Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 23
Einar Bragi: VIÐ PLATNINGSBORÐIÐ Góðu iheilli er það fátíð háttvísi (hér á landi að minnsta kosti) að rithöfundur vaði fram á ritvöllinn í pólitísku flokksmálgagni og slái um sig með sleggjudómum um kollega sína eins og Jónas Árnason gerir í Þjóðvilj- anum 1. og 3. september síðastliðinn. Hefði okkur mörgum þótt annað trúlegra en hann ætti eftir að verða þeim vúlgermarxísku sjón- armiðum að bráð sem hann átti í höggi við alla sína ritstjórnartíð hjá Landnemanum og varðist þá frækilega. Gálauslegar alhæfingar leiða oft til lim- lestingar á sannleikanum. Mörgum þætti að vonum kynlegt ef ég segði að atvinnupóli- tíkusar væru yfirleitt ekki atvinnuþorparar og styddi mál mitt þeim rökum, að ég hefði kynnzt einum sem væri þorpari aðeins í hjá- verkum. En röksemdafærslu af þessu tagi beitir Jónas æ oní æ í fyrrnefndum greinum félögum sínum í rithöfundastétt til niðrunar og óþurftar: talar um undantekninguna eins og reglu. Jónas Árnason byrjar ritsmíð sína á að leggja út af sögu ■— sennilega frumsmíð •— eftir 16 eða 17 ára skólapilt eins og hún væri kjörið dæmi um verk ungra höfunda á íslandi nú á dögum. Þetta gerir umræðugrundvöllinn strax í upphafi anzi losaralegan. Ef eitt verk eins höfundar er tekið sem dæmi um megin- * einkenni ájkveðins bókmenntatímabiljs, má ekki minna vera en valið sé þekkt, einkenn- andi verk eftir höfund sem að hefur kveðið á því skeiði er um ræðir. Hvorugu er hér til að dreifa: höfundurinn er nemandi í þriðja bekk menntaskóla og saga hans á engan hátt sérkennandi fyrir verk ungra höfunda al- mennt. Jónas hirðir ekki einu sinni um að rekja efni sögunnar að öðru leyti en því, að höfundurinn hafi sent hausinn á sér í hnatt- fliilg til tungfeins. Svona hálfsannindi og hártoganir fljóta daglega úr pennum pólitík- usanna, en óviðkunnanlegt er að sjá þau vaða uppi í skrifum rithöfundar um bókmenntir. Næst segir frá því, að skipsfélagar Jónasar hafa lesið fyrrnefnda sögu og furða sig stór- um á háttalagi haussins, fyllast heiftarbræði í garð ungra höfunda og halla sér með vax- andi kærleika að glæparitum sínum. Mér finnst Jónas Árnason eiga verulega sök á þessum óförum. Samvizka hans hefði tæplega beðið varanlegt tjón þó að hann hefði hreyft þeirri viðbáru: að stórum meinlausara væri þótt hugmyndaríkur skólapiltur sendi hausinn á sér út í geiminn en lítilsigldur sorp- ritari skemmti sér við að skera hausana af söguhetjum sínum, jafnvel þó þeir féllu ,,til jarðar, eins og eðlilegt væri.“ — Jónas segist áður hafa hvatt félaga sína til að „kynnast því sem ung skáld og rithöfundar hefðu fram að færa til eflingar menningunni," en bregzt þeirri skyldu sem hvatningunni fylgir: að leiðbeina þeim um val á góðum skáldskap eftir unga höfunda — og gefst svo „alveg upp á að reka áróður fyrir lestri g ó ð r a bókmennta um borð“, þegar þeir hafa rekizt á eina sögu sem þeim (og honum) ber saman um að telja beri til 1 é 1 e g r a bókmennta. Ég skil ekki samhengið því miður, og ekki er garpskapnum fyrir að fara: að leggja árar 19

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.