Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ þeura. Fyrst var María Magða- lena. Hún hafði fyrst sannað ástríki sitt og henni var fyrst boðuð hin blessaða fregn. Eg ætla að Pétur hafi verið næstur (Lúk. 24, 34). Það var dimmast í sál hans og hann þarfnaðist því helzt sólar og sigur-fregna. Síðan skína síðdegis-geislar páskasólarinnar á veginn til Emaus, þar sem hinn upprisni frelsari slæst í för með læri- svemunum tveimur. Nú flýgur fregnin mann frá manni, og öðru hvoru er hún staðfest með heimsóknum hins upprisna frelsara, ýmist til einstaklinga — Jakob bróðir hans var einn þeirra — eða hann birtist þar sem lærisveinarnir hafa safnast saman — eitt sinn jafnvel 500 í einu (I. Kor. 15, 5.—7.). Hér er tvennt, sem sérstak- lega er vert að taka eftir. Annað er þetta: Að þeim kom þetta öll- um algerlega á óvart. Það ligg- ur við, að þeir spyrni á móti, en þeim er þröngvað til að trúa því, að meistari þeirra lifi. Það er þýðingarmikið atriði þetta: því að það sýnir, að þvi fer fjarri, að þeir hafi verið undirbúnir undir upprisutrú. María Magða- lena kemur að opinni gröfinni. En langt er frá því, að það valdi hjá henni gleði, eða veki hjá henni von; miklu fremur veldur það henni sorg og ótta: liún heldur að vondir menn liafi ver- ið þar að verki og raskað grafar- friðinum. Hún hittir hann sjálf- an í grasgarðinum, en heldur að það sé grasgarðs-vörðurinn — allt þangað til hún heyrir rödd- ina nefna sig með nafni: svo á- stúðlega gat enginn maður í heiminum talað — nema hann. .Tafnvel Jóhannes trúði ekki fyrr en hann kom inn í gröfina og sá líkklæðin. Og lærisveinamir, sem voru á leið til Emaus, létu ókunna manninn ganga á eftir sér með að fá að verða þeim samferða, og þegar þeir loksins gáfu sig á tal við hann, kemur það í ljós, hve ótrúlegur þeim þykir þessi fréttaburður kvenn- anna, um opnu gröfina og að .Tesús sé á lifi, og því gerir liann aðeins að hryggja þá. Vantrú læirsveinanna verður þannig þýðingarmikið trúvarnar-atriði, sönnun á raunveruleik uppris- unnar: Þeir hefðu aldrei þorað að búa sjálfir til frásögn um upprisu-atburðinn. Og hið annað atriði, sem vér skulum veita athygli, er það, að þessi upprisutrú breytir þeim al- gerlega, að breytingin sú helzt fil æviloka. María Magðalena, sem var sorgbitin og grátandi, verður að fagnandi boðbera: „Eg hef séð Droltinn minn“, segir hún, og brátt eru konur þær, er sigurinn boða, mikill her (Sálm. 68, l^). Orðrómur- inn einn blæs fjöri í þá Pétur og Jóhannes, svo að þeir hlaupa, hvor sem betur getur, til grafar- innar; en síðan þreyta þeir kapp- hlaup út um allan heim, til þess að komast sem Iengst með sig- urfregnina. Tómas efast, jafn- vel þótt félagar hans leitizt við að sannfæra hann; en síðar verð- ur hönum sjón sögu ríkari, og slæst hann þá í hópinn til þess að útbreiða upprisu-trúna; er mælt, að hann hafi lagt leið sína til Indlands. Og líkt fór öllum liinum. Þeir urðu aðrir menn frá þeii-ri stundu, er páskasólin hafði sigrað í hjörtum þeirra. Þeir leggja lífið fúslega í söl- urnar fyrir þessa trú. Og aftur spyrjum vér: Hvernig verður þetta gjörhreytinga-undur skýrt með öðrum hætti en þeim, að upprisukraftavei'ldð sé sannur viðburður ? HI. Þvi að nú tekur páskasólin að marka sigurbraut sína út um viða veröld. Hér verður Páll aðalmaðurinn, sem „unnið hefir meira en allir hinir“. Bæði í boðskap hans og liinna gömlu lærisveina var upprisa Jesú þungamiðjan, — Grikkir álitu það heimsku eina, Gyðinga hneykslaði það, en allstaðar var það sálum til hjálpræðis. All- staðar þar, sem erindi þetta var flutt, urðu páskar. AHstaðar kvað við: „Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér“ (Efes. 5, 14). Það varð sigurfylking, sem enginn hefir aðra eins litið. Ó- stöðvandi sigur, þrátt fyrir óg- urlegar þjáningar og heiftarlega mótspyrnu: „Því að i öllu þessu vinnum vér meira en sigur“ (Róm. 8, 37), segir liann, hrif- inn og frumlegur að vanda. Vér vinnum meira en sigur: Því að vér gerum ekki aðeins að standa fastir fyrir, heldur breytum vér óvinum okkar í vini! Hann líkir því við fagnaðar-fylkingu: „En Guði séu þakkir, sem fer með okkur í óslitinni sigurför, þar sem vér rekum erindi Krists, og lætur fyrir oss ilm þekkingar sinnar verða augljósan á hverj- um stað. Því að vér erum góð- ilmur Krists fyrir Guði meðal þeirra, er glatast; þeim síðar- nefndu ilmur af dauða til dauða. en af hinuni ilmúr af lifi til lifs“ (II. Kor. 2, 14.—16.). Kristur hinn upprisni er sigurvegarinn; og Páll og vinir hans eru eins og hinar gömlu, harðgerðu hetjur Cesars, sem ætið unnu sigur og haráttu og urðu því vanir, að veifa reykelsiskerinu til heiðurs hinum ódauðlega herforingja sínum. Aldrei fer boðskapur þessi svo um manns- sálirnar, að ekki verði þess vart. Reykelsi hans er blómailmur úr garði Jósefs fró Arimatiu, sem hingað hefir borizt -með morg- un-andvara upprisunnar, — óvinirnir finna aðeins nálykt, þeim þykir lineykslanlegur boð- skapurinn um líflátirin Gyðing', og hinn dauði Kristur verður sjálfum þeim til dauða; en all- ar leitandi sálir finna ilm lífsins í orðinu um hinn upprisna frels- ara, og ilmurinn sá verður að lifi í þeirra eigin lijörtum. * Enn í dag sannar boðskapur þessi hinn sama sigurkraft sinn í lieiminum. í því höfum vér enn eitl tákn um sannleiksgildi upp- risu-lrúarinnar. Þetta á við um heim allan. Það liggur í liinu innra eðli boðskaparins sjálfs, liann vill sjólfur ná til allra þjóða jarðarinnar: „Farið til bræðra minna og segið þeim: „Eg fer upp til míns föður og yðar föður, til guðs míns og yð- ar guðs,“ og síðan: „Farið og gerið allar þjóðir jarðar að mínum Iærisveinum!“ Erindið er alheims-boðskapur sem bor- izt hefir öllum þjóðum, hvar á hnettinum sem eru, og rutt úr vegi öllu þröngsýni og þjóðar- kreddum. Og það sýnir, hvar sem það er flutt, rétt sinn til þess. Átti það ekki svo að vera? í öllum löndum eru grafir, vér rekum oss á þær hvar sem vér komum: ætti þá ekki boðskap- urinn að eiga erindi til allra manna? Tíminn, sem vér lifum á, er orðinn að nýrri Pálsöld. Aldrei liefir kirkjan átt jafn- mörgum trúboðum á að skijia og nú, og aldrei verið jafn-mik- il fleygi-framför og nú í heið- ingjalöndunum, — siðan á dög- um postulanna. Gamlar menn- ingarþjóðir, sem öldum saman liafa legið í clái, vakna nú með óeydda æskukrafla og fáhna með hrifningu eftir páskaerind- inu um Jesúm. Aftur spyr eg: Er hægt að hugsa sér það, að göfugur og hámenntaður æsku- lýður mtini helga líf sitt því starfi, að boða erindi um dauð- an mann? Trúir nokkur því, að stórþjóðir, þróttmiklar og hyggnar færu að tilbiðja vofu? Nei, fagnaðarerindið lifir vegna þess að Jesús lifir. Sigur páska- sólarinnar i viðri veröld sannar það, að Jesús hefir sigrað. IV. En i gömlu krislninni sofa menn! „Þeir hafa tekið drottinn minn í þurtu, og eg ypit ekki hvar j>eir hafa lagt hann.“ Það voru kveinstafir Maríu. Og er það ekki svo enn, að hinir van- trúuðu, sem telja sig kristna, iíéu að leitast við að nema Krist og kristindóminn burtu — burtu frá menningunni, burtu úr þjóð- lífinu og skólunum? Eru það ekki einniitt blöð þau, sem and- vígust eru kristindóminum, sem oft eru mest lesin? Eru það ekki þau vísindi er afneita Kristi, sem heltz eru í hávegum höfð? Og enn eitt sýnishorn: Hans eigin byggingarmenn höfnuðu höfuð- hyrningarsteininum, og þvi er vingarðurinn fenginn í hendur framandi þjóðum, sem taka fagnandi á móti upprisuboð- skapnum. Og því eru lika svo margir, einnig hjá oss, sem kvarta eins og María: „Þeir hafa tekið drottinn minn i burtu, og eg veit ekki hvar þeir hafa lagt liann;“ því að vantrú- in sýkir út frá sér, hún liggur i andrúmsloftinu, menn anda henni að sér og einn góðan veð- urdag verður kristinn maður þess var, að trúin er dauð í hjarta lians. Og því verður að spyrja í dag: Hefir þá páskasólin unnið sigur í hjarta þínu? Því skeikar eflaust ekki, að einhver yðar býr yfir nýrri sorg. „Kona, hví grætur þú?“ spurði engillinn. Enginn vonar-engill kemur, til að spyrja þig, en þú grætur, — og þó einkum þá, er aðrir eru að fagna hinum miklu hátíðum, ]iví að ]iá sækja einkum að þér ótal endurminningar, — rísa úr gröfum sínum, eins og vorblóm- in úti á vellinum. Þú grætur, og enginn láir þér það, — en átt þú þá ekki páska-von, sem haf- ið gæti sorgþrungin augu þín upp mót himni, svo að bros aprilsólarinnar geti endurspegl- asl í regnskúrum tára þinna? Þú ert særður og sjúkur. Efa- semdirnar naga hjarta þití og lama von þína. Þegar á reyndí, — kistu ástvinarins var sökkl niður í jörðina og gröfinni var lokað, þá kom það í ljós, að upprisutrú þin liafði verið graf- in um leið. Faralds-sóttín, — efasemdirnar, höfðu líka sýkt þig. Vonin visnaði, eins og blóm- sveigurinn á leiðinu. Rannsak- aðu hjarta þitt af nýju. Af hverju stöfuðu efasemdirnar? Oft er ótrúmennska orsök þeirra. Þú hafðir ekki barizt af nógu mikilli eiplægni og þraut- seigju gegn synd þinni. Og þar, sem syndin nær völdum, grafa efasemdirnar um sig. Og ]>ar, sem efasemdirnar hafa komizt að, situr sorgin i öndvegi. Vér þörfnumst nýrra sigra i gömlu kristninni. Það þarf að velta

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.