Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 14. janúar 1976. MEÍSfiUmÆHUR ÁENSKU . , VASABROTI t fyrirgódan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Árið 1975 reyndist norsk- um sjávarútvegi erfitt Síðasta ár var eitt hið erfiðasta fyrir norskan sjávarútveg frá striðslokum, að þvi er norsk yfir- völd hafa skýrt frá. Ástæðurnar eru margs konar en helztar þó minnkandi fiskistofnar, iækkandi verðlag á heimsmarkaðinum og siæmar gæftir. Framangreindar ástæður ásamt hækkuðum tilkostnaði við rekstur útgerðarinnar, leiddi til þess, að afkoman innan norska sjávarútvegsins var mun verri heldur en árið 1974 og hlaut sjávarútvegurinn umfangsmikla rikisaðstoð, sem standa mun a.m.k. fram i mai á þessu ári. Eivind Bolle, sjávarútvegsráð- herra Norðmanna hefur þó spáð þvi, að upp úr þvi muni ástandið fara batnandi. Heildarveiðin nam á siðasta ári 2.311.684 tonnum samkvæmt bráðabirgðatölum frá yfirvöldum sjávarútvegsmála i Noregi og er það minnkun um 78.549 tonn, eða sem nemur 3,3% miðað við árið 1974. Heildarverðm æti aflans minnkaði um 16% frá þvi sem það var 1974, eða frá 2.235.4 milljón- um norskra króna niður i 1.885.3 milljónir. Verðið á hverju tonni féll niður i 816 kr. úr 935 krónum. Ötflutningsverðmæti norskra sjávarafurða minnkaði um 400 milljónir norskra króna á árinu 1975, niður i 2.780 milljónir norskra króna. K»jjj Spænska stjórnin herðir tökin á verkfallsmönnum — þátttaka í verkföllunum minni heldur en ætlað var Reuter/Madrid — Lögreglan i Madrid á Spáni ruddi aðalbygg- ingar pósts og sima i borginni i gær, en þar höfðu verkamenn i verkfalli safnazt saman, og neit- uðu að yfirgefa bygginguna að boði yfirvalda. Virðist spænska stjórnin nú vera að herða tökin i viðureign sinni við upplausnar- öflin i landi. Vinna lá niðri i gær i mörgum bönkum, verksmiðjum og bygg- ingum, en þó er talið, að tala verkfallsmanna hafi alls ekki náð 100 þúsund, eins og talsmenn verkalýðsfélaga i Madrid höfðu skýrt frá. Þaö tók lögregluna um hálfa klukkustund að ryðja byggingu póstsins, en að þvi loknu um- kringdi hún bygginguna, en póst- menn, sem eru i verkfalli, reyndu að safnast þar saman. Um skeið var óttazt, að sprengjum hefði verið komið fyr- irinni i aðalbyggingu póstsins, en sprengja olli miklum skemmdum á brautarteinum neðanjarðar- járnbrautanna i borginni i fyrra- dag, en þann dag fundust átta sprengjur, sem gerðar voru óvirkar. Lögreglan ruddi og i gærmorg- un byggingu simans, sem er i miðhluta Madrid-borgar, en nótt- ina áður hafði komið til heiftar- legra átaka milli lögreglunnar og simastarfsmanna, og var mót- mælafundur þeirra leystur upp með táragassprengjum. Talsmenn simans sögðu, að innan við 10% starfsmanna hans hefðu tekið þátt i verkföllunum, og að starfsemin hefði af þeim sökum alls ekkert raskazt. Starfsmenn simans i Madrid eru 15 þúsund. Bankar urðu að loka i Barce- lona, Sevilla og fleiri stórum borgum vegna skyndiverkfalla, sem starfsmenn efndu til. Verk- smiðjuverkamenn virtist hins vegar skorta samstöðu til þess að breiða verkfallsaðgerðir sinar út til úthverfanna. Allt var með kyrrum kjörum i úthverfum Madrid i gær, en há- vaðasamir fjöldafundir hafa að undanförnu verið haldnir þar. Hryðjuverk hafa farið sivaxandi um heim allan á undanförnum árum. Mikill viðbúnaður er jafnan að hálfu yfirvalda til að koma i veg fyrir þau. Hér sést flugvallarstarfsmaður i Washington leita að sprengjum í farangri farþega. Enginn árangur af OAU fundinum Líkur á aukinni erlendri íhlutun í Angola Reuter/Addis Ababa. Enginn þeim, sem árangur varð af aukafundi samtaka ieiðtogar Einingar- Afrikurikja efndu til vegna ástandsins I Angola, en. fundinum lauk i gær i Addis 4 biðu bana í öflugri sprengingu í Belfast í gær Spreng jutilræðin í París: SamtökGyð- inga lýsa sig ábyrg Reuter/Paris. Hreyfing, sem kallar sig sjáfsvarnarsveit Gyðinga, lýsti þvi yfir i gær, að hún bæri ábyrgð á sprengjutilræðunum tveim i Paris i fyrrinótt, en þá sprungu sprengjur i bókabúð i eigu araba og skrifstofu alsirskra verkamanna i borg- inni. Hreyfing þessi hefur þegar lýst yfir, að hún beri ábyrgð á tveimur sprengjutilræðum, gegn aðalstöðvum UNESCO, menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóöanna, en i tilræð- um þessum var eldsprengjum beitt. Reuter/Belfast — öflug sprengja sprakk i verzlun i einu helzta verzlunarhverfi Belfastborgar siðdegis I gær, og biðu f jórir bana. Ekki var gefin nein viðvörun um sprenginguna. Sprengjutilræði þetta er að máti fréttaskýrenda svar við siðustu ósk brezku stjórnarinnar, um að kaþólskir og mótmælendur komi sér saman um myndun samsteypustjórnar á Norður-tr- iandi, til þess að treysta stjórnar- farið i landinu. Irlandsmálaráðherra brezku stjórnarinnar var á blaðamanna- fundi ekki langt frá staðnum, þar sem atburður þessi átti sér stað, en það var eins og fyrr segir á 2. hæð i kjörbúð i fjölförnustu verzl- unargötu borgarinnar. Þak verzlunarinnar hrundi að mestu við sprenginguna, og fjöldi verzlunarstarfsmanna og við- skiptavina lokuðust inni, er brot hrundu úr veggjum verzlunarinn- ar. Fjöldamargir slösuðust, er glerbrot þeyttust I andlit þeirra. Rúður i meira en 30 verzlunum i nágrenninu brotnuðu viö spreng- inguna. 20 manns voru flutt á sjúkrahús, en 17 leyft að fara fljótlega heim aftur. Talsmenn lögreglunnar álita, að sprengjunni hafi verið smygl- að inn i járnvörudeild kjörbúðar- innar i innkaupatösku, og hafi þar verið að verki konur tvær. Rann- sókn hefur verið fyrirskipuð til að leiða i ljós, hvernig konurnar gátu sloppið inn með sprengjuna þrátt fyrir allar öryggisráðstafanir, sem viðhafðar voru. Fjöldi þeirra, sem beðið hafa bana i átökunum á Norður-lrlandi frá áramótum er nú kominn upp i 22 og eru þá hefndarmorðin i South-Armagh talin með. Ababa. Hin sjálfstæðu riki blökkumanna i Afríku hafa nú grcinilega klofnað i tvær fylkingar vegna afstöðunnar til máls þessa. Fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar, að mun meiri ákafi muni nú færast i bardagana i Angola, og erlend hernaðar- ihlutun aukast stórlega, þar sem nú sé útséð, að samkomu- lag náist ekki i deilunni. Fundinum i gær lauk mjög skyndilega rétt fyrir klukkan sex i gærkvöldi og tókst leiðtog- unum ekki einu sinni að berja saman sarneiginlega yfirlýs- ingu til að gefa i lok fundarins. 22 aðildarriki Einingarsam- takanna Oau vildu að lýst yrði yfir stuðningi við MPLA sem nýtur stuðnings Sovétstjórnar- innar, en álika fjölmennur hóp- ur lagði til, að hreyfingarnar þrjár i Angola yrðu hvattar til að leggja niður vopn og mynda samsteypustjórn. Varaforseti Kenya, Arap Moi, sagði, er hann hélt frá Addis Ababa i gær, að þjóðarleið- togarnir, sem þátt tóku i fundin- um, hefðu brugðizt angólsku þjóðinni. Koma Luns til Reykja- víkur hlýtur daufar undirtektir í Bretlandi Reuter/London — Koma Joseph Luns, aöalframkvæmdastjóra NATO til Reykjavikur hefur hlot- ið frekar daufar undirtektir með- al brezkra ráðamanna, að þvi er fréttastofa Reuters I London skýrði frá i gær. Brezkir embættismenn sögðu i gær, að þeir sæju ekki á fram á neinn „sveigjanleika” i núver- andi stöðu i landhelgismálinu. Þeir skýrðu fréttamönnum frá þvi, að brezka stjórnin fagnaði för Luns til Reykjavikur, en hvöttu til varúðar. „Víð munum fagna þvi að sjá dr. Luns hér, ef hann sér fram á aö hægt verði að setjast aftur að samningaborði,” sögðu embættismennirnir. Þeir sögðu, að þeir Luns og Callaghan utanrikisráðherra Breta myndu geta hitzt á fundi markaðsnefndar Efnahags- bandalagsins, sem haldinn verð- ur snemma i næstu viku, er utan- rikisráðherrar EBE rikjanna koma saman til fundar. Embættismennirnir endurtóku þá afstöðu brezku stjórnarinnar, að hún væri reiðubúin til að kalla brezku herskipin út fyrir hin um- deildu 200 milna mörk, ef varð- skipin islenzku hætti áreitni sinni i garð brezkra togara á miðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.