Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 24. MARS 200613 DV Fréttir De Niro kemurekki Þarsemekki fæstleyfi til að flytja dráttarhesta til landsins verður ekkert af því að stórleikarinn Robert De Niro heimsæki Island í tengslum við gerð myndarinnar Stardust. Að því er segir á horn.is stóð til taka meirihluta myndarinnar upp hér en nú verða aðeins nokkrar vetrarsenur teknar upp á íslandi. Tökur hefjast í Austur-Skaftafellssýslu um helgina. Mótleikkona De Niros í Stardust er Michelle Pfeiffer. Geisladiska- spilara stolið Geislaspilara og útvarpi var stolið úr bíl í Grindavík í fyrradag. Þjófurinn sem braust inn í bílinn skemmdi mælaborð bifreiðarinnar töluvert þegar hann þvingaði geislaspilarann úr mælaborðinu. Lögreglan í Keflavík er ekki búin að finna innbrotsþjófinn því engir sjónarvottar voru að verknaðinum. Algengt er að fólk læsi ekki bílunum sínum og auðveldar það þjófum að stela úr þeim. Ólæti á Cafe Mörk Tveir mikið drukknir menn voru ineð ólæti fyrir utan veitingastaðinn Cafe Mörk á Akranesi. Þegar lögreglan kom á staðinn voru mennirnir með mikil læti og illa gekk að handtaka þann sem verst lét því hann lamdi til lögreglumanna og sparkaði frá sér. Að lokum var hann færður í fanga- geymslu Lögreglunnar á Akranesi. Vinur hans sem einnig var mikið drukkinn freistaði þess að frelsa vin sinn úr fangelsinu og barði og lamdi lögreglustöðina að utan. Hann endaði á því að gista ásamt vini sínum í fangaklefa á lögreglustöð- inni á Akranesi. Á Litla-Hrauni eru sex fangar frá Litháen og af þeim eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli íslandssögunnar. Litháíska mafían hefur und- anfarin ár verið að færa út amfetamínmarkað sinn til Norðurlandanna og íslands þar með. Litháarnir óttast ekki afleiðingar þess að nást með fíkniefnin á leið inn í landið því vistin á Litla-Hrauni virðist reynast þeim léttbær. Rúnar Ben Maitsland trúnaðar- maður fanga Segirað enginn kvarti og allt á Litla-Hrauni sé til fyrirmyndar. Litla-Hraun Litháarnirsem þar dvelja segja fangavistina jafnast á við dvöl I sumarbúðum. Fangavist á íslandi er ekki eins slæm og víða annars staðar. Á Litla- Hrauni hafa fangarnir sérherbergi og flestir geta verið með sjón- varp og tölvu inni hjá sér. Sameiginleg aðstaða fanga er fjölbreytt og geta þeir stundað fjölda tómstunda í frítíma sínum. Rúnar Ben Maitsland, fangi á Lida-Hrauni, segir að Litháarnir tali um að vist- in á Litla-Hrauni sé eins og að vera í sumarbúðum. „Það er paradís fyrir Litháana að komast í frítt fæði og húsnæði og þeir segja að þetta sé eins og að vera í sumarbúðum," segir Rúnar Maits- land, fangi á Litía-Hrauni, sem situr af sér dóm fyrir fíkniefnabrot. Rúnar er trúnaðarmaður fanga og hann segir þá almennt mjög ánægða með vistina á Litía-Hrauni. „Það er eng- inn að kvarta yfir einu eða neinu, þetta er alit til fyrirmyndar," segir Rúnar. Útlendingar afplána bara helming dómsins Rúnar segir að samskipti íslensku fanganna og þeirra' útlensku séu mjög góð. „Utlendingarnir þurfa bara að sitja af sér helming tímans og eru svo lausir. Það gerist sjálfkrafa en við íslendingarnir þurfum að sækja um að fá styttingu á tímanum okkar. Ég þarf að sitja tvo þriðja tímans sem ég var dæmdur til að sitja," segir Rúnar. Hann segir að Lit- háarnir sem koma til landsins með eiturlyf séu ekki smeykir við að vera teknir því þeir viti að vistin á Litía- Hrauni sé góð og auk þess sitja þeir bara helminginn af dæmdri fangels- isvist. Getur gert hvað sem er „Það er nóg að gera fyrir þann sem sækist eftir því. Ég vinn í núm- eradeildinni við að búa til bílnúmer og svo lyfti ég alla daga. Annan hvern föstudag eru skákmót og skákkennsla og svo geta menn föndrað, málað eða dútíað við tölvuviðgerðir," segir Rúnar. Hann segir að það sé verið að koma upp Digital Island þannig að þeir geti horft á fjölda erlendra stöðva. „Svo eru allir með bíó inni hjá sér því flestir eru með DVD-spil- ara eða tölvu og geta horft á það sem þeir vilja." Hreindýrakjöt í matinn Rúnar segir að það sé verslun á Litla-Hrauni sem heitir'Rimlakjör og þar fæst allt mögulegt og ef það er ekki til er hægt að panta það sem hver og einn vill. „Það er hægt að kaupa dádýrakjöt, nautalundir og hreindýrakjöt, eða bara hvað sem er og svo getum við eldað þetta í sameiginlegri eldhúsaðstöðu sem við höfum hérna. Við fáum bara eina heita máltíð á dag og þurfum að sjá um okkar mat á kvöldin því það er bara brauð og álegg í boði og eftir langan tíma fær maður leið á því," segir Rúnar. Fær leyfi einu sinni í mánuði „Það er hægt að fá heimsóknir alla daga nema mánudaga og þriðjudaga og margir fá kærust- urnar sínar í heimsókn. Ég nenni ekki að eiga kærustu til að vera með hana á eyranu í símanum alla daga. Ég fer til Reykjavíkur í leyfi einu sinni í mánuði og hitti vini mína þar," segir Rúnar. Hann segir að hann losni af Litía-Hrauni í febrúar 2009. „Ég tek minn tíma út sem er tveir þriðju af tímanum sem ég var dæmdur til að sitja." jakobina@dv.is Litháinn Arvydas Madulskis Er | / gæsluvarðhaldi vegna aðildar að innflutningi á amfetamini. Það sem fangar fá á Litla-Hrauni: v Heimsóknirfimm daga vikunnar frá kl. 13 til 16 Tímakaup fyrir unna vinnu, 290 krónur á tímann v' Dagpeninga fyrir að vera í námi 1.100 krónurádag v Dagpeninga fyrir þá sem geta ekki unnið, 460 krónur á dag * Ökeypis nám og námsbækur v' Ókeypis læknisþjónustu * Ókeypis tíma hjá geðlækni v Ókeypis sálfræðiþjónustu * 75% af tannlæknaþjónustu greidda w' 9.000 króna gieraugnastyrk v Ókeypis líkamsrækt v' Ókeypis mat w Ókeypis hreinsun á þvotti v Ókeypis leigu á bókum MESTA URVAL YFIRBURÐIR ..... LANDSiNS Arnar Kristín AF GLÆSILEGUM HJÓLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAl V * E + R • K www.vikurverk.is TANGARHOFÐA 1 SIMI 55 7 7 720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.