Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 1
SJ- 'Reykjavik — Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, kemur til ts- lands i sumar, ásamt konu sinni og þrjátiu manna fylgdarliöi. Komudagurinn verður 14. júli, viðstaðan einn dagur, og mun hann halda héðan með förunaut- um sinum 16. júli. Þetta er ekki opinber heimsókn, og er aðalerindið að skoða landið og þó einkum fuglalifið. Kanslarinn er mikill áhugamaður um fugla og hætti þeirra, og mun hann meðal annars hafa farið til Færeyja til þess að kynna 'sér fuglalif þar. — Ég hitti kanslarann i Lundúnum á dögunum, og þá skýri hann mér frá þvi, aö sig og konu sina langaði til þess að koma til tslands, sagði Einar Agústsson utan- rikisráðherra, er Timinn sneri sér til hans, og nú er það ráðið að kanslarinn kemur með fylgdarliði sinu um miðjan júlimánuð. Hann gat þess lika við mig, sagði Einar að lokum, að það væri ekki sizt kona hans, sem væri þess hvetjandi að þessi för yrði farin, þar sem hana langaði mjög til þess að sjá landshætti hér. Kanslarinn er fuglaskoöari, og eitt af þvl sem stuölar að þvl að hann kemur hingaö, er fuglallfið. Skriður kom inn á viðræð- urnar gébé Reykjavik — Þaö er kominn sá blær á samninga- viðræðurnar að báöir aðiiar sýna virkilegan samnings- vilja. Það er bara að sá vilji steyti ekki á skeri vegna sér- kröfumáianna, þ.e. að ekki takist aö leysa þau, sagði Barði Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands islands I gær og bætti við, að sér virtist veruleg hceyfing vera komin á viðræðurnar. Sáttanefndin átti rúmlega kiukkustundar- langan fund með fulltrúum atvinnurekenda og ASt I gær. Þar voru samningsmálin rædd I heild og I miklum trúnaði aö sögn Barða Frið- rikssonar. Aðalmálin voru rædd út frá umræöugrund- velli sáttanefndar, svo og vlsitölumálin og staðan I sér- kröfumálunum. A fundinum tjáðu báðir að- ilar sig um að reyna að nálg- ast umræöugrundvöll sátta- nefndar. Siöan voru fundir á Hótel Loftleiöum hjá at- vinnurekendum og ASt, þar sem fulltrúum var gefið yfir- lit um þaö sem fram fór á fundinum með sáttasemjara fyrr um daginn. Fundinn með sáttasemjara, sátu af hálfu atvinnurekenda, Jón H. Bergs, Gunnar Guöjóns- son, Baldur Guölaugsson og Barði Friöriksson, en af hálfu ASI þeir Björn Jóns- son, Snorri Jónsson, Bene- dikt Davíösson og Asmundur Stefánsson. Fundum lauk um kl. 19 I gærkvöld, en þá var boöaö matarhlé og var fundarhöld- um slöan haldið áfram kl. 21. Spjöll á æðavarpi á Snæfellsnesi — mörg hundruð þúsund króna tjón SJ-ReykjavIk — Nýlega var farið I æðarvarp I Gamla- hólma I Hagavatni á Snæfellsnesi og spjöll unnin á 700-800 hreiðrum, sem þar eru. Allur dúnn var hreins- aður úr hreiðrunum, og er það a.m.k. 300-400 þúsund króna tjón, auk þess sem hætt er við, að æðarvarpið blði hnekki til frambúðar, þegar þannig er að farið að skilja hreiðrin dúnlaus eftir. Gamlihólmi er gamalt itak prestsetursins aö Staöastaö og er til þjóðsaga um, hvern- ig hólminn kom undir kirkju- jörðina, þótt vafasamt sé, hvort hún er á rökum reist. Aö Staöarstaö búa nú sr. Rögnvaldur Finnbogason og kona hans, Kristln Thorla- clus, ásamt fjölskyldu sinni. t fyrra fengust 11 kg af dún úr Gamlahólma, og var hann þá metinn á 300-400 þúsund krónur. Venjulega er farið þrisvar á sumri I varpiö og tekiö lítiö eitt af dúni I hvert sinn. Sennilegast er að spell- virkjarnir hafi farið I hólm- ann frá bænum Haga, sem er I eigu nokkurra Reykvlk- inga, en þar ekki búiö að staöaldri. Oftast eru þar þó einhverjir um helgar. Bátur er aö Haga, sá eini við vatn- ið, aö frátöldum bátnum á prestsetrinu, sem er nokkuö úr alfaraleið. Framhald á bls. 23 Erindrekar EBE komnir hingað til viðræðna JB-Reykjavlk. 1 gærkvöldi komu hingaö til lands þeir Finn Olav Gundelach og Frank Judd, erindrekar Efnahagsbandalags Evrópu og brezku stjórnarinnar. Aö þvl er utanrlkisráöuneytiö hefur upplýst koma þeir að eigin ósk til viðræðna við islenzka ráðamenn, og mun þetta eiga aö vera tilraun til aö koma á samningsumræð- um. Fyrirhugaö er að sjávarútvegsráðherra, utan- rikisráðherra og ýmsir em- bættismenn hafi fund meö þessum mönnum klukkan tlu I dag, en þeir munu líklega hverfa af landi brott á inorg un. Ókjör af heitu vatni í Mosfellsdal — bls. 9 leg hugmynd Meis GISTING MORGUNVERDUR SIMI 2 88 66 Slöngur — Barkar — Tengi ■BSSSSISSEQH SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600, 123. tolublað — Fimmtudagur 9. júni 1977 — 61. árgangur Kanslari Vest- ur-Þýzkalands kemur í julí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.