Morgunblaðið - 07.10.2004, Page 4

Morgunblaðið - 07.10.2004, Page 4
Cole fékk þyngri refsingu ANDY Cole, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Fulham, var í gær úrskurð- aður í þriggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn WBA hinn 18. september. Cole fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var úrskurðaður í þriggja leikja bann en aganefnd enska knattspyrnu- sambandsins hefur úr- skurðað í málinu og bætt við þremur leikjum til við- bótar. Hinn 32 ára gamli fram- herji notaði orðbragð sem ekki þótti hæfa við þetta tækifæri og að auki lenti hann í útistöðum á leið sinni af vellinum. Cole þarf að greiða 1,3 millj. kr. í sekt vegna atviksins. Keflvíkingar riðu á vaðið á síð-ustu leiktíð og tóku þátt í bik- arkeppni Evrópu og náðu ágætum árangri með tvo bandaríska leik- menn í sínum röð- um. Derrick Allen og Nick Bradford vöktu athygli útsendara evrópskra liða í leikjum sínum í keppninni og vera þeirra á Íslandi varð til þess að þeir komust að hjá stærri og betri liðum. Allen í Þýskalandi og Bradford á Englandi. Að auki samdi Fannar Ólafsson við grískt félagslið. Að mati Keflvíkinga var samkeppnisstaða þeirra mun betri með tvo bandaríska leikmenn í sín- um röðum en liðið vann alla þá titla sem í boði voru á síðustu leik- tíð. Skiptar skoðanir hafa verið um hve margir erlendir leikmenn ættu að fá að taka þátt í leikjum ís- lenskra félagsliða og fannst mörg- um nóg um á síðustu leiktíð er allt að 6 leikmenn komu við sögu hjá einu félagsliði. Engar hömlur voru á fjölda er- lendra leikmanna af hálfu Körfu- knattleikssambands Íslands fyrir ári en í ár er félagsliðum gert að vinna eftir þeim reglum að ekki fleiri en tveir bandarískir leikmenn séu í liðinu. Að auki geta liðin fengið leikmenn frá Evrópu en launagreiðslur leikmanna mega ekki fara yfir 500.000 kr. á mánuði. „Betri æfingar en áður“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Ham- ars/Selfoss, segir að íslensk fé- lagslið hafi tekið framförum á und- anförnum árum og megi að hluta til rekja það til fjölgunar erlendra leikmanna. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverju liði fyrir sig. Æfingarnar hjá mínu liði eru betri með tvo bandaríska leikmenn en þegar við vorum með einn banda- rískan. Jafnvægið er meira og menn verða að herða sig til þess að halda í við þá sem eru betri. Hjá okkar liði eru aðstæður þannig að smæð sveitarfélagsins gerir okkur ekki kleift að halda úti mörgum yngri flokkum. Erlendir leikmenn verða því alltaf hluti af okkar upp- byggingu. Ég hef ekkert á móti því að erlendum leikmönnum hefur fjölgað undanfarin ár og við vinnum bara eftir þeim reglum sem samþykktar eru á ársþingi KKÍ,“ sagði Pétur en hann er á því að íslenska landsliðið hafi einnig gott af veru erlendra leikmanna. „Ef það eru tveir bandarískir leik- menn í liðinu og fimm íslenskir landsliðsmenn að auki, eins og get- ur gerst hjá liðum á borð við Keflavík, Njarðvík eða Grindavík, þá liggur ljóst fyrir að þeir þrír sem leggja mest á sig komast í byrjunarliðið. Hinir tveir verða að leggja meira á sig til þess að kom- ast í liðið. Samkeppnin er til góðs, svo einfalt er það,“ sagði Pétur og benti á árangur Keflvíkinga í Evr- ópukeppninni á síðustu leiktíð og sigur þeirra gegn félagsliðum frá Norðurlöndum í Ósló á dögunum. „Það er mikil uppsveifla hjá yngri landsliðum okkar sem hafa náð betri árangri en áður. Viðmiðanir þeirra sem ætla sér að komast í úr- valsdeildarlið eru hærri en áður því samkeppnin er harðari,“ sagði Pétur Ingvarsson. Ekki ákjósanleg þróun Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, segir að hann hafi verið fylgjandi þeirri tillögu sem felld var á ársþingi KKÍ þess efni að aðeins einn bandarískur leik- maður mætti leika með íslenskum liðum. „Við búum reyndar svo vel að hafa Brenton Birmingham í okkar röðum en hann er með ís- lenskt ríkisfang. En til lengri tíma litið þá tel ég réttast að hafa færri erlenda leikmenn en hafa verið í deildinni undanfarin ár. Kostnað- urinn vegur þar þungt enda rekst- ur deildanna þungur. Þetta er ekki ákjósanleg þróun. En ef við ætlum okkur að vera með í baráttunni um meistaratitla þá verðum við að taka þátt í þessum leik,“ segir Ein- ar en liði hans er spáð sigri í deild- inni þetta árið. „Íslensku strák- arnir verða að leggja harðar að sér ef þeir ætla að komast í liðið og þeir geta lært mikið af þeim leik- mönnum sem koma til okkar. En það eru margar hliðar á þessu máli og það virðist vera sem íslensk fé- lagslið viti ekki hvaða stefnu þau eiga að taka. Sum þeirra eru í Evr- ópukeppni þar sem nauðsynlegt er að hafa tvo erlenda leikmenn. Önn- ur hafa úr fáum leikmönnum að moða og verða að treysta á erlend- an liðsstyrk. Og það eru líka til fé- lög sem hafa marga efnilega ís- lenska leikmenn sem verða að sitja á bekknum á meðan þeir erlendu fá að spreyta sig. Þetta er staðan í dag og lítið við henni að segja,“ sagði Einar Árni. Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna í liðunum í körfuknattleik á Íslandi „Sam- keppnin af hinu góða“ Morgunblaðið/Kristinn. Sævar I. Haraldsson úr Haukum felur sig bak við knöttinn en Jón Nordal Hafsteinsson úr Keflavík reynir að ná honum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson AÐ MEÐALTALI komu 4 erlendir leikmenn við sögu hjá íslenskum körfuknattleiksliðum í úrvalsdeild á síðasta ári eða 48 alls á leiktíð- inni. Í upphafi leiktíðarinnar sem hefst í kvöld eru 25 erlendir leik- menn „munstraðir“ á bátana 12 sem leggja úr höfn eða rétt rúm- lega 2 leikmenn á hvert lið. Reyndar eru nokkur lið að leita fyrir sér að liðsstyrk og má búast við að 2–3 erlendir leikmenn bætist í hóp- inn á næstu vikum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að hafa stóran hóp erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni en svo virðist sem íslensku liðin ætli sér að fara hægar í sakirnar í þessum efnum á þessu keppnistímabili en því síðasta. ÍSLANDSMEISTARAR Hauka ráð- ast ekki á garðinn sem hann er lægstur þegar þeir hefja þátttöku sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum á sunnudagskvöld. Haukar taka þá á móti þýska stórliðinu Kiel. Kiel er án alls vafa eitt besta fé- lagslið í heimi en liðið hefur verið í fremstu röð síðasta áratuginn. Til marks um það hefur Kiel unnið þýska meistaratitilinn sjö sinnum á síðustu tíu árum og í þrígang hef- ur liðið fagnað sigri í EHF- keppninni, síðast í vor þegar liðið sigraði Altea frá Spáni í úrslita- leik. Kiel hefur einu sinni komist í úrslit Meistaradeildarinnar, árið 2000 en liðið tapaði samanlagt með eins marks mun fyrir Barce- lona. Í leikmannahópi Kiel er valinn maður í hverju rúmi og landsliðs- mennirnir 13 talsins, þar af sex sænskir landsliðsmenn. Markvörður Kiel er Henning Fritz, einn albesti markvörður heims, en hann hefur verið aðal- markvörður Þjóðverja undanfarin ár og átti frábæra leiki með þeim á Ólympíuleikunum í síðasta mán- uði. Honum til trausts og halda er Svíinn Matthias Andersson sem á 28 landsleiki að baki fyrir þjóð sína. Skyttur Kiel eru ekki af verri endanum. Fyrstan skal nefna sænska landsliðsmanninn Stefan Lövgren sem um árabil hefur ver- ið talinn í hópi þeira bestu en Löv- gren hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður HM, 1999 og 2001. Christian Zeitz er örvhenta skytta liðsins, afar öflugur leikmaður sem er þýskur landsliðsmaður og er sem stendur markahæstur í 1. deildinni. Aðrar skyttur liðsins eru norski landsliðsmaðurinn Frode Hagen sem kom til Kiel fyrir leik- tíðina frá Barcelona, sænski lands- liðsmaðurinn Martin Boqvist og slóvenski landsliðsmaðurinn Rom- an Pungartnik. Horna- og línumenn þýska liðs- ins eru engir aukvisar en tveir sænskir landsliðsmenn eru þar í aðalhlutverkum, hornamaðurinn Johan Pettersson og línumaðurinn Marchus Ahlm auk þýska lands- liðsmannsins Klaus-Dieter Pet- ersen en hann leikur einnig lyk- ilhlutverkið í afar sterkri vörn liðsins. Haukar gegn Kiel  GUÐJÓN Valur Sigurðsson var valinn í lið vikunnar fyrir frammi- stöðu sína með Essen um síðustu helgi. Guðjón skoraði þá 9 mörk þegar Essen bar sigurorð af Pfull- ingen í þýsku 1. deildinni.  STEINN Viðar Gunnarsson, varnarmaður úr KA, var úrskurð- aður í eins leiks bann á fundi aga- nefndar KSÍ. Steinn tekur leik- bannið út í upphafi næstu leiktíðar.  TRYGGVI Nielsen féll úr leik í 1. umferð í einliðaleik á Opna danska meistaramótinu í bad- minton í Árósum. Hann tapaður fyrir Svía í þremur lotum, 15:8, 13:15, 15:10. Þá heltust Tryggi og Davíð Þór Guðmundsson einnig úr lestinni í 1. umferð í tvíliðaleik er þeir töpuðu fyrir Kínverjum, 15:1 og 15:3.  DAVÍÐ Þór varð einnig að játa sig sigraðan í 1. umferð í einliða- leik, hann tapaði fyrir Dana, 15:6 og 15:9.  DANÍEL Reynisson tapaði einn- ig fyrir dönskum keppanda í 1. um- ferð í tveimur lotum, 15:0, 15:6. Sömu sögu er að segja af Hólm- steini Valdimarssyni, hann tapaði einnig í fyrstu umferð í tveimur lotum, 15:3, 15:0.  RAGNA Ingólfsdóttir sat yfir í fyrstu umferð en mætti Söru Pers- son frá Svíþjóð í annari umferð í einliðaleik kvenna. Ragna vann fyrstu lotuna, 11:9, en tapaði tveimur þeim næstu, 11:2, 11:3 og er það með úr leik.  TINNA Helgadóttir fór sömu leið og piltarnir í 1. umferð móts- ins þegar hún varð að sætta sig við tap, 11:4, 11:9, í hörkuleik. Katrín Atladóttir laut einnig í lægra haldi í tveimur lotum fyrir danskri konu, 11:5, 11:4.  AÐALHEIÐUR Pálsdóttir fékk slæma útreið í leik við japanska konu, tapaði í tveimur lotum sem báðar enduðu 11:1.  RAINER Niemeyer, þjálfari þýska handknattleiksliðsins GWD Minden, sem Patrekur Jóhannes- son leikur með, var í gær leystur frá störfum. Liðinu hefur gengið illa það sem af er leiktíðinni og er við botn 1. deildar eftir sex um- ferðir. Niemeyer er fyrsti þjálf- arinn sem vikið er úr starfi á leik- tíðinni. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.