Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 15
Það er þessi gállinn á honum núna, hugsar snáðinn. Leiðinlegt hvað bróð- ir minn er lundleiður. Svo glottir snáðinn drýgindalega, stingur höndurn í buxnavasana, eyk- ur ívið hossanda göngulagsins og blístrar fjörlega. Heima á bænum er bezta dægra- dvöl snáðans 'að standa hjá járn- smiðnum í smiðjunni. Járnsmiðurinn er gróinn í smiðjukofanum, reiðir hamarinn og hamrar glóandi járn á steðjanum. Mótar skeifur og ljábakka; þúsundþjala'Smiður. Stundum grípur snáðinn inn í rás viðburðanna. Hann fær að knýja smiðjubelginn, dregur ekki af sér við blásturinn. Rauðir neistar rjúka af aflinum, fljúga jafnvel upp um strompinn út á grasigróna þekjuna. Þegar járnsmiðurinn hefur mótað heitt járnið, bregður hann því í kalt vatn Það brakar og brestur í járn- inu, vatnið bullar og kraumar. Upp í rjáfrið stíga Ijósleitir gufustrókar. Snáðinn gefur gufunni nákvæmar gætur — þar búa kynjaverur. Sum- ar viðsjálar og blendnar eins og illir andar sem lunkaðir vöru í þráðar- leggi. Þá er nú alltaf alvara á ferð- um, ef slíkir karlar leika lausum hala í kofanum. Leitandi augu snáðans iesa margt í gufubólstrunum. Loftsýnirnar eru að vfsu oft óljósar. En hugmynda- flugið fyllir í eyðurnar. Snáðinn er hraðmælskur, þegar hann lýsir því, sem fyrir augun ber. Ef illt er á seyði, bregur hann hart við og kyrj- ar gamlar særingaþulur. Stendur gleiður, fettir sig og þenur, svo að maginn verður eins og risastór sápu- kúla. Járnsmiðnum líka vel frásagnir snáðans og hressilegur kveðandi, ýtir undir hugkvæmnina. — Snáðinn gengur beint til smiðj- unnar, þegar heim er komið úr kúa- smöluninni. Járnsmiðurinn hamrar rauðglóandi járn. Það syngur í steðj- anum, gjallið hrynur af járninu. Snáðinn víkur að efninu, sem hon- um liggur á hjarta. „Þekkirðu fugl, er valur heitir?“ „Þekki ég víst.“ „Hvernig fugl er það?“ „Heimsfrægur sómafugl,“ anzar járnsmiðurinn og kælir járnið. „Seg mér,“ biður snáðinn. „Valurinn er fagur fugl og tignar- legur, vitur og enginn aukvisi í þol- raunum. Hann er víkingur loftsins, hraðfleygur og slær bráðina með vængbörðunum. Goggurinn er odd- hvass og klærnar krókbognar. í gamla daga fóru menn á fugla- veið'ar með tamda fálka, sem þjálf- aðir voru til sliks hernaðar. Var metnaðarmál þjóðhöfðingja og aðals- manna að eiga djarfa hauka og víg- fima. Þá voru fálkar handsamaðir á landi hér til útflutnings, seldir dýrurn dóm- um víðs vegar um álfuna. íslenzki fálkinn þótti hugrakkur og snarráð- ur, kenndur við ættlandið — kallað- ur íslandus. Eigi ofmælt, að hann væri frægastur allra íslendinga. Það er ; sögur fært, að kóngurinn á Englandi fékk að gjöf íslenzkan veiðifálka, dýrgrip mikinn, fagran og föngulegan Hann var afbragð annarra hauka í kóngsgai’ði Fór brátt frægðarorð af fálkanum; þótti fuglinn kóngsgersemi. Kóngurinn hafði miklar mætur á þessum íslandus og lét festa á hann litla silfurbjöllu. Einn góðan veðurdag hvarf kóngs- gersemið. Fálkans var leitað — spurðist aldrei til hans í kóngsríkinu. Hins vegar veittu menn því athygli úti á íslandi, að stór hvítur fálki nam land í gamalli valabyggð Það var mælt, að valurinn sá bæri silfur- bjöllu í klónum. Hljómur bjöllunn- ar bergmálaði í björgunum.“ Snáðinn iðar í skinninu og augu hans leiftra undfrfrásögn járnsmiðs- ins. Þegar járnsmiðurinn lýkur máli sinu, tekst snáðinn á loft, réttir fram hendurnar og. hrópar: „Eg læt neglurnar vaxa, þá verða þær eins og klær. Og ég verð kóngs- gersemi eins og valuri.nn!“ Járnsmiðuiinn hlær. Nýslegin skeifa flýgur af steðjanum. Ryðguð- um járnbút er stungið í glóðina, efnj í aðra skeifu. Snáðinn ryðst að smiðjunni og blæs af miklum móði. Járnsmiður- inn raular dimmraddaðu-- „Ek bar einn af ellefu banaorð. Blástu meir!“ Þeir standa í eldregni, tveir starfs- bræður. Snáðinn hvílir sig eftir skorpuna, styður höndum á síður, stígur fram á fótinn og ber sig borginmannlega. „Ek em nú karl í krapinu," mælir hann andstuttur. Fáum dögum seinna þarf bóndinn að' sækja hest inn í engið. Snáðinn fær að sækja hestinn með föður sín- um. Snáðinn er í sjöunda himni. Hann lætur móðan mása, þar sem hann skokkar, klofstuttur og hraðstígur. Talar um allt milli himins og jarðar; bíður í ofvæni eftir að sjá valinn í Valshamri, hlakkar yfir því, að verða jafningi hans að viti og gervileika. Neglurnar vaxa hratt fram yfir fing- urgómana, flugbeittar. Feðgarnir eru komnir inn undir engið. Fjalldrapinn vefst um fætur þeirra, svitinn bogar af snáðanum, kringlótt andlit hans er rautt af á- reynslu; mælska hans hefur fjarað út á göngunni. Þeir nema staðar, feðgarnir. Föð- urnum hrjóta orð af vörum. Snáðinn endurtekur orð hans. „Þú mátt ekki blóta, strákur.“ „Þú blótaðir, pabbi.“ „Hér sérðu verksummerki eftir ránfuglinn." „Fálkann.“ „Hvaða ránfugl?“ „Hvaða fálka?“ „Valinn í Válshamri." Snáðinn er þungt hugsandi. Hann hefur brugðið litum, starir stóreygur. Það er hrollur í herðum hans og ó- þægindi undir bringspölunum. í lágvöxnu kjarri við hraunbolla, höfðu verið mörg egg í hreiðri. En þar er ekki hreiður lengur. Öll eggin eru brotin, í miðjum valnum liggja blóðugar rytjur af fugli. Fiðrið af fuglinum er á víð og dreif úti á milli runnanna. „Valurinn hefur slegið öndina í hreiðrinu," segir faðirinn. „Haltu fast í höndina á mér, pabbi. Mér er svo kalt,“ andvarpar snáð- inn. Hestarnir liggja á flötunum undir ásnum innan við engið. Feðgarnir ganga hlið við hlið og leiðast, fara fram hjá tjörninni. Þar hímir skraut- legur andarsteggur vesældarlegur og fyrirferðarlítill — leitar ekki skjóls í tjarnarsefinu. „Þetta er sjálfsagt bóndi frúar- ínnar, sem fálkinn drap. Hann er heldur daufur í dálkinn," segir fað- irinn. Snáðinn horfir með hluttekningu á ekkilinn. En verðandi víkingur verður að leyna öllu meyrlyndi. Snáðinn þegir og kyngir munnvatn- inu. Þeir eru komnir að litla læknum, sem rennur úr tjörninni. Faðirinn tekur snáðann á háhest. Snáðinn hreyfir fæturna, dinglar þeim í ökkla liðunum. Það gera góðir reiðmenn. Það er svo virðulegt ,að láta krík- ana vera dálítið kvikandi. Það gerir pabbi — og presturinn! T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.