Morgunblaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 1
2004  FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SKIPTAR SKOÐANIR UM FJÖLDA ERLENDRA LEIKMANNA / B4 Cameron Echols til KR-inga ÚRVALSDEILDARLIÐ KR í körfuknattleik hef- ur gert samning við Bandaríkjamanninn Camer- on Echols og mun hann fylla skarð Curtis King sem leystur var undan samningi sínum á dög- unum. Echols er 23 ára gamall, fæddur og uppal- inn í Chicago og kemur frá Ball State-háskól- anum, þar sem hann skoraði að meðaltali 12 stig í leik og tók 7,5 fráköst. Áður spilaði hann eitt ár með Tallahassee CC þar sem hann skoraði að meðaltali 18,3 stig og tók 14,5 fráköst. Cameron er 203 cm á hæð og leikur í stöðu miðherja. KR er einnig með bandaríska bakvörðinn Damon Garr- is í sínum röðum en hann er 192 cm á hæð og 24 ára gamall. Keflvíkingar höfðu einnig borið víuarnar í Echols en þeir létu Jimmy Miggins fara frá liðinu um síðustu helgi en hann hafði verið í herbúðum liðsins í einn mánuð. ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu kom saman hér á landi í gær til undirbúnings fyrir leikina gegn Möltu og Svíþjóð í undankeppni HM. Liðið æfði í Kópavogi í gær og aftur í dag, og fer síðdegis til Möltu þar sem það mætir heimamönnum á laug- ardag. Á myndinni hér að ofan ræða Helgi Sigurðsson og Her- mann Hreiðarsson málin um leið og þeir stíga upp í rútu liðsins á leið á æfingu í gær og Brynjar Björn Gunnarsson bíður fyrir aft- an þá. Leikmenn ungmennalandsliðs- ins komu saman í Keflavík í gær til æfinga, en 21 árs leikmenn- irnir mæta Möltumönnum á morgun á Ta’Qali-þjóðarleikvang- inum. Undir- búningur hafinn Morgunblaðið/Kristinn Leiknir verða fimm leikir á sexdögum og því ljóst að um mjög erfiða keppni verður að ræða. Tvær efstu þjóðirnar áfram úr og fara í leiki sem háðir verða í júní á næsta ári um sæti í HM sem fram fer í Rússlandi í desember á næsta ári. Ísland er í öðrum riðli en í hinum riðlinum, sem fram fer í Aserbaídj- an leika auk liðs heimamann, Búlg- arar, Portúgalar, Ítalir, Grikkir og Sviss. „Við erum klárlega í sterkari riðlinum og í raun skil ég ekki hvernig hefur verið raðað í riðl- anna,“ sagði Stefán Arnarson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær. Stefán sagði að Litháen væri með sterkasta liðið í riðlinum og því til staðfestingar má nefna að Ramune Pekarskyte, hinn sterki leikmaður Hauka, hefur ekki komist í landsliðið. „Þá eru Pólverjar og Slóvakar einnig með góð lið,“ segir Stefán sem reiknar með að kalla saman landsliðshóp upp úr næstu helgi. Íslenska lands- liðið komst upp úr svipaðri riðla- keppni fyrir ári í undankeppni Evr- ópumótsins og lék því við Tékka tvo leiki í vor sem leið um sæti á EM í Ungverjalandi í desember. Til stendur að íslenska landsliðið taki þátt í fimm landa móti í Hol- landi síðar í þessum mánuði til undirbúnings. Þar verður leikið við Rúmeníu, Spán, Svíþjóð og Hol- lendinga. „Við leikum einnig tvo leiki við Sviss ytra áður en við för- um til Póllands í lok nóvember, svo við ætlum að undirbúa landsliðið eins og kostur er, en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Stefán. Ísland í sterkum HM-riðli í Póllandi ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik leikur í riðli með Tyrkj- um, Slóvakíu, Póllandi, Makedóníu og Litháen í forkeppni að und- ankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, en leikið verður í Kielce í Póllandi frá 23.–28. nóvember. MARK Schulte, bandaríski varn- armaðurinn sem lék með ÍBV í sumar, hefur gert samning við Eyjamenn um að leika áfram með þeim á næstu leiktíð. Schulte handsalaði samning við for- ráðamenn ÍBV áður en hann hélt til síns heima en Eyjamenn voru mjög ánægðir með framlag Bandaríkjamannsins í sumar. Schulte lék feikivel í stöðu hægri bakvarðar og spilaði alla 18 leiki ÍBV-liðsins í úrvalsdeildinni. Schulte áfram með ÍBV EYJAMENN eru þessa dagana í viðræðum við FH-inginn Guðlaug Baldursson um þjálfun á úrvals- deildarliði sínu í knattspyrnu. Guð- laugur staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði að málin myndu vonandi skýrast á næstu dögum. Guðlaugur hefur þjálfað hjá FH í ellefu ár. Hann var um skeið að- stoðarþjálfari meistaraflokks og hefur verið yfirþjálfari yngri flokka undanfarin fjögur ár. Hann hefur jafnframt þjálfað 2. flokk fé- lagsins síðustu tvö árin og undir hans stjórn vann FH yfirburðasigur á Íslandsmótinu í 2. flokki 2003. Guðlaugur í viðræðum við ÍBV ÞAÐ gæti dregist fram yfir næstu helgi að tilkynnt verði hver verður næsti landsliðsþjálfari í handknatt- leik karla. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að valið standi enn í fullri alvöru á milli Geirs Sveins- sonar og Viggós Sigurðssonar en aðrar heimildir telja að yfirgnæf- andi líkur séu á að Viggó verði tekinn fram yfir Geir. Viðræður hafa staðið síðustu daga á milli starfshóps HSÍ og þeirra sem koma til greina til starfsins og verður þeim haldið áfram í dag, eftir því sem næst verður komið. Eru HSÍ-menn ákveðnir í að halda sig við upp- haflega áætlun og gefa sér þann tíma sem þeir telja sig þurfa til að ráða nýjan landsliðsþjálfara „og láta utanaðkomandi pressu um skjóta lausn ekki hafa áhrif á sig,“ eins og heimildarmaður Morg- unblaðsins komst að orði í gær. Valið stendur á milli Viggós og Geirs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.