Nýi tíminn


Nýi tíminn - 31.10.1957, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 31.10.1957, Blaðsíða 10
10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 31. október 1957 Sovézk kona lýs- ir Islandsferð í sumar kom hingað kvsnnanefnd frá Ráðstjórn- arríkjunum, dvaldist hér um skeið og ferðaðist um landið. Nú hefur Nýja tímanum borizt grein um Islandsförina frá einum þátttakendanna. Eistlend- ingnum Erminu Mae, sem er að atvinnu vefari í Krenholmvefnaðarverk- verksm ðju með sínar hreinu, björtu vinnustofur. Verksmiðj- an framleiðir bæði fíngerð ull- arefni og grófari dúka og á- breiður. Vefararnir eru marg- ir karlmenn, en flestar kvenn- anna vinna að hespun, eftirlit.i og öðrum þvílíkum störfum. Framleiðslan er ekki háð á- kveðinni áætlun í einstökum grrinum. Starfsfólki er greitt Kvennasendine-fndin frá Ráðstjórnarríkjunum. smiðjunni, Fer greinin hér á eftir í heild: Seint í júnímánuði kom sendinefnd kvenna frá Ráð- stjórnarríkjunum til fslands í boði Menningar- og friðarsam- taka íslenzkra kvenna. í sendi- nefndinni voru T. Jershova, starfskona við Rannsóknar- stofnun alþjóðarhagfræði, A. Smolnikova, forstöðukona Mik- ojan-verksmiðjunnar í Lenín- grad, R. Smimova frá Kvenna- nefnd Ráðstjórnarríkjanna og svo höfundur þessarar grein- ar. Við fórum frá Moskvu til Danmerkur með einni af flug- vélum Flugþjónustu Ráðstjóm- arríkjanna, en þaðan til Reykjavikur, höfuðborgar ís- lands, með flugvél félagsins SAS. Á flugvellinum var okk- ur hjartanlega fagnað af stór- um hópi fulltrúa íslenzkra kvennasamtaka og sendiherra okkar á íslandi, P. Jermoshín. Á íslandi vorum við gestir kvennasamtakanna og dvöld- umst þar tvær vikur. Við vor- um fyrsta erlenda sendinefnd- in, sem Menningar- og friðar- samtök íslenzkra kvenna höfðu boðið til íslands. Ferðaáætlun okkar var við það miðuð, að okkur mætti veitast kostur á að kynnast lífj íslenzku þjóðar- innar, enda vorum við önnum kafnar alla dagana. Á morgn- ana skoðuðum við verksmiðj- ur, skóla, heilbr'gðisstofnanir o.s.frv., og á kvöldin vorum við gestir ýmissa kvennasam- taka. Og hvað fengum við þá að sjá i þessu landi? ísland er hálent eyland með fjölda eldfjalla og hvera. Strendur landsins eru mjög vogskornar. Aðalatvinnuvegir landsmanna eru fiskveiðar og sauðfjárrækt, og ullarvefnað- ur er aðalgrein íslenzks iðnað- ar. Við skoðuðum ullarvefstöð á Akureyri, þar sem starfandi eru tvö hundruð verkafólks. Éu kunni vel við þessa lithr tímakaup. Meðalkaup karl- ma.nns eftir fjögurra ára starf er 4000 krónur á mánuðj. Mán- aðarkaup kvenna er 1000 kr. lægra. Þessi launamismunur á sér stað í öllum iðnaði landsins. íslenzkar konur vilja ekki sætta sig við þetta, og bar- áttukjörorð þeirra er: Sömu Háskólann, -en hann sækja 750 stúdentar. Aðeins hehningur stúdenta nýtur námsstyrkja. Stúdentar sem stunda nám er- lendis, hljóta námsstyrki um þrjggja ára skeið. Á fjórða og fimmta ári eru þe;m veitt rík- islán, sem þeim ber að endur- greiða á 10 árum. í heima- vistarskólum er námsgjald 850 krónur. í Reykjavík er vel búið sjúkrahús. Allir eiga rétt til lækn shjálpar, gegn því, að hver og einn, er náð hefur 16 ára aldri, greiði 45 króna sjúkrasamlagsgjald á mánuði. Ekkert gjald er greitt fyrir læknishjálp, sem veitt er í lækningastofum sjúkrahúsa, né fyrir heimsóknir læknis, ef^ sjúklingur hefur greitt 45 króna mánaðargjald sitt. Iðnaðarfyrirtæki halda ekki uppi neinum dagneimilum né vöggustofum fyrir böm verka- fólksins. Nokkur dagheimili eru í Reykjavík, og eru það ýmsar góðgerðarstofnanir, sem reka þau. Dagheimilin taka við börnum frá tveggja til sex ára aldurs. Gjald fyrir máltíð- ir er 365 krónur á mánuði. Því nær á hverju kvöldi var sendinefndinni boðið á fundi með einhverjum kvenfélögum. Margar íslenzkar konur eru mjög áhugasamar um- Ráð- stjórnarríkin. Við reyndum að veita þeim sem viðtækasta fræðslu um líf kvenna í Ráð- stjórnarríkjunum, störf þeirra og hressingarstofnanir, barna- hejmili í Ráðstjórnarríkjunum og baráttu þeirra fyrir friði í heiminum. Baráttan fyrir friði og vin- áttu þjóða í milli á vaxandi [ fylg.i að fagna meðal íslenzkra kvenna. Menningar- og friðar- Sendinefndin í boði forsetahjónanna á Bessastöðum laun fyrir sömu vinnu. Verka- kvennafélagi e.nu innan fisk- vinnslunnar hefur tekizt að fá framgengt launajafnrétti. Á íslandi er konum ekki greitt kaup fyrir orlof vegna barns- burðar. Sendinefnd okkar skoðaði fiskvinnslustöð eina í Reykja- vík. F.skvinnslan er að öllu leyti rekin með vélaafli. Á meðan við skoðuðum stöðina, var verið að búa þar um karfaflök. Okkur þótti mikið til þess koma, hversu öll vinna fór þarna hreinlega og snyrti- lega fram. Margir unglingar vinna í verksmiðjunni sumarmánuðina. Það er siður margra foreldra að ráða böm sín til fisk- vinns'.ustarfa- • á sumrin, er skólatíma lýkur.. í Rejdcjavík skoðuðum við samtök kvenna, Mæðrafélágið og fleiri félög hafa ákveðið að sameinast' til baráttu fyrir friði. Sendinefnd vor kynntist ekki aðeins samtökum ■ kvenna. Okkur var boðið liéi'm’tH Hall- dórs Laxness, fithöfundarins, sem er formaður vináttufélags íslands og Ráðstjórnarríkj- anna. Við þáðum heimboð .af. forsetafrú fslands, við áttum tal vjð ritstjóra kvénnablaðs- ins „Melkorku“, og , okkur veittist tækifæri til að kynn- ast forystukonum verka- kvennafélaga. Hannibal Váldi- marsson félagsmáláráðherra íók á rrióti : sendinéfndinni á hinum forna samkomustáð -Al- þjngis, sém er íslendingum he’gistaður.' Þarna háfði mörg- um fulltrúum kvénfélaga og verkalýðsfélaga.Yerið. boðið'til miðdegisverðar, sem fram fór í anda alúðar og vinsemdar. íslenzku konumar fullvissuðu okkur um, að þær myndu halda áfram starfsemi fyrir eflingu friðar og vináttu við Ráðstjómarríkin. Ég eignaðist marga vini á Islandi. Við bundum traust vináttubönd við skáldkonurn- ar Halldóru Bjömsdóttur og Sigríöi Ejnarsdóttur og ýmsa aðra íslendinga. Á heimilum þeirra vina minna sá ég all- margar sovézkar bækur, og tók ég sérstaklega eftir „Lygn streymir Don“ eftir Sjolokov og „Vegurinn til Golgata“ eft- ir A. Tolstoy. Áður en við fórum af ís- landi, hafði P. Jermoshín, ambassador , Ráðstjórnarríkj- anna á íslandi, boð inni fyrir sendinefndina. Við sungum þar ásamt íslenzkum konum bæði rússneska og islenzka söngva. íslendingarnir sýndu okkur þjóðdansa sína. Sem fulltrúi Sovét-Eistlands vakti ég mikla athygli meðal ís- lenzkra kvenna. Þær báðu mig að ber,a hugheilar kveðjur frá sér til kvenna Eistlands og skýra þeim frá því, sem við hefðum séð á íslandi, og sér- staklega létu þær í Ijós ósk.ir um það að korna á vináttu- tengslum við konur Sovét-Eist- lands. Fjárfestingm Framhald af 9. síðu. er í löndum þessum. Bæði ár- in 1955 og 1956 var neyzlu- fjárfestingin meiri en fram- leiðslufjárfestingin, fyrra ár- ið 54% og síðara árið 56% heildarfjárfestingarinnar. — Þessi skipting fjárfestingar- innar 1955 og 1956 er sýnd í töflu n. Þessar tölur bera það með sér, að hin hlutfalls- lega háa heildarfjárfesting hér á landi stafar af einstak- lega mikilli neyzlufjárfest- ingu, en ekki af óvenjulega mikilli fjárfestingu í atvinnu- vegunum. Þessi meginskipting fjá'r- festingarinnar segir þó ekki alla söguna. Raunverulegar tekjur á íbúa eru misjafnlega miklar í löndum þessum. Þannig er heildarfjárfesting álíka stór hluti vergrar þjóð- arframleiðslu á Italíu og í Vestur-Þýzkalandi, en þar sem raunverulegar tekjur á íbúa eru mun meiri í Vestur-Þýzka- landi heldur en á Italíu, verja Vestur-Þjóðverjar nær tvöfalt meiri verðmætum á íbúa til fjárfestingar en ítalir, eins og ráðið verður af töflu III. sýnir fjárfestingu á Italíu, Frakklandi, Vestur-Þýzka- landi og Bretlandi, metna til dollara á \ erðlagi ársins 1950. Á sama hátt verja Vestur- Þjóðverjar miklu stærri hluta vergrar þjóðarframleiðslu til fjárfestingar en Bretar, en þar sem raunverulegar tekjur á íbúa eru stærri í Bretlandi en í Vestur-Þýzkalandi, verja þessar þjóðir á íbúa álíka miklum verðmætum til fjár- festingar. Fyrir hendi eru engar sam- bærilegar heimildir um fjár- festingu hérlendis við þær, sem dregnar eru saman í töflu III. Til viðmiðunar. verður samt rejmt að meta lauslega f járfestingu hérlendis; 1954 til dollara á verðlagi ársins 1950 Verðhækkanir verða métnar samkvæmt þeirri vísitölu,. sem Framkvæmdabanki Islands hefúr unnið upp úr vísitölu framfærslukostnaðar og nefnd er vísitala neyzluvarnings, en f járfesting 1954 síðán færð til verðlags 1950. Þá er næst sá vandi á höndum að ákveða á hvaða gengi upphæð f járfest- ingarinnar skuli yfirfærð í dollara. Til bragðs var tekið áð bæta við skráð kaupverð dollárauppbót, sem var hlut- fallslega jöfn þeirri viðbót við f.o:b -andvirði útflutmngs- ins, sem útflyjendur fengu úr bátagjaldeyriskerfinu. Tekjur bátagjaldeyriskerfisins námu 71 milljón króna 1954, en það ár var f.o.b.-andvirði útflutn- ingsins 856 milljónir. króna. Framlög bátagjaldeyriskerfis- ins hafa þannig numið um 8,4% af f.o.b.-andvirði út- flutningsins. En þegar 8,4% er bætt við skráð kaupverð dollara verður það 17,62 krónur.*) Fjárfesting á íbúa hérlendis metin þannig 1954 til dollara á verðlagi ársins 1950 reyndist vera jafnvirði 185 dollara. (Sjá töflu IV). Ef þessi niðurstaða er nærri sanni mun raunveruleg fjár festing á íbúa hérlendis 1954 hafa verið meiri en í öllum þessara fjögurra landa, Italíu, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi. En þegar fram- leiðslufjárfestingin er borin saman, gegnir öðru máli. Ef framleiðslufjárfestingin í lönd- um þessum er talin nema sömu hundraðshlutum heildar- fjárfestingar 1954 og hún nam að meðaltali árin 1950— 1954, verður niðurstaðan sú, að framleiðslufjárfesting á í- búa hefur verið meiri i Vest- ur-Þýzkalandi og Bretlandi heldur en hér á landi, en minni í Frakklandi og ítalíu. Ef þessi niðurstaða er rétt, mun franileiðsluf járfesting hérlendis hafa verið sízt of mikil undanfarin ár, Þar eð taka verður tillit til, að at- vinnuvegir Bretlands og Vest- ur-Þýzkalands hafa náð miklu hærra þróunarstigi en íslenzlc- ir atvinnuvegir og náttúru auðæfi landa þessa eru meiri en Islands. *) Kaupmáttur dollars 1954 hefur án efa vevið meiri en 17,62 króna íslenzkra. Hinni formlegu gengisskránjngu var hægt að halda uppi, vegna þess að gjaldéyrir var skammt- aður og landið hafði aðrar gjaldeyristekjur en af útflutn- ingi íslenzkra vara. Bevan Framhald af 6. síðu. eyða honum. Máske er þama að finna lausnina á því leynd- armáli, hvers vegna náttúru- vísindm hafa tekið svó ein- stæðum framförum þar eýstra, enda þótt seinna væri áf stáð farið en annarsstaðar. Gre/ðið Ný'ia timann

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.