Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. júlí 2008 32 Fallegt gólfteppi getur gert kraftaverk. Þetta blómlega anímónu-kakót- eppi frá Marni er úr hundrað hnúta tíbetskri ull og fæst hjá The Rug Company. Þrátt fyrir að mikið sé í teppið lagt þá fangar það kannski ekki athyglina eitt og sér en í réttu samhengi bókstaflega blómstrar það, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Túrkisblár liturinn á veggnum er nánast dáleiðandi og njóta fal- leg málverkin og myndaramm- arnir sín vel á svona afgerandi grunni. Væntanlega er það ekki tilvilj- un að á veggnum hanga blóma- myndir og blómapúði er á fagur- bleikum legubekknum en það tónar við blómlegt gólfteppið. Litina má alla finna í gólftepp- inu sem nýtur sín óneitanlega í þessu fallega samspili lita og forma. Heimasíða The Rug Company er www.therugcomp- any.info. -hs Snagar henta stundum undir skartgripi og sýna þá á falleg- an hátt. Skartgripir og glingur ýmiss konar á það til að tínast eða flækj- ast saman og því getur verið gott að hafa góða hirslu eða snaga til að halda smádótinu til haga. Þessir trjásprotasnagar sem hannaðir eru af Harald Hynell fyrir Bosign eru tilvaldir til að hengja skartgripi og annað smá- legt á. Þeir henta ekki einungis vel til að halda öllu í röð og reglu heldur er líka hægt að sýna fal- lega skartgripi og slæður á smekklegan hátt með því að hengja gripina upp. Snagarnir eru líka heillandi þar sem þeir minna á gróður og náttúru. Snag- arnir fást í svörtu, hvítu og silf- urlitu í vefverslun Bosign, www. bosign.se. -hs Trjásprotarnir hans Haralds Hynell eru kjörin skartgripageymsla. MYND/WWW.HYNELL.COM Litirnir í gólfteppinu tóna vel við vegginn og legubekkinn. MYND/ÚR SAFNI THE RUG COMPANY Heillandi litasamspil Snagar fyrir smálegt Með foss 4you.is • Eddufelli 2 • 111 Reykjavík • Sími 564-2030 690-2020 Pottarnir komnir og á frábæru verði! verð kr. 695.000,- Hönnun og list mætast í Or- chadia. Bilið milli hönnunar og listar var brúað þegar skúlptúristinn Rod- ger Stevens og hönnuðurinn Mark McKenna leiddu saman hesta sína. Vírskúlptúrar Stevens höfðu lengi heillað McKenna og sameiginlega hönnuðu þeir ljósakrónuna eða óróann Orchadia. Ljósakrónan er samsett úr mörgum litlum stál- plötum en fyrirmynd formanna er teikningar af rafrásum. Formin hanga saman á grönnum vír og birtan kemur frá agnarsmáum ljósaperum sem upphaflega voru hannaðar af geimvísindamönnum. Óróinn er framleiddur af McKenna og var valinn besta nýja hönnunin á alþjóðlegu gjafahátíðinni í New York í fyrra. Nánar á síðunni www. mmckenna.com. - rat Rafrásir að fyrirmynd Óróinn Orchadia varð til úr samvinnu hönnuðarins Mark McKenna og mynd- listarmannsins Rodgers Stevens. MYND/ANTOINE BOOTZ/MMCKENNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.