Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. janiíar 1976. TÍMINN 11 Árni áfram hjá Fram Gunnar Blöndal leikur með l KA-liðinu | ÁRNI STEFÁNSSON/ hinn snjalli landsliös- markvörður i knatt- spyrnu frá Akureyri, mun leika áfram með Fram-liðinu. Mikið hefur verið rætt um það, að Árni myndi fara aft- ur til Akureyrar í sumar og leika með KA-liðinu. 1 stuttu viðtali, sem blaðið Alþýðumaöurinn á Akureyri átti við Arna, kom fram, að hann myndi leika áfram með Fram-liðinu. Þá kom það einnig fram i blaðinu, að Sigl- firðingurinn Gunnar Blöndai, sem var markakóngur Í.B.A.- liðsins i 1. deildarkeppninni 1974, mun leika meö KA-liðinu i 2. deildarkeppninni i sumar. — sos. Ármenn- ingqr tryggðu sér AAöllers- styttuna — þegar þeir sigruðu í fyrsta skíðamóti órsins sunnanlands Skiðamenn Armanns tryggðu sér Möllers-styttuna, þegar sveit þeirra bar sigur úr býtum i Möli- ers-mótinu i svigi, sem fór fram við Skiðaskáiann I Hveradölum á sunnudaginn. Möllers-mótið er 6 manna sveitarkeppni i svigi, þar sem timi er reiknaöur af 4 beztu mönnum hverrar sveitar. Stein- unn Sæmundsdóttir, Guðjón Ingi Sverrisson, Tómas Jónsson og Kristján Kristjánsson, skipuðu Armanns-sveitina. Arni Öðinsson frá Akureyri keppti sem gestur — hann náði góðum árangri i brautinni, sem var 150 m löng og hafði 40 „port”. Arni fór brautina á 28.3 og 28.2 sek. Guðjón Ingi Stefánsson náði beztum árangri keppenda — keyröi brautina á rúmum 30 sek. Steinunn Sæmundsdóttir og Jór- unn Viggósdóttir úr KR — sem keppa fyrir hönd íslands á vetrarólympiuleikunum i Inns- bruck — sýndu mikla hæfni i keppninni. Sveitir frá Armanni, KR og tR tóku þátt i keppninni. Körfuknattleiksmenn fara til Kanada... — þar sem þeir taka þdtt í undankeppni OL ★ Olympíulið Stóra-Bretlands og Portugalar — Leikirnir gegn Bretum er fyrsti liðurinn i undirbúningi landsliðs- ins fyrir Polar Cup-keppnina i Kaupmannahöfn og undankeppni OL I Kanada, sagði Einar Bolla- son, formaður Kröfuknattleiks- sambands islands, þegar hann tiikynnti biaðamönnum i gær- kvöldi, að Olympiulið Stóra-Bret- lands væri væntanlegt til landsins og léki 2 landsleiki gegn is- lendingum i Laugardalshöllinni i byrjun febrúar. Einar tilkynnti einnig 20 manna landsliðshóp, sem mun taka þátt i æfingum fyrir landsleikina gegn Bretum. Landsliðshópurinn verð- ur skipaður þessum leikmönnum: Frá UMFN: Stefán Bjarkason. Gunnar Þorvarðarson. Kári Marisson. Jónas Jóhannesson. Armanni: Jón Sigurðsson. Guðsteinn Ingimarsson. Birgir örn Birgis. Björn Magnússon. KR: Kolbeinn Pálsson. Bjarni Jóhannesson. Eirikur Jóhannesson. Arni Guðmundsson. Snæfell: Kristján Ágústsson. ÍR: Kristinn Jörundsson. Kolbeinn Kristinsson. Þorsteinn Hallgrimsson. Jón Jörundsson. iS: Bjarni Gunnar Sveinsson. Val: Torfi Magnússon. Fram: Arngrimur Thorlasius. Jón Jörundsson er nú aftur kominn i landsliðshópinn. — Þessi hópur verður skorinn niður i 15 leikmenn eftir 10 daga og siðan verður landsliðið gegn Bretum valið úr þeim hópi, sagði væntanlegir Einar. Einar sagði ennfremur, að eftir leikina gegn Bretum yrði valinn nýr hópur og kæmu þá væntanlega gamalreyndir lands- liðsmenn i hann — eins og Þórir Magnússon, Val og IR-ingarnir Agnar Friðriksson og Birgir Jakobsson, sem allir væru byrjaðir að æfa að fullum krafti. Einar sagði að lokaundirbún- ingurinn undir Polar Cup, hæfist siðan af fullum krafti i byrjun april, en þá kæmu Portúgalar til landsins og léku hér þrjá lands- leiki — væntanlega þá einn i Njarðvik. Eftir þá leiki yrði siðan valinn 16 manna landsliðshópur, sem myndi æfa daglega fram að Polar Cup, sem fer fram i Kaup- mannahöfn 21. ---- 22. april. Simon óiafsson, sem stundar nám i Bandarikjunum, kæmi þá heim, til að leika með liðinu i Kaupmannahöfn, sagði Einar. Siðasta verkefni landsliðsins á keppnistimabilinu, verður ferð liðsins til Hamilton i Ontario I Canada i lok júni, þar sem liðið tekur þátt i undankeppni Olympiuleikanna i Montreal ásamt flestum sterkustu körfu- knattleiksþjóðum heims. A þessu sést að kröfuknattleiksmenn okk- ar hafa nóg að gera á næstunni. -SOS „Boro" sigraði Middlesbrough vann góðan sigur (1:0) yfir Manchester City á Ayresome Park i fyrri leik liö- anna i undanúrsiitum deiidar- bikarkeppninnar. „Boro” er þvi komið með annan fótinn á Wemb- ley — liðinu nægir aðeins jafntefli I siðari leik liöanna, i næstu viku. Þá vann Norwich sigur (2:1) yfir Rochdale i ensku bikar- keppninni og mætir Luton i 4. um- ferð bikarkeppninnar. BIKARMEISTARARNIR KOMNIR Á STAÐ... Guðni og ,,Marka-Jón" þjdlfa Keflavíkurliðið, þar til erlendur þjólfari kemur til Keflavíkur BIKARMEISTARARNIR í knattspyrnu frá Keflavík eru nú byrjaðir að æfa af fullum krafti. Guðni Kjartansson og Jón Jóhannsson stjórna æfingum þeirra til að byrja með, eða þar til Keflvíkingar fá erlendan þjálfara. Kef Ivikingar eru að ieita eftir þjálfara f rá Skotlandi eða Englandi, sem myndi stjórna Keflavíkurliðinu frá apríl — út keppnistímabilið. JCN JÓHANNSSON. GUÐNl KJARTANSSON. — Ég er mjög bjartsýnn á keppnistimabilið, sagði Hafsteinn Guðmundssonformaöur I.B.K. — Við byrjum nú með alla okkar sterkustu leikmenn, en þaö höfum við ekki getað undanfarin ár, vegna meiðsla sem nokkrir af okkar beztu leikmönnum, hafa átt við að striða, sagöi Hafsteinn. Guðni Kjartanssoner byrjaður aö æfa af fullum krafti. Einnig er Lúðvik Gunnarsson, ungur og efnilegur varnarleikmaður sem sýndi stórgóða leiki meö Kefla- vikurliðinu 1974 — eða þar til að Lögreglan þurfti að beita táragasi þegar Juventus, félagið sem bauð Alberti Guðmundssyni framkvæmdastjórastarf 1967, lék í Róm Leikmenn Itaiska stórliðsins Juventus sem er féiagið sem bauð Albert Guðmundssyni, fyrrum formanni K.S.t, að koma til ttaiiu 1967, og gerast framkvæmdastjöri hjá féiag- inu — lentu I kröppum dansi, þegar þeir léku gegn Roma á Oiympiuleikvanginum i Róm á sunnudaginn, þar sem 200 manna lögregluliö þurfti að skerast i ieikinn. Bettega Breakaway hafði skorað mark fyrir Juventus i byrjun fyrri hálfleiksins. Eftir það fóru áhorfendur aö ókyrr- ast — og siðan sauð upp úr. Áhorfendur ruddust inn á völl- inn og ætluðu að lumbra á dómaranum. Leikurinn stöðvaðist og dómarinn og leikmenn Juventus komust á öruggan stað. öflugt lögreglu- lið kom á vettvang, og þurfti það að skjóta táragassprengj- um að áhorfendum, til að stöðva hættulega árás þeirra. 28 áhorfendur og 5 lögreglu- menn meiddust i átökunum. Ekki tókst þvi að ljúka leikn- um. — SOS hann meiddist — byrjaður að æfa aftur. Keflvikingar hafa valið 25 manna hóp, sem mætti á fyrstu æfinguna i gærkvöldi. Nokkrir nýliðar banka á dyrnar hjá Kefla- vikur-liðinu, en það eru unglinga- landsliðsmennirnir, Þórir Sigfús- son, og Einar Asbjörn Ólafsson, sem eru framlinuleikmenn og fyrirliði unglingalandsliðsins Sigurður Björgvinsson, sem er stór og sterkur varnarleikmaður. — Við bindum miklar vonir viö þessa þrjá ungu leikmenn. Þeir hafa sýnt það, að þeir búa yfir miklum hæfileikum, sagði Haf- steinn. Þá má geta þess, aö allir þeir leikmenn, sem léku með Keflavikurliðinu sl. keppnistima- bii, æfa og leika með þvi áfram. Það veröur þvi ekki að efa, aö Keflvikingar veröa með sterkt lið i sumar. — sos. Framarar mæta Vals- mönnum Tveir Irikir veröa leiknir i 1. deildarkeppninni i handknattleik i Laugardalshöliinni i kvöld kl. 20.30 — en þá mætast: Ar- mann—Grótta og Valur—Fram. Spurningin er, — tekst Fram aö stöðva sigurgöngu Vals, sem er I efsta sæti I deildinni?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.