Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. nóv. 1959 Skærin eru einn þeirra hluta, sem okkur þyk- ir alveg ómissandi í daglegu lífi. Að .-iafnaði. koma. þau meira við störf kvenna en karla, en sumar stéttir karl- manna umgangast þó skærin skæri í grafir með líkum. Þetta fór að tíðkast þegar á rómversku keisaraöldinni, og sumsstaðar í Þýzkalandi hélzt þessi siður fram undir síðustu aldamót. Einkum þótti sjálfsagt að láta skæri Ólafur Hanxson, mennfaskólakennari: ævintýrinu um Fertram og Isól björ,tu. „Gekk ég upp á gullskærum móður minnar“.i »í Skæraspár Stundum má marka ó- komna hluti af skærunum. Ef hátt syngur í skærum án þess að nokkur snerti þau, veit það á það, að þau meira en flestar konur. Svo er um klæðskera, rakara og garðyrkjumenn. Fá áhöld eru til svo margrfa hluta nytsamleg sem skærin. Þau eru notuð á klæði, hár, neglur, ull, gras, tré og ým- islegt fleira. En sú var tíð- in, að skæri voru óþekktur hlutur, og mannfólkið varð að komast af án þeirra. Þó er saga skæranna orðin all- iöng eða á fjórða þúsund ár. Saga skæranna Steinaldarmenn þekktu ekki skæri, hjá þeim komu hnífar o g sköfur í stað þeirra. Það er ekki fyrr en á bronsöld, að skæra verður ■vart. Fundizt hafa í Egypta- landi skæri úr bronsi, sem eru talin vera frá því um 1500 fyrir Krist. Ekki er -fullljcst, hvernig þau skæri hafa verið notuð, sumir telja þau hafa verið helgi- tákn eða tignarmerki. En austur í Mesópótamíu hafa fundizt skæri úr. járni, sem eru talin vera frá svipuðum -tima. Þykir augljóst, að þau .skæri hafi verið notuð sem sauðaklippur, og framan af virðist það víðast hvar hafa verið aðalhlutverk skæranna. Skæri til að klippa klæði og hár manna koma yfirleitt seinna til sögunnar. Trúlegt er, að skæri hafi borizt til Evrópu frá Asíu, þó að ekki sé það sannað mál. Hin elztu skæri í Evr- ópu voru yfirleitt úr járni. Þeirra verður vart hjá Keltum í Frakklandi nokkru fyrir Krists burð og virðast einnig þar vera aðallega not- uð við rúningu sauðfjár. En um svipað leyti er í Vestur- Asíu farið að nota skæri til að klippa höfuðhár manna. Var það orðið algengt í grísku borgunum þar eystra á rómversku keisaraöldinni. Þá fór það líka að tíðkast að nota skæri í stað hnífa í sambandi við klæðagerð, þá að hnífurinn væri lengi fram eftir keppinautur skæranna á því sviði. Þegar fram liðu stundir þróuðust af skærunum fjöl- margar og sundurleitar gerðir. Bæði var til sérstök tízka í skæragerð-almennt, og gerðirnar voru sérhæfð- ar eftir því, til hvers átti :að nota skærin. Þessi sér- hæfing skæragerðanna hefur aldrei verið meiri en á okk- ar dögum. Skærin í grðfintii Það er fom siður að láta SKÆREV í gröfina með konum sem látizt höfðu af barnsförum, en margar aðrar konur fengu einnig skæri með sér í gröíina. Að nokkru leyti er þessi venja áreiðanlega sprottin aí því, að menn héldu, að kvenfólkið þyrfti á skænmum að halda við einhvern saumaskap í fram- haldslífinu. En ekki dugar alltaf sú skýring, stundum voru skæri látin í grafir karlmanna, sem áreiðanlega voru hvorki klæðskerar né hárskerar. Að líkindum hef- ur stundum verið hér að verki sú trú, að skærin verndi gegn illu, t.d. vond- um öndum. Sums staðar tíðkaðist það, að láta skær- in, sem líkklæði hins látna höfðu verið sniðin með, í gröfina með honum. Skæraföfrar Á ýmsan hátt eru skærin í þjóðtrúnni sett í samband við galdra og særingar. Menn bera þau stundum á sér sem verndargrip gegn illum öndum. Bera þeir þá stundum á sér tvenn skæri, þar sem oddurinn snýr up á öðrum, en niður á hinum. Þá kemst hið óhreina hvorki að manni að ofan eða neð- an. Hér er auðvitað á ferð- inni forn trú á bendigaldur. Skæri má einnig nota til að kveða niður drauga. Er þá nafn afturgöngunnar nefnt þrisvar sinnum og skærin síðan grafin djúpt í jörðu. Getur hún þá ekki gengið aftur að nýju fyrr en skær- in eru ryðguð upp til agna. Reyndar eru ýmsir aðrir hlutir en skæri notaðir á sama hátt í baráttu við drauga. Hættulegt getur verið að týna skærum sínum, ef ó- vinir eru á næstu grösum. Ef óvinurinn nær í skærin og sýgur þau, sýgur hann um leið úr manni blóðið. Sumar galdrakindur fyrr á öldum voru sífellt að leita að týndum skærum til að sjúga svo blóðið úr eigend- um þeirra. Þetta er sér- kennilegt afbrigði af vamp- iratrúnni. Til eru töfraskæri, sem eru til flestra hlutá nytsam- ieg. Af því tagi hafa þau líklega verió gullskærin í verða bráðlega notuð til að sníða líkklæði. Miklu betra er það, ef skæri stingast á oddinn af tilviljun. Stundum á trúlofun eða gifting þess, sem skærin missir úr hönd- um sér. Skæri finna þjófa monaeiu II * yD0 f í :■ Bæði fyrr og,. siðar hafa ýmsar dulrænar aðferðir verið notaðar til að hafa hendur í hári þjófa. Ein hin algengasta þeirra er vatns- galdurinn, að reyna að sjá andlit þjófsins með því að stara lengi í skál fulla af vatni. En einnig skærin geta hér orðið að liði. Við þetta eru aðallega hafðar tvær að- ferðir. Önnur er sú að stinga skænmum á oddinn í borð- plötu og skrifa nöfn þeirra, sem grunaðir eru um þjófn- aðinn á miða, sem raðað er umhverfis skærin. Falla þau þá á nafn þess, sem sekur er. Hin aðferðin er sú að stinga skærunum í litla tré- plötu og taka hana upp með þeim. Síðan skal nefna nöfn þeiri’a, sem grunaðir eru. Þegar nafn þjófsins er nefnt losnar platan af skæninum og fellur til jarðar. Þarf þa ekki framar vitnanna við, hevr éþ: seki. Skærin sem gjöf Einhverjum ástríkum og praktískum eiginmanni gæti sjálfsagt dottið í hug að gefa konunni sinni góð og falleg skæri að gjöf. En ef þjóðtrúin hefur rétt fyrir sér ætti hann að hætta við þetta. Skæri eru stórhættuleg gjöf, þau klippa ástina í sundur. Ef eiginmaður gef- ur konu sinni skæri verður hjónasklinaður úr öllu sam- an, oftast áður en árið er á enda runnið. Þessi trú er til í sambandi við fleiri teg- undir eggjárna, svo sem hnífa. Þetta er eitt af fjöl- mörgum dæmum um það, hve þjóðtrúnni er tamt að leggja táknræna merkingu í hlutina. Rjúkandi ráð: AtUnf fulU Svanhildur kemur í Framsókn- arhúsið' aði vinnu lokinni — vindur sér úr kápunni og síðan Síðustu árin hefur færzt mik- ið fjör í næturlíf höfuðstaðarins. í stað hins hefðbundnu revía og farsa ber nú meira á stuttum, fyndnum sýningum, sem gestir veitingahúsa njóta meðan þeir sitja yfir góðu glasi. Jafnframt þessu hefur skapazt fjöldi karla og kvenna, ungra, sem hafa það að atvinnu að syngja eða dansa í kvöldsýning- um og íslendingar a. m. k. Reykvíkingar 1959 hafa upp- götvað; umvöndunarkerlingum til hrellingar, að karlmönnum á öllum aldri þykir bara anzi gaman að sjá fallega leggi og bústin brjóstavöxt, liprar lenda hreyfingar, svo ekki sé talað um „risque" orðaskipti á hinum ýmsu leiksviðum höfuðstaðar- ins. Ein af hinum ungu dömum, sem hafa það í aukavinriu að sýna sig, taka þátt í sýningum kvöldsins er ungfrú Svanhildur Jakobsdóttir, liðlega 18 ára, ó- lofuð og lagleg reykvísk stúlka, fyrrverandi flugþerna sem hef- ur stundað algeng afgreiðslu- ekki i furða og að — upp stigaxm og inn í búnings- herbergið. Það er á þessum augnablikum sem blaðamenn öfunda Ijósmyndara, en — haukfránum augum og eftirliti Axels verzlunarstjóra, íþrótta- fræðings með meiru. Bláðamaður og Pétur Thom- sen, kgl. ljósmyndari, brugðu sér niður x Framsóknarhús kvöld eitt um sex-leytið, en þar standa yfir sýningar á Rjúkandi Ráði, „tal- og söngrevíu" undir stjórn Flosa Ólafssonar. Yfir glasi af léttu víni, sem bi'ezkir kalla wiskey, ræddum vér'um daginn og veginn unz, öllum að óvörum, inn skauzt ungfrú Svan hildur, Jitfrið og ljóshærð, og stefndi beint yfir salinn áleiðis til búningsherbergja. • Það er störf víðsvegar í Reykjavík, og : ekki vani vinar 11x1115 Péturs a3 vinnur nú í Vesturveri — Bóka ( hlaupa frá hál-köruðu verk-i, en búð Lárusar Blöndal undir í þetta sinji btá hann við hart — eftir að hafa beðið um stund utan dyra, er opnað og þá sézt hún vera að „sminka" sig — alla — tilboðum um hjálp var hafnað hæversklega — og iítt og tok metðlfylgjantíi myndir meðan við Flosi héldum vörð um veigamar. Eftir myndatökuna birtist ung frúin — í sxmdfötum ■—. Jú, mér þyQcir mjög gaman að koma fram á sýningunni; hefi gaman að umstanginu, æfing- Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.