Nýi tíminn - 31.10.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. október 1957 — NÝI TÍMINN — (3
Á seinni hluta síðustu aldar
bjó sá maður á Hraunsnefi í
Norðurárdal er Guðmundur hét
Sturlaugsson. Hann var Dala-
maður að ætt og uppruna en
fór 'ungur til Borgarfjarðar og
dvaldist þar til æviloka. Guð-
mundur var búmaður góður og
talinn auðugur en þótti forn í
háttum og sérkennjlegur í
látbragði og tilsvörum. Til er
erindi sem ort er um orðatil-
tæki Guðmundar í umræðum
um einhvern náunga er Guð-
mundi þótti ekki duglegur að
bjarga sér. Er erindið talið vera
eftir Ásmund Gíslason sem
lifandi úr áhlaupaveðrum, eða
lifði af vorharðindin. KonUrn-
■ar hétu á hann smjörtöflu e£
uppáhaldskúnni þeirra hlekkt-
ist ekki á um burðinn eða
mjólkaði vel. Ungu mennirnir
hétu á hann ef bónorðsferðin
gengi að óskum eða ef þeir
fengju jarðnæði sem þeir vildu
fá og ungu stúlkurnar hétu á
köttinn ef sá pilturinn kæmi
til þeirra sem þær óskuðu sér.
Hraunsnef er í þjóðbraut og
þar hefur löngum verið gest-
kvæmt. Ferðamenn, sem komu
eða gistu á Hraunsnefi og
fengu þar góðan beina, voru
GUÐMUN-DUR ILLUGASON:
Rfki kötturinn
hennar
Oddnýar á Hraunsnefi
kallaður var Dalaskáld og bjó
í Desey í Norðurárdal.
Meir en þekkti ég mannkind eina
mér var klárlega raun að því
kimni ei fá sér kráku neina
komst því sköturoðs hnakkinn í.
Horgoggur sá úr heiminum
húðskökkklast þó á endanum.
Kona Guðmundar Sturiaugs-
sonar hét Oddný Þorgilsdóttir.
í föðurætt var hún vestan úr
Dölum en í móðurætt af Fróða-
staðaætt í Hvítái-síðu. Oddný
Þorgilsdóttir lifði lengur en
Guðmundur og bjó nokkur ár
á Hraunsnefi eftir lát hans,
ásamt börnum þeirra.
Það var eitt sumar er Oddný
bjó ekkja á Hraunsnefi að
miklir óþurrkar gengu. Safn-
aðist mikið liey úti sem lá
undir skemmdum. Var mikill
uggur í fólki og horfði til
vandræða. Þá mxnntjst Oddný _
þess að einn frændi hennar í
Hvítársíðu hafði í liku tilfelli
fyrir nær hundrað árum heit-
ið á köft sinn til aðstoðar með
góðum árangri. Oddný átti um
þessar mundir kettling einn
fríðan og föngulegan. Er nú
ekki að orðlengja það að hús-
bændurnir á Hraunsnefi lofa
að ánafna eða gefa kettlingn-
úm kind, eina eða fleiri, ef
tíð breyttist til batnaðar svo
að sumarheyskapur eyðilegðist
ekki. Svo brá við áheit þetta
að tíð breyttist • strax til batn-
aðar og varð heyjum ölium
bjargað og heyskapur varð að
lokum með bezta móti á
Hráunsnefi.
Þessi tíðindi sþurðust brátt
um sveitina og síðan um hér-
aðið. Varð það fljótlega til
þéss að fólk fór að reyna
ágæti kattarins á Hraunsnefi
til áhfeita bæði til að öðlast
eftirsótta hluti eða höpp óg til
áð förðást 'yfirvofandi óhöpp.
Várð köttuHnn',,vél við“ sem
kallað er og uxu auðæfi hans
með ótrúlegum hraða. Bændur
hétu á • hann að gefa honum
kind ef fénáður þeirra slyppi
aldrei látnir borga neitt fyrir
sig, en þeim var sagt frá ágæti
kattarins til áheita og urðu
margir til að víkja að honum
góðu í trú á því að þá myndi
ferðin ganga vel.
Til kattarins á Hraunsnefi
bárust áheitín úr öllum áttum,
kindur, peningar, ull og smjör.
Eigandi kattarins, Oddný Þor-
gilsdóttir var þá orð.in öldruð
og að mestu hætt búskap er
hún og börn hennar fengu
Þórð Jónsson hreppstjóra á
Brekku í Norðurárdal til þess
að taka að sér vörzlu á fjár-
munum kattarins. Var þeim
bá öllum komið í peninga eða
kindur. Kindurnar voru leigð-
ar fjárfáum bændum. Leiga
eftir sex ær var 20 pund af
smjöri á ári, en smjörinu var
svo aftur komið í peninga.
Peningarnir voru svo í stöku
tilfellum lánaðir gegn góðri
tryggingu og auðvitað með
vöxtum.
Þórður hreppstjóri á Brekku
var afi þess Þórðar sem nú er
á Brekku. Hann hafði vörzlu
kattarsjóðsms og reikningshald
um nokkur ár og geymdi pen-
inga og skuldabréf hans í
kistli einum er afj hans Einar
Ámundason smjður í Örnólfs-
dal hafði smíðað. Kistill þessi
er ennþá til í eigu dótturdótt-
ur Þórðar á Brekku, Elínar
Ólafsdóttur hfr. á Háreksstöð-
um í Norðurárdal. Hann er með
fangamarki Einars Ámunda-
sonar forföður hennar og ár-
tali 1826.
Re'kningshald kattarsjóðsins
og rekstur hans hefur á tíma-
bili • varð all umflangsmikið.
Fyrir peningana úr kattar-
sjóðnum var m. a. keypt jörð-
in Stóra-Gröf í Stafholtstung-
um, sem var 24 hundruð að dýr-
leika að fomu mati. Gefur það
nokkra hugmynd um að sjóð-
ur þessi var þá orðúnn allmik-
ili, þár sem Hann átti auk þess
peninga bæðj í kistlinum og í
útlánum og margar ær í bygg-
ingu eða leigu hingað og þang-
_ - að og áhéitin, vextir - og leigur
drifu að úr öllum áttum.
En þegar hamingjusólin er
komin hæst á loft fer hún aft-
ur að síga til vjðar. Svo rejmd-
ist hér með sjóðinn kattarins
hennar Oddnýar á Hraunsnefi.
Bæði andleg og veraldleg mátt-
arvöld gengu á sama lagið að
stöðva gengi kattarsjóðsins.
Prófasturínn í Stafholti á-
minnti fólkið fyrir guðleysi að
vera að eyða fé sínu í einn
vesælan kött, en vanrækja
kirkjur og kristindóm. Reyndir
og ráðsettir bændur og sveit-
arstoðir töldu að Hraunsnefs-
fólkíð væri að fela eigur sínar
í káttarsjóðnum, því ekki þótti
liltækilegt að leggja útsvar
eða skatta á köttinn vegna
sjóðsins.
Þórður hreppstjóri á Brekku,
sem gegnt hafði gæzluvarðar-
starfi fyrir kattarsjóðinn með
mestu trúmennsku, vjldi nú ekki
gera það lengur. Hittist nú líka
svo á að tengdasonur Oddnýjar,
eiganda kattarins, var orðinn
oddviti Norðdæla. Var það Jón
Jónsson bóndi á Hvassafelli og
Hreðavatni, og var Oddný þá
komin til hans með sinn auð-
uga kött. Afhenti Þórður þeim
því kattarsjóðinn og fara eng-
ar sögur af þessu einkennilega
og sérstæða fyrjrbæri í borg-
firzku fjármálalífi eftir það.
En sögu rika kattarins henn-
ar Oddnýar var ekki þar með
lokið. Jón, tengdasonur Oddný-
ar, flutti stuttu síðar burtu úr
Norðurárádal og ætlaði að fara
að búa á Hofstöðum í Mikla-
holtshreppi. Hann komst þó
aldrei þangað til búskapar
frekar en Eggert Ólafsson forð-
um. Varð fyrir miklum fjár-
skaða og fleiri óhöppum og
fór að búa á Landbrotum í
Kolbeinsstaðahreppi. Oddný
tengdamóðir hans flutti þang-
að með honum og hafði auð-
vitað með sér hinn nafnkunna
kött sjnn. Oddný andaðist þar
stuttu síðar. Sagt er að allt
heimafólk hafí fylgt henni
þaðan til grafar að Kolbeins-
stöðum og að kötturinn hafi
elt það og farið þangað líka.
En hann fór ekki heim aftur,
heldur lagðist út. Sást hann
nokkrum sinnum á eftir, en
þótti lítt mannblendinn og var i
talið að hann héldi sig aðal-
lega í hraununum.
í Kolbeinsstaðahreppi er
mjkið af hraunum. Þaðan er
elzta sögn um eldgos á íslandi1
er „Borgarhraun brann“ á dög-
um Selþóris á Rauðamel. Sturl-!
unga segir frá því að vopnfim-
asti maður Sturlungaaldar, sem
kallaður var „bezta sverð
Norðurlanda" Aron Hjörleifs-
son frá Hítardal hafi leynzt
í hraunhelli einum í skjóli
systur sinnar á Syðri Rauða-
mel. Hellir hans hefur. nú verið
týndur og gleymdur síðan
nokkru fyrir síðustu aldamót.
í sumar fundust margir og
mikl.ir hellar í Gullborgar-
hrauni. Hraunin í Kolbeins-
staðahreppi eru víðáttumikil og
lítt rannsökuð. Einhvers stað-
ar í þessum hraunum var talið
að þessi ríkasti köttur, sem
sögur hafa farið af á íslandi,
hafj dvalið eftir að hafa fylgt
eiganda sínum til grafar og
sagt skilið við mannfólkið. Og
í einhverri .hraunholu eða hell-
isskúta þessara hrauna kunna
enn að vera beinin ríka katt-
arins .hennar Oddnýar frá
Hraunsnefi. -
4fnám áfengisveitinga hjá
ríki 02 ríkisstofnunum
ÞingsályKtunðrtillaga ílutt af þingmönn-
um þriggja flokka
Þingmenn úr þremur flokkum, Alfreð Gíslason, Pétur
Ottesen og Sigurvin Einarsson flytja í sameinuSu þingi
tillögu til þingsályktunar um afnám áfengisveitinga á
kostnað ríkis og ríkisstofnana: „Alþingi ályktar, að á-
fengir drykkir skuli ekki veittir á kostnað ríkisins eða
ríkisstofnana."
„Árið 1946 flutti Skúli Guð-
mundsson ályktunartillögu á
Alþingi um afnám vínveitinga
á kostnað ríkisins o.fl. I grein-
argerð, er fylgir tillögunni,
segir svo m.a.:
Tillögunni fylgir þessi grein-
argerð:
„Flestir æðstu vildamenn hér
á landi, sem I jtlda veizlur á
kostnað ríkisins, hafa þar vín
á boðstólum henda gestum sín-
um. Munu þeir telja, að eigi sé
sæmilegt að halda slíkar veizl-
ur eða samkvæmi án þess að
áfengir drykkir séu þar á boð-
stólum. Þó má finna dæmi þess,
að veizlur hafa verið haldnar,
án þess að áfengi væri veitt.
Má þar nefna hátíðarveizlu
ríkisins á Þingvöllum árið 1930,
sem þáverandi forsætisráð-
herra, Tryggvi Þórhallson,
veitti forstöðu. Það dæmi ætti
að nægja til að sanna, að þau
samkvæmi, sem haldin eru án
vínveitinga, eru virðulegust og
með mestum menningarbrag.
Hér er lagt til, að hætt verði
með öllu að veita áfengi á
kostnað ríkisins og ríkisstofn-
ana, þar sem vínveitingar af
hálfu þeirra aðila verða að
teljast óviðeigandi. Ef æðstu
embættismenn og valdamenn í
þjóðfélaginu hætta að veita vín
í veizlum og samkvæmum, má
vænta þess, að margir aðrir
taki sér þá til fyrirmyndar í
bví efni, og gæti sú ákvörðun
þannig haft allviðtæk áhrif í
þá átt að draga úr áfengis-
neyzlunni.“
Þessi tillaga mun ekki hafa
fengin neina endanlega af-
greiðslu.
Ári síðar fluttu þeir Skúli
Guðmundsson, Pétur Ottesen,
Sigfús Sigurhjartarson, Hanni-
bal Valdimarsson, Halldór Ás-
grímsson og Páll Þorsteinsson
tillögu sama efnis, og fór eins
um afgreiðslu hennar. Enn var
sama mál flutt í tillögufonrii
árið 1949 og með sama árangri.
Voru flutningsmenn í það
skipti Skúli Guðmundsson,
Pétur Ottesen, Hannibal Valdi-
mai-sson, Lúðvík Jósepsson,
Páll Þorsteinsson, Halldór ás-
grímsson og Vilhjálmur Hjálm-
arsson.
Nú er hér enn einu sinni
lagt til, að áfengisveitingum á
kostnað ríkisins verði hætt með
öllu. Um rökstuðning nægir að
;a til þess, sem um getur í
greinargerð Skuia Guðmunds-
sonar. Leggja flutningsmenn
megináherzlu á gildi fordæmis-
ins í þessu máli. Ef Alþingi,
ríkisstjórn og ríkisstofnanir
legðu niður áfengisveitingar í
samkvæmum sínum, þá skap-
aðist fordæmi, sem án efa
mundi hafa víðtæk áhrif til
góðs. Slík ráðstöfun mundi
hvarvetna mælast vel fyrir.
Bæjarfélög mundu sennilega
skjótt taka upp sama sið og
feta í sömu spor að meira eða
minna leyti. Skemmtanalif er
nú um oC spillt með áfengis-
neyzlu, eins og alkunna er, og
því er góðs fordæmis æðstu
manna brýn þörf.
Öllum þorra landsmanna
mun bafa fallið vel í gerð sú
ráðstöfun ríkisstjórnarinnar 17.
júní sl. að veita ekki áfengi í
gestaboði því, er hún efndi til
þann dag. Þetta nýmæli vakti
athygli, og var um það rætt og
ritað. Komst eitt dagblaðanna
m.a. svo að orði í tilefni þess:
„Það, sem þjóðin væntir af
forustumönmiTr! sínum, er ekki
■zt forganga um nýja og betri
siði. Rétt spor var stigið í
þessa átt af hálfu ríkisstjórn-
arinnar 17. júní. Nú er það
hennar og forseta íslands að
fylgja þessu máli enn betur
fram og fara helzt alveg að
dæmi Tryggva Þórhallssonar.“
Að þvi er stefnt með flutn-
’ngi þessarar tillögu."
Framkoma Guðmundar í.
vinstri stjórn til vansœmdar
Aðalfundur Æ.F.R. haldinn í Reykjavík 25. október 1957,
vítir harðlega utanríkisráðherra, Guðmund I. Guðmundsson,
fyrir stjóm hans á framkva'md hernámssamningsins frá 1951,
og bendir á þá staðreynd, að ekki hefur um langt skeið borið
meira á amerískum hermönnum utan hernámsstöðvanna né
eftirlitið með ferðum þeirra ,-erið slælegra en síðan þessi ráð-
herra tók \ið umsjóii þeirra mála.
Jafnframt fordæmir Æ.F.K. framkomu ráðherrans, sem full-
trúa íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna og mótinælir þeim
sjónarmiðum, sem fram koinu i útvarpsávarpi hans á degi
S.Þ. 24. okt. s.I., sem eru sjónarmið svaríasta afturhalds
Evrópu og Bandarikjanna og annarra þeirra afla, sem bera
ábyrgð á kalda stríðinu og vígbúnaðarkapphlaupinu.
Sjónarmið og vinnubrögð þessa ráðherra eru í cngu sam-
ræmi við yfirlýsta, stefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar i utanrík-
ismálum og móðgun við fylgismenn hennar.
ÆJF.R. álítur því, með skirskotun til ofanritaðs, að áfram-
haldandi seta Guðmundar 1. Guðmundssonar í ráðherrastóli
sé vinstri stjórn til vansæmdar og lítilsvirðing við þjóðina. ,