Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 4
og ekkert, en talsverðar f jallslægjur. Þar var ævinlega tvíbýli, enda örðugt og áhættusamt fyrir eina f jölskyldu að búa svo f jarri manna- byggð. — Þið eruð komin þrjú skáld þarna af svo til sömu slóðum: Stefán frá Hvítadal, Steinn og þú. Er það að þakka bókmenntalegu and- rúmslofti í Dölum heldurðu, eða? — Nei, ég lifði að minnsta kosti i fullkom- inni einangrun í æsku — fjarri öllum bók- menntahræringum. Og þó: þær voru þarna eins og víðar þessar ljóðelsku konur sem hafði alla ævina hungrað og þyrst í skáldskap, komizt einhverntíma yfir eina eða tvær bæk- ur og lært þær spjaldanna á milli. Móðir mín kunni til dæmis Snót. Ein sambýliskona okk- ar var ekki síður ljóðelsk — og hún átti eina kvæðabók: Ijóðmæli Kristjáns fjallaskálds. Sú bók, ásamt skáldskap Hallgríms Péturs- sonar og því sem konurnar kunnu, var fyrsti ljóðskóli minn í bernsku. enda var ég bölsýnt skáld í þann tíð. Svo var eitthvað til af rím- mn sem stundum voru kveðnar á vökunni. Ég man alltaf svipinn sem kom á þessar kon- ur þegar þær höfðu yfir kvæði — það var einhver upphafinn sælusvipur sem engin fá- tækt gat unnið bug á og hlaut að vekja hjá manni lotningu fyrir ljóðagerð. — Og kannski löngun til að reyna sjálfur? — Ja, það eitt er víst að ég hef sett saman vísur jafn lengi og ég man eftir mér. Þegar ég var strákur hvarflaði aldrei að mér neinn efi um að ég væri fæddur skáld. Efasemdirn- ar komu ekki fyrr en seinna. — 1 hvemig jarðveg féllu slíkir órar upp til heiða í Dölum fyrir hálfri öld? — Eins og þú getur nærri voru móðir mín og sambýliskona okkar óbrigðulir vemdarar á því sviði, og maður hinnar síðarnefndu, sem fór víða, hélt skáldskap mínum einnig mjög á loft. Hann átti son, jafnaldra minn, sem var mjög skurðhagur og smíðaði meðal annars hesta sem fóm á mismunandi gangi. Ég var aftur mjög hneigður fyrir allskonar krot og skrautstafagerð og skrifaði mikið á barnsaldri eða öllu heldur prentaði: ritaði kvæði mín með prentstöfum í smákver. Með þessar gersemar okkar félaga fór svo sam- býlismaðurinn út um borg og bý og við urð- um báðir frægir menn. Einu sinni gaf ég meira að segja út prentað blað sem hét Fjallakóngur og var ritað í anda Jóns Ólafs- sonar og Bjarna frá Vogi. En náttúrlega þótti sumum búhöldum ég ekki sérlega efni- legur dáti. — Þú ortir einu sinni mikið kvæði sem mér hefur alltaf þótt merkilegt verk: Karl faðir minn. Er þar dregin nokkurnveginn raunsönn mynd, eða ber að líta á flokkinn sem hetjukvæði um einyrkjabóndann ? — Hvorttveggja. — Mig minnir að Jónas frá Hriflu kallaði þig föðurníðing fyrir kvæðið. En faðir þinn? — Faðir minn minntist aldrei á það hvort sér hefði líkað kvæðið betur eða verr, en það eitt er víst að aldrei var kærara með okkur en eftir það, og ég hygg að mínir nánustu hafi fullkomlega 'skilið tilgang minn. Hins- vegar þóttust ýmsir þurfa að taka upp þykkj- una fyrir hann — jafnvel sumir sem ekki höfðu látið hag hans sig miklu skipta að öðru leyti. — Trúarandinn í fyrstu ljóðum þínum — er hann heimanfylgja ? — Móðir mín var einlæg trúkona og guð var sjálfsagður hátíðagestur þama í heið- inni, enda örðugt að aðgreina skáldagrillur og trúargrillur. Ég reis þó snemma gegn 2

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.