Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 6
6 12. október 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS Gekk kapallinn upp? Já, það gerði hann. Það er hagur almenn- ings og fyrirtækja í borginni að þetta eitt fullkomnasta ljósleiðarkerfi í heimi skuli vera komið í notkun í Reykjavík. Það er kapall sem gekk upp fyrir alla. Lína.net seldi aðaleiganda sínum Orkuveitu Reykja- víkur ljósleiðaranet sitt. Alfreð Þorsteinsson er for- maður stjórnar Orkuveitunnar. INNLENT WASHINGTON, KOZLOVO, AP Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist telja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komist að sameig- inlegri niðurstöðu um Írak. Að vísu segist hann ekki telja nauð- synlegt að Öryggisráðið sam- þykki nýja ályktun um að senda vopnaeftirlit til Íraks. Hins vegar vilji hann að vopnaeftirlitið fari sem allra fyrst til Íraks. Bandaríkjamenn hafa sagst ætla að koma í veg fyr- ir að vopnaeftirlitið fari til Íraks nema fyrst verði samþykkt ný ályktun um það í Öryggisráðinu. Pútín sagði þetta að loknum fundi sínum með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sem var í opinberri heimsókn í Rússlandi í gær. Rússar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu ásamt Bandaríkja- mönnum, Bretum, Frökkum og Kínverjum. Bæði Frakkar og Rússar hafa verið andvígir því að Öryggisráðið samþykki ályktun sem sjálfkrafa heimili stríðsátök. Pútín hefur ekki dregið í land með það. Bush hefur ekki farið dult með það, að hann ætli sér að senda Bandaríkjaher til Íraks hvort sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitir heimild til þess eða ekki. Bandaríkjaþing hefur veitt George W. Bush Bandaríkjafor- seta heimild til þess að beita vopnavaldi gegn Írak. Fulltrúa- deild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun þess efnis á fimmtudag- inn með 296 atkvæðum gegn 133. Öldungadeildin samþykkti sömu ályktun í gærmorgun með 77 at- kvæðum gegn 23. Leiðtogar begg- ja þingflokka í báðum deildum höfðu þá fyrir nokkru fallist á að veita Bush slíka heimild. Þeir sem greiddu atkvæði á móti voru einkum demókratar. Ályktunin veitir Bush heimild til þess að beita hernum gegn Írak „eftir því sem hann telur nauðsynlegt og viðeigandi“, bæði til þess að vernda Bandaríkin gegn þeirri ógn sem þeim er sögð stafa af Írak og til að sjá til þess að öllum ályktunum Öryggisráðs- ins varðandi Írak verði fram- fylgt. Bush sagði að með þessu hafi Bandaríkjaþing gert Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ljóst, að nauðsynlegt sé „að takast á við þá vaxandi hættu, sem stafar af Írak.“ Bush sagði einnig að Írökum ætti nú að vera ljóst að þeir eigi engra annarra kosta völ en að af- vopnast og hlíta öllum ályktunum Öryggisráðsins. „Dagar Íraks í hlutverki útlagaríkis eru senn taldir,“ sagði Bush.  LEIÐTOGAR RÆÐA HEIMSMÁLIN Þeir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skruppu í göngutúr í Rússlandi í gær. Eiginkonur þeirra ganga að baki þeim. Bush er kominn skrefi nær stríði Bandaríkjaþing samþykkti að Bush megi ráðast á Írak ef hann telur það nauðsynlegt. Pútín reiðubúinn að fallast á ályktun í Öryggisráðinu til að flýta fyrir vopnaeftirliti í Írak. AP /A LE XA N D ER Z EM LI AN IC H EN KO DÓMSMÁL Fimm íslenskir lögreglu- menn fara til Bandaríkjanna til að bera vitni í réttarhöldum gegn frönskum flugþjóni, Michel Phil- ippe. Hann er ákærður fyrir að hafa ritað sprengjuhótun í nafni a- Quaeda á uppsölupoka og spegil um borð í júmbóþotu breska flug- félagsins Virgin Atlantic í janúar síðastliðnum. Það er bandaríska alríkislög- reglan FBI sem stefnir þeim til Bandaríkjanna og bera lögreglu- mennirnir vitni í þágu ákæru- valdsins. Halda átti réttarhöldin 21. október en að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, fékk hann til- kynningu í gær þess efnis að þeim hafi verið frestað fram í desember. Ekki hefur enn verið tilkynnt um dagsetningu. Lögreglumennirnir fimm unnu að vettvangsrannsókn eftir að júmbóþotunni var lent á Keflavík- urflugvelli. Var það gert í kjölfarið á því að hinn ákærði sagði flug- stjóranum að hann hefði séð hótun- ina á salerninu. Var flugvélin þá á leið frá London til Bandaríkjanna. Sprengjuhótunin var rituð á ensku og sagði: „Bin Laden er bestur, Bandaríkjamenn verða að deyja, það er sprengja um borð, al-Qu- aeda. Beindist grunurinn að Phil- ippe þegar í ljós kom að bin Laden og al-Queda voru rituð með frönsk- um rithætti. Jóhann segir lög- reglumennina hafa tekið skýrslu af áhöfninni auk þess að ræða við suma farþega. Að því loknu hafi rannsóknarlögreglumenn fylgt vélinni til Bandaríkjanna og síðar farið aðra ferð með ýmis gögn. Jóhann segir að ákveðið hafi verið af utanríkisráðuneytinu að hann fylgi lögreglumönnunum út. Sjálfur muni hann ekki bera vitni. Allur kostnaður við ferðina verði greiddur af bandarískum yfirvöld- um.  Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut Íbúar mótmæla SKIPULAGSMÁL Íbúar við Smiðjuveg í Blesugrófarhverfinu í Kópavogi hafa sent bæjaryfirvöldum í Kópavogi erindi þar sem skipu- lagi fyrirhugaðra umferðarmann- virkja við Reykjanesbraut og Stekkjarbakka er mótmælt. Telja íbúarnir að framkvæmd- in hafi ekki verið nægilega vel kynnt og þannig hafi verið brotið á rétti þeirra til að hafa áhrif á framgöngu málsins. Í bréfinu segja íbúarnir að umferðarmann- virkin standi of nærri íbúðahverf- inu á Smiðjuvegi og efsta hluta Blesugrófar.  SJÓSLYS Leiguskip Samskipa, Ís- fell, sökk um tíuleytið í gærmorg- un um það bil 30 sjómílur undan ströndum Egersunds í Noregi. Mannbjörg varð. Orsök skaðans eru ekki ennþá ljós. Samkvæmt upplýsingum var strekkingsvind- ur þar sem skipið sökk. Aðalbjörgunarmiðstöð Suður- Noregs fékk tilkynningu um að skipið hefði tekið inn sjó rétt fyr- ir klukkan hálf þrjú aðfararnótt föstudags. Björgunarþyrlum tókst að ná í áhöfnina og yfirgaf hún skipið samkvæmt íslenskum tíma um hálft tvöleytið um nótt- ina. Þá var kominn um 50 gráðu halli á skipið. Skipið sökk síðan alveg klukkan 9.45 að íslenskum tíma. Sex manns voru í áhöfn Ís- fells. Skipsstjórinn er Norðmað- ur en aðrir í áhöfn rússneskir. Skipið var næstum fullhlaðið. Um borð var um 1000 tonn af frosnum makríl og síld og var skipið á leið frá Múrmansk til Hollands. Skipið var tryggt hjá erlendum aðilum. Búið var að yfirfara allt skipið og miklar breytingar gerð- ar. Þar á meðal settar inn nýjar vélar og frystitæki. Samskip fengu Ísfell afhent fyrir um það bil tveimur vikur frá Barents Maritime AS í Noregi. Ísfell er frystiskip sem tekur 1.100 palla.  TVEIR FRIÐARVERÐLAUNAHAFAR OG FYRRVERANDI FORSETAR Þeir Nelson Mandela og Jimmy Carter sitja þarna með alnæmisveik börn í fanginu. Myndin var tekin í Suður-Afríku í mars síð- astliðnum. Carter fær Nóbelinn: Nóbelsnefnd- in gagnrýnir hernaðar- stefnu Banda- ríkjanna ÓSLÓ, AP Jimmy Carter, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, sagð- ist vera „innilega þakklátur“ fyrir að fá friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Norska Nóbelsnefndin veitir honum verðlaunin fyrir „áratuga- langa þrotlausa viðleitni til að finna friðsamlegar lausnir á al- þjóðlegum átökum, til að efla lýð- ræði og mannréttindi og til þess að styrkja efnahagslega og félags- lega þróun.“ Gunnar Berge, formaður nefndarinnar, segir að með því að veita Carter verðlaunin sé bein- línis verið að gagnrýna þá stefnu sem Bandaríkjastjórn og banda- menn hennar hafa tekið í alþjóða- málum. Carter sagði í gær að undan- farna tvo áratugi hefði skilningur hans á mannréttindum breyst, þannig að í þeim felist ekki aðeins rétturinn til að lifa í friði, heldur einnig réttur til viðunandi heil- brigðisþjónustu, húsaskjóls, mat- ar og efnahagslegra tækifæra. „Ég vona að þessi verðlaun endurspegli það, að þessi víðtæka skilgreining á mannréttindum njóti nú almennrar viðurkenning- ar,“ sagði Carter í gær.  ÍSFELL Ísfell sigldi áður á vegum Samskipa undir nafninu Gullnes en var endurbyggt í skipa- smíðastöð í Póllandi á fyrri hluta ársins 2002 og hlaut nýtt haffærnisskírteini. Ísfell sökk undan ströndum Noregs: Áhöfninni bjargað um borð í þyrlu VIÐ KEFLAVÍKURFLUGVÖLL Philippe, sem neitar allri sök, var handtekinn í New York en hefur verið sleppt gegn 250 þúsund dollara tryggingu. Verði hann sekur fundinn á hann yfir höfðu sér allt að lífstíð- arfangelsi. Flugþjónn sem sakaður er um sprengjuhótun: Íslenskir lögreglumenn bera vitni AP /N O N TH EM B A KW EL A GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.32 0.15% Sterlingspund 136.35 -0.03% Dönsk króna 11.59 -0.18% Evra 86.11 -0.17% Gengisvístala krónu 129,57 KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 256 Velta 8,3 m ICEX-15 1.313,9 +0,29% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 6.140.563.493 Pharmaco 101.130.411 Landsbankinn hf. 64.918.211 Mesta hækkun Flugleiðir 5,13% Össur 2,02% Landsbankinn 1,60% Mesta lækkun SÍF -10,00% Íslandssími -4,21% Eimskip -1,90% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7878,2 4,60% Nsdaq*: 1216,2 4,50% FTSE: 3953,4 4,70% DAX: 2893,8 5,90% Nikkei: 8529,6 1,10% S&P*: 837,9 4,20% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 MILLJARÐUR Í GRUNNSKÓLA Framkvæmdir við Ingunn- arskóla, nýjan grunnskóla í Grafarholti, hefjast í byrjun árs 2004. Húsið verður um 5.700 fer- metrar, þar af verður rúmlega 800 fermetra íþróttasalur. Áætl- aður kostnaður, án búnaðar og leiktækja á lóð, er um 970 millj- ónir króna. KÆRA VEGNA ARNARNESVOGAR Bæjarstjóra Garðabæjar hefur verið falið að ganga frá greinar- gerð vegna kæru íbúa við Ránar- grund á samþykkt bæjarstjórnar á tillögu um deiliskipulag við Arnarnesvog. Íbúarnir kærðu ákvörðun bæjarstjórnar til úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sl. vor. EKKI FALLIST Á BÓTAKRÖFU Bæj- aryfirvöld í Mosfellsbæ fellst ekki á bótakröfur íbúa við Reykjamel. Íbúarnir töldu sig hafa orðið fyrir óþægindum vegna byggingafram- kvæmda og harma bæjaryfirvöld það.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.