Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. júni 1977 17 T Ólafur B. Jónsson úrivis-r ÍJWXu í, s«tí GÖNGUKOfíT <itVÖi'»«3»1«) **" "**>»*« HAR& bm Útivist með fjalla- og göngukort fyrir ferðalanga 20.2.1889—26.5.1977 Mánudaginn 6. júni 1977 var borinn til moldar Ólafur Berg- sveinn Jónsson, 88 ára ólafs- vikingur. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu, en Magnús GuBmundsson, sóknarprestur þeirra Ólafsvikinga I hálfa öld, jarösöng. í likræðunni yfir þessu gamla sóknarbarni sinu lagöi slra Magnús út af þeim oröum guö- spjallanna, aö sælt væri aö vera guös samverkamaður, en sælast aö vera guös barn, og hvort tveggja heföi Ólafur veriö. Þvi þessi hógværi og uppburöalitli maöur vann alla ævi á guös vegum, eins og þaö er kallaö, meö gæzku sinni, hjálpsemi, óslngirni og barnslegu trúnaöartrausti. Ólafur Jónsson fæddist aö Snæ- felli I Ólafsvik 20. febrúar 1889, fór ungur til sjós og reri framan af ævi á opnum skútum, meö stórum llfsháskum og harðræðum eins og lesa má um I Sögu Snæ- bjarnar í Hergilsey. Þá voru engin vökulög, og menn dorguöu og drógu meöan þeir gátu staöiö á fótunum.Þegar fram I sóttiþoldi Ólafur vökurnar illa, og loksins sligaöist hann af þrældómi og svefnleysi, og mátti hætta á sjónum. Þá urðu þáttaskil I lifi hans. Hann geröist vinnumaöur I Kötluholti I Fróðárhreppi, hjá Bjarna Sigurössyni og Kristjönu Magnúsdóttur, og þaöan I frá tvinnaöist llfsþráöur hans lífs- þræöi þessara hjóna og af- komenda þeirra. Enda gekk hann æ síðan undir nafninu Óli I Kötlu- holti eöa Óli frá Kötluholti. Þegar ólafur kom I Kötluholt var Bjarni kominn um sextugt og oröinn slæmur I fótum, og aöstoöar þurfi viö búskapinn, en öll börn hans komin aö heiman. Kristjana var 20 árum yngri, en bæöi höföu þau veriö gift áöur, og meö þeim var sonur Kristjönu, Þórarinn Þórarinsson, alþm. þá 10 ára. Sömuleiöis tóku þau hjónin fósturson barnungan, Kristján Pálsson trésmiö, sem nú er lát- inn. Þessum börnum reyndist Ólafur sannur vinur, svo og af- komendum Bjarna, sem til æsku- heimilisins sóttu. Til marks er eftirfarandi jólakveðja, sem fannst i fórum ólafs frá einni af dótturdætrum Bjarna: „Elsku hjartans Óli minn! Hjart- ans þakkir fyrir öll gömlu árin i sveitinni hjá afa er þú klappaöir á kollinn á litlu Binnu og alla þá ástúö og hlýju sem þú sýndir mér með gæzku þinni og ég mun aldrei gleyma. I huga minum geymist alltaf minningin um óla minn. Hversu gömul sem ég verö mun ég ávallt varöveita myndina um sveitina okkar og vininn minn sem gaf mér meira en nokkru sinni er hægt aö gefa með pening- um eöa veraldlegum auði. Haföu hjartans þakkir fyrir, elsku góöi Óli. Guö blessi þig og launi þér þaö sem þú gerðir fyrir lltiö barn.” Um strlöslokin flutti Kötlu- holtsfólkiö til Ólafsvikur. Bjarni var nú oröinn ellimóður og lltt til búskapar fallinn, en Ólafur vann I frystihúsi Ólafsvikur og sá fyrir heimilinu. Eftir aö Bjarni féll frá fáum árum síöar, héldu þau Kristjana heimili tvö saman I Ólafsvík allt til dauöa Kristjönu áriö 1968, en þá fór ólafur ,sem nú var nær áttræöu, I vist meö þeim Sigurði Brandssyni og Margréti Magnúsdóttur frá Fögruhllö I Fróðárhreppi, en þau keyptu húsiö aö Ólafsbraut 22 aö Kristjönu látinni. Framan af þeirri vist var Ólafur allsprækur, las mikið og fylgdist vel meö, en haustiö 1975 var atgervi hans svo hrakað aö honum var komiö fyrir á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund IReykjavik. Þar undi hann hag slnum verulega vel I tæp tvö ár, unz Elli kerling sneri hann niður i snarpri rimmu og skamm- vinnri. Þegar ég kynntist Ólafi og Kristjönu I ólafsvlk áriö 1966 var hann I fullri vinni I frystihúsinu, þótt tæplega áttræöur væri, hlýr maöur og hýr, en nokkuð dulur. Hann var lágvaxinn og þéttur, meö lltiö hnöttótt höfuö, glettiö augnaráö og yfirskegg—ákaflega snyrtilegur maöur og kurteis. Heimur hans var heimur Kristjönu, og gleöi hans sonur hennar og barnabörn ásamt af- komendum Bjarna. Fyrst hélt ég þaö vantaöi eitthvaö I óla, eins og sagt er, vegna þess hve góöur hann var og ófrekur, en viö frekari kynni varö mér þaö ljóst, aö hann var „glúrinn karl” þótt ekki væri hann „slægur sem höggormur” eins og frelsarinn mælti meö fyrir sína menn. En teldi hann slnu fólki misboöiö, snerist hann fram meö fullri einurö. Hann haföi annaö hvort lært þá vizku, eöa fæözt meö henni, aö reyrinn sem svignar er sterkastur I baráttu litilmagnans viö ofurefli tilverunnar — hann umgekkst hana hvunndags meö lltilþægni og kurteisi. En skömmu siöar reiö ógæfan yfir; Óli brenndist I frystihúsinu vegna þess aö ógætilega var fariö meö vltissóda, síöan varö hann fyrir bil, og varð af því endanlega óvinnufær, og loks lézt Kristjana áriö 1968. En þá tóku gamlir kunningjar hann aö sér, eins og áður var sagt, og síöustu tveimur æviárunum eyddi hann I hinni merku stofnun Glsla I Asi, vel haldinn aö mat og drykk en nokkuö aögeröalltill aö eigin mati. Þvi kristnir menn hafa aldrei skiliö þá speki múhameös- trúarmanna og Bernards Shaw, aö sælan er fólgin I athöfnum en ekki aögeröaleysi. Fyrir hönd vina Óla frá Kötlu- holti þakka ég honum samfylgd- ina. 1 honum sannaöist þaö, sem spekingur nokkur hefur sagt, aö gæzkan er drottning mannkost- anna. Siguröur Steinþórsson. FB-Reykjavik. — Ctivist hefur tekið upp þá nýjung i starfi sinu að afhenda ferðalöngum Fjalla- kort og Göngukort. í fjaliakortið verður skráö, ef menn ganga á fjöll, sem eru yfir 500 metra, og i göngukortið verða færðar eins- dagsferðir, hálfsdagsferðir og kvöldferðir, sem fólk fer i og siö- an fær það tiundu hverja ferð ókeypis, aö sögn Einars Guðjohn- sen framkvæmdastjóra útivistar. Fyrsta tækifærið til þess að fá fært inn i Fjallakortið i útivistar ferð veröur um helgina, en þá verðurfariöi Þjórsárdal og geng- ið á Heklu. i kortið er rituö dag- setning, nafn fjallsins, sem geng- ið er á, hæð þess og siðan kvittar fararstjórinn fyrir, að rétt sé skráð. I göngukortið eru færöar ferö- irnar og dagsetningar, og einnig KS-Akureyri. —Rétt fyrir klukk- an eitt Igærdag valt fólksbifreiö á mótum Þingvallastrætis og Byggðavegar á Akureyri. Nánari tildrög voru þau, að bifreiö sem kom akandi ofan Þingvallastræti lenti framan á bifreið sem kom þar kvitta fararstjórar fyrir aö áf- lokinni ferð. Margt er á dagskrá hjá Útivist næstu dagana. A fimmtudags- kvöldið verður farin ferö út i buskann. Tekur hún fjóra daga, og er komið aftur á sunnudags- kvöld. Fólk sem fer þessa ferð fær ekki að vita um ákvörðunarstaö fyrr en lagt er af stað i feröina. A fimmtudag er einnig lagt upp iaðraferö frá Útivist til Færeyja. Er það vikuferö, og I Færeyjum tekur færeyskur fararstjóri við hópnum, og fer með hann um eyj- arnar. Þann 17. júni veröurlagt af staö i ferð I Drang'ey og Þóröarhöfða. Fariö verður með áætlunarflugi til Sauðárkróks kl. 2 á föstudag, en gist veröur á Hofsósi. Siðan verðurfarið i Drangey og Þórðar- höfða, en á heimleiöinni veröur farið til Ólafsfjaröar og Akureyr- ar,ogþaðan verður flogiö afturtil Reykjavikur á sunnudagskvöld. sunnan Byggöavegar. Viö árekst- urinn snerist bifreiöin á götunni og valt siöan á toppinn. Bifreiðin er mikið skemmd en ökumaður- inn, sem var einn i henni slapp ó- meiddur. Bílvelta á Akureyri íþróttir „A by” sagöist aldrei hafa langa fundi meö leikmönnum — yfirleitt stæöu fundirnir ekki yfir nema i mesta lagi 20 minútur. — Viö ræð- um þá um ýmiss konar tæknileg atriöi, eins og hvernig viö eigum aö haga okkur I aukaspyrnum, innköstum og hornspyrnum. Þaö er ekki fyrr en allt er oröiö klárt morguninn fyrir landsleik, að við rennum yfir leikfléttur og þá leik- aöferö sem viö leikum hverju sinni, sagði „A by”. Þurfa að vera fljótir að hugsa „A by ” sagöi, aö hann heföi yfir mjög sterkum varnarleikmönn- um aö ráöa — leikmenn sem byrj- uðu aö byggja upp sóknarleik um leið og þeir fengju knöttinn. Hvert lið þyrfti aö hafa miövörö, sem væri góöur skipuleggjari, meö mikla knatttækni, yfirferð og meö nákvæmar sendingar. Viö hliðina á honum ættu aö vera leikmenn sem væru fljótir að hugsa og framkvæma. — Eg er svo hepp- inn að hafa marga svona leik- menn — leikmenn sem eru frá- bærir varnarmenn, sem gætu einnig tekið virkan þátt I sókn- inni. Hlaup og spörk i Englandi Þegar „A by” var spuröur um álit á ensku knattspyrnunni, sagöi hann, að Englendingar léku ekki knattspyrnu — allur leikur þeirra byggðist upp á 70-80 m lang- spörkum og hlaupum. „A by” sagði að Liverpool léki þó ekki enska knattspyrnu — leikmenn liösins væru þaö góöir, aö þeir gætu leikiö meginlandsknatt- spyrnu, eins og hún gerist bezt. Eins og menn muna, þá vann Liverpool öruggan sigur (3:1) yfir Borussia Mönchengladbach frá V-Þýzkalandi I úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliöa. „A by”, sem er mjög hrifinn af v- þýzkri knattspyrnu, var spuröur um Borussia-liöiö. — Borussia lék mjög góöa knattspyrnu gegn Liverpool. Veikleiki liðsins I leiknum var, aö liöið lék aöeins meö einn miðherja. — Allan Simonsen frá Danmörku, þar sem hinn miðherjinn, Jupp Heynkes, heföi átt viö meiðsli aö strlða. Þetta varö til bess, aö Borussia Rukkunarheftin Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlega beðið að saekja rukkunarheftin á afgreiðslu blaðsins. náöi ekki aö ógna nógu mikiö uppi viö mark Liverpool og knýja fram sigur, sagöi „A by”. Peugeot dísel árgerð 1975, selst á góðu verði gegn stað- greiðslu. Upplýsingar í síma (91) 1-50-14 og (91) 5-31- 78. Tónlistarfólk Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga vant- ar tvo tónlistarkennara á hausti komanda. Nánari upplýsingar veita Jónas Tryggva- son, Blönduósi, simi 95-4180 og Jón Sigurðsson, simi 4-14-04. Happdiættisskuldabréf íJfíokki eru nær uppseld. Dregiö veröur 15.júní. Tryggid ykkur bréf. SEÐLABANK.I ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.