Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. nóv. 1959 BlaóJyru alla Biaðið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. I lausasölu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13498. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. fónas Jónsson, frá Hriflu: ,Estersbók neínir aldrei gu8“ Eitt af sálmaskáldum fortíðar- :innar gerði að yrkisefni þá und- örlegu staðreynd að í einum íkafla heilagrar ritningar Esters bók var guð ekki nefndur. Þó er hér um að ræða virðulegan þátt hinnar helgu bókar. Ef komið er út í hversdagslífið verða hliðstæðar undantekning- ar títt á vegi manna. í síðustu kosningum þar sem skönmgar stjómmálaflokanna leiddu sam- an hesta fund eftir firnd og í 'blöðum og tímaritum var hlið- stæð vöntun. Þar skorti eitt þýð ingarmikið orð, orðið sem eftir teðli málsins átti að mynda þungamiðju þessa þýðingarmikla atburðar. Vöntun hins rétta orðs í kosn- Sngastríðinu verður skiljanleg imeð því að lýsa tveim framboðs fundum í stóru kjördæmi nærri Reykjavík. Þar áttu tveir helztu þingfíokkarnir leik með kjós- «endum. Á öðrum fundarstöðum voru á ræðupaUi fjórir fram- bjóðendur, sama flökks og fjórir 'trúðar sendir af stjórn flokks- fms, sem stóð fyrir fundinum. Hér voru átta þátttakendur sem Bkemmtu fundarmönnum til ukiptis með því að sýna listir sínar. Kjósendur klöppuðu komu mönnum lof í lófa eftir hvem gleðimálaþátt, en tóku annars ekki þátt í þessum mannfagnaði enda ekki annars af þeim kraf- iizt fyrr en atkvæðisgjöf á kjör degi. Sama dag hélt andstöðuflokk- •’urinn sína messu í næstu byggð. Þar voru fjórir frambjóðendur ten engir aðkomnir trúðar. Fi'am jbjóðendur héldu álUr sínar fekyiduræður og komu jafnframt íram sem skemmtikraftar. Að loknum frumræðum var kjós- endum boðið orðið en þeir þogðu allir lengi veí. Loks bað miðaldra bóndi um orðið og beindi til frambjóðenda fyrir- iSpum um hver væri stefna 'þeirra og áhugamál að unnum 'kósningasigri. Þessu sögðust frambjóðendur ekki geta svarað. 'Fiokksstjórnin hefði ekki gefið r.nein fyrirmæli um verkefni eða utefnu. Sjálfir hefðu þeir ekki 'heldur nein áhugamái. Pleira gerðist ekki á fundinum og fóru kjósendur heim hljóðir og nokk- uð vonsviknir. Sama sagan var endurtekin á fundum um allt land og í blöð- «m flökkanna. Það vantaði í Jþessari þjóðarsenu þýðingar- :mesta orðið líkt og í Estersbpk Gyðinga. Hér skorti íslenzka zrfantiðarhugsjón. Kosningaund- fírbúnimgurinn var sjónarspil á ieiðum Baldurs bg Konna. Trúð- ar og söngpípur áttu á stjórn- málafundum samleik með vænt inlegum fulltrúum þjóðarinnar 5em verða að ráða fram úr stór málum sem snerta framtíð ís- lendinga /um daga og aldir. Stefnuleysi á framboðsfund- unum starfar ekki af því að hér áafi verið óvenjulega hæfileika litlir menn að verki. í þinginu jr efni í skörunga, snjalla ræðú menn og atorkusama framá- menn en þeir 'beita ekki þessum kröftum nema við hátíðleg tækifæri t. d. undirbúningi þjóð veldisin,s 1944 og þátttöku í Atlantshafsbandalaginu 1949. Anmars blundar ljónið. Síðan 1941 hefur efnaleg velsæld al- mennings mótað allt þjóðlífið. Frá Bandaríkjunum kemur sem svarar einni milljón króna hvern dag í opnum og duldum greiðLslum, gjöfum og lánum. Þann tíma sem hér var herlaust þar til Marshall kom, hrundi velsældin eins og spilaborg. Búð ir tómar og lá við hungri. Koma varnarliðsins „bjargaði“ þegar Marshall þraut. Á stríðsárunum hafði Stalín tekið upp hina kænu yfirdrottnunarstefnu Hitl- ers að vinna lönd með viðskipta fjötrum. Stalín dró að sér hönd ina 1946 til að tyfta íslendinga fyrir Keflavíkursáttmálann. Hið ægilega hallærisástand íslend- inga 1948 sýndi hve þjóðin var illa undirbúin viðskiptastríð eins og heimsmálunum er nú stjóm að. Forráðamenn flokkanna vita að þjóðin unir allvel velsælc yfirstandandi tíma. Allir þekkja ágalla núverandi kjarabótalífs Þjóðin getur hvenær sem er staðið gjafalaus og ein á beru svæði eins og 1948. Meðan allt flýtur sættir þjóð in, bæði liðsmenn og foringjar sig við nægtaborð, hlaðið upp bótum sem ekki eiga neitt for dæmi með öðrum þjóðum. Hlu verk þings og stjórnar nú er að halda opnum leiðum, annari úr vestri en hrnni úr austurvegi Öll gagnrýni. um eðli þessa skipulags er blandin sársauka og þessvegna er sneitt hjá um ræðum, er snerta grundvöll vel sældarinnar. Menn una gjöfun um. Leiðtogar borgarafl. þriggja eru nátengdir í margháttuðum atvinnu- og fésýslufyrirtækjum á Keflavíkui’velli. S.ums staðar eru þessi tengsli svo mikilsverð að þeim er haldið leyndum með sérstakri varasemi. Á Keflavíkurflugvelli er inniieg samvinna milli leiðtoga og liðs KAKALi skrifar: í HREINSKILNI SACT Heimskulegf byggingaræði — Vegleysur og forpokaðir arkilektar — Þjóðvegakerfið malbikað á næstu 3-5 árum ef réftir aðilar vinna verk- ið — Til borgarstjóra og ríkisyfirvalda Það er undarlegt og heimskulegt æði, 'sem gripið hefur þá kynslóð, sem nú er komin til fullorðinsára og telst nokkurnveginn efna- hagslega sjálfstæð. Það er búið að byggja yfir eftirkomandi kynslóður a. m. k. næstu 2—300 árin. Börn okkar og kynslóðir þær, sem á eftir koma eru dæmd til þess að búa í þeim stein- runnu byggingum, sem núlif- andi fólk krefst að byggja, þótt það ætti að vera lýðUm. ljóst, að byggingarstíll breyt- ist næstum óendanlega og efniviður . til húsagerðar sé sífellt að breytast og batna, láta grannvitrir peninga- menn og enn fleiri félitlir bjálfar hafa sig út í það að byggja „vönduð og sterk“ hús til að búa í og stæra sig af gagnvart nágranna sínum. Það má vel segja og með sanni, að verzlunarhús og önnur slík megi byggja á venjulegan hátt. Þessi hús hafa ekki breytzt að ráði, þótt t. d. Ameríkumenn og Þjóðverjar hafi gjörbreytt slíkum húsum að verulegu leyti. En þetta ofsalega og út- gjaldasama byggingaræði verður eftirkomendum okk- ar úndarlegt. Fyrir næstu slóðir verða lítil sem engin verkefni. Feður og mæður í dag hafa lagt allt sitt lxf og allt sitt fé í steinhúsin miklu, börnin erfa og verða að búa þar nema sama „klondæk*' og nú ríkir haldi áfram næstu 2—300 árin og allir vita að svo verður ekki. Þjóð in er orðin stórskuldug vegna þessa gerræðis í byggingar- málum en samt örlar hvergi á að hlé verði á þessu brjál- æði. En það er ekki einungis í byggingarmálum, að þessi ósómi blómgast. Vegamálin okkar lofa í dag góðu um það, að hverjir 800—1000 m af lögðum vegi kosti 15—20 milljónir króna. Miklubrautarkapparnir hafa nú gefið . gott og heilbrigt fordæmi. Þessi glæpsamlega dýri vegarspotti er glöggt dæmi um- þann pokahátt sem er aðalsmerki flestfa verkfrseðinga okkar og þá einkum þeirra, sem starfa fyrir hið opinbera og eyða úr sjóðum almennings. Eins og alkunna ei', þá keppa Rússar og Amerikan- ar um hylli . smærri þjóðr- anna og þá éinkum þeirra ■ frumstæðu í Asíu og Afríku. Tæknideildir þessara stói'- þjóða senda þangað nýtízku vélar og lærða verkmenn — jafnmennta þessum speking- um, sem hér annast vegagerð og kalla sig arkitékta-. Fréttir birtast nú í öllum málsmet- andi tímaritum, að þarna séu að ske kraftavei'k. Þjóðveg- ir teygja sig um auðnirnar 4—6 akreinir og einu vopnin sem notuð ei'U, eru nýtízku vegavinnuvélar sem leggja allt að 3 þúsund mílna vegi á einu sumri. Allt vegakerfi íslánds eru röskar 4 þúsund mílur. Á íslandi höfum vér, að sögn, menntaða vegagerð- armenn. Menntun þeirra er augljósust þegar Miklabraut- in ér athuguð. Arkitek.tar Miklubrautar segjast byggja til áratuga, jafnvel aldar. Hvað lengi á að þola þessum skussum svona aðfarir? Hví þurfa íslendingar í dag að búa við vegleysur og hættu- lega þjóðvegi þegar allir möguleikar benda til þess, að skapa megi bærilegt vega kerfi hér á landi á næstu fimm árum? Svarið er aug- ljóst. Stjórn vegamálanna skilur ekki hlutverk sitt, sér ekki að útgjöldin við núver- andi ástand er margfallt dýr- ara, margfallt hættulegra en ef lagt yrði malbik á þjóð- vegina þegar í stað, án þess að flytja fósturmoldina í pok um milli hreppanna. Ef hing að væru fengnar vélar og kunnáttumenn ráðnir til starfa mynduj vegir- verða bærilegir og bifreiðaviðhald, viðgerðir, varahlutir og ann- að verða hverfandi og gjald- eyrir svo tugmilljónum skipt ir sparast. í dag er svo komið málum, að bifreið af gerð 1959—60 ekur vart svo til Akureyrar á sumri, að ekki þurfi að herða hana upp og lagfæra á allan hátt þegar norður kemur. Ef það er svo nauðsyn- legt að steypa þjóðvegina — og það er nauðsynlegt þegar fram í sækir — skaðar það ekkert þótt malbilc sé fyrir. Undir staða allra helztu þjóð- vega landsins er svo hörð að vegheflar vinna ekki á henni með góðu móti. Ætl- ar vegamálastjórnin svo að halda því fram, að það þurfi einhver jar feikna- miklar aðgerðir til þess þjóðvegi? Sfíkt er ekki annað en fyrirsláttur, sví- virðilegur fyrirsláttur, sem kostar ríkissjóð ár- lega milljónir. Fróðir menn segja, að enn muni verða margra ára bið unz steypa fæst að ráði í vegi. Árlega eyðast milljónir og ökutæki ónýtast vegna ó- færanna á þjóðvegunum. Fær enginn ábyrgur aðili í vegamálum séð þetta, eða er alltaf verið að bíða eftir „hinu fullkomna vegakerfi“ á 20. öldinni? Það er löngum raunalegt að aka um Hlíðarnar og önn- ur moldai'hverfi. bæjai’ins. Þarna er oss tjáð, er jarð- vegurinn of mjúkur of blaut- ur etc., en enginn minnist á það, að tilraunir t. d. Vatns- mýrin (Hringbrautin), Lang- holtsvegur og fjölmargir aðrr ir vegir eru malbikaðir und- irbúningslaust —- og hafa allt af staðið sig prýðilega og stórkostlega ef miðað er við forargöitlumiar, sem eruj að verða aðalsmerki bæjarstjórn armeirihlutans. Það, sem hér er rætt, ligg- ur öllum rétthugsandi mönn um í augum uppi. Það eru aðeins nokkrir forpokaðir „originalar" eins og komm- únistinn Bolli Thor., sem hafa gaman af að hafa skrif- stofur og þykjast vera að „huigsa“ fyrir velferð og framtíð bæjarins — „spakir“ menn eins og Solon íslandus er hann reiknaði börnin í griðkonur nyrðra. Það eru þessir dauðu rassar í þjón-. uþtu bæjar ’og ríkis, sem hindra allan eðlilegan frain- gang svona mála. Þeir eru of uppteknir af sjálfum sér vizku sinni og menntun, og vilja að verk þau, sem þeir stjórna verði ævarandi minn ismerki um snilld þeirra. ís- lendingar á miðri 20. öld þurfa ékki að byggja vegi og hús fyrir ókomnar kynslóðir 100—200 ár fram í tímann. Þessi öld breytinga og fram- fara þolir ekki svona drumba. Við krefjumst þess að ábyrg bæjarstjórn og rík: isstjórn skipi þessum möim- um að „makka rétt“ ella hverfa þegjandi burtu. - Það er svo margt, sem má lagfæra og bæta með litlum tilkostnaði, ef ekki er verið að stritast við sið augljósa. Við þurfum tækin ag yfir- stjómina T" vegamálum. aS legg ja malbik á þessa Tæknimeimtaðú' menn í þess

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.