Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 ! RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 r SAMVINNUBANKINN 1 í BYGGÐUM LANDSINS Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæm og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 Ungveijar ræða við Jón Baldvin Hannibalsson formann ráðherranefndar EFTA. Jón Baldvin: HEIMSVELDID MIKLA AD HRYNJAINNANFRÁ „Þróunin er orðin svo hröð bæði vestanhallt og austan- og hún undirstrikar þau sögulegu tækifæri sem við sem köllum okkur Evrópubúa, nú höfum. Það sem er að gerast er að skipting Evrópu eftir úreltri hugmyndafræöi bak við múrveggi, gaddavír og drápsklyfjar af vopnum er nú að riðlast, heimsveldið mikla sem Stalín kom á utan um þriðjung jarðarbúa er að hrynja innanfrá,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í gær eftir við- ræðufund sem hann átti við Tibor Melega, viðskiptaráð- herra Ungverjalands. Jón Baldvin sagði við Tímann að þróunin í A-Evrópuríkjunum, einkanlega í Ungverjalandi væri svo hröð þessa dagana að menn ættu fullt í fangi með að nema tíðindin. í gærmorgun bárust þau tíðindi að stofnað hefði verið formlega lýðveldið Ungverjaland. Landinu hefur verið sett ný stjórnarskrá þar sem lögverndaður er réttur til fjöl- flokkakerfis og innan mánaðar ber þjóðinni allri að kjósa forseta sam- kvæmt stjórnarskránni og nýtt þing skal kosið innan næstu þriggja mánaða. „Ríkjandi kommúnistaflokkur landsins, hann bara lagði sig niður og er ekki lengur til en þeir sem eftir sátu lýstu því yfir að þeir væru kratar. í blöðunum hér er ég að lesa að þeir hyggist sækja um inngöngu í Alþjóðasamband jafn- aðarmanna og veri þeir velkomnir. Þetta er nú allnokkuð á nokkrum dögum,“ sagði Jón Baldvin af þessu tilefni. Jón Baldvin er formaður ráð- herranefndar EFTA og stýrir því viðræðum þeim sem fram hafa farið milli EFTA og EB. Hann sagði að Ungverjar og einnig Pól- verjar og Júgóslavar knúðu nú fast á dyr EFTA og óskuðu eftir nánara samstarfi og fríverslun við EFTA- ríkin. f viðræðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og dr. Tibors Me- lega viðskiptaráðherra Ungverja- lands fór sá síðarnefndi fram á að samskiptum Ungverja og EFTA verði fundinn formlegur vettvang- ur þar sem hægt verði að ræða og þróa hugmyndir um nánari sam- skipti og fríverslun. Jón Baldvin sagði að komið væri á daginn að engin vandkvæði væru á viðskiptum Ungverja við EFTA ríkin. EFTAlöndin hefðu öll af- numið tolla af landbúnaðarvörum sem væru aðalútflutningsvarningur Ungverja. Gagnvart EB gegndi hins vegar öðru máli. Þar rækju þeir sig á tröllslegan múrvegg - sameiginlega landbúnaðarstefnu Efnahagsbandalagsins, en í henni fælist fráleitt frfverslunarstefna heldur væri um að ræða verndar- stefnu í formi tolla og innflutnings- reglna. Einnig eyddi bandalagið risafjárhæðum til að greiða niður verð og styrkja landbúnaðarfram- leiðslu sína. Vegna landbúnaðarstefnu EB hafa Ungverjar að sögn utanríkis- ráðherra tapað markaði upp á hundruð milljóna dala og hefði viðskiptaráðherra þeirra í við- ræðunum í fyrradag knúð á um bætt viðskiptakjör og aukinn skiln- ing á aðstöðu Ungverja í framhaldi af viðræðum EFTA og EB Jón Baldvin Hannibalsson greindi ungverska ráðherranum frá þróun mála í könnunarviðræðum EFTA og EB og kvaðst myndu koma óskum þeirra á framfæri í ráðherranefnd EFTA og lýsti áhuga sínum og eftirvæntingu vegna þeirra miklu breytinga sem nú eiga sér stað í efnahags- og stjórnmálum Ungverja. -sá „Sú leið sem við erum að fara byggir á svonefndri tveggja stoða lausn sem þýðir að við náum fram sameiginlegu markaðssvæði, en við erum að leita að leiðum til að ná markmiðinu, sem samrýmast áframhaldandi sjáifsákvörðunar- rétti þjóðþinga og ríkisstjórna EFTA-landanna án þess að beygja okkur undir yfirþjóðlegt vald,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er hann var spurður um kosti og galla fyrir íslendinga af samevrópsku efna- hagssvæði. Utanríkisráðherra hefur stýrt viðræðum EFTA við Efnahags- bandalag Evrópu um þessi mál og svökölluðum könnunarviðræðum lauk í Genf s.l. föstudag. „Markmið þessara viðræðna milli EFTA og EB var, eins og tiltekið var í Oslóaryfirlýsingu for- sætisráðherra EFTAríkjanna frá því í mars 1989, að koma á sameig- inlegu Evrópsku efnahagssvæði, nánar tiltekið að koma á skipu- lögðu samstarfi með EFTA og Evrópubandalaginu með sameigin- legum stofnunum til ákvarðana- töku og stjómunar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í gær. Um helgina lauk störfum fimmti og síðasti starfshópurinn sem skipaður var til að fjalla um ýmis sérmál sem þarf að ganga frá áður en gengið er til viðræðna við EB. Hann fjallaði um hugsanlegar breytingar á lögum og stofnunum EFTA og EB sem gera þyrfti til að stjórna framkvæmd hugsanlegs endanlegs samnings milli EFTA og EB. „Tímaáætlun um þetta starf allt gerði ráð fyrir því að þegar að fyrir lægi hvort EFTA-ríkin gætu sam- ræmt sjónarmið sín og komist að sameiginlegum niðurstöðum í sér- hverjum starfshópi, þá ætti hin sameiginlega stjórnarnefnd EFTA og EB að taka niðurstöðuskýrsl- umar til skoðunar og meta hvort hún geti komist að sameiginlegri niðurstöðu þar sem hún mælti með því hvemig málið héldi áfram. Petta er síðan það sem gerðist s.l. föstudag," sagði utanríkisráð- herra. - Komið hefur fram hjá bæði EFTA og EB að koma þurfi á sameiginlegum vettvangi þar sem bæði samtökin gætu mæst og tekið ákvarðanir sem vörðuðu sameigin- legt efnahagssvæði Evrópu. Má segja að til séu að verða tvenn eins konar „bandaríki" í Evrópu? „Ekki er það svo. Til verður eitt sameiginlegt markaðssvæði að svo miklu leyti er varðar viðskiptin. En þessi leið sem hér er mótuð og við köllum Osló-Brússel ferilinn, felur það í sér að EFTA-ríkin leita eftir sameiginlegu markaðssvæði án þess þó að þau gangi í Evrópu- bandalagið þannig að eftir sem áður verði EFTA til og Evrópu- bandalagið að sjálfsögðu líka. Samtökin geri síðan sín í milli viðamikinn milliríkjasamning sem væntanlega mun fá lagagildi verði hann samþykktur í þjóðþingum EFTAríkjanna og á Evrópuþing- inu. Jafnframt verði gerðar ráðstaf- anir á sviði stofnana til að tryggja eftirlit með framkvæmd samnings- ins, samræmda túlkun á samningn- um yfir allt svæðið, lausn deilumála um framkvæmd samningsins og sameiginlegan úrskurðaraðila til þess að leysa ágreiningsmál sem sjálfsagt verða einkum milli efna- hagslegra lögaðila en síður milli ríkja.“ - Munum við íslendingar t.d. með þessu afsala okkur sjálfs- ákvörðunarrétti í hendur einhverri samevrópskri stofnun, verðum við aðilar að þessu hugsanlega sam- starfi; hvað vinnst og hvað tapast? „Ég held að besta svarið við þessu sé að líta á málið svona: Við Islendingar erum háðari utanrík- isviðskiptum heldur en nokkur önnur þjóð í Evrópu, en hlutur utanríkisverslunar í okkar þjóðar- framleiðslu er fjórum sinnum hærri en hann er að meðaltali hjá Evr- ópubandalagsríkjum. Yfir 75% af útflutningi okkar fer, þegar hér er komið sögu á hið sameiginlega Evrópska efnahags- svæði. Það segir sig því sjálft að ef við einangrumst frá þessari þróun og náum af einhverjum ástæðum ekki fríverslunarkjörum fyrir okk- ar útflutning, þá er það tjón upp á milljarða og brátt tugi milljarða fyrir íslenskan sjávarútveg og fyrir íslensku þjóðina og myndi skila sér í minni hagvexti og lakari lífskjör- um. Það eru því lífshagsmunir að tryggja viðskipti okkar á þessu sviði. Það er því óskhyggja að segja að við getum setið hjá og að við getum leitað eitthvert annað. Við getum ekki lokað augunum fyrir því að þama er 75% af okkar útflutningi. En emm við að ofurselja okkur yfirþjóðlegu valdi? Svarið við því er auðvitað flókið en sú leið sem við emm hér með að marka á að tryggja þessa miklu hagsmuni okk- ar án þess að við þurfum að ganga inn í Evrópubandalagið sem er yfirþjóðleg stofnun og mundi þýða það að við yrðum að afsala okkur svo og svo miklum hluta af okkar löggjafarvaldi og efnahagslegum og pólitískum sjálfsákvörðunar- rétti,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.