Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 12
12 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Helgina 16. og 17. ágúst verður hunda-dragkeppni (Bikejorin) haldin í Garði á Suðurnesjum og er það í fyrsta sinn á Íslandi sem slík keppni er haldin. Einhverjir kynnu að halda að hún byggðist á því að kynskiptir hundar gangi þar um svið og því var Páll Tryggvi Karlsson fenginn til að útskýra málið nánar. „Ég var alveg viss um það að ein- hverjir myndu hafa orð á þessu,“ segir Páll, sem stendur fyrir keppninni, þegar hann er spurð- ur um það hvort hann óttist ekki að menn telji um einhvers konar drag-keppni að ræða. Keppnin fer þannig fram að menn koma taug á hundinn sem síðan er fest á reiðhjól. Hundur- inn tekur síðan á rás og dregur húsbónda sinn á hjólinu. „Þetta er mikið stundað erlendis eins og til dæmis í Kanada,“ segir Páll. Þó þetta þyki hin mesta nýlunda hér á landi hefur hann stundað þetta til margra ára. „Ég bjó áður í Reykjavík og hundarnir eru búnir að draga mig á hjólinu um alla borg,“ segir hann. „Það lá oft við að fólk keyrði út í kant þar sem ég fór enda var stíft starað á mann.“ Hann er bjartsýnn á að íþrótt- inni verði tekið fagnandi hér á landi. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, skráning er ný hafin og þetta lítur bara vel út. Ég geri mér vonir um að það verði um 50 þátttakendur.“ Keppt verður í þremur aldurs- flokkum; 8 til 12 ára, 13 til 16 ára og síðan 17 ára og eldri. Í elsta flokki verður farin 7 kílómetra leið en hinir yngri fara mun styttra. Þorsteinn Birgir Ægir Kristjáns- son, fóstursonur Páls, ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í keppninni. En þetta er ekki aðeins spurning um að setjast á hjól og láta hund hlaupa með sig. Páll segir að menn verði að hafa algjöra stjórn á þjón- inum og hafi sumir tileinkað sér sérstakt tungumál sem sá ferfætti skilur. Þar þýðir „gee“ að beygja skuli til hægri og „hóóó“ þýðir stopp svo dæmi séu tekin. Þeir sem vilja skrá sig geta þó gert það á íslensku og með því að færa nafn sitt og aðrar upplýsing- ar til bókar á netfangið bikejorin@ visir.is jse@frettabladid.is Hjólin knúin áfram af hvutta Á FULLRI FERÐ Tryggð hundanna virðist síst fara þverrandi. Hér dregur Hrímir húsbónda sinn, Pál Tryggva Karlsson, á reiðhjóli rétt eins og tryggur hundur af Alaskakyni á að gera þegar jörð er auð. „Það er allt æðislegt að frétta,“ segir Margrét Guðrúnardóttir, söngkona, lagahöfundur og íslenskunemi. „Um þessar mundir er ég að koma saman efni fyrir plötu og byrja upptökur bráðlega,“ segir Margrét. Öll lögin á plötunni eru eftir Margréti, „ég hef mjög gaman af að semja lög og geri það mikið. Ég veit ekki alveg hverjir munu spila með mér á plötunni, bandið hans pabba mun örugglega spila eitthvað með mér,“ en í því bandi eru pabbi Margrétar, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tóm- asson og Björgvin Gíslason og hefur Margrét verið að spila mikið með þeim upp á síðkastið. Margrét er búin að vera að spila vítt og breitt í sumar. „Um daginn var ég að spila á blúshátíð á Ólafsfirði og 17. júní í miðbæ Reykjavíkur, allt saman ótrúlega gaman. Síðan á menningarnótt verð ég að spila í einhverju partíi á Skólavörðu- stígnum, en ég er mjög spennt fyrir því. Í sumar er ég líka að vinna í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar ásamt því að spila. Í haust mun námið taka við á ný eftir sumarleyfi, en ég er að hefja mitt annað ár í íslensku við Háskóla Íslands. Ég ætla samt að reyna að vinna eins mikið í tónlistinni og mögulegt er,“ segir Margrét. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: MARGRÉT GUÐRÚNARDÓTTIR SÖNGKONA Kemur saman efni á nýja plötu „Þessar reglur kínverskra stjórnvalda um [framkvæmd Ólympíuleikanna] koma mér ekki á óvart,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um framferði kínverskra stjórnvalda í kringum Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Strangar reglur gilda um aðgang að leikunum og til dæmis eru geðfatlaðir óvelkomnir á leikana. „Þegar forseti Kína kom hingað til Íslands á sínum tíma í boði íslensku stjórnarinnar þá komu hingað Falun Gong-iðkendur og vildu láta í ljós afstöðu sína til ástands mannréttinda í Kína. Það vildu hvorki hinir kínversku valdamenn þola né hinir íslensku.“ Ragnar segist ekki geta svarað því hvort rétt sé af íslenskum ráðamönn- um að sækja Ólympíuleikana í Peking. „Ég þekki ekki nógu vel hefðirnar til að átta mig á því,“ segir hann. SJÓNARHÓLL FRAMKVÆMD KÍNVERSKRA STJÓRN- VALDA Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Reglur koma ekki á óvart RAGNAR AÐALSTEINSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR ■ Ermarsund er um 560 kílómetra langt sund í Atlantshafi. Sundið skilur að norðurhluta Frakklands og England. Nafn þess er dregið af franska orðinu La Manche sem þýðir ermin. Nafnið hefur verið notað síðan á sautjándu öld og er venjulega sagt að það sé dregið af útliti sundsins en úr því má auðveld- lega sjá ermi. Því er mikilvægt að minnast við ritun nafnsins að átt er við staka ermi en ekki tvær. Því er ávallt skrifað og sagt Ermarsund en ekki Ermasund. ERMARSUND: KENND VIÐ EINA ERMI PÁLL TRYGGVI ÁSAMT SYNI OG TVEIMUR HUNDUM Páll er bjartsýnn á að íþróttinni verði tekið fagnandi hér á landi. Hann gerir sér vonir um fimmtíu þátttakendur. Ógurlegt ísbjarnartíst „Við heyrðum allt í einu tíst undan veröndinni og héldum fyrst að það væri ísbjörn.“ HJÖRLEIFUR JÓHANNSSON FLUG STJÓRI FANN ANDARUNGA UNDIR VERÖND SUMARBÚSTAÐAR SÍNS. HANN VAR FEGINN AÐ ÞAR LÁ EKKI ÍSBJÖRN Í LEYNUM. Fréttablaðið 27. júlí Allt vaðandi í þekk- ingu „Þekking á fræðslumálum er til staðar innan sveitarfé- lagsins.“ ÓMAR STEFÁNSSON, BÆJAR FULL- TRÚI MEIRIHLUTANS Í KÓPA VOGI, TELUR ÓÞARFT AÐ RÁÐA FRÆÐSLUSTJÓRA MEÐ REYNSLU AF FRÆÐSLUMÁLUM. Fréttablaðið 27. júlí Hópur bandarískra nema frá School for International Training, skóla í Vermontríki í Bandaríkjunum, hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum. Nemarnir eru staddir á Íslandi til að fræðast um endurnýjanlega orkugjafa en fyrir Vestfjarðaheim- sóknina heimsóttu þeir RES Orkuskólann á Akureyri og í Reykjavík. Á Vestfjörðum hafa nemarnir sótt ýmsa fyrirlestra og kynningar á vegum Háskólaseturs Vestfjarða en meginviðfangsefni þeirra er verkefnavinna um hitaveitu Ísafjarðarbæjar. Í tilkynningu frá Háskóla- setrinu segir að nemarnir hafi meðal annars notið leiðsagnar starfsfólks Orkubús Vestfjarða. Þá fræddi Dóra Hlín Gísladóttir, efnaverkfræðingur hópinn um koltvísýring sem endurnýjanlegt eldsneyt- ishráefni auk þess sem Gunnar Páll Eydal ræddi möguleikann á sjálfbærum Vestfjörðum. Nemarnir stefna svo að því að kynna verkefni sín síðar í vikunni. Helgina nýtti hópurinn til að fræðst um Gísla sögu Súrsonar undir leiðsögn Þóris Arnars Guðmundssonar, leiðsögumanns. Fór hann um slóðir sögunnar auk þess sem Elfar Logi Hannesson flutti einleik um Gísla. - ovd Vinna verkefni um hitaveitu FRÆÐAST UM ENDURNÝJANLEGA ORKUGJAFA Á Ísafirði hitti hópurinn Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem sótti með þeim fyrirlestur um Vestfirði. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 Jarðfræði í Elliðaárdal Þriðjudagskvöldið 29. júlí verður farin göngu- og fræðslu- ferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávar- hjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19.30. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. • OR ætlar að knýja meirihluta bílaflota síns með vistvænum eldsneytisgjöfum árið 2013. www.or.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.