Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 17
SEM GERÐIST HINN UPPFINNINGAMAÐUR andlitsmyndir. . Framtíðin virtist brosa við honum á listabrautinni. Hann kvæntist, en eyddi þó mestum hluta af tíma sínum í Charleston — fjarri fjölskyldu sinni — við vinnu að málverkum sínum. Um þessar mundir var hann ham- ingjusamur og afkastaði mikliw og fékk hann nú meðal annars það verk- efni að mála mynd af Monroe, sem þá var forseti Bandaríkjanna. Dag nokkurn fékk hann stórkost- lega hugmynd, að því er honum fannst: Hann ætlaði að mála fu'nd í þinghúsinu. Og haustið 1820 fór hann til Washington til þess að byrja á þessu mikla verki. — Mánuðum saman vann liann frá því í birtingu og fram á kvöld við þetta risastóra málverk, og Þegar það um síðir var fullunnið, ákvað hann að sýna það í suórbcrgunum og selja aðgang. Að- gangseyrir fyrsta daginn var 40 doll- arar, en fljótlega missti fólk áhuga á málverkinu, og að lokum seldi hann það manni nokkrum fyrir 1000 doll- ara, sem ætlaði að sýna það í Eng- landi. Og nú hófst mótlæti hans: Fólk, sem hafði pantað af sér andlits myndir, dró pantanirnar til baka. Eftirfarandi frásögn er táknræn fyr- ir Þetta tímabil í ævi Morses. For- rík ekkja hafði beðið hann að mála af sér mynd. Hún varð í fyrstu mjög hrifin af myndinni, þegar hún sá hana, en fimm mínútum síðar var hún búin að skipta um skoðun, og sagði, að hún hefði aldrei verið' sér- iega hrifin að brúnum lit; klæðið í bakgrunaiinum var brúnt að lit. Morse bauð henni að mála það rautt, en hún var samt ekki ánægð. Hún vildi hafa gullfesti um hálsinn. Morse lét að vilja hennar og málaði gull- festi um háls hennar. Þegar því var lokið og hann afhenti henni mál- verkið, sagði hún, að það væri ekki líkt sér og greiddi aldrei hina um- sömdu borgun. Árið 1824 kom hinn frægi Frakki Lafaaytte til Ameríku til þess að leggja hornsteininn að „Bunker- Hill-minnismerkinu“, sem hafði ver- ið sett upp til minja um orrustu fimm árum áður. Borgarstjórinn spurði Lafayette, hvort hann kærði sig um, að ameriskur málari málaði mynd af honum Frakkinn kvað já við, og Morse var falið að mála hana, en myndina átti síðan að hengja upp í ráðhúsi New York. í febrúarmán- uði sama áx fór Morse til Washing- ton til þess að byrjg á rayndinni, og hafði hann orðið að fara frá konu sinni, sem lá sjúk eftir barnsfæð- ingu. Meðan hann dvaldist í Was- hington, andaðist kona hans skyndi- lega. Hann hélt strax heim, en kom ekki nógu snemma til þess að geta verið við jarðarför hennar. Eftir að hann hafði jafnað sig nokkurn veg- inn eftir þetta áfall, hélt hann aft- ur til Washington og lauk við mál verkið. Og nú tók allt aðra stefnu, því að hver vildi ekki láta sama málara mála af sér mynd, sem mál- að hafði mynd af hinum fræga Lafayette? Hann fékk ótal pantanir og sökkti sér niður í vinnu sína: Þag auðveldaði honum að gleyma sorg sinni. Og að einu ári liðnu hafði honum áskotnazt svo mikið fé, að hann gat keypt sér sitt eigið hús. í nóvember 1829 hélt hann aftur til Evrópu til þess að halda áfram list- námi. Hann dvaldist um skeig í Frakklandi, en hélt þaðan til Róm- ar, Þar sem honum var falið það verkefni að mála eftirmyndir af fjölda gamalla mynda í Vatíkaninu. Þegar hann hafði verið á annað ár í Ítalíu, hélt hann aftur til Parísar. Þar fékk hann þá. hugmynd að mála risastórt málverk, — eftirmynd 37 meistaraverka, . meðal annars eftir vari Dyck, Murillo og Coreggio. Hann hafði nefnilega þá trú. að margir af löndum hans kynnu vel að meta að fá tækifæri til þess að sjá sum af merita'r -um máiara Evrópu með þessum hætti. Mikið af þeim tíma, sem hann dvaldist í París, fór í það að gera skissur af meistaraverkunum í Louvre, en síð- an lauk hann við risamálverkið í Bandaríkjunum. Dag nokkurn, þegar hann var að skrafa Við kunningja sína, sagði hann: Póstburðurinn hjá okkur tek- ur alltof langan tíma, kerfig í Frakk landi er miklu betra, þótt það sé ekki nógu gott. Rafmagnið mun koma í góðar þarfir í þessu sambandi, sagði hann. Næstu tíma talaði hann ekki um annað, en hvernig mætti nota rafmagnið í þessu sambandi. í miðdegisverðarboði einu, þar sem Morse var staddur, barst tal- ið eitt sinn ag hinni nýju uppgötv- un Ampérs — rafseglinum. í þessu sambandi sagði sessunautur Morses, dr. Jakson: „Rafmgnig virðist vera óháð tíma og rúmi. Þag getur faríð eftir þráðum, hversu langir sem þeir eru, á andartaki." — „Nú er Þessu þannig farið, sagði Morse „þá sé ég ekki, hvers vegna ætti ekki að vera hægt að senda skilaboð til hvaða staðar, sem vera skal. með hjálp raf- magnsms.1' Morse var ekki kunnugt um, að margir höfðu orðið til Þess að sjá þennan möguleika, bæði í Evrópu og Ameríku. Hann hóf nú að gera tilraunir til þess að búa til ritsíma- tæki, jafnframt því, sem har.n lagði siðustu hönd á risamálverkið. Þegar hann hafði lokig við mái- verkið, sýndi hann það í New York, en fólk lét sig vanta á sýninguna, og mesti aðgangseyrir, sem hann ba.r úr býtum, voru fimmtán dollarar. Og ekki gekk sýningin betur, þcgar hann flulti málverkig til New llaven. — Þetta olli honum bitrum von- brigðum, og í bréfi til vinar síns skrifar hann: „Mörgum sinr.uni eft- ir heimkomu mína, hafa menn sagt við mig, að ég sé fæddur hundiað ár- um of snemm “ Til þess að geta haldið áfram til- raunum sínum með ritsímann, varð hann að fást við kennslu. Einn af nemendur hans var D. H. Strolher, sem seinna varg þekktur teiknari undir nafninu Porte Crayon. Þegar hann átti eitt sinn að borga Morse fyrir ársfjórðungskennslu, en bað hann um greiðslufrest, vegna þess að peningasending til hans hafði taf- izt, sagði Morse: „Þú getur borgað þá í næstu vilcu. þegar ég er dauð- ur.“ — Dauður? — Já, úr sulti. Strother varð bæði undrandi og hryggur, þegar hann heyrði þetta, og spurði, hvort honum væri eitthvert gagn í tíu dollurum. — Tiu dollarar bjarga lífi rninu, sagði Morse. Haustig 1835 var Morse vel á veg kominn með ritsímatæki sitt, en efna Framhald á 860. sí3u. T í M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 857

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.