Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 37
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: PJÓRAR ATHUGASEMDIR vegna Réttar-greinar Brynjólfs Bjarnason- ar: Gelgjuskeið nýrra þjóðfélagshátta Brynjólfur Bjarnason tekur sér fyrir hend- ur í nýjum Rétti að réttlæta „íhlutun Sovét- hersins í Ungverjalandi“ í fyrrahaust. Jafn- framt færist hann í fang að kenna fulltrúum Sósíalistaflokksins í stjórn Alþýðubandalags- ins pólitískar baráttuaðferðir. Þessi ritgerð verðskuldaði ýtarlegt andsvar; hér koma að- eins fáeinar athugasemdir. 1: Brynjólfur Bjarnason hefur heyrt „heið- arlega menn“ halda því fram, „að öll íhlutun erlendra aðila sé andstæð meginreglum sósí- alismans og beri því jafnan að fordæma hana. Þetta leyfi ég mér að kalla bókstafstrú“. Því- næst teflir hann bókstaf fram gegn bókstafs- trúnni og tilfærir ummæli eftir Lenín: „Sósí- alisminn er andvígur því að þjóðir séu beittar ofbeldi .... Að undanteknum kristilegum anarkistum og Tolstoysinnum hefur hinsveg- ar enginn leitt af því þá ályktun að sósíal- isminn sé andvígur byltingarsinnaðri íhlut- un“ (leturbr. Br. Bj.). Og ihlutun sovéthers- ins í Ungverjalandi var vitaskuld byltingar- sinnuð íhlutun. En ihlutun er meira en nafn- ið tómt. íhlutun er allt það, sem af henni leiðir. 1 Ungverjalandi var hún t. d. víðtækar fangelsanir og manndráp, auk þess sem af henni hlauzt stórfelldur mannflótti úr land- inu. Samkvæmt skilgreiningunni eru þá ekki aðeins til byltingarsinnaðar fangelsanir, held- ur og byltingarsinnuð manndráp; og vilji menn vera sjálfum sér samkvæmir og leiða hugsunina til lokaniðurstöðu, þá eru mann- dráp misjafnlega æskileg. Afturhaldssinnuð manndráp eru slæm, byltingarsinnuð mann- dráp að minnsta kosti vel frambærileg þegar svo ber undir. Litlu síðar slær þó heldur í bakseglin fyrir þessari kenningu Leníns, þeg- ar Brynjólfur Bjarnason segir: „Rétt eins og deilan standi um það hverjir séu með mann- drápum og hverjir á móti!“ I þessari setningu slær hið góða hjarta mannsins ótruf lað af bók- staf og kreddu; hér segir hann persónulegan hug sinn. En hin byltingarsinnaða íhlutun tilvitnunarinnar er innantómt glamur, fölsk termínólógía; þeir, sem enn í dag geta gripið til slíkra skýringa, sýnast vissulega í mikilli rökþröng staddir. Samskonar nauð rekur Brynjólf Bjarnason til að kalla „mistök og glöp“ sovézkra valdhafa „vaxtarverki hins nýja þjóðfélags“, „þjáningarfulla“ að vísu! Sem sé: hin linnulausu morð og gagnmorð ráðamanna í Sovétríkjunum voru vaxtarverk- ir. Þetta eru pólitískar útskýringar, sem segja sex. Réttarmorðið á Rajk hefur þá væntanlega einnig verið vaxtarverkur. Dæmið sýnir ljóslega, hve háskalega þeim mönnum getur farið sem hugsa í formúlum. En hefur þá orðið einihver bylting í Ung- verjalandi eftir sigur sovéthersins í fyrra- haust, eða tryggði sigur hans framhald bylt- ingarþróunar sem þar hefði kannski farið fram? Brynjólfur Bjarnason drepur í grein sinni á nokkur þau „mistök“, er forustuflokki landsins, kommúnistaflokknum, höfðu orðið á eftir styrjöldina. Mistökin voru meðal ann- ars þau, að „forustumenn flokksins og ríkis- 31

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.