Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 14. janiiar 1976. Óvelkominn qestur ekki verið svona mikill bölvaður asni, hefði ég ekki verið hérnanúna. Mig langar til að f lengja hann duglega. Jane varð gröm. — AAér f innst það ekki réttlátt, sagði hún. — Að skella skuldinni á Dick vegna þess að þú ert ekki maður til að halda sjálf um þér í skef jum. Hún rétti úr sér og horfði hvasst á hann. — Dick er ungur og þú ættir að taka tillit til þess, þegar þú dæmir hann. Ef þú hefðir haft vit á því að láta hann hafa bíl sjálfan og kæmir f ram við hann eins og f ullorðinn mann, er ég viss, um að þú ættir ekki í neinum erf iðleikum með hann. — Svo þér finnst ég ekki réttlátur gagnvart Dick? sagði hann og röddin var svolítið hæðnisleg. Ef Jane hefði sé andlit hans þessa stundina, hefði hún valið orð sín með meiri umhyggju, en hann stóð í skugga og húh sá hann ekki almennilega. — Þú ferð niðurlægjandi með hann og það er ekki rétta aðf erðin. Það er ekki nema eðlilegt, að hann þrjóskist við þig. Nú er ekki langt þangað til hann erf ir þennan búgarð og hann ætti að hafa svolitla reynslu í að reka hann....Brjóst hennar gekk upp og niður af æsingi og hún horfði á hann með fyrirlitningarsvip. Svo hélt hún áfram: — Hvernig í ósköpunum á hann að vita, hvernig hann á að reka búið, þegar honum er haldið niðri af manni, sem er eins valdasjúkur og ákveðinn og þú? Neil nísti tönnum og munnur hans var eins og strik, þegar hann sneri sér að henni. Jane varð næstum hrædd, þegar Ijósið féll á andlit hans aftur. Hvað hafði hún nú gert? Þessi maður var lögráðamaður Dicks, og hún hafði móðgað hann af ásettu ráði! Hún reyndi að sleppa f rá honum og óskaði þess að hún væri alls staðar annars staðar en hér á Conway, þar sem hún stóð og rejfst við þennan einkennilega mann. Hann stakk höndunum djúpt niður í vasana og sagði ís- kaldri röddu: — Ertu búin núna?...Þú talar um ýmsa hluti, sem þú hef ur ekki minnsta vit á. Hann tók að ganga f ram og aft- ur íæsingi, en svosneri hann sér skyndilega að henni aft- ur og spurði snöggt? — Ætlarðu að giftast frænda mín- um? Þegar hún svaraði ekki, hélt hann þurrlega áfram: — Allt í lagi, þú þarft ekki að svara. Hann hló hæðnislega. — Það er alveg greinilegt, hvað þú ætlar þér. Svo þagði hann um hríð.— Bara í peningaleit, ekki satt? Jane gaf f rá sér einkennilegt, hálf kæft hljóð og starði forviða á hann grænu augunum sínum. Hann horfði andartak í þau, en snerist svo snöggt á hæli og gekk frá henni. Hún horfði döpur á eftir honum, meðan hann gekk þungum skrefum niður verandartröppurnar, leysti Blakk, sem stóð þar bundinn og þeysti á honum út í nótt- ina. Andartak stóð hún og starði annars hugar framundan sér á stígvélaförin í tröppunum....Wilma yrði ekki hrif in, þegar hún sæi þau....Hefði hún átt að segja honum, að hana skorti alls ekki peninga....að hún ætti meira en nóg af þeim sjálf ? Faðir hennar hafði eftirlátið þeim mæðg- um mikla fjármuni og amma hennar, sem lézt fyrir hálfu ári, arfleiddi hana að öllum eigum sínum, sem voru vægast sagt miklar. Hún þyrfti ekki að gera hand- tak, ef hún vildi, en henni geðjaðist ekki að tilhugsuninni um iðjulaust líf og henni líkaði vel að starfa fyrir Dan Buxton. Hún hafði ekki sagt neinum frá eignum sínum. Fötin hennar voru dýr, en ekki áberandi og stúlkurnar á skrif- stof unni virtust ekkert hafa tekið sérstaklega eftir þeim. Dick hafði haldið, að hún væri ósköp venjuleg skrif- stofustúlka og hún hafði ekki séð neina ástæðu til að segja honum, að hún ætti peninga. Hún vildi vera elskuð vegna sjálfrar sín, en ekki peninganna. Ef vinir hennar vissu, að hún var rík, hvers vegna í ósköpunum átti hún þá að vera viss um að það væru ekki peningarnir, sem drógu þá að henni? Hjartað í henni hagaði sér ennþá eitthvað undarlega, fæturnir voru óstyrkir og heilinn neitaði að starfa. Hræðilegur grunur tók að læðast að henni, en hún reyndi að hugsa ekki um hann. Dauðuppgefin, bæði á sál og líkama, opnaði hún dyrnar hljóðlega og læddist inn í her- bergi sitt. 4. kaf li. Sunnudagsmorgunn....! Jane teygði letilega úr sér í rúminu. Það undarlega var að hún hafði sof ið vel og gat hugsað um það, sem gerzt hafði kvöldið áður af fullri skynsemi. Neil yrði eitthvað heima við í dag, þar sem það voru aðeins smáverk, sem unnin voru á sunnudög- um. NeiI....! Hjartað sló hraðar, þegar henni varð hugs- HVELL G E llill iiili i Miðvikudagur 14. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Árni Blandon Einarsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þor- leifur Hauksson les þýðingu sína (9). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 (Jr atvinnulif inu Rekstrarhagfræðingarnir: Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20. Kvöldvaka a. Einsöngur Árni Jónsson syngur, Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Eyðibýli í afdölum og af- réttum Ágúst Vigfússon flytur frásöguþátt eftir Jó- hannes Ásgeirsson. c. Visnaþáttur Sigurður Jóns- son frá Haukagili flytur. d. t fjörunni við Leiruna á Akur- eyri Pétur Pétursson talar við Gunnar Thorarensen. e. Staldrað við á Vatnsleysu- strönd Magnús Jónsson kennari flytur siðara erindi sitt. f. Kórsöngur Karlakór- inn Geysir syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pi'anó. Stjórnandi: Árni Ingimundarson. 21.30 (Jtvarpssagan : „Morgunn”, annar hluti Jó- hanns Kristófers eftir Ro- main Rolland i þýðingu Þórarins Björnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona les (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „t verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les siðara bindi (5). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. III ílititi II! Miðvikudagur 14. janúar 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Þruma úr heiðskfru lofti. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.50 Ballett fyrir alla. Breskur fræðslumynda- flokkur. 4. þáttur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Jarðskjálftarannsóknir. Sólkönnun úr gervitungli. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.00 Columbo. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.15 Dagur I lifi Kevins. Kevin er bæklaður af völd- um thalidomids, en það var svefnlyf, sem talið var hættulitið. Siðar kom i ljós, að tækju þungaðar konur það við upphaf meðgöngu- timans,olliþað örkumlum á barninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.