2000 og gild- ir sá samningur til ársloka 2003 með heimild til framlengingar til ársins 2005. Í tengslum við gerð samgönguáætl- unar og með hliðsjón af þætti ferj- unnar í eflingu ferðaþjónustu á Vest- fjörðum og við Breiðafjörð hefur samgönguráðherra því skipað nefnd sem geri tillögur um framtíð ferju- siglinga um Breiðafjörð. Ráðherra leggur áherslu á að nefndin komi fram með allar þær til- lögur og hugmyndir sem hún telur vænlegar í þágu bættra samganga við Vestfirði og til eflingar ferðaþjónust- unni á svæðinu. Nefndina skipa Kristján Vigfússon, Siglingamálastofnun, formaður, Pét- ur Ágústsson skipstjóri, Stykkis- hólmi, Sigfús Jónsson, framkvæmda- stjóri Nýsis, Reykjavík, Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri Vegagerðinni, Borgarnesi, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir viðskipta- fræðingur, Tálknafirði, og Einar Odd- ur Kristjánssonar alþingismaður. Nefnd fjallar um framtíð Baldurs REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp um næstu helgi. Kennt verður föstudag kl. 12–23, laugar- dag kl. 14–18 og sunnudag kl. 10– 14. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum og blæðing- um úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum, segir í fréttatil- kynningu. Námskeið í skyndihjálp JÓGASTÖÐ Vesturbæjar hefur flutt starfsemi sína í Héðinshúsið á Selja- vegi 2, 5 hæð. Húsnæðið hefur verið innréttað með tilliti til jógaiðkunar. Jógastöð Vesturbæjar var stofnuð árið 1994. Eigandi er Anna Björns- dóttir jógakennari, en hún hefur stundað jóga í yfir 20 ár. Allir leið- beinendur Jógastöðvar Vesturbæjar eru reyndir jógakennarar, með kennararéttindi frá Kripalu-jóga- stöðinni í Bandaríkjunum eða sam- bærilega þjálfun erlendis frá. Í Jógastöð Vesturbæjar er boðið upp á jógatíma fyrir konur og karla, bæði byrjendur og lengra komna, alla virka daga. Einnig eru í boði jógatímar fyrir barnshafandi, jóga fyrir börn og námskeið tengd jóga. Jógastöð Vest- urbæjar flytur í nýtt húsnæði RAINN hlaupið fer fram sunnudag- inn 8. sept. kl. 19 í Laugardal. Skrán- ing fer fram frá klukkan 18 á hlið íþróttavallarins. Tilgangur hlaupsins er að safna peningum til styrktar samtökunum RAINN. Þessi samtök reka síma- þjónustu í Bandaríkjunum sem ætl- að er að hjálpa einstaklingum sem orðið hafa fyrir nauðgun eða kyn- ferðislegri áreitni. Styrktarhlaup í Laugardal KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi heldur félagsfund í Sólvöllum, félagsheimili Lions- klúbbsins Keilis, Aragerði 4 í Vog- um, Vatnsleysuströnd, kl. 13 laugar- daginn 7. september. Fjallað verður um hvernig staðið verður að framboðsmálum í kjör- dæminu fyrir kosningarnar í vor og starfið framundan. Steingrímur J. Sigfússon mun mæta á fundinn og hafa framsögu um stjórnmál líðandi stundar og komandi vetrar. Nýir félagar eru velkomnir. Fundur VG í Suður- kjördæmi TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Ræsting á skrifstofum Samtaka atvinnu- lífsins og aðildarfélaga* í Borgartúni 35, Reykjavík. Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þeirra óska hér með eftir tilboðum í ræstingu á skrif- stofum sínum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 9. september. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 15:00 þann 17. september. * Aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins eru: SI, SVÞ, LÍÚ, SART, SFF, SAF og SF. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Álfasteinssund 12, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 224-7704, þingl. eig. Ástvaldur Gunnlaugsson, gerðarbeiðandi Grímsnes- og Grafningshreppur, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 13.15. Glóra, Hraungerðishreppi, eignarhl. gerðarþ. Landnr. 166232, þingl. eig. Halldór Vilhjálmsson, gerðarbeiðendur Áhaldaleigan/Jón Vil- hjálmsson og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 9.30. Laufskógar 18a, Hveragerði, fastanr. 221-0682 og 221-0684, þingl. eig. Kristján Karl Hilmarsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnað- arins, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 10.15. Miðfellsvegur 2, Biskupstungnahreppi, fastanr. 220-5720, þingl. eig. Björgvin Andri Guðjónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 15.00. Setberg 25, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2806, þingl. eig. Magnús Engil- bert Lárusson og Sigurbjörg S. Rúnarsdóttir, gerðarbeiðendur Eignar- haldsfélag Hörpu hf., Greiðslumiðlun hf. — Visa Ísland og Íbúðalána- sjóður, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 11.30. Vorsabæjarvellir 3, Hveragerði (0101), fastanr. 221-0888, þingl. eig. Silfurberghóll ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., fimmtu- daginn 12. september 2002 kl. 10.45. Þórisstaðir, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 220-8443, þingl. eig. Þb. Ólafur Ágúst Ægisson b/t Ragnar H. Hall hrl., gerðarbeiðendur Grímsnes- og Grafningshreppur og Íslandsbanki-FBA hf., fimmtudag- inn 12. september 2002 kl. 16.00. Öndverðarnes 1, lóð nr. 132, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 220-8613, þingl. eig. Valdimar Þórðarson, gerðarbeiðandi Íslands- banki hf., útibú 526, fimmtudaginn 12. september 2002 kl. 14.15. Sýslumaðurinn á Selfossi, 4. september 2002. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Erna Jóhannsdóttir miðill og sálfræðingur hefur hafið störf að nýju hjá félaginu og býður upp á einkatíma í heilun. Hafsteinn Guðbjörnsson huglæknir er kominn til starfa eftir sumarleyfi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9. 00—15.00. Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvu- póst, srfi@isholf.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í umsjón starfsfólks gistihússins. Happdrætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötuu 42 kl. 20.00 Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Heiðar Guðnason. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Upplifðu nýja hluti í þínu lífi. Jesús á erindi við þig. Samkoma fimmtudaginn 5. september kl. 20.00 í húsnæði Vegarins, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi. Halldór Lárusson predikar. Tónlist og fyrirbænir. Komið til mín, allir þér sem erfiðið hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.