Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 3
82. blað TÍMIM, föstudaginn 20. ágúst 1943 327 ANNÁLL Afmæli. Ingunn Eyjólfsdóttir á Laug- arvatni, kona Böðvars Magnús- sonar hreppstjóra, varð 70 ára 2. þ. m. Ingunn er fædd 2. ág. 1873 á Laugarvatni. Var faðir hennar Eyjólfur bóndi, sem lengi bjó á Laugarvatni, Eyjólfsson frá Snorrastöðum, Guðmundssonar, Þorleifssonar frá Bermóðsstöð- um. Síðari kona Eyjólfs á Laug- arvatni var Ragnheiður Guð- mundsdóttir bónda í Eyvindar- tungu, Ólafssonar frá Þormóðs- dal, en Ragnheiður, móðir Ing- unnar, varð síðar kona Magn- úsar, föður Böðvars. Eru þau því stjúp- og uppeldissystkin, Ingunn og Böðvar. Þau hjón, Ingunn og Böðvar, eiga 12 börn á lífi, 11 dætur og 1 son, og eru 10 þeirra gift. Má af þessum barnafjölda sjá, að mikið verkefni hefir verið lagt upp í hendur Ingunnar, en hún leysti það með prýði af hendi eins og öll verk önnur, sem hvorki hafa verið fá né um- fangslítil, því Ingunn er fram- úrskarandi dugleg og ósérhlífin kona. Ingunn er látlaus i fram- komu, tíguleg í fasi, alúðleg í viðmóti, ræðin, skýr og skemmti- leg. Hún er fjölhæf í verki, starfsöm og mikilvirk, og ást- rík og fórnfús móðir. Heimili þeirra hjóna er jafn- an fjölmennt og ber vott um gestrisni og skörungsskap. Þorvaldur Ólafsson á Karls- stöðum í Beruneshreppi varð sjötugur á aðfangadag jóla síð- astliðinn. Er hann fæddur að Kesjum í Hornafirði. Árið 1901 festi Þorvaldur ráð sitt. Kvænt- ist hann þá Mekkínu Eiríks- dóttur bónda að Hlíð í Lóni og byrjuðu þau búskap á Veturhús- um i Hamarsdal.Er það afskekkt fjallabýli og var þá í litlu áliti. Þótti því þeim eldri og reyndari nóg um framtak hins unga bónda, ekki sízt þar sem bú- stofninn var við lægstu tak- mörk. En eftir fjögra ára búsetu er Þorvaldur kominn í betri bændaröð innan sveitar og hef- i sýnt með eigin verkum, að hin jíslenzka fjörmold launar ávallt jdygga þjónustu og svíkur eng- ' an um arð af því pundi, sem henni er falið til varðveizlu. Vorið 1905 hverfur Þorvaldur : frá Veturhúsum. Tekur hann þá 1 til ábúðar Háls í Hálsþinghá. Er sú jörð gamall kirkjustaður. ! Þar er hann næstu 12 árin. Á 1 Hálsi mætir honúm þungt heilsuleysi og aðrir erfiðleikar, I sem hann kemur þó fleyi sínu heilu í gegnum. Þaðan flytur hann 1917 að Karlsstöðum, þar sem hann býr í 20 ár samfleytt, — eða þangað til Snorri, sonur hans, tekur við búsforráðum. j Á Karlsstöðum hefir Þorvald- ur rekið mikinn myndarbúskap. Flestöll hús jarðarinnar hefir hann endurreist og fært túnið ; út til beggja handa ásamt öðr- um framkvæmdum. En í öllu hans starfi hefir sú kona, sem var honum ung gefin, verið hans önnur hönd. Virðist hún hafa heitið honum, eins og sam- verkasystir hennar á Bergþórs- hvoli Njáli forðum, að eitt skyldi yfir þau bæði ganga. Mekkínu og Þorvaldi varð sex barna auðið, sem erfðu beztu kosti .úr bátum ættum. En þrjú þeirra eru þegar flutt á undan þeim yfir djúpið mikla. Þorvaldur er meðalmaður vexti, skaptraustur og vina- vandur. Er enn beinvaxinn, og augun eru snarleg. Um lands- mál öll hefir hann sýnt hinn sama áhuga og sjálfs sín starfi. Vill hann varðveita það, sem bezt hefir reynzt frá hinum horfnu feðrum. Og telur hann rétt stefnt, ef erlendum stefn- um er sýnd varúð og gætni. Kaupfélagsstarfsemi við Beru- fjörð hefir hann verið hinn mesti stuðningsmaður og var um langan tíma deildarstjóri Berunessdeildar K. B. F. í hreppsnefnd og fræðslunefnd átti hann einnig lengi sæti. í seinni tíð hefir Þorvaldur átt mjög við vanheilsu að stríða. Getur hann því ekki gengið eins að hinum daglegu störfum og áður. En tómstundir sínar not- ar hann til þess að fylgjast þeim mun betur með rás viðburðanna Harmar hann frá óðali sonar síns hin niðurbrjótandi öfl. En er honum verður litið á vaxandi tækni samtíðarinnar, á það, sem gerir veg atorkumannsins greið færari, þá óskar hann þess að vera orðinn ungur í annað sinn og hefja nýtt landnám. Aðalsteinn Gíslason. landsstjóri í New York 37%, Willkie 28%, Mac Arthur hers- höfðingi 15%, Bricker .land- stjóri í Ohio 10%. Sumir telja, að verði Roose- velt í kjöri, muni republikanir leggja meiri áherzlu á kosning- arnar til þingsins en forseta- kosningarnar. Nái þeir meiri- hluta á þingi, geta þeir hindrað alla meiriháttar umbótastarf- semi Roosevelts. Endurbætur skólamálanna í Bretlandi. Fyrir 1—2 árum síðan skipaði enska stjórnin nefnd til að gera tillögur um breytingar á skóla- málum þjóðarinnar. Nefndin hefir skilað áliti sínu nýlega og leggur til, að gerðar verði mjög víðtækar breytingar. Nokkrar helztu breytingarnar eru þessar: Skólaskyldur aldur verði þeg- ar hækkaður í 15 ár og síðan í 16 ár. Fram til 11—12 ára aldurs ganga börnin í almenna barna- skóla, en skiptast eftir það 1 sér- stakar deildir með tilliti til hneigða og fyrirætlana um at- vinnu í framtíðinni. íþrótta- nám verður stóraukið. Krisfcindómskennsla verður aukin í barnaskólunum, þar sem eigi er minna virði að efla sið- ferðilegar dyggðir en þekking- una. Unglingar á aldrinum 15—18 ára, sem stunda atvinnu, fá á- kveðin frí til framhaldsnáms. Auknir styrkir handa efnileg- um námsmönnum til að stunda nám við háskóla og sérskóla. Kennaramenntunin verður endurskipulögð og stóraukinn með tilliti til ofantaldra breyt- inga. Gert er ráð fyrir, ef tillögur þessar verða samþykktar, að op- inber kostnaður við skólahald í Bretlandi og Wales aukist úr 123 milj. í 190 milj. sterlingspund Japanskir hermenn ráða sér bana. Eins og kunnugt er, náðu Bandarikjamenn í vor af Jap- önum einni Alleutian-eyjunni Attu. Japanir tóku þessa eyju síðastl. sumar og höfðu þar síð- an ’nokkurra hundraða manna setulið. Næstum ekkert af þessu setu- liði var tekið til fanga. Margir Japanir höfðu fallið fyrir Bandaríkjamönnum, en aðrir höfðu sjálfir ráðið sér bana þegar þeir sáu, að vörnin var orðin vonlaus. Nokkrir höfðu látið fallast aftur á bak á byssustingina, en flestir höfðu varpað handsprengju í andlit sér. Framganga . Japana á Attu virtist öll benda til þess, að þeir hefðu haft fyrirskipun um að fella eins marga Bandaríkja- menn og aúðið væri, en ráða síðan sjálfa sér bana, ef þeir ættu ekki annan kost og þann eða að vera teknir til fanga Þessari fyrirskipun höfðu þeir fylgt út í yztu æsar og enn einu sinni sýnt hvítum mönnum hversu harðfengir og óragir bar dagamenn Japanir eru. Frelsishetja Tékkóslóvakíu FRAMHALD. Enska lögreglan hafði af einhverjum ástæðum fengið illan bi/ur á Mazaryk, og það var aðeins fyrir tilstilli áhrifamikilla vina hans í Englandi, að því var forðað, að hann væri hnepptur fangabúðir. Síðar var hann einnig fyrir tilstilli þeirra veitt prófessorstign við Lundúnaháskóla honum til framfæris. Það mátti virðast vonlaust starf fyrir snauðan, útlægan há- skólakennara að vinna traust og hylli hinna brezku valdamanna, auk þess sem honum hafði ekki enn tekizt að sameina slafnesku ajóðbrotin undir merki sitt. Enn voru sem sé margir, sem treystu Rússa sem bjargvætt slafnesku þjóðanna. Vesturveldin voru hins vegar óánægð með framgöngu Rússa styrjöldinni, og sú óánægja bitnaði að nokkru leyti á málstað Tékka. En Tómas Mazaryk vann af kappi og forsjá. Hann ritaði ara- grúa greina í blöð og tímarit, hann átti viðræður við stjórn- málamenn og hann skrifaði óteljandi fjölda bréfa. En enn sem fyrr var hann umsetinn alla daga. „Ég fékk eitrun eins og í Genf. Læknarnir gátu ekki skýrt orsakir sjúkdómsins. Að þeirra ráðum fór ég til Bournemouth, og oar var skörið í kaun mín. Skurðlæknirinn fullyrti, að ég hefði orðið fyrir hörundseitrun. Ég háfði því fyllstu ástæðu til þess að ætla, að óvinir mínir væru enn á hælum mér. Ég varð þeirra einnig margsinnis var, bæði í Genf og Lundúnum. Til vonar og \ara bar ég alltaf skammbyssu og æfði skotfimi, meðfram til Dess að sýna þeim, sem voru á hælum mér, að ég væri var um mig.“ Smátt og smátt tók starf Mazaryks að bera ávöxt. Þjóðfrelsis- nefnd Tékka og Slóvaka var sett á stofn í Vestur-Evrópu, og sú iiefnd var eftir það miðstöð hinnar tékknesku frelsishreyfingar. Rússneska stjórnin varð fyrst til þess að viðurkenna rétt Tékka til sjálfstjórnar, og leyfði tékkneskum hermönnum og herföngum í Rússlandi að mynda sérstaka herdeild, sem berðist gegn hinum drottnurum sínum undir rússneskri yfirstjórn. Forsætisráðherra Frakka viðurkenndi baráttu Mazaryks og ræddi við hann um frelsismál smáþjóðanna í Mið-Evrópu. Og loks kom stærsti sig- urinn. Wilson Bandaríkjaforseti spurði forustumenn Banda- manna, hver væri tilgangur styrjaldarinnar af þeirra hálfu. Bandamenn svöruðu, og meðal þeirra skilyrða, er þeir settu fyrir 3ví að friður mætti takast, var sjálfstæði Tékka og Slóvaka. Allt hafði þetta gerzt fyrir atbeina Mazaryks. Allt voru þetta merki- iegir áfangar í baráttu hans, en hið síðasttalda var þó merkileg- asti sigurinn. Þar með var bægt brott mestu hættunni: Að Banda- menn semdu við Austurríkismenn á þeim grundvelli, að þeir fengju að halda yfirráðum í Bæheimi. Eftir þetta fór einnig að ganga mun betur að þjappa hinum kúguðu, slafnesku þjóðabrotum saman, Lönd þeirra voru að vísu enn hluti af austurríkska keisaradæminu. En réttur þeirra til sjálfræðis hafði verið viðurkenndur. Mazaryk gerði samning við'frönsku stjórnina um það, að þrjátíu þúsund Tékkar, sem voru herfangar í Frakklandi, skyldu sendir til Rússlands til þess að berjast með tékknesku herdeildunum þar. Þenna samning gerði hann í umboði tékknesku þjóðfrelsisnefndarinnar. Þótt þessi frásögn kunni að hljóma ofur hversdagslega í eyrum, var allur aðdragandi þessara atburða sannarlega hetjulegt afrek. Markmið Bandamanna var að brjóta Miðveldin sem fyrst á bak aftur. Að því marki var allri orku þjóðanna beint. Það má því nærri geta, hvort valdamennirnir hafa til að byrja með þótzt hafa mikinn tíma til þess að hlusta á kveinstafi útlends háskóla- kennara, sem var að leggja inn góð orð fyrir einhverri þjóð aust- ur í Mið-Evrópu, sem þeir vissu næsta lítil skil á og var nánast ekki lengur til að flestra áliti. Var ekki nóg annað brýnna að gera á þessum hættutímum en hlusta á hann? En Mazaryk gafst ekki upp, og þeir, sem aldrei láta bugast, hljóta oftast að lokum sigurlaun. Skyndilega hófst byltingin í Rússlandi. Mazaryk varð undir eins að fara þangað. Þar var mikill fjöldi Tékka, og þótt hið gamla Rússland væri hrunið til grunna, gat þó verið næsta mikils vert að vel væri haldið á málstað Tékka þar. Undir fölsku nafni ferðaðist Mazaryk um Svíþjóð til Rúss- lands. Vera kunni að sænska stjórnin yrði við hugsanlegri kröfu Austurríkismanna um að handtaka hann, ef hann léti uppskátt um ferðir sínar. En hann komst leiðar sinnar við litla töf. Hann varð þó of seinn til þess að komast með því skipi, er hann hafði gert ráð fyrir. En það þurfti hann ekki að harma, þvi að þetta skip var sprengt í loft upp í þeirri ferð. Það kom fljótt á daginn, að þátttöku Rússa í styrjöldinni var lokið. En engu síður hafði Mazaryk þar stórfenglegu verki að sinna. Mjög margir Tékkar höfðu verið í Rússlandi, þegar styrj- öld skall á. Margir höfðu verið teknir til fanga af Rússum, auk þess sem tékkneskir herfangar höfðu verið sendir þangað frá öðrum löndum. Eftir mikla erfiðleika hafði honum tekizt að fá að mynda tékkneska herdeild, sem barðist með Rússum, og nú afréð hann að safna saman leifum þessara tékknesku hersveita og mynda af þeim tékkneskan þjóðher. Hann sá, að slíkur her gat orðið tékknesku frelsishreyfingunni ómetanleg stoð, þótt íámennur væri og fátæklega búinn að vopnum. Hann væri óræk sönnun fyrir frelsisvilja þjóðárinnar og rétti til óskoraðs sjálf- stæðis við hlið annarra Evrópuþjóða. En Mazaryk hafið ekki hugsað sér, að þessi her hefði aðsetur sitt í Rússlandi öllu leng ur. Þar var allt á fallanda fæti. Hann vildi, að hann yrði fluttur til Frakklands. Þessi fyrirætlun sætti vitaskuld andmælum í Rússlandi, því að Rússarnir vildu njóta góðs af tékknesku her sveitunum í innbyrðis deilum sínum. En Mazaryk lét slíkt ekki aftra sér. Hann tók að vinna að því að fylkja Tékkum til loka- baráttunnar undir merkjum tékkneska þjóðhersins. Svo kom bolsévikkabyltingin. Mazaryk sá, að hann varð að koma her sínum brott hið skjótasta. En hvernig var unnt að koma honum til Frakklands? Það var aðeins ein leið fær, og flestum mundi hafa þótt hún ófær líka. Herinn varð að fara austur yfir Rússland og Síberíu til Vladivostok og þaðan skipaleið til Evrópu Þetta var djarfleg ætlun, og hún var framkvæmd af hetjudug og óbifandi þreki. Til þessarar ferðar tókst honum að fá fé frá Bandamönnum og ferðaleyfi frá rússnesku stjórninni. En þótt bolsévikkastjórnin héti her Mazaryk frið og griðum, fór þó svo er fram í sótti, að hann varð sífellt að vera á varðbergi gegn hersveitum hennar, sem hvað eftir annað réðust á hann. Hann varð í rauninni að ryðja sér leið gegnum óvinaland. Þegar herinn var loks kominn í áfangastað, tókst Mazaryk ferð á hendur til Vesturheims. Starfi hans í Rússlandi var lokið Þar hafði hann oft sloppið nauðuglega úr bráðri lífshættu. Eitt sinn sat hann nefndarfund í gistihúsi einu. Þá kom til óeirða Sambmnd ísl. smmvlnatufélagat KAUPFELOG! Gætið þess að hafa vörur yðar nægilega vátryggðar. Hjartanlega þakka ég öllum börnum, tengda- og barna- börnum mínum, frœndum og vinum, sem heimsóttu mig á 70 ára afmœli minu og gáfu mér miklar og veglegar gjafir. Einnig fyrir hinar mörgu og hlýju kveðjur, sem mér bár- ust þann dag. — Guð launi og blessi ykkur öll. Ingunn Eyjólfsdóttir, Laugarvatni. Hjartanlega pakka ég öllum peim, sem meö skeytum, gjöfum og á annan hátt sýndu mér vin- áttu og sæmd á fimmtugsafmœli mínu. Sigurður Birkis. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, sem með gjöfum, kveðjum, heimsóknum og á annan hátt glödduð mig og gerðuð mér ógleymanlegt sjötíu ára afmœlið. Sérstaklega þakka ég ykkur börnum og tengdabörnum mínum fyrir sífellda umhyggju ykkar fyrir mér og ekki sizt við þetta tœkifœri. Guð blessi líf ykkar allra, kœru vinir! EIRÍKUR ÁGÚST JÓHANNESSON, » Hrafnkelsstöðum. Gjalddagi skatta í dag falla í gjaldaga eftirgreind gjöld fyrir ár- ið 1943: Tekju- og eignarskattur, stríðsgróða- skattur, verðlækkunarskattur, fasteignaskatt- ur, lestagjald, lífeyrissjóðsgjald og námsbóka- gjald. Þá eru fallin í gjalddaga kirkjugjald, utansafnaðarmannagjald og kirkjugarðgjald fyrir árið 1943. Öllum framangreindum gjöldum er veitt við- taka á tollstjóraskrifstofunni í Hafnarstræti 5, herbergi nr. 1—5, en skrifstofan er opin á virk- um dögum kl. 10—12 f. h. og 1—4 e. h. nema á laugardögum aðeins kl. 10—12 f. h. Tollstjórinn í Reykjavík, 14. ágúst 1943. Eldhússtúlkii vantar á Kleppsspítala. Upplýsingar hjá ráðskomumi, sími 3099. Blautsápa frá sápuverksmiðjwuri Sjöfn er almennt vi*- arkennd fyrir tfmði. Fleatar kíamninr nnta Sjafnar-blautsápu Gleymið ekki að borga T í m a n n.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.