Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 4
ISLAMABAD, AP Enginn flokkur fékk meirihluta í þingkosningunum í Pakistan á fimmtudaginn. Banda- lag íslamskra flokka vann hins vegar mikinn kosningasigur og náði meirihluta í Norðvesturhér- aðinu, sem liggur að landamærum Afganistans. Einnig leit út fyrir að bandalagið kæmist í samsteypu- stjórn í héraðinu Balúkistan, sem einnig á landamæri að Afganistan. Í þessum héruðum hafa talibanar og Osama bin Laden átt hvað mestu fylgi að fagna. „Við ætlum að koma á ís- lamskri byltingu í Pakistan,“ sagði Qazi Hussain Ahmed, leiðtogi bandalags íslamskra flokka. „Markmið okkar er að koma á ís- lömsku kerfi í öllu landinu.“ Þetta voru fyrstu kosningarnar í landinu frá því Pervez Mus- harraf forseti steypti þáverandi forseta, Nawaz Sharif, af stóli árið 1999. Hvorki Sharif né Benazir Bhutto, fyrrverandi forseti, fengu að bjóða sig fram í þessum kosn- ingum. Musharraf lofaði því, þegar hann bylti Nawaz Sharif af stóli, að koma á lýðræði í landinu og efna til kosninga hið fyrsta. Mus- harraf situr hins vegar sjálfur á forsetastóli næstu fimm árin. Hann hefur völd til þess að leysa upp þing.  4 12. október 2002 LAUGARDAGUR INNLENT Ríkisútvarpið: Fréttamenn loks ráðnir FJÖLMIÐLAR Fjórir fréttamenn Rík- issjónvarpsins, sem lengi hafa svifið í lausu lofti sem lausráðnir frá mánuði til mánaðar, hafa loks fengið fastráðningu. Ráðningin gildir þó aðeins til tveggja ára. Fréttamennirnir sem hér um ræð- ir eru þau Margrét Marteinsdóttir, Borgþór Arngrímsson, Finnur Beck og Rakel Þorbergsdóttir. Ráðning fjórmenninganna er bundin við tvö ár vegna þess að föstum stöðugildum er ekki til að dreifa hjá Ríkissjónvarpinu. Fréttamenn, sem horfið hafa til annarra starfa, hafa samkvæmt lögum rétt til að halda stöðum sínu í ákveðinn tíma þó svo að þeir gegni þeim ekki. Meðal þeirra sem nýta sér þennan rétt um þessar mundir eru Kastljósmaðurinn Kristján Kristjánsson og væntan- legur spjallþáttastjórnandi, Gísli Marteinn Baldursson.  MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Hentar ríkisstjórninni vel að hafa loðnar leikreglur. Margrét Frímannsdóttir: Löngu tímabært að setja skýrar reglur EINKAVÆÐING „Við fyrstu sýn virð- ist mér að í skýrslu Ríkisendur- skoðunar sé að finna sama áfellsi- dóminn og þessi ríkisstjórn hefur fengið frá upphafi einkavæðingar- ferlis síns og sölu ríkisfyrirtækja. Enn og aftur er sett fram krafa um fastmótaðar leikreglur. Hefðu þær verið til staðar, þá hefði þessi at- burðarrás kringum bankasöluna aldrei átt sér stað,“ segir Margrét Frímannsdóttir varaformaður Samfylkingarinnar. Hún segir annað búa að baki einkavæðingu ríkisstjórnarinnar en það eitt að færa ríkisrekstur yfir í einkarekstur. „Þeir vilja líka stýra því hver fær hvað. Það hentar því ríkis- stjórninni býsna vel að hafa leik- reglurnar lausbeislaðar, svo ekki sé meira sagt. Ef til færu fastmót- aðar reglur sem væru öllum ljósar, þá væri erfiðara fyrir ríkisstjórn- ina að stýra einkavæðingunni á rétta aðila,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir og bætir við að það sé löngu tímabært að setja fastmótað- ar leikreglur.  49 BÖRN FÆDD Á ÍSAFIRÐI Það sem af er þessu ári hafa 49 börn fæðst á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Ef reiknað er með jöfnu flæði yfir árið má gera ráð fyrir því að í árslok verði nýfædd börn orðin 62, eða sami fjöldi og í fyrra þegar 26 strákar og 36 stelpur litu dagsins ljós. bb.is FRAMBOÐSMÁL Í NORÐVESTUR- KJÖRDÆMI Elín R. Líndal, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi. bb.is. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þetta er þungur áfellisdómur en það er al- veg sama hvaða kjaftshögg ríkisstjórnin fær, það kemur ekkert vitinu fyrir hana. Steingrímur J. Sigfússon: Mjög þungur áfellisdómur EINKAVÆÐING „Ég tel að vinnu- brögðin og framkvæmdin við þennan kafla einkavæðingarsorg- arsögunnar fái þarna mjög þung- an áfellisdóm,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hann segir að í skýrslunni komi fram mjög alvarleg, efnis- lega rökstudd gagnrýni frá mörg- um aðilum. „Frá Steingrími Ara Arasyni, fjárfestunum sjálfum, erlendum bankamanni og fleirum. En Ríkisendurskoðun segir með mjög vinsamlegri túlkun að þetta sleppi fyrir horn hvað það varðar að reglur hafi ekki með beinum hætti verið brotnar. Það er hins vegar fjölmargt að og það er mjög alvarlegur hlutur,“ sagði Stein- grímur J. og bætir við að það sé fjarri öllu lagi að einkavæðingar- nefnd og hennar vinnubrögð fái þar með einhvern gæðastimpil. „Þetta eru bara enn frekari rök fyrir því að setja þetta ferli allt saman í heild sinni í rannsókn eins og reyndar er meiningin. Næst mun Ríkisendurskoðun snúa sér að beiðni okar um heildarúttekt á þessu ferli öllu saman,“ sagði Steingrímur J.  Ég stend við öll stóru orðin Skýrslan segir aðeins hluta sögunnar, segir Steingrímur Ari Arason. Vekur upp margar spurningar sem aðrir verða að svara. Skiptir sköpum fyrir einkavæðinguna að unnið sé eftir skýrum reglum og með hlutlægum og gegnsæjum hætti EINKAVÆÐING „Skýrslan er innlegg í málið en segir ekki nema hluta sög- unnar. Heldur vekur upp margar spurningar. Það er annarra að spyrja þeirra og meta hvort ástæða er til að leita svara og þá hvenær,“ segir Steingrímur Ari Arason um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Landsbankanum. Hann sagði sig úr einkavæðing- arnefnd fyrir réttum mánuði og rit- aði forsætisráð- herra harðort bréf þar sem meðal ann- ars sagði að vinnu- brögð sem viðhöfð voru í aðdraganda ákvörðunar um söl- una á Landsbank- anum hefðu leitt til þess að aðrir áhugasamir kaup- endur hefðu verið sniðgengnir, þrátt fyrir hagstæðari tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mæli- kvarða. „Ég hef setið sem fulltrúi fjár- málaráðherra í framkvæmda- nefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum,“ sagði í úrsagnar- bréfinu og Steingrímur Ari hvikar hvergi í gagnrýni sinni nú. „Ég held að það sé alveg ljóst að skýrslan staðfestir ekki þau stóru orð sem ég viðhafði. Ég stend hins vegar við þau,“ segir Steingrímur Ari og bætir við að skýrslan komi á viðkvæmum tíma, í ljósi þess að menn eigi í viðræð- um við ákveðinn aðila um sölu á stórum hlut í Landsbankanum. „Ég vil undirstrika það sem að vísu kemur fram í skýrslunni, að ég er að þessu vegna þess að ég tel það mjög mikilvægt, einkavæð- ingarinnar vegna, að leikreglur séu skýrar,“ segir Steingrímur Ari. Hann segir að þeir sem vilji að öll sagan sé sögð, séu andstæðing- ar einkavæðingarinnar. Þeir sem séu hlynntir henni hafi sagt aðal- atriðið að koma bönkunum úr eigu ríkisins. „Þeir hinir sömu hafa sagt að einhver formsatriði megi ekki koma í veg fyrir söluna. Ég segi hins vegar að þessi formsatriði, það að vinna eftir skýrum reglum og með hlutlægum og gegnsæjum hætti, skiptir bara sköpum fyrir einkavæðinguna nú og til lengri tíma litið. Ég er að leggja áherslu á þetta einkavæðingarinnar vegna, hún gengur út á það að búa rekstri og stofnunum almennar reglur,“ segir Steingrímur Ari. the@frettabladid.is Enginn náði meirihluta í kosningunum í Pakistan: Múslimar boða byltingu Garðar Sverrisson um úrskurð málskotsnefndar LÍN: Mikilvægur sigur og fordæmisgildið ótvírætt LÍN „Hér hefur unnist mjög mikil- vægur sigur í réttindabaráttu ör- yrkja. Sigurinn er fyrst og fremst Jóhannesar Davíðssonar og sýnir hve miklum árangri okkar fólk getur náð ef það lætur ekki for- stokkaða innheimtumenn vaða yfir sig,“ segir Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Ís- lands. Hann segir að ömurlegt hafi verið að fylgjast með framgöngu forsvarsmanna Lánasjóðs Ís- lenskra námsmanna, í aðför þeir- ra að ábyrgðarmönnum Jóhannes- ar, sérstaklega í ljósi þess að þar fari fulltrúar þeirra afla sem lengst hafi gengið í því að skil- greina nám sem fjárfestingu í framtíðartekjum. „En svo vaða þeir bara áfram eins og flóðhestar. Með formann sinn í broddi fylkingar, sem mér virðist vera álíka illa að sér um taugasjúkdóma og mannlífið yfir- leitt, leyfa þeir sér að sjúkdóms- greina viðskiptavini sína í blaða- viðtölum. Eftir að hafa fylgst með aðförinni að Jóhannesi hef ég mikla ástæðu til að óttast að sam- bærileg mál eigi sér hliðstæðu. Það er mikilvægt að þeir sem þan- nig er ástatt um hafi samband við okkur strax, því niðurstaða mál- skotsnefndar hefur ótvírætt for- dæmisgildi. Með henni hafa Gunnar I. Birgisson og félagar verið skikkaðir til að leggja box- hanskana á hilluna.“  ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI Qazi Hussain Ahmed, leiðtogi bandalags múslimaflokka, fagnaði góðum árangri í kosn- ingunum. Hann boðar byltingu múslima í Pakistan. AP /M .S A JJ AD STEINGRÍMUR ARI ARASON Hvikar hvergi í gagnrýni sinni og segir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki segja nema hluta sögunnar. Með skýrum reglum í stjórnsýslu tryggjum við fagleg vinnu- brögð og drögum úr pólitísku valdi. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 36% Hvernig fer leikur Íslands og Skotlands? Spurning dagsins í dag: Eiga Íslendingar að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Jafntefli 18,6% 45,3%Ísland vinnur ÍSLAND VINNUR LEIKINN Flestir eru þeirrar skoðunar að Íslend- ingar fari með sigur af hólmi í lands- leiknum í dag. Skotland vinnur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.