Tíminn - 09.12.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1978, Blaðsíða 1
„Lögregluslagur f Höllinni” Sjábls. 12 Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Mjög fjölmennur bændafundur á Sauðárkróki: Lýst yfir fullum stuðningi við frumvarp landbúnaðarráðherra — um breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins Kás — Sl. fimmtu- dagskvöld/ var hald- inn geysif jölmennur bændafundur á Sauðárkróki. Mættu á hann hátt í 300 manns/ að því er Guttormur óskars- son/ fréttaritari Tímans á Sauðár- króki/ sagði f samtali við blaðið í gær, m.a. Stein- grímur Hermanns- son, landbúnaðar- ráðherra. Þrjár framsögu- ræður voru fluttar á fundinum. Þær fluttu Gunnar Guð- bjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, Pétur Sigurðsson hjá Framietðsluráði landbúnaðarins, og Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráöherra. Var mikið rætt um frumvarp það sem Steingrfmur lagði fram á Alþingi á fimmtudag, um breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, þar sem kveðið er á um aðgerðir til að draga úr of framleiðslu búvara. Á fundinum var samþykkt ályktun, þar sem fullum stuðningi var lýst við fram komið frumvarp. Að vísu eru menn ekki ánægðir með þær aðgeröir sem felast í frumvarpinu, sagði Guttormur óskars- son, en þær mættu fullum skilningi, og voru allir sammála um það, að á þessu vandamáli yrði að vinna bót, með ein- hverjum hætti. Þjóðhagsspá fyrir 1979: Kaupmáttur svipaður Þjóöhagsstofnun hefur tekiö saman spá um framvindu efna- hagsmálanna á næsta ári. 1 spánni segir m.a. aö „gert er ráö fyrir aö kauptaxtar hækki ekki um fram 5% á þriggja mánaöa frestiá næsta ári”. Þá er gert ráö fyrir að útflutningsframleiösla aukist svipaö og á þessu ári eöa um 2-3%, en markaöshorfur virö- ast yfirleitt góöar. Niöurstaða spárinnar er þessi: „Framfræsluvisitalan hækkar um 33% aö meöaltali næsta ár, en i lok ársins yrði hækkunin komin niður undir 30%. Er þá reiknað meö aö rikisfjármálin veröi I þeim skoröum sem fjárlagafrum- varpiö gerir ráö fyrir. t spánni er reiknaö meö aö hlut- fall fjárfestingar af þjóöarfram- leiðslu 1979 veröi 24-25% sem er lækkun úr tæplega 27% á þessu ári. 1 þjóöhagsspánni er reiknaö þvi aö kaupmáttur ráöstöfunartekna á mann veröi svipaöur eöa heldur meiri á næsta ári en aö meöaltali 1978”. Þá segir enn fremur i þjóöhags- spánni: „A næsta ári er spáö heldur hægari aukningu þjóðarfram- leiöslu en á þessu ári, eöa um 1 til 1,5%. Miöaö viö þá tekju- og verö- lagsþróun og þróun þjóöarút- gjalda, sem spáin gerir ráö fyrir, gæti oröiö afgangur á viöskipt- unum viö útlönd — I fyrsta sinn frá 1970.” „Kerti ljóma, gul og græn og blá, gleöin kemur eins og skip aö jólin aö koma. 1 gær var birtu þegar tekiö aö stafa yfir hiö gamla — Timamynd Róbert. landi,” orti Jóhannes úr Kötlum um jólaljós sinnar æsku og enn eru Austurstræti af nýjum jólaljósum á nýja æsku og nýjar tilhlakkanir. Félag íslenskra stórkaupmanna: v „Heildverslun í sumum greinum orðin hverfandi” „Hin úreltu verölagsákvæöi hafa orsakaö aö I sumum greinum er heildverslunin oröin hverfandi litil” segir i nýrri yfirlýsingu frá Félagi islenskra stórkaupmanna. „Þetta hefur I för meö sér aö i staö þess aö kaupa hjá innlend- um heildverslunum kaupa smásalar af erlendum heild- sölum og framleiöendum og innkaupin veröa yfirleitt fleiri, smærri, óhagkvæmari og birgöahald flyst aö mestu út úr landinu.” Samkvæmt upplýsingum Félags Islenskra stórkaup- manna er staöa matvöru- og vefnaöarvöruverslunarinnar verst. Aö mati félagsins eru heildsölufyrirtæki i þessum greinum „rekin meö verulegu tapi eöa frá um 2% til um 4,5% tapi.” „Frelsi i verölagsmálum mun leiöa til þess” segir enn fremur I yfirlýsinginni, „aö vöruverð lækki meö aukinni samkeppni, hagkvæmari innkaupum og dreifingu.” Tillögur væntanlegar um... Notkun rafbíla í rekstri Reykja- víkurborgar Kás — A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudagskvöld var tekin fyrir fyrirspurn frá Kristjáni Bene- diktssyni, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, þar sem spurt er um umsögn borgarverkfræöings um notkun rafbila I rekstri borg- arinnar. t svari borgarstjóra Egils Skúla Ingibergssonar, kom fram aö tveimur starfsmönnum hjá borgarverkfræöingi heföi veriö faliö aö vinna þetta verk, og væri aö vænta skýrslu frá þeim um þetta mál i janúarmánuöi á næsta ári. Mjög ör þróun væri á þessi sviöi erlendis, og biöu þeir nú nýrra upplýsinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.