Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 24. október 1989 NíelsÁrni Steingrimur Forsætisráðherra í Hafnarfirði Almennur stjórnmálafundur verðurhaldinn ífundarsa! íþróttahússins við Strandgötu í Hafnarfirði þriðjudaginn 24. október n.k. kl. 20.30. Frummælandi: Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Fundarstjóri: Níels Árni Lund. Allir velkomnir. K.F.R. Ðyggðamálanefnd SUF Byggðamálanefnd SUF heldur fund þriðjudaginn 24. október að Nóatúni 21, Reykjavík kl. 17.30. Gestur fundarins verður Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda. Ungt fólk er hvatt til að mæta. Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga verður haldinn að Hlíðarenda fimmtudagin 26. október n.k. kl. 21. Alþingismennirnir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta á fundinn. Jón Helgason Guðni Ágústsson Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi-vestra verður haldið í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október nk. Dagskrá: - Laugardagur Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna. Kl. 14.15 Skýrsla stjórnar KFNV og blaðstjórnar Einherja. Umræða um skýrslur og afgreiðslu reikninga. Kl. 15.20 Kaffihlé. Kl. 16.35 Sérmál þingsins. Framtíðarmöguleikar í uppbyggingu iðnaðar á Norðurlandi vestra með tilkomu Blönduvirkjunar. Framsögumaður Guðmundur G. Þórarinsson. Kl. 16.15 Frjálsar umræður. Kl. 18.00 Kosning nefnda og nefndastörf. Kl. 20.00 Kvöldvereður á Hótel Blönduósi. Sunnudagur Kl. 10.00 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. Kl 11.00 Frjálsar umræður. Kl. 12.30 Matarhlé. Kl. 13.30 Nefndir skila áliti. Umræður og afgreiðsla. Kl. 15.40 Kaffihlé. Kl. 16.00 Kosningar. Kl. 16.30 Önnurmál. Kl. 17.00 Þingslit. Stjórn KFNV. 30 þing Kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna á Suðurlandi á Hótel Selfossi, dagana 3. og 4. nóv. 1989. Dagskrá: - Föstudagur 3. nóv. Kl. 20.00 Þingsetning. Kjörnirstarfsmenn þingsins. Skýrslaformanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs. Umræður um skýrslur og reikninga. Álit kjörbréfanefndar. Kl. 21.00 Ávörp gesta. Kl. 21.20 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Kl. 22.20 Mál lögð fyrir þingið. Nefndastörf. Laugardagur 4. nóv. Kl. 9.00 Nefndastörf (framhald) Kl. 10.00 Atvinnu- og ferðamál. Sigurður Kristjánsson kf.stj., Oddur Gunnarsson iðnráðgjafi, Paul Richardson, Ferðaþjónustu bænda, Björn S. Lárusson Selfossi. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Sveitarstjórnarkosningarnar, Ragnheiður Sveinbjörns- sdóttir Hafnarfirði, Guðmundur Kr. Jónsson Selfossi, Andrés Sigmundsson Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður. Afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kosningar. Kl. 17.00 Þingslit. Kl. 20.00 Árshátíð K.S.F.S. að Hótel Selfossi. (Með fyrirvara um breytingar) Kjördæmissamband framsóknarfélaganna á Suðurlandi. ÍÞRÓTTIR Handknattleikur - Úrvalsdeild: Eins stigs sigur ÍBK í framlengingu Frá Erni Þórarínssyni, fréttaritara Tímans í Skagafirði: Keflvíkingar sigruðu Tindastól í æsispennandi leik í úrvalsdeildinni á Sauðárkróki á sunnudaginn lokatöl- urnar að lokinni framlengingu urðu 101-100 en staðan að loknum venju- legum leiktíma var 91-91. Heimamenn skoruðu tvær fyrstu körfurnar í leiknum, en fljótlega mátti sjá 9-9 á töflunni. þá kom slæmur kafli hjá Tindastól og staðan breyttist í 12-22, þá fóru skot heima- manna aftur að rata í körfuna og þeir söxuðu smátt og smátt á forskot- ið þar til staðan varð jöfn 34-34. Það sem eftir var hálfleiksins var jafnræði með liðunum Tindastóll þó oftast með 2-4 stiga forskot og í leikhléi var staðan 53-48 fyrir Tindastól. Svipaður munur hélst áfram í síðari hálfleik. Keflvíkingar voru alltaf undir og eftir því sem leið á leikinn jókst munurinn allt þar til 6 mín. voru eftir að munurinn var 11 stig. Þá fóru gestirnir að saxa á forskotið og þegar 14 sek voru eftir tókst þeim að jafna. í framlenging- unni náðu Tindastólsmenn að skora 6 fyrstu stigin og þegar ein og hálf mínúta var eftir var staða þeirra enn vænleg 99-95. En í taugaspennunni og æsingnum á loka mínútunni glopraði heimaliðið tvívegis knettin- um í hendur andstæðinganna sem náðu að tryggja sér sigurinn þegar örfáarsekúndur vorueftir 101-100. Stigin. Tindastóll. Bo 34. Valur 25. Sturla 19. Sverrir 10. Björn 10. Pétur Vopni 2. ÍBK. Guðjón 37. Nökkvi 19. Falur 12. Magnús 10. Sigurður 7. Kristján 6. Einar 4 og Ingólfur 2. Dómarar voru Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson og komust þeir vel frá þessum æsispennandi leik. ÖÞ GRINDVÍKINGAR LÁGU Á NESINU KR vann öruggan sigur á Grind- víkingum 79-63 þegar liðin mættust í úrvalsdcildinni í körfuknattleik á Seltjarnamesi um á sunnudags- kvöld. KR-ingar höfðu leikinn í hendi sér frá upphafi til enda, en einkennd- ist af fjölmörgum mistökum hjá báðum liðum. Var það sjálfsagt vegna þess hve hraður leikurinn var og réðu Grindvíkingar mun ver við hraðann. KR náði mest 18 stiga forystu en í leikhléinu var staðan 39-32. í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur urðu 79-63. Rússinn Kovtoum, ásamt Birgi Mikaelssyni og Páli Kolbeinssyni voru bestu menn KR-inga, en hjá Suðurnesjaliðinu var Guðmundur Bragason bestur. Stigin KR: Kovtoum 20, Matthías 17, Birgir 16, Axel 10, Páll 8, Böðvar 2, Gauti 2, Hrafn 2 og Lárus 2. UMFG: Guðmundur20, Jeff Null 14, Sveinbjörn 6, Steinþór 4, Rúnar 4, Marel 4 og Eyjólfur 2. BL Ellert var erfiður sínum gömlu félögum Reynismenn úr Sandgerði komu heldur betur á óvart á sunnudaginn er þeir vom rétt búnir að leggja bikarmeistara Njarðvíkinga að veili, en leikurinn fór fram í Sandgerði. Lokatölur voru 86-90, eftir að Reyn- ismenn höfðu haft yfirhöndina þegar gengið var til búningsherbergia í leikhléi 39-37. Njarðvíkingar léku að þessu sinni án tveggja sinna bestu manna, þar sem Teitur Örlygsson var meiddur og Bandaríkjamaðurinn Patrick Releford er ekki kominn með tilskil- in keppnisleyfi. Helgi Rafnsson hljóp í skarðið, þar sem hávaxnir leikmenn eru ekki margir í herbúð- um Njarðvíkinga. Ellert Magnússon átti mjög góðan leik fyrir Reyni og var sínum gömlu félögum erfiður. Bandaríkjamaður- inn Grissom lék einnig vel, en liðs- heildin hjá Reyni á lof skilið fyrir baráttu og víst er að nú léku þeir Sandgerðispiltar sinn besta leik í vetur. Bakverðir Njarðvíkinga þeir Ástþór, Jóhannes, ísak og Friðrik héldu liðinu á floti í þessum óvæntu hrakningum. Stigin Reynir: Ellert 21, Grissom 19, Jón Ben 14, Sigurþór 12, Sveinn 8, Jón 4, Einar 4, Helgi 2 og Antony 2. UMFN: Ástþór 20, Jóhannes 18, Friðrik 14, ísak 13, Helgi 11, Krist- inn 10, Gunnar 2 og Friðrik R. 2. BL / VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Frá og með 1. nóvember n.k. falla niður síðdegisafgreiðslur bankans á fimmtudögum á eftirtöldum stöðum: Bankastræti, Háaleitisbraut, Bíldshöfða, Hafnarfirði, Selfossi og Sauðárkróki. Áfram verður opið á Suðurlandsbraut 1 8 og á Akranesi. SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.