Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 1
< RITSTJÓRI: í j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | ( ÚTGEFANDI: < FRAMSÓKNARFLOKKURINN. } í ) PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ i Símar 3948 og 3720. \ 27. árg. Reykjavík, föstudagmn 20. ágúst 1943 82. blað r Hvað fá bændurnir fyrír afurðirnar? Vísltölnnefndim Jiefir reiknað ut, livaS |>eir fmrfa að fá, en^Alþingi og verglagsnefndirnar eiga eftir að tryggja l>eim það. Tíminn birtir í dag niðurstöð- ur vísitölunefndar landbúnað- arins um verðlag landbúnaðar- vara, er tryggi bændum sömu kjör og öðrum vinnandi stéttum. Verkefni nefndarinnar var á- kveðið þannig í dýrtíðarlögum: „Skipa skal sex manna nefnd, er finni grundvöll fyrir vísitölu framleiðslukostnaðar landbún- aðarafurða, er fara skal eftir við ákvörðun verðs landbúnað- arvara, og hlutfall milli verðlags landbúnaðarvara og kaupgjalds stéttarfélaga, er miðist við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði, verði í sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra vinnandi stétta. Skal í því sambandi . tekið .tillit til þess verðs, sem fæst fyrir útfluttar Iandbúnaðarafurðir.“ í samræmi við þetta reyndi nefndin að finna út, hvað bóndi með meðalbú þyrfti að fá fyrir afurðir sínar til þess að bera úr býtum svipað og aðrar stéttir. Niðurstaðan varð sú, að til þess þyrfti bóndinn að fá það verð fyrir einstakar afurðir og hér segir (talið í kr.): Mjólk lítra 1.23 Nautakjöt kg. 6.20 Kýrkjöt kg. 3.00 Kýrhúðir kg. 1.60 Kjöt af dilkum, veturgömlu og sauðum kg. 6.82 Ærkjöt kg. 3.50 Gærur kg. 3.50 Ull kg. 8.50 Hrossakjöt.kg. 3,00 Hrosshúðir kg. 1.60 Kartöflur tn. 106.00 Þetta er aðeins verðið, sem bóndinn á að fá. Útsöluverðið er enn ófundið, en það verður að finnast með því að bæta við þetta verð öllum sölukostnaði og einnig verðjöfnunargjaldi, ef Alþingi gerir eigi ráðstafanir til að verðbæta útflutningsvörur sérstaklega, þannig að fyrir þær fái bóndinn einnig ofangreint verð. En til þess er ætlazt í dýr- tíðarlögunum, að verðlagningin miðist við það. Útsöluverðið verður því ekki hægt að ákveða fyrr en vitað er um vilja Alþingis í þessum efn- um, en það eru verðlagsnefndir landbúnaðarins, er endanlega eiga að ákveða það. Ákvörðunin um þetta efni verður því fyrsta stórmálið, er kemur fyrir næsta Alþingi, og sem það verður að ráða til lykta á örfáum dögum. Er það augljóst mál, að ríkis- sjóður verður, eins og sakir standa, að verðbæta útflutn- ingsvörurnar verulega, því að annars hlýtur verðlagið að hækka svo mikið, að dýrtíðin eykst stórkostlega. Það má segja, að verkefni vísitölunefndar hafi verið að finna út, hvað bændur þyrftu að fá fyrir afurðirnar til þess að bera svipað úr býtum og verka- menn. Því starfi er lokið. Verk- efni Alþingis og verðlagsnefnda er að tryggja bændum þetta verð. Það er enn eftir. Eigi mun af því veita, að bændur standi fast saman um það mál, ef viðunandi lausn á að fást. Eftir starf vísitölu- Skýrt írá aðierðum nefadarinnar tíl að finna meðalbá, kaup verkafólks og laua bóndans Á öörum stað í blaðinu er birtur grundvöllur landbún- aðarvísitölunnar, er vísitölunefndin telur sig hafa fund- ið, ásamt skýringum á honum. Auk þess hefir nefndin skilað sérstöku áliti, þar sem frekari skýringar eru veitt- ar á starfsaðferðum hennar. Fara hér á eftir aðalatriði þess álits, aðeins felldir niður stuttir kaflar, er mega heita samhljóða skýringum þeim, er fylgja grundvallarreikn- ingunum. Alls hélt nefndin 60 fundi og kynnti sér fjölda heim- ilda. Verður eigi annað séð en að hún hafi afkastað miklu starfi og reynt að vinna verk sitt sem vandlegast. Meðalbiiið. Eitt hið fyrsta er nefndin kom sér saman um að taka til athug- unar var, hvort hægt mundi vera að tayggja landbúnaðarvisitölu á niðurstöðum búreikninga þeirra, sem búreikningaskrifstofa ríkis- isins hefir unnið úr undanfarin ár. Tala þessara búreikninga er aðeins um 40 á ári, og var því strax byrjað á athugunum á því, að hve miklu leyti meðaltölur" þessara búreikninga hefðu gildi sem sýnishorn af meðalbúskap í landinu. Við þennan samanburð var fyrst og fremst stuðst við eftirfarandi gögn: Hagskýrslur, skattskýrslur bænda úr, nokkr- um hreppum víðsvegar um land- ið, innflutningsskýrslur frá á- burðareinkasölu rikisins, naut- griparæktarskýrslur, skýrslur frá kjötverðlagsnefnd, Sláturfé- iagi Suðurlands o. fl. Við þennan samanburð komu meðal annars fram eftirfarandi atriði: 1. — Meðal búreikningabúið er nokkru stærra en meðal lands- búið. 2. — Meðal skrokkþungi sauð- fjár á búreikningabúinu er nokkru meiri en landsmeðaltalið sýnir, en ullin lítið eitt léttari. Að öðru leyti má gera ráð fyrir, að afurðir búreikningabúsins séu i nokkurnveginn réttum hlutföllum við meðal landbúið, þegar miðað er við stærð. 3. — Vinnan við búreikninga- búið er nokkru meiri en við með- al landsbúið, og virðist ekki fjarri því, að magn hennar §tandi í réttum hlutföllum við bústærðina. Hið sama má segja um aðra kostnaðarliði. Þessar niðurstöður leiddu til þess, að nefndin varð sam- mála um að leggja meðaltal bú- reikninga frá árunum 1936— 1940 til grundvallar við útreikn- :ng á tekjum og gjöldum þess bús, sem landbúnaðarvísitalan skyldi byggð á. Þær einar breyt- ingar voru á búreikningameðal- talinu gerðar, að magn á kinda- kjöti var minnkað lítið eitt, ull- armagnið aukið og verðlags- hækkun á heyi dregin frá tekj- um af fóðrafé og heysölu. Þegar nefndin hafði i aðal- atriðum komið sér niður á því samkvæmt búreikningum, hvaða kostnaðar- og tekjuliði bæri að taka með í vísitölureikninginn, var tekið að ákveða hvern lið sérstaklega. Kanp verkafólks. Upplýsinga um kaupgreiðslur bænda hefir nefndin reynt að nefndar hafa þeir fastari grundvöll til að standa á en áð- ur. Nú geta þeir sýnt, hvers þeir eiga að krefjast til þess að bera ekki minna úr býtum en vinnustéttir bæjanna. afla sér með beinum skýrslum úr öllum sýslum landsins. Sneri hún sér til eins hreppstjóra í hverri sýslu og sendi honum skýrslueyðublöð til útfyllingar um kaupgreiðslur allra bænda í hreppnum fyrir keypta vinnu árið 1942—43 frá hausti til hausts. Skyldi nafngreina hvern mann, er kaup væri greitt, og til- greina aldur hans, svo og til hvaða starfs hann væri ráðinn, fyrir hve langan tíma og um hvað leyti árs á þessu tímabili, hve mikið kaupið væri í pening- um og hve mikið væri greitt auk þess í fríðu, fyrir utan fæði, hús- næði og þjónustu (svo sem fóðr- un fénaðar o. fl.). Leitasf var við að velja þá hreppa til þessara skýrslugjafa, sem væru nokk- •urnveginn hreinir landbúnaðar- hreppar, og var því forðast að taka með hreppa, er náðu yfir kauptún eða sjávarþorp. Enn- fremur var leitast við að fá með bæði hreppa með yfirgnæfandi nautgriparækt og hreppa með yfirgnæfandi sauðfjárrækt, og svo aðra þar í milli. — Þessir hreppar urðu fyrir valinu: Dyrhólahr. í V.-Skaftafellssýslu Djúpárhr. í Rangárvallasýslu, Hraungerðishr. í Árnessýslu, Kjalarneshreppur í Gullbr.sýslu, Leirár- og Melahr. í Borgf.sýslu, Stafholtstungnahr. í Mýrasýslu, Staðarsveit í Snæfellssýslu, Miðdalahreppur í Dalasýslu, Barðastr.hr. í Barðastr.sýslu, Mýrahreppur í ísafjarðarsýslu, Kaldrananeshr. í Strandasýslu, Áshreppur í Húnavatnssýslu, Seiluhr. í Skagafjarðarsýslu, Hrafnagilshr. í Eyjafjarðarsýslu, Ljósav.hr. í S.-Þingeyjarsýslu, Öxarfj.hr. í N.-Þingeyjarsýslu, Pellnahreppur í N.-Múlasýslu, Skriðdalshreppur í N.-Múlasýslu, Mýrahr. í A.-Skaftafellssýslu. Skýrslueyðublöðin voru send út um land eftir miðjan júní- mánuð og þess óskað að þau yrðu endursend fyrir miðjan júlímánuð. Fyrir lok júlímánað- ar voru þau komin aftur úr öll- um hreppunum, nema einum. Allmjög voru skýrslurnar mis- munandi að gæðum, voru sumar prýðilegar, en öðrum töluvert ábótavant. Þó voru þær yfirleitt viðunandi. Sýnilegt þótti þó, að upplýsingar skýrslanna um kaupgreiðslur til vandamanna, einkum vinnandi barna, voru miklu óábyggilegri heldur en upplýsingar um kaupgreiðslur til vandalausra, (og stafar það sjálfsagt atf því, að kaupgreiðsl- ur þessar eru ekki raunverulega intar af hendi, heldur áætlaðar sem innstæða í búinu og fara þá stundum töluvert fram úr því, sem greitt er til vanda- lausra, en eru líka oft langt þar fyrir neðan). Varð það því að ráði í nefndinni að byggja ein- göngu á upplýsingum skýrsln- (Framh. á 4. síðu) Grundvöllur vísitölu landbúnaðarins Hér fer á eftir yfirlit vísitölunefndar um rekstrar- kostnað meðalbúsins, en afurðaverðið er látið byggjast á því, að það gefi bændunum tilsvarandi tekjur og aðr- ar stéttir bera nú úr býtum: Kjarnfóður: 800 kg. síldarmjöl 61,00 . 283 kg. maísmjöl 93,17 . Tilbúin áburður: 72 kg. köfnunarefni 3,72 36 kg. fosfórsýra 1,66 ... 29 kg. kalí 1,57 ........ 488,00 264,00 268,00 60,00 46,00 Viðhald fasteigna: Timbur ........ Þakjárn .... Málning .... 297,00 169,00 116,00 Viðhald verkfæra: Tréverkfæri Járnverkfæri Leðurverkfæri 147,00 127,00 82,00 Vextir: ........... Flutningar: ..... Lækningar og meðul: Opinber gjöld: .... Kaun verkafólks: Útborgað kaup .......................... 8.632,00 Fæði, húsnæði o. fl..................... 3.672,00 Kaup bóndans: 752,00 374,00 582,00 356,00 900,00 524,00 54,00 48,00 12.304,00 14.500,00 Samtals 30.394,00 Þar frá dragast þessar tekjur: Selt fóður og hey, 22 kinda fóður 60,00 1.320,00 Hestavinna ............................. 82,00 Styrkir ................................. 185,00 Ýmislegt .............................. 435,00 2.022,00 Samtals 28.372,00 Upphæðin 28.372 kr. samsvarar vísitölunni 100. Skiptist hún þannig niður á afurðirnar, bæði þær, sem eru seldar og notað- ar heima: Afurðir af nautgripum: Mjólk .................... Nauta- og alikálfakjöt . . Kýrkjöt .................. Húðir .................... Sauðf.iárafurðir: Kjöt af dilkum, veturgömlu og sauðum ............... Kjöt af öðru fé ........... Gærur ..................... Ull ....................... Afurðir af garðrækt: Afurðir af hrossum: Hrosshúðir 12.650 kg. 1,23 15.559,50 140 — 6,20 868,00 170 — 3,00 510,00 25 — 1,60 40,00 16.977,50 1.000 kg. 6,82 6.820,00 161 — 3,50 563,50 224 — 3,50 784,00 110 — 8,50 935,00 9.102,50 17 tunnur 106,00 1.802,00 150 kg. 3,00 450,00 25 — 1,60 40,00 490,00 Samtals 28.372,00 Skýrinjefar vid gfrundvöll landbún- aðarvísitölunnar Kjarnfóður. Reiknað er með útsöluverði síldarmjöls frá síldar- mjölsverksmiðjunum, þegar vísitalan er ákveðin, að viðbættu meðaltali á mismuninum milli útsöluverðs síldarmjöls til bænda frá 4 kaupfélögum (Kaupfélagi Árnesinga, Kaupfélagi Borgfirð- inga. Kaupfélagi Eyfirðinga og Kaupfélagi Héraðsbúa) og út- söluverðs síldarmjölsverksmiðjanna næsta þáust á undan. Maísmjöl er reiknað með heildsöluverði í Reykjavík, þegar vísitalan er ákveðin, að viðbættu meðaltali á mismuninum milli útsöluverðs maísmjöls til bænda frá 4 kaupfélögum næsta haust á undan og heildsöluverði maísmjöls þá. Tilbúinn áburður. Farið er eftir upplýsingum um útsöluverð á tilbúnum áburði frá 4 áðurnefndum kaupfélögum og reiknað út eftir því meðalverð á köfnunarefni, fosfórsýru og kalí. Viðhald fasteigna. Þessi liður er látinn breytast eftir verði á timbri, þakjárni og málningu. Notaðar eru sömu verðupplýsing- ar um þessar vörur, sem notaðar eru við ákvörðun húsaleigu- vísitölu í Reykjavík. Viðhald verkfæra. Þessum lið er skift í 3 undirliði, tré-, járn- og leðurverkfæri, og hver þeirra látinn breytast eftir verðlagi í Reykjavík á einstökum stærri landbúnaðartækjum, tréverkfærin eftir verði á kerrum, járnverkfærin eftir verði á sláttuvélum (Deerings) og leðurverkfærin eftir verði á aktýgjum. Vextir eru teknir með óbreyttri upphæð frá ári til árs. Framh. á 4. síðu. Á víðavangi KLÍKA BRYNJÓLFS FER ENN Á STÚFANA. Yfirleitt mun ríkja ánægja yfir því, að samkomulag náðist í vísitölunefndinni um afurða- verð það, sem bændur þurfa að fá, ef þeir eiga að bera svipað úr býtum og aðrar vinnandi stéttir. Með þvi er rutt úr vegi miklu ágreiningsmáli, er um alllangt skeið hefir tálmað lausn dýrtíðarmálanna og aukið úlf- úð milli framleiðenda og launa- fólks. Það eru þó ekki allir, sem fagna þessu samkomulagi. Með- al þeirra, sem kosið hafa auknar deilur hins starfandi fólks til hags .fyrir stórgróðavaldið og upplausnaröflin í landinu, ríkir harla litil ánægja. Þetta má gleggst marka á forustugrein, sem Brynjólfur Bjarnason eða einhver nán- ustu félaga hans ritar í Þjóð- viljann síðastl. miðvikudag. Þar er fitjað upp á nýju ágrein- ingsmáli bænda og verkafólks. Fyrst þetta mál er leyst, finnst Brynjólfi að fitja þurfi uppi á nýjum ágreiningi og hindra þannig frekara samkomulag. í "grein þessari er sagt, að bændur eigi að leggja niður fé- lagsskap um mjólkursölu og kjötsölu og fela hana neytend- um bæjanna. Það er samskonar sanngirni og ef verkamönnum væri sagt að fela bændum stjórn verkalýðsfélaganna. Enga skiptir það meira en bændur, að milliliðakostnaður- inn sé sem lægstur. Bæði fá þeir meira verð með þeim móti og salan á afurðunum verður meiri. Eins og nú standa sakir skiptir milliliðakostnaður laun- þega litlu, þar sem þeir fá alla hækkun landbúnaðarvara bætta í dýrtiðaruppbótinni. Bezt trygging fyrir lágum milliliða- kostnaði er því að láta samtök bænda annast afurðasöluna. Þeir 'munu líka vera fáir, nema æstustu kommúnistarn- ir í Sósíalistaflokknum, er taka þessa tillögu alvarlega. En hún er samt athyglisverð, því að hún sýnir hug þessa lýðs til bænda. Bændur eiga að verða algerar undirlægjur kaupstaðanna. Þeir mega ekki. einu sinni annast sölu á vörum sínum. Eftir slíkar upplýsingar ættu þeir ekki að þurfa að efast um frelsi það, sem þeim er fyrirhugað, ef Brynjólfur yrði hæstráðandi. Ný vísítölunefnd Fjármálaráðuneytið skipaði 17. þ. m. 3ja manna nefnd til að athuga hvort grundvöllur undir útreikningi framfærsluvísitöl- unnar sé réttur og sanngjarn. Á nefndin að skila áliti og til- lögum til ríkisstjórnarinnar. Formaður nefndarinnar er dr. phil. Ólafur Dan Daníelsson, yf- irkennari, en auk hans eiga sæti í nefndinni þeir Árni S. Björns- son, cand. polit og Torfi Ás- geirsson, hagfræðingur. Bæjarbruni Þann 17. þ. m. brann bærinn að Tungu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Jóhannes Laxdal, bóndi í Tungu, varð var við reyk í hús- inu um kl. 4 um morguninn. Hljóp hann sem skjótast út í fjósið, sem er áfast við bæinn og leysti kýrnar, en er hann kom frá því verki var húsið orðið al- elda og brann á skömmum tíma. Húsið var steinhús en þiljað innan með timbri. Búslóð og innanstokksmunir brunnu, en fólk bjargaðist út nauðuglega á náttklæðum ein- um. Upptök eldsins eru ekki'kunn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.