Morgunblaðið - 07.10.2004, Side 3

Morgunblaðið - 07.10.2004, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2004 B 3 FORMENN knattspyrnudeilda þeirra félaga sem leika í úrvals- deild karla fara í dag til Möltu um leið og íslenska landsliðið. Árlegur formannafundur á vegum Knatt- spyrnusambands Íslands verður haldinn á Möltu og býður sam- bandið formönnunum þangað. Þessir fundir hafa verið haldnir um árabil en í fyrra var brugðið á það nýmæli að halda fundinn í Stokk- hólmi. Sú ferð þótti heppnast mjög vel og því var boðið til fundarins á Möltu að þessu sinni. Formennirnir fá því tækifæri til að fylgjast með báðum landsleikjunum, 21-árs leiknum á morgun og A-lands- leiknum á laugardaginn. Formanna- fundurinn á Möltu HELGI Valur Daníelsson, knatt- spyrnumaður úr Fylki, er kominn heim á ný eftir að hafa æft í nokkra daga með sænska úrvals- deildarliðinu Sundsvall. Helgi Val- ur sagði við Morgunblaðið að hann hefði ekkert heyrt frá for- ráðamönnum félagsins og vissi ekki hvort um framhald yrði að ræða. „Mér leist ágætlega á mig í Sundsvall, þetta er greinilega fínt félag og leikmannahópurinn er sterkur. Það kom mér reyndar á óvart að liðið leikur á gervigrasi, sem nýbúið er að leggja á völl fé- lagsins, en þetta er norðarlega í Svíþjóð og það var kaldara þar en hér heima,“ sagði Helgi Valur. Helgi kom- inn frá Sundsvall  ÓLAFUR Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ólafs H. Kristjánssonar, þjálfara úrvalsdeild- arliðs Fram í knattspyrnu, í stað Jör- undar Áka Sveinssonar sem tekinn er við þjálfun 2. deildarliðs Stjörn- unnar. Ólafur, sem á árum áður lék í vörn Víkings, þjálfaði yngri flokka hjá Fram fyrir nokkrum árum en hefur stýrt meistaraflokki kvenna hjá HK/Víkingi undanfarin tvö ár.  LOGI Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo sem steinlá fyrir HSV Hamburg, 34:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Logi og Volker Zerbe, sem skoraði 6, voru atkvæðamestir í liði Lemgo.  JALIESKY Garcia skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem vann óvæntan sigur á Kiel, 31:30. Andrius Stelmokas, fyrrum KA-maður, skor- aði 4 marka Göppingen. Johan Pet- tersson skoraði 14 mörk fyrir Kiel í leiknum.  RAGNAR Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Skjern sem vann Team Tvis/Holstebro, 29:28, í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gær- kvöld. Daníel Ragnarsson var ekki á meðal markaskorara FCK Håndbold sem tapaði, 31:35, fyrir Kolding.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 4 mörk í gærkvöld þegar lið hennar, SK Århus, lagði GOG að velli, 32:29, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.  JÓNA Margrét Ragnarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Weibern og Sól- veig Lára Kjærnested 2 þegar Ís- lendingaliðið steinlá fyrir Nürnberg, 41:21, í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Dagný Skúladóttir gat ekki leikið með Weibern vegna meiðsla.  TEITUR Þórðarson og lærisvein- ar hans í 2. deildarliðinu Ull/Kisa í Noregi komust ekki í úrslitakeppn- ina um laust sæti í 1. deild norsku knattspyrnunnar á næstu leiktíð. Liðið endaði í 4. sæti af 14 liðum í b-riðli 2. deildar, en alls eru riðlarnir fjórir. Ull/Kisa endaði með 41 stig en Lörenskog var í þriðja sæti með 45 stig, b-lið Lilleström í öðru með 46 stig og Follo í því efsta með 48 stig.  AUSTURRÍSKI skíðamaðurinn Josef Strobl hefur öðlast slóvenskan ríkisborgararétt og vonast hann til að keppa fyrir hönd Slóveníu á kom- andi skíðavertíð. Strobl hefur um árabil verið í fremstu röð brunmanna í heimi og hefur unnið sex heimsbik- armót í greininni.  SAM Cassell mætti ekki á fyrstu æfingu Minnesota Timberwolves er NBA-liðin í körfuknattleik hófu formlega æfingar fyrir komandi keppnistímabil. Cassell er 34 ára gamall og hefur óskað eftir því að samningur hans verði framlengdur en hann á tvö ár eftir af samningi sín- um. FÓLK Katrín aftur í landsliðshópinn KATRÍN Jónsdóttir, ein reyndasta landsliðskona Íslands, er í 22 manna landsliðshópi sem Helena Ólafsdóttir valdi í gær til und- irbúnings fyrir leikina tvo gegn Norðmönnum í nóvember. Þjóð- irnar leika þá um sæti í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða. Katrín, sem á 48 landsleiki að baki, lék síðast með landsliðinu fyr- ir rúmum tveimur árum, þá gegn Englandi í úrslitaleikjum um sæti í lokakeppni HM. Hún hefur að mestu einbeitt sér að námi síðan en lék með Val í sumar og hefur frá því í byrjun september spilað með norska 1. deildarliðinu Amazon Grimstad. Áður lék Katrín í sjö ár með Kol- botn í norsku úrvalsdeildinni. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn, María B. Ágústsdóttir, KR, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val. Aðrir leikmenn: Katrín Jónsdóttir, Amazon Grimstad, Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, Olga Færseth, ÍBV, Björg Ásta Þórð- ardóttir, Keflavík, Edda Garðarsdóttir, KR, Guðlaug Jónsdóttir, KR, Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR, Erla Hendriksdóttir, Skovlunde, Erna B. Sigurðardóttir, Skovlunde, Erla S. Arnardóttir, Stattena, Ásta Árnadóttir, Val, Dóra María Lár- usdóttir, Val, Dóra Stefánsdóttir, Val, Íris Andrésdóttir, Val, Laufey Ólafsdóttir, Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val, Nína Ósk Kristinsdóttir, Val, Pála Marie Einarsdóttir, Val. Hópurinn kemur væntanlega saman á morgun en leikirnir við Norðmenn fara fram 10. og 13. nóvember, sá fyrri í Egilshöll en sá síðari í Valhöll í Ósló. Haukar eru með öflugt lið, svipaðog í fyrra að mörgu leyti, og al- veg augljóst að liðið verður í topp- baráttunni í vetur þó svo það hafi ekki sýnt allar sínar bestu hliðar allan leikinn í gær. „Ég er sáttur. Við fengum tvö stig og það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, eftir leik- inn. „En það getur verið erfitt að ná upp fullri einbeitingu hjá leikmönn- um þegar verið er að fara í stórverk- efni eins og Meistaradeild Evrópu og mér sýndist það vera raunin hjá okk- ur í kvöld. Samt fannst mér við leika ágætlega á köflum og veturinn leggst mjög vel í mig. Það verður fínt fram að jólum, tveir leikir á viku og lítið um æfingar og ég held bara að strákarnir séu sáttir við það,“ sagði Páll og bætti við brosandi að hann væri líka ánægður með þetta. „Fáar æfingar og margir leikir – það er fínt,“ sagði Páll. Markverðir liðanna, Egidijus Petkevicius hjá Fram og Birkir Ívar Guðmundsson hjá Haukum, fóru á kostum framan af leiknum og vörðu þá báðir mjög vel. Haukar léku sína flötu 6-0 vörn á meðan Framarar léku 3-2-1 vörn þar sem Sigfús Páll Sigfússon var fremstur og gekk vel þar. Fyrirliðinn, Guðlaugur Arnars- son, stóð fyrir sínu í vörninni en fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleikinn, fékk þungt högg á nefið. Hann mætti þó til leiks á ný í upphafi síðari hálfleiks en um hann miðjan var honum vikið af velli í tvær mín- útur, mótmælti því full kröftuglega að mati dómaranna og fékk því aðrar tvær mínútur og þar með rautt því það var hans þriðja brottvísun. Haukar náðu fljótt undirtökunum enda nýttu Framarar sóknir sínar ekki nægilega vel og voru raunar óheppnir því þeim tókst að skapa sér ágæt færi en skutu mikið í stang- irnar og eins voru Haukar duglegir að taka öll fráköst – þar kom leik- reynslan sér vel. Undir lok leiksins náðu Framarar að minnka muninn í þrjú mörk en voru klaufar að ná ekki að þjarma meira að Haukum. Haukar eru auðvitað alls ekki há- aldraðir, en þó með mun leikreynd- ara lið en Framarar sem koma með marga kornunga leikmenn sem lofa góðu, en það má segja að þeim sé hent beint út í djúpu laugina og verði að axla mikla ábyrgð strax á fyrsta ári sínu. „Okkur hefur gengið ágætlega og ég held að sex stig af átta sé ágæt byrjun hjá okkur. Liðið er ungt en þó eru ágætlega reyndir menn innan um. Þetta eru duglegir strákar sem hafa staðið sig vel upp alla yngri flokkana hjá okkur. Þá vantar dálít- inn styrk ennþá en það kemur með æfingunni og við eigum Ingólf Ax- elsson enn inni, en hann hefur verið meiddur,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram. Jóhann G. Einarsson er skemmtilegur örvhentur leikmað- ur sem gaman verður að fylgjast með. Þá er Sigfús Páll Sigfússon lif- andi sem leikstjórnandi og Arnar Sæþórsson átti ágætan dag á línunni auk þess sem Petkevicius varði vel. Hjá Haukum var Andri Stefan mjög sprækur, Vignir Svavarsson er ávallt sterkur á línunni og Gísli Jón Þórisson kom ágætlega út úr skyttu- stöðunni vinstra megin. Haukamenn nýttu reynsluna HAUKAR lögðu Fram að velli að Ásvöllum í gærkvöldi, 31:25. Liðin voru bæði án taps í norðurriðli Íslandsmótsins í handknattleik karla. Haukar voru sterkari og sigurinn því sanngjarn, en Framarar áttu alveg að geta gert betur og hefðu átt að nýta sér að Haukar eru að hefja keppni í Meistaradeild Evrópu og hugur leikmanna virtist á stundum við það verkefni. Morgunblaðið/Kristinn ð þegar hann reynir að verjast Andra Stefan, leikmanni Hauka. Skúli Unnar Sveinsson skrifar LITALEIKIR Íslendinga og Norðmanna um í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í tspyrnu fara báðir fram undir þaki. Fyrri rinn verður í Egilshöll í Grafarvogi miðviku- nn 10. nóvember og síðari leikurinn í Valhall ó laugardaginn 13. nóvember. Sigurvegarinn essu einvígi kemst í úrslitakeppni EM sem fer á Englandi á næsta ári. að er ljóst að á brattann verður að sækja fyrir ska landsliðið enda hafa Norðmenn lengi ð í fremstu röð. Leikir Íslands og Noregs innan dyra Strákarnir sigr- uðu Búlgaríu NGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu, 9 ára og yngri, sigraði Búlgaríu, 3:2, í ndanriðli Evrópukeppninnar í Noregi í ær. Búlgarar náðu forystunni snemma en jálmar Þórarinsson, Ragnar Sigurðsson g Kjartan Henry Finnbogason skoruðu rjú mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálf- iknum. Búlgarar áttu síðan lokaorðið nemma í síðari hálfleik og sóttu stíft inni hluta leiksins en náðu ekki að jafna etin. Þetta var síðasti leikur íslenska ðsins og það komst ekki áfram í milliriðil. TVEIR íslenskir körfuknattleiks- dómarar fengu alþjóðleg verkefni á dögunum þegar raðað var niður á leiki í Evrópukeppni félagsliða, þar sem Keflvíkingar verða meðal þátttökuliða. Kristinn Óskarsson mun dæma leik í Hollandi 9. nóv- ember milli Amsterdam Deamon Astronauts og Anwil Wloclavek frá Póllandi og sama dag mun Sig- mundur Már Herbertsson dæma leik Energy Braunschweig og franska liðsins Disjon en sá leikur er í Þýskalandi. Tveimur dögum síðar verður Sigmundur Már aftur á ferðinni er hann dæmir leik 1880 Wasserburg og ESMA Búdapest í EM kvenna. Körfudóm- arar á far- aldsfæti ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.