Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 7
VlSIH SUNNUDAGSBLAÐ 7 svo lieppinn, að fá inni i At- vinndeild háskólans, þannig að hann getur stundað list sina utan við glaum og skarkala bæjarins. Hann kýs að lifa í kyrrþei, hefir Gamall danskur Græn- lands- fari sig ekki í frammi, er ómann- blendinn og allt að því feiminn,, en ósvikinn listamaður í öllu sínu eðli. Mér er það ljóst, að eg er að gera listamanninum bjarnar- greiða með því, að gera hann að umtalsefni í blöðum. Honum er það þvert um geð og hann á ekki á því sökina. Hér á dögun- um rakst eg inn til lians, ásaint vini mínum Eggert Stefánssyni, sem allt fagurt kann að meta og dásama. Við dvöldum þarna góða stund og fengum að sjá ýms þau verkj sem listamaður- inn hafði þá með höndum. Sum- um var að mestu lokið, önnur komin miðja vega og önnur í upphafi vega. En þetta var á- nægjuleg stund og ógle}rmanleg. Er við kvöddum og vorum komnir út fyrir dyrnar, sagði Eggerl Stefánsson: „Gunnlaug- ur Blöndal er Jónas Hallgríms- son íslenzkra málara.“ Fleiri orð viðhafði hann ekki, en sagði þessa setningu af mikilli tilfinn- ingu. En er ekki einmitt mikið til i þessu? Jónas Hallgrímsson er ljúfasta skáld okkar íslend- inga. Hann hafði næmt auga fyrir litum, eins og sendiherra Dana • rakti ekki alls fyrir löngu i grein, er birtist í tímarit- inu „Jörð“. Blái liturinn eink- um, guli og græni liturinn einn- ig, eiga rík ítök í ljóðum Jónas- ar. Það eru þessir sömu litir, sem Gunnlaugur Blöndal notar mest, og söm er lians snilld í línum og litameðferð á mynd- listarsviðinu og Jónasar Hall- grímssonar í ljóðagerðinni og orðsins formi. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt Gunnlaugur Blöndal yrði íslenzku þjóðinni liugljúfastur allra islenzlcra málara, er fram líða stundir, á sinn máta og Jónas Hallgrímsson er enn í dag í skáldaliópnum. En margir eru þeir, sem fullrar viðurkennirig- ar njóta einnig, þótt eðlið sé ann- að og annar blærinn yfir mynd- um þeirra, og vil eg á engan hátt á þá halla, né varpa rýrð á verk þeirra. Kristján Guðlaugsson. FRÁ ANNARI STJÖRNV Eftir Hermann Hesse. I suðlægu héraði á stjörnu einni, hafði hræðileg óhamingja dunið yfir. í þrumuveðri og stórflóði, samfara jarðskjálfta, höfðu þrjú þorp fallið í rúst, og garðar, akrar, skógar og allur jarðargróði eyðilagsl. Fjöldi manna og dýra hafði farist, en það sem hryggilegast var, að nú vantaði með öllu hlóm til þess að leggja ó líkami hinna dánu og skreyta með grafir þeirra. Fyrir öllu öðru var séð þegai' i stað. Sendiboðar höfðu farið um nálæg héruð strax eftir að ó- hamingjan hafði dunið yfir til þess að hiðja um hjálp og frá öllum turnum liéraðsins ómaði hið grátbljúga, fornhelga ljóð til gyðju miskunnseminnar, sem lét enga sál ósnortna. Úr öllum bæjum og sveitum komu lieilir hópar af hjálpfús- um og brjóstgóðum mönnum, og fólkið, sem misst hafði þakið ofan af höfðinu á sér, fékk ótal tilboð frá æltingjum og vinum eða þá ókunnugum um að búa hjá þeim. Föt og fæði, vagnar og hestar, verkfæri, steinar og viður og margir aðrir hlutir voru flutt að úr öllum átturn, og meðan öldungar, konur og börn voru flutt i hurtu með allri þeirri umhyggjusemi, er bezta getur, meðan sumir þvoðu sár manna og bundið var um þau og leitað var hinna dauðu undir rústunum, þá voru aðrir önnum kafnir við að rýma föllnum þök- um úr vegi, selja stoðir undir hálffallin hús og gera annan nauðsynlegan undirbúning, svo að hvggjá mætti á nýjan leik. Og enda þótt ennþá lægi í loft- inu einhver skelfing eftir þenna hræðilega atburð og hryggð og lotningarfull þögn gagntæki þá sem eftir lifðu, er þeir minntust hinna dánu, ])á mátti þó sjá og lieyra í svip og máli fólksins þægilega starfsgleði og Iotning- arfullan hátiðabrag; því að ein- ingin til dáðrakkrar athafnar og örfandi vissa um að verið væri að framkvæma knýjandi nauð- syn, fagra og þakkarverða í senn, fyllti hjörtu allra. Til að hyrja með hafði ótti og þögn hvill yfir öllu, en brátt tóku að heyrast glaðlegar raddir hér og hvar, og farið var að syngja lög við vinnuna, og éins og ætla má, var efst á hlaði þcss, er sungið var, gamlir orðskviðir: „Sælt er að hjálpa þeiin, sem ratað hefir i neyð, drekkur ekki hjarta hans góðverkið eins og þurr jorð fyrstu regndropana og endur- gjaklið er hlom og þakkar- gjörð?“ Og: „Hreinleiki guðs vakir yfir sameiginlegu starfi“. En blómaskorturinn liann var mjög tilfinnanlegur. Að visu höfðu líkin, sem fyrsl fundust, verið skreytt blómum og grein- um, sem týnd höfðu verið í hin- um sundurtættu görðum. Þá höfðu öll fáanleg blóm verið sótt i nágrennið. En það var al- veg einstakt óhapp, að það voru einmitt þorpin, er eyðilögðust, sem höfðu átt stærstu og fall- egustu blómgarðana á ]>essum tíma ársins. Þangað höfðu menn flykkst á hverju ári, til þess að sjá narissur og krókusa, en hvergi voru þau eins mörg eða litfögur og þrdskuð; og nú var þetta allt ýmist skemmt eða eyðilagt. Og þvi stóðu menn nú ráðþrota og vissu ekki hvernig erfðavenjunum yrði fylgt með öll ])essi lik, én þáer heimta þó, að sérhver maður eða dýr, sem deyr, skuli vera ríkulega skreytl blómum sinnar árstíðar, og að greftrunin vcrði þvi viðhafnar- meiri því skyndilegra og hryggi- legra sem skapadægrið verður. Öldungur héraðsins var einn af þeim allra fyrslu, er kom til hjálpar. Hann ók i vagni. Spurn- ingum, kveinstöfum og bænum rigndi yfir Iiann, ef hann korn, svo að hann átli erfitt með að halda andlegu jafnvægi. En hann áttaði sig hrátt, augu lians ljómuðu af samúð, rómur. hans var hreinn og þægilegur, og yfir vörum haris undir hvitu skegg- inu, hvíldi góðnrannlegt bros, sem fór þessum vitringi og ráð- gjafa svo undur vel. „Vinir mínir“, sagði hann, „óhamingja hefir dunið yfir okkur, og vilja guðirnir reyna okkur með því. Allt sem hér lief- ir evðilagst byggjum við bráð- lega upp á ný og gefum bræðr- um okkar, og eg þakka guðun- um fyrir það, að þetta kom fyrir mig á gamalsaldri, og' eins fyrir það, að þið eruð hingað komin og hafið yfirgefið heimili ykkar til þess að hjálpa bræðrum vkk- ar. En hvar fáum við nú hlóm til að leggja á líkami hinna dánu eins og vera ber fyrir ummynd- nnarhátíð þeirra? Því að það hefir aldrei komið fyrir svo langt eg man, að einn einasti af þessum þreyttu pilagrímum Iiafi verið grafinn án ríkulegrar blómfórnar. Þetta vitið þið líka.“ „Já,‘“ hrópuðu allir, „við vit- um það, við vitum það.“ „Eg veit það,“ sagði öldung- urinn í föðurlegum rómi. „Vinir minir, eg vikli aðeins benda á livað við eigum að gera. Við verðum að flytja líkami hinna framliðnu, sem við getum ekki grafið í dag vegna hlómaskorts, upp i háfjöllin, í mustérið mikla, þar sem enn er snjór. Þar geymast þeir órotnaðir þangað til við höfum. aflað blómanna. En það er ekki nema einum til

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.