Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 22
Erlingur grasalæknir Framhald af 853 sí3u. segir honum að fara út ag Síðu og sækja lækninn. Þá spyr ég hana, hvort ég megi ekki fara. — Eg held það nú, segir hún. Ég hafði lesið gamalt ráð við lugnabólgu. Maðurinn var farinn að kjöltra og blóðfroða á vörunum á honum, l)egar ég kom. Ég tjaldaði í kringum rúm hans og hafði tvo potta hjá með sjóðandi vatni, vatt svo ull arstykki upp úr vatninu og lagði undir herðar honum og á brjóst, hélt þessu lengi áfram, og áður en ég fór var hann farinn að eta. Þá kom sendimaðurinn frá Síðu, en læknir- inn hafði sagt, að það þýddi ekki að fara með honum, því að eftir lýs- ingunni á sjúklingnum að dæma, yrði maðurinn dauður, áður en hann kæmist austur. Ég gerði allar mínar grasalækningar í félagi við mömmu, þangað til 1921. Við fluttum að Brúnavik við Borgarfjörð eystra. Þar var mamma yfirsetukona, en þegar hún hætti því, tók Regína systir mín við. Ég og mamma snerum okkur þá alveg að grösunum og vorum sam mála um flest nema það, hve lengi ætti að sjóða grösin. Það er tiltekið í grasabókum, að grösin eigi að sjóða við hæga suðu. Mamma og amma héldu þessari reglu, en ég taldi, að úr því að suðan væri komin upp, mætti sjóða við hvaða suðu sem væri, og grösin misstu ekkert við það. Ég sannaði þetta með því að búa til eim ingartæki. Það var hvorki bragð né lykt af eimaða vatninu, og ég taldi bað fulla sönnun þess, að jurtirnar misstu ekkert við suðuna hjá mér. cíðan sauð ég gamalt jurtaseyði, sem mamma átti, og þegar ég fór að at- ■^uga vatnið, var það þessi e^isterki sníritus! — Þar með varð ég orðinn '■’TSti bruggari á fslandi. En ég hellti sníritusnum niður, hef aldrei verið Ævrir það sterka. Ég er búinn að marg siá það, að jurtirnar lækna þeim mun ’’°tur, sem ég sýð þær meira niður. — Hefurðu læknað dauðvona fólk með grasalyfjum? — Ja, ég man eftir fjórum konum, sem allar voru dæmdar með krabba- mein í móðurlífi, og þær eru ' allar heilbrigðar núna. Einni þeirra sendi ég þrjár flöskur af jurtaseyði. Hún átti 8 eða 9 börn og kveið svo fyrir að deyja frá þeim. Þetta var um vet- ur, en um vorið fór hún í langa reið- ferð, og það gerir enginn mjög las- inn. Önnur kona var svo illa farin, að þag átti að taka úr henni móður- lífið, en hún sagðist heldur vilja deyja en það yrði gert. Hún gerði mér orð, og ég sagði henni, að hún skyldi fara til systur sinnar og vera hjá henni og sjá, hvort henni yxi þá ekki kjarkur til að láta gera þetta. Hún fékk leyfi Guðmundar Thoroddsen læknis til þessa, en hann sagði, að hún yrði að vera komin aftur á Lands spitalann fyrir aðra helgi, annars yrði sjúkdómurinn alveg óviðráðanlegur. Ég lét hana hafa seyði, og átti hún að drekka eina flösku með tveggja daga millibili. Hún varg svo brött, að hún gekk upp á spítala, og Guð- mundur klappaði henni allri að utan og sagði, að hún mætti fara hvert á land, sem hún vildi, þetta væri allt saman búið. — En ég held því ekki fram, að ég lækni krabbamein. Þú mátt ekki skilja þetta þannig. Það hefur jafnvel aldrei verið krabba mein að þessum konum. Það er hins vegar mín óbifanlega sannfæring, að jurtirnar hafi svo mikinn lækninga- mátt, að þær lækni flesta sjúkdóma, og ég álít, að apótekin séu bara óþörf fyrir okkur íslendinga. — Hvar tínirð'u grösin þín, Erling- ur? — Víðs vegar um landið. Ég þarf marga sekki af jurtum. En ég for- banna öllum, sem tína fyrir mig, að rífa upp með rótum. Ef til vill vakn ar einhver upp eftir minn dag, sem vill eiga við þetta, og þá eru grösin á sínum stað. / Birgir. í NÆSTA BLAÐS MljN BSRTAST: VV Viðta! við Henry Hálfdánarson, skrifstofustjóra Slysavarnafél. ^ Frásögn um Arn es Pálsson úti- leguþjóf, eftir Þorstein Jóns- son frá Hamri V^Grein um smíði Hóladómkirkju ^ Grein eftir Hall- dór Stefánsson um brýr á Jökulsá á Dal Lausn 35. krossgátu 862 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.