Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 22
22 12. október 2002 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Kurteisi kostar ekki neitt:Bjóða góðan dag í verslun- um, brosa að gamansemi náung- ans, þakka fyrir matinn, henda ekki tyggigúmmíi á gangstéttar, hafa ekki hátt eftir miðnætti, opna dyr fyrir öðrum, loka dyr- um á eftir sjálfum sér, heilsa með handabandi, þeyta ekki bílflautur að óþörfu, standa upp fyrir öldruðum, vera stillt í bið- röðum, ekki leggja í bílastæði fatlaðra, hrósa öðrum fyrir klæðaburð, hneigja sig fyrir konum, hrjóta ekki í svefni og vakna með bros á vör.  Undan sinni samtíð Andrés Gunnarsson, er sérstakur velgjörðarmaður skógræktar á Íslandi. Hann afhenti nýlega Skógræktarfélaginu þrjár milljónir króna að gjöf. Andrés Gunnarsson, 98 áragamall járnsmiður og vél- stjóri, hefur látið sig málefni skógræktar á Íslandi varða og styrkt Skógræktarfélag Íslands með góðum gjöfum. Andrés heilsar glaðhlakkalega þegar blaðamaður bankar upp á á heim- ili hans á Sólvangsveginum í Hafnarfirði. Þar býr Andrés einn í þjónustuíbúð fyrir aldraða en nýtir sér ekkert þar sem þar er í boði. „Ég malla ofan í mig, þvæ af mér og sé um mig sjálfur. Ég var í nokkur ár í fæði hérna en verð að segja fyrir minn smekk að það var ekkert betra.“ Að- spurður hvort skógræktin eigi hug Andrésar allan telur hann það af og frá. „En ég hef áhuga á þessum málum og vildi gjarnan að það land sem var ræktað verði það aftur.“ Andrés er járnsmiður að mennt og vann til margra ára í Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. Áður var hann tíu ár í sigl- ingum sem vélstjóri og þótti um margt á undan sinni samtíð. „Ja, ég smíðaði módel að fyrsta skut- togaranum árið 1945, 28 árum en skuttogarar voru teknir í gagnið hér. En það varð ekkert úr smíði togarans, einhver pólitísk öfl sem tóku í taumana,“ segir Andrés og vill að öðru leyti ekki tjá sig um það. Honum finnst pólitíkin hafa róast með árunum og vanta gamla neistann. „Hún heyrir orðið sögunni til þessi pólitíska orrahríð sem tíðkaðist á árum áður,“ segir hann, og sakn- ar gömlu flokksblaðanna. „Ekki það að ég lesi neitt núorðið, hlus- ta helst á útvarp því sjónin er farin að gefa sig.“ Andrés segist fara seint að sofa og seint á fæt- ur. „Ég fer í göngutúr á hverjum degi ef veður og færð leyfa, en tek ekki þátt í félagsstarfi aldr- aðra hér. Ég hafði gaman af að taka í spil en sé ekki lengur til þess.“ En hann segir að sér leið- ist ekki og sé ekkert einmana. „Ég missti konuna mína árið 1994 og það voru vissulega viðbrigði, en ég hef ekki yfir neinu að kvar- ta,“ segir Andrés að lokum. edda@frettabladid.is SAGA DAGSINS 12. OKTÓBER FÓLK Í FRÉTTUM FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN Rauðskjöldótta nautið Guttormur,sem búsett er í Húsdýragarðin- um, fagnar tíu ára afmæli sínu í dag. Guttormur fæddist að Eystri- Sólheimum í Skaftafellssýslu en fluttist í Húsdýragarðinn í byrjun árs 1994. „Hann er rosalega ljúfur, skap- góður og skemmtilegur gripur,“ segir Margrét Dögg Halldórsdóttir, yfirdýrahirðir í Húsdýragarðinum, sem hóf störf í garðinum stuttu eft- ir að afmælisbarnið fluttist þangað. „Okkur kemur mjög vel saman. Ég held að hann sé óvenju geðgóður af nauti að vera.“ Á afmælisdeginum verður frítt í garðinn og verður gestum boðið upp á kaffi og með því. Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráðherra, heldur tölu en hann og Guttormur þekkjast frá fyrri tíð. „Guðni var forsvars- maður að því að gefa honum nýja stíu fyrir nokkrum árum. Guttorm- ur var orðinn of stór fyrir gömlu stí- una og Guðni hljóp undir bagga og gaf honum stíu,“ segir Margrét. En hvað verður gert fyrir sjálft afmælisbarnið? „Það er nú ekkert sérstakt. Hann er ánægðastur með sína rútínu. Hann fer samt í bað og það er búið að snyrta á honum klaufirnar. Hann fær kannski eitt- hvað svona extra nudd og koss frá okkur dýrahirðunum. Hann fær samt ekkert óvenjulegt að borða því það fer í magann á honum og verð- ur leiðinlegt daginn eftir.“ Margrét Dögg segir að Guttorm- ur eigi stóra og góða fjölskyldu. „Þetta er svona týpísk íslensk fjöl- skylda þar sem ekki eru allir skyld- ir. Hann á 21 afkvæmi sem hafa fæðst í Húsdýragarðinum en við vitum ekki hvort hann átti einhver afkvæmi áður en hann kom hingað. Það er enginn til frásagnar um það. Það verður þó eitt í afmælinu, það er dóttir hans Sulta.“  Nautið Guttormur á 10 ára afmæli í dag. Hann býður gesti velkomna í Húsdýragarðinn á milli 14 og 17. Hann býður öllum upp á kaffi og með því. Líka landbúnaðarráðherra. Afmæli Fagnar tíu ára afmælinu með ráðherra JARÐARFARIR 11.00 Sigfús Sigfússon, Gröf, Víðidal, verður jarðsunginn frá Undirfells- kirkju. 13.30 Hjörtur Guðmundsson, frá Lýt- ingsstöðum, Skúlagötu 20, verður jarðsettur frá Mælifelli, Skagafirði. 14.00 Jóhanna Elíasdóttir frá Melkoti, Stafholtstungum, verður jarðsung- in frá Stafholtskirkju. 14.00 Jón Svanberg Karlsson, fyrrver- andi bóndi á Breiðabólstað, Bugðutanga 1, Mosfellsbæ, verð- ur jarðsunginn frá Kvennabrekku- kirkju. Guðmundur Gíslason, bóndi, Kársstöð- um, Helgafellssveit, verður jarð- sunginn frá Narfeyjarkirkju á Skógastrströnd í dag. ANDLÁT Helga Balamente lést í Phonex, Arizona í Bandaríkjunum, 8. október. Útförin hef- ur farið fram. Arndís Pétursdóttir, Háaleitisbraut 49, Reykjavík, lést 10. október. Þórný Elín Ásmundsdóttir, Starrahólum 7, Reykjavík, lést 9. október. Páll Kjartansson, frá Haukatungu, Skúlagötu 9, Borgarnesi, lést 7. október. Vigfús Helgason andaðist 5. október. Vopnadómur var kveðinn uppá Patreksfirði árið 1581. Samkvæmt honum áttu allir menn á Íslandi að eiga vopn. Dómurinn komst aldrei í fram- kvæmd nema á Vestfjörðum. Verslunarskóli Reykjavíkur,nú Verslunarskóli Íslands, tók til starfa árið 1905. Fyrsta veturinn voru 47 nemendur í skólanum. Katla gaus þennan dag árið1683 og aftur árið 1918. Í lýsingu Gísla Sveinssonar sýslu- manns frá gosinu 1918 segir: „Ægilegur gufustrókur teygði sig lengra og lengra upp að fjallabaki og loks hljóp jökullinn með eldgangi miklum, vatnsflóði og jöklaburði fram yfir Mýrdals- sand til sjávar. Gosið stóð í þrjár vikur. Guðrún Katrín Þorbergsdóttirforsetafrú lést, 64 ára að aldri, árið 1998. Karl Sigur- björnsson biskup sagði í útfarar- ræðu að hún hefði vakið athygli fyrir fágun og persónutöfra. All- ir þjóðhöfðingjar Norðurlanda voru við útförina. TÍMAMÓT ANDRÉS GUNNARSSON Sigldi til Miðjarðarhafsins þegar hann var til sjós og segir heimsókn til Pompei hafa ver- ið ógleymanlega. Davíð Oddsson ávarpaði fundVarðar í vikunni þar sem sam- þykkt var að halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum. Snérist ræða forsætisráðherra þó minnst um væntanlegar kosningar heldur meira um kennaratíð hans í Verzl- unarskólanum. Davíð mun í löngu máli hafa gert fundargestum grein fyrir að hann hafi ekki barið nem- endur sína í hausinn eins og lesa mátti í viðtali við hann í DV, sagan hafi ekki haft bókstaflega merk- ingu. Fundargestum mun hafa létt mjög við tíðindin og greinilegt að sagan um leiftursnöggu höggin hafði legið þungt á foringjahollum Sjálfstæðismönnum. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að einkavæðingarferli ríkisstjórnarinnar heldur áfram afturábak. Leiðrétting Verjandinn: Mannstu klukkanhvað þú rannsakaðir líkið? Vitnið: Krufningin hófst um kl. 8.30. Verjandinn: Og Sigurður var látinn á þeim tíma? Vitnið: Nei, hann lá á börunum og undraðist til hvers í ósköpun- um ég væri að kryfja hann. GUTTORMUR Afmælisbarnið vegur nú tæpt tonn en að sögn Margrétar Daggar léttist það yfirleitt á sumrin þegar mikil hreyfing er á því. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Sviplegt brotthvarf nektar-dansmeyja frá Reykjavík kemur til með að hafa áhrif víða. Graðnöglum finnst næturlífið auðvitað vera orðið hálf bragð- laust en málmiðnaðarmenn hugsa sér gott til glóðarinnar og sjá fram á aukin umsvif í upp- setningu járnsúla í heimahúsum. Öllu verra er hins vegar að verslunarrekstur í miðborginni virðist ætla að líða fyrir nektar- bannið en heimasíða verslunar- innar 4 Play hefur legið niðri undanfarið og má ætla að það sé í beinu samhengi við fækkun súlustúlkna. Verslunin sérhæfði sig nefnilega í leikmunum fyrir nektardansmeyjar. Aukin umsvif húsmæðra í stripplinu og nektar- dans í heimahúsum er því sjálf- sagt það eina sem getur komið þessari munúðarfullu verslun til bjargar. Heimsendingar og sótt! O p n u n a r t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r Grensásvegur 12 533 2200 Tilboð sótt 1. 12“ m/3 álegg og 1/2 litr. gos 990 kr,- 2. 16“ m/2 áleg. og 2 litr. gos 1.390 kr,- 3. 18“ m/3 áleg. og 2 litr. gos 1.600 kr,- 2 fyrir 1 Pizza að eigin vali a) ostabrauðstangir eða b) hvítlauksbrauð 12“ og önnur pizza af sömu stæð FRÍTT (greitt er fyrir dýrari pizzuna) Tilboð sent 1. 12“ m/3 álegg og 1litr. gos 1.490 kr,- 2. 16“ m/3 álegg og ostabrauðstangir eða 2 litr. gos. 1.900 kr,- 3. 18“ m/3 áleg. og ostabrauðstangir eða 2 litr. gos 2.390 kr,- Davíð Oddssyni þótti mikið tilhugrekkis fréttaritara út- varps koma þegar sá settist í stólinn á hægri hönd Davíðs þeg- ar forsætisráð- herra ræddi skýrslu Ríkisend- urskoðunar við fréttamenn. Þótti ljóst að þar væri kominn maður sem óttaðist ekki að vera sleginn leiftursnöggt í hnakkann. Eða gerði sér grein fyrir því að það bæri ekki að taka öll orð forsæt- isráðherra bókstaflega. Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður DV sem tók viðtalið fræga við for- sætisráðherra, sat hins vegar í öruggri fjarlægð. En það er nú kannski tilviljun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.