Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 2
2 TÍ3IEVA, liriðjudaginn 8. maí 1945 34. blað jÞriðjjudagur 8. maí Á víðavangi ERLENT YFIRLITs Ógnarstjórnín í Póllandi 10. maí Á fimmtud. 10. maí, eru liðin fimm ár, síðan brezki herinn kom hingað til lands. Fyrir ís- lendinga er frekari ástæða til að minnast fimm ára afmælis her- námsins vegna þess, að það ber upp á sama tíma og frændþjóð- irnar eru að losna undan her- námi Þjóðverja. Þau ólíku kjör, sem íslendingar og þær hafa sætt síðastl. fimm árin, mættu minna íslendinga á, hve mikils- vert það er að eiga fyrir nábúa réttsýna og frelsisunnandi stór- þjóð eins og Breta. Það verður bezt metið með því að bera saman hernám íslands annars vegar og hernám smáþjóðanna á meginlandi Evrópu hins veg- ar, þar sem þýzkir og rússneskir herir hafa yfirráð. Með framkomu sinni hér á hernámstímanum hefir brezka þjóðin sýnt það gleggst, að hún er vinur smáþjóðanna. Aðrar smáþjóðir Evrópu eiga henni þó' ekki minna upp að unna. Frelsið, sem margar þeirra eru að endurheimta nú, er ávöxtur af baráttu hennar. Hefði brezka þjóðin lagt piður vopnin 1940, væri engin ‘þjóð nú frjáls á meginlandi Evrópu. Hver frels- isunnandi íslendingur mun því minnast þess með blygðun, að á þeim tíma skyldu vera til menn, er teljast íslenzkir, er vildu þó enga aðstoð veita Bret- um í þessari baráttu og kröfð- ust þess m. a., að setuliðsvinn- unni væri hætt og siglingarnar til Bretlands stöðvaðar. Hver frelsisunnandi íslendingur minnist þess einnig með blygð- un, að blað þessara sömu manna hefir undanfarna mánuði ráðizt með miklum fjandskap gegn Bretum og talið þá kúgara Grikkja og fleiri þjóða. Þá eina afsökun geta íslendingar fært fram, að hér er um menn að ræða, sem ekki stjórnast af ís- lenzkum sjónarmiðum, heldur eru þý erlendrar þjóðar. Munu Bretar líka kannast við slíka manntegund í sínum hópi. Það mun ósk allra íslendinga, þegar fyrrnefndir undanvilling- ar eru frátaldir, að vinsamleg sambúð íslendinga og Breta, er styrktist á stríðsárunum, megi halda áfram að styrkjast á komandi friðartómum, og 10. maí verði að því leyti óvenju- legur hernámsdagur í sögu styrjaldarinnar, að með honum hafi frekar verið lagður grund- völlur að batnandi sambúð hlutaðeigandi þjóða en því gagnstæða. Með þessu vilja ís- lendiögar þó á engan hátt skerða samstarfið við frænd- þjóðirnar á Norðurlöndum, enda má telja víst, að tengsl þeirra við vesturveldin hafi einnig styrkzt síðustu fimm ár- in, þar sem frelsisbaráttu þeirra hefir verið stjórnað frá Bret- landi og þannig skapazt marg- vísleg vináttubönd. Undirlægja rauðu fasistanna í forustugrein Skutuls á ísa- firði var nýlega varpað fram spurningunni: Hverjir skrifa Morgunblaðið? Spurningin var borin fram í tilefni af grein Mbl. „Hólastóll og hundaþúfa", en Skutli fannst hún meira þrungin af niðurrifsanda og upplausnarstefnu kommúnista en þeirri viðhaldsstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir tal- ið sér mest til gildis. Þótt vissulega hafi verið góðar og gildar ástæður til að spyrja þannig í tilefni af landbúnaðar- skrifum Mbl. undanfarið, er þó jafnvel enn ríkari ástæða til að spyrja þannig í tilefni af skrif- um Mbl. um stríðsyfirlýsingar- málið. Það sr kunnugt, að rauðu fas- istárnir (kommúnistar) hafa unnið að því öllum árum, að ís- land yrði stríðsaðili. Alþingi kvað þessa viðleitni niður, enda var það í samræmi við þjóðar- viljann. Rauðu fasistarnir hófu þá hatramar árásir á þessa af- stöðu Alþingis. Þeir töldu hana sönnun þess, að íslendingar vildu ekki samvinnu við sam- Úthlutun setuliffs- bifreiða. Nefnd sú, sem nýlega fékk það hlutverk að úthluta bifreiðum, sem keyptar yrðu af setuliðinu, hefir nú hafið starf sitt. Nefnd- inni mun hafa borizt mikið af umsóknum og verður það að teljast sjálfsagt, að hún athugi þær vandlega áður en hún hef- ur starf sitt. E_r vitanlega sjálfsagt, að hún láti'þá ganga fyrir, er þarfnast bifreiðanna, vegna atvinnureksturs síns. M. a. munu bændur hafa sótt um allmarga bíla, enda hafa þeir þeirra fyllstu not. Umsóknir þeirra eiga vissulega að skipa hærri sess en umsóknir bæjar- manna, er eingöngu vilja fá bílá til skemmtiferðalaga. Mun regl- um nefndarinnar viðkomandi úthlutuninni vissulega verða mikil athygli veitt. Ríkisstjórnin ætlar aff okra á setuliðsbifreiffunum. Mikla athygli vekur verð það, sem ríkisstjórnin ætlar að hafa á setuliðsbifreiðunum, er hún kaupir og selur aftur. Ríkis- stjórnin ætlar að leggja á bifreiðarnar margfalt hærri á- lagningu en leyfilegt er að leggja á nokkra aðra vöru og er það óforsvaranlegt í hæsta máta, að ríkið skuli gefa slíkt fordæmi. Hér er ekki um nein „luxus- tæki“ að ræða, ef rétt er út- hlutað, heldur atvinnutæki, sem ekki á að okra með. Þess ber líka að gæta, að hér er yfirleitt um notaðar og meira og minna skemmdar bifreiðar að ræða, er eigi munu þola samkeppni við nýjar, ódýrar bifreiðar, er fljót- lega hljótá að koma á markað- inn. Það verður því að teljast sjálfsagt, að ríkisstjórnin end- urskoði ákvarðanir sínar um bifreiðaverðið og geri þessa bif- reiðaverzlun ekki að óþolandi okurstarfsemi. Hvaff tefur lækna- bifreiffarnar? í vetur samþykkti neðri deild álþingis, að hverju læknishéraði skyldi gefinn kostur á að fá af bílum þeim, er ríkisstjórnin kaupir af setuliðinu, einn sjúkrabíl eða „jeep-bíl“ fyrir kostnaðarverð. Er það vitanlsga fyllsta nauðsyn, að læknlshér- uðin ráði yfir slíkum bifreiðum og leggi læknunum þær til. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir fengið, hefir heil- brigðis- og félagsmálaráðherr- anh, sem þessi mál heyra undir, snn ekkert gert til að koma bessu máli í framkvæmd, þótt langt sé síðan tillagan var sam- bykkt. Það heyrir þó fyrst og fremst undir hann að hafa for- göngu <um þetta mál. Mun þó landlæknir vera búinn að ýta eftir framkvæmdum í þessum efnum. Þess verður að krefjast, að heilbrigðis- og félagsmálaráð- herrann sofi ekki lengur á framkvæmdum í þessum efnum, heldur tryggi það að læknishér- uðunum verði með þessum hætti tryggður hinn heppilegasti og bezti bifreiðakostur, sem völ er á. Jökulsárbrúin hjá Grímsstöffum. Austfirðingum munu þykja það góð tíðindi, að Jökulsá á Fjöllum verður brúuð hjá Grímsstöðum næsta sumar. Með því styttist leiðin frá Akureyri til Austurlands stórlega. Hlyzt af því verulegur sparnaður á fé og tíma, auk ýms annars ávinn- ings. Ástæðan til þess, að þannig hefir verið gengið í það að hraða Jökul^árbrúnni hjá Grímsstöð- um, er þingsályktunartillaga, er Framsóknarmenn fluttu á sein- asta þingi. Fjallaði hún Um að þessari brúarsmíði yrði hraðað og henni helzt lokið á þessu ári. Tillagan var samþykkt og hefir vegamálastjóri síðan unnið að framkvæmd hennar með þeim árangri, sem .að framan getur. Aukin tækni viff brúargerffir. Þótt aukin tækni og verklegar nýjungar á stríðsárunum hafi mjög beinzt að því að auka hvers konar eyðileggingu, verð- ur það þó hvergi nærri sagt um allt. Sumar hinna nýju upp- finninga munu koma að góðum notum .í viðreisnarstarfinu eftir stríðið. Má þar m. a. nefna aukna tækni við brúargerðir og hafnargerðir. Herstjórnirnar hafa látið búa til brýr og hafnir, sem hafa verið fluttar til eftir þörfum, og komið upp á ör- skömmum tíma. Vafalaust get- ur þessi nýja tækni komið ís- lendingum að miklum notum, ekki sízt í sambandi við brúar- gerðirnar. Það ætti að vfera hægt að fá brýr smíðaðar erlendis. Með þeim hætti er líklegt, að hægt verði að Ijúka fyrirhuguð- um brúarframkvæmdum næstu ára miklu fyrr og með ódýrara móti en ella. Hér er um málefni að ræða, sem ríkisvaldið á taf- arlaust að taka til fyllstu at- hugunar. Vanefndir stjórnarinnar. Einn af ræðumönnum komm- únista 1. maí upplýsti, að ríkis- stjórnin væri ekki enn búin að leggja á sérstakan reikning 300 milj. kr. af erlendum gjaldeyri, er eingöngu yrði varið til kaupa einuðu þjóðirnar, og sögðu, að „Framsóknarfasistarnir“ hefðu ráðið mestu um hana, því að aðrir þingmenn hefðu verið slíkir aumingjar og liðleskjur, að þeir hefðu ekki þorað annað en að fallast á stefnu þeirra. Með því að túlka þannig af- stöðu íslendinga, er vissulega gert það, sem hægt er til að spilla íyrir góðri sambúð við sameinuðu þjóðirnar. Það er ekki aðeins, að stjórnarand- stöðuflokkurinn sé sagður fas- istiskur. heldur eru tveir stjórnarflokkarnir sagðir alger- ar undirlægjur hans í þeim efnum og þar á meðal sjálfur forsætis- og utanríkismálaráð- herrann. Það hefði mátt telja sjál-f- sagt, að blað forsætis- og utan- ríkismálaráðherrans skipaði sér í brjóstvörn í þessu máli. Fyrst til að hnekkja því, að ísland yrði stríðsaðili, og síðan til að mótmæla því, að afstaða ís- lendinga sé ýmist sprottin af fasisma, eða undirlægjuskap við hann! Reyndin er hins vegar sú, að Mbl. gerir hvorugt af þessu. í stað þess birtir blaðið for- ustugrein fyrra sunnudag, þar sem reynt er að mæla afstöðu rauðu fasistanna bót og Alþýðu- blaðinu og Tímanum talið það til óhelgis að hafa nokkuð minnzt á þetta mál. Þessari furðulegu grein lýk- ur svo Mbl. með því, að óska eftir þögn um máiið! Það á að þegja við því, að heill flokkur vann að því að ís- land færi í stríð! Það á að þegja við því, að afstaða ís- lands sé talin fasistisk! Það á að þegja við því, að % hlutar rík- isstjórnarinnar og meirihluti Alþingis séu stimplaðir fasist- iskar undirlægjur! Skyldi það vera furða, þótt menn spyrji: Fyrir hverja er blað forsætis- og utanríkismála- rái>,errans, Morgunbl., skrifað? Og svarið getur ekki orðið nema á eina leið, eins og líka var bent á í Skutli. Morgunblað- ið er eins og skrifað fyrir rauðu fasistana. Skrif þess, ef þau hafa einhver áhrif, geta ekki orðið til annars en að hjálpa þeim og styrkja þá í sessi. Svo dýru verði hefir forsætis- og utanríkismálaráðherrann orðið að kaupa ráðherradóm sinn, svo alger hefir „kollsteyp- an“ verið, að aðalmálgagn Sjálf- stæðisflokksins verður að haga sér eins og fullkomin undirlægja og skóþurrka rauðu fasist- anna. Úr þessari átt verður því eigi neins viðnáms að vænta gegn sókn rauðu fasistanna, og þeir Sjálfstæðismenn, sem ekki vilja beygja sig niður í sama undirlægjuskapinn, verða því að fara að gera sér Ijóst, að með Mbl.-klíkunni eiga þeir ekki lengur samleið. á nýjum framleiðslutækjum. Eins og kunnugt er, var þetta fyrsta og helzta loforðið í stjórn- arsamningnum og jók mjög trú ýmsra á „nýsköpun" á sinni tíð. Loforð þetta var líka innan handar &p efna strax, þar sem til var nógur erlendur gjaldeyr- ir. Það sýnir bezt vilja ráðherr- anna til að efna loforð stjórnar- samningsins að þetta skuli enn ekki hafa verið gert, þótt liðnir séu 7 mánuðir frá valdatöku stjórnarinnar. Hvað skyldi þá verða um efnd- irnar á öðrum loforðum stjórn- arinnar fyrst þannig hefir ver- ið refjast við að efna það, sem auðveldast hefir verið að gera? Hin algera „kollsteypv“. Mbl. segir í Reykjavíkurbréfi sinu 27. f. m., að stjórnarand- stæðingar hafi á síðastl. hausti viljað leggja allt í kaldakol með verkbönnum og verkföllum, þar ’sem þeir hafi viljað stöðva allar kauphækkanir. Mbl. gleymir því, að Sj álfstæðisflokkurinn fylgdi þessari sömu stefnu allt til þess, að kommúnistar buðu Ólafi ráðherratignina. í tólfmanna- nefndinni lagði Sjálfstæðis- flokkurinn fram þá tillögu, að stöðva allar kauphækkanir, er leiddu til vísitöluhækkunarinn- ar. Það þýddi sama og algera kaupstöðvun, því að sú kaup- hækkun fyrirfinhst tæpast, er ekki kemur inn í landbúnaðar- vísitöluna, þegar kaup bóndans er fundið, og síðan inn í dýrtíð- arvísitöluna. Svona fullkomin er „kollsteypan“ hjá Mbl., að það lýsir því jafnvel enn kröft- uglegar en kommúnistar, að sú stefna hefði leitt til hruns og dauða, er Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir í seþtembermánuði síðastl.! KRON. Fyrsta verk kommúnista í stjórn KRON eftir að þeir náðu þar meirihluta var að kjósa Sig- fús Sigurhjartarson'fyrir for- mann og ákveða að ráða félag- inu útbreiðshistjóra, er starfi beint undir stjórn ísleifs og Sigfúsar. Þykir því sýnt, að hér sé fyrst og fremst verið að bæta við erindreka fyrir kommún- istaflokkinn. í janúarhefti „World Review“, hins heimsfræga, frjálslynda enska tímarits, birtist stutt frá- sögn úr blaðinu „Church Times“ um stjórn Rússa í Póllandi, eftir að þeir hröktu Þjóðverja þaðan. Þessi frásögn fer hér á eftir: —í annað sinn í þessari styrjöld hafa hinir óhamingjusömu íbú- ar Póllands orðið að reyna í sínu eigin heimalandi hinn mikla mismun á vestur-evrópískri og rússneskri menningu og hugs- unarhætti. Þegar rússneskir herir fóru inn í Austur-Pólland 1939 gerðu þeir það samkvæmt yfirlýsingu Molotovs, sem „verndarar" íbúanna. Sú varð hins vegar raunin á, að á því eina og hálfa ári, sem Rússar voru þar — frá september 1939 til júní 1941 —. var meira en miljón manna rekin í útlegð til Síberíu og sett í vinnustöðvar hersins, eins og sagt er frá í „Church Times“ hinn 12. maí 1944. Samt sem áður vonuðu menn annað, þegar Rússar voru orðn- ir ein hinna sameinuðu þjóða, — sem í upphafi sameinpðust vegna Póllands, sem fyrst allra barðist gegn herjum Hitlers — og þegar Stalin marskájkur hafði hvað eftir annað fullviss- að heiminn um vingjarnleg á- form Rússa gagnvart pólsku þjóðinni. Menn vonuðu, að rauði herinn myndi koma aftur til Póllands sem verndari og frels- ari pólsku þjóðarinnar. En því miður hafa þær vonir orðið að engu, því að allar þær fréttir, sem hafa borizt þaðan, hafa aðra sögu að segja. Fjöldahandtökur og flutningur fólks í útlegð hef- ir hafizt að nýju og fer nú fram í stórum stíl víðsvegar um Pól- land. Þessar handtökur eru samt framkvæmdar með dálítið mis= jafnt íyrir augum, eftir því hvort um er að ræða austan eða vest- an svokallaðrar Curzon-línu. Héruð Póllands austan þessarar „línu“ (46% alls landsins og 33% íbúafjöldans fyrir stríð) álíta Rússar „innlimaða“ í Ráð- stjórnarríkin. Þess vegna beitir rússneska stjórnin öllum sínum áhrifum til að tryggja yfirráða- aðstöðu sína þar og minnka möguleikana á því, að þessi landsvæði tilheyri Póllandi nokkurn tíma framar. f sama tilgangi eru íbúarnir kúgaðir undir fullkomið sóvet-skipulag og þeir látnir sæta hvers kon- ar and-pólskum ráðstöfunum. Einkaeign á jörðum er bönnuð og komið á samyrkjubúskap, að rússneskri fyrirmynd. Einnig hefir öllu skóla og menntunar- kerfi landsins verið breytt á kommúnistiska vísu. Til þess að uppræta pólsk þjóðareinkenni og þjóðartilfinn- ingu, sérstaklega íVilna ogLvov héruðunum eru hafðar þrenns konar aðferðir.í fyrsta lagi hafa þúsundir manna verið fluttir í útlegð langt inn í Rússland, ann- að hvort af pólitískum ástæð- um eða til vinnu í stöðvum hers- ins í Donetshéruðunum og Svartahafshöfnunum. Frá einu héraði í Tarnopól í Austur- Galliciu var yfir fjörutíu þúsund manns, aðallega konur, sent til þessara staða. í öðru lagi hafa allir ungir og hraustir menn verið teknir í Rauða heriní* með valdi og reknir á vígstoðvarnar. í þriðja lagi hefir verið samið við Lublin-stjórnina um að flytja þólska íbúa vestur fyrir Curzon-línuna. Örlög pólsku Ukrainu eru sízt betri. Þar hefir fólk verið líflátið í þúsundatali af N. K. V. D. (rússnesku stjórn- málalögreglunni), vegna hinnar sterku þjóðerniskenndar sinnar. Ástandið í héruðunum vestan Curzon-línunnar er að nafninu til öðru vísi í fr^nkvæmdinni en austan hennar. Rússar viður- kenna þessi landsvæði sem pólskt land, en til þess að stjórna þar hafa þeir komið á fót sér- stakri stofnun með pólsku nafni, pólsku þjóðfrelsisnefnd- inni í Lublin. Hún er ekki skip- uð Rússum, heldur aðallega af pólskum kommúnistum. En meg- in þorri allra íbúanna, er viður- kennir pólsku stjórnina í Lond- on sem hið eina löglega yfir- vald, neitar að hlýðnast skipun- um „þjóðfrelsisnefndarinnar“. Undir slíkum kringumstæðum getur ,,þjóðfrelsisnefndin“ að- eins haldið valdi sínu með síauknum ógnunum , með að- stoð síns eigin „þjóðvarnarliðs“ eða rússnesku stjórnmálalög- reglunni (N. K. V. D.). (Framhald á 7. síðu) MDDIR HA6RANNANNA Alþýðublaðið birtir 27. f. m. grein eftir Benedikt S. Gröndal blaðamann, sem nú dvelur í Bandaríkjunum. Hann segir þar frá afstöðu Ameríkumanna fil hlutleysis íslendinga í styrjöldinni. Sumir þeirra virðast misskilja hana, en það breytist fljótt, þegar farið er að skýra málið fyrir þeim. Benedikt segir: „ísland byrjaði að styrkja Bandamenn, áður en þetta stríð brauzt út. Það var snemma á ár- inu 1939, er Lufthansa flugfélagið bað ríkisstjórnina um leyfi til að gera flugvelli í landi okkar. Stjórn okkar svaraði nei. Sagnfræðingar Bandamanna hafa og munu lengi vegsama íslenzku stjórnina fyrir það hugrekki, sem hún sýndi, er hún neitaði þessu tilboði. Það var auðsætt mál, hversu mikill við- skiptalegur hagnaður landinu er af flugvöllum, og þeir voru þá engir til í landinu, en samt neit- uðum við þessu tilboði. Við viss- um þó ekki betur, en að Þjóðverjar væru okkur hinir vinsamlegustu, því að mikill hluti heims hafði þá enn ekki gert sér grein fyrir ætlunum þeirra. Ef Þjóðverjar hefðu haft flugvelli á íslandi í byrjun stríðsins, má telja víst, að þeir hefðu orðið á undan Bretum að hernema landið. Þeir hefðu sent þangað tvær eða þrjár flug- sveitir, sem hefðu ásamt nokkrum hundruðum hermanna getað var- ið landið lengi. Þetta er augljóst nú, er yið vitum, hversu Bretar voru veikir í þá tíð. Samt hefðu Bretar orðið að byrja á því að ráðast á ísland. Án þess gátu þeir ekki haldið opinni siglingaleiðinni yfir Atlantshaf. Án hennar gat Bretland ekki lifað. Ríkisstjórn ís- lands hefir þvi að öllum líkindum með staðfestu sinni sparað Banda- mönnum ótal mannslíf og komið í veg fyrir, að Þjóðverjar fengju hernaðarlega aðstöðu sem hefði getað veitt þeim sigur í orrustunni um Atlantshafið." Það er vissulega ekki ofmælt, að fátt hafi búið betur í haginn fyrir þjóðina út á við á komandi árum en synjun ríkisstjórnarinnar á flugvalla- beiðni Þjóðverja 1939. Næst því kemur svo herverndarsáttmálinn, er gerður var við Bandaríkin 1941, en um hann farast Benedikt þannig orð: „Það mun hafa verið 24. júní 1941, að sendiherra Breta í Wash- ington tilkynnti Roosevelt forseta formlega, að brezka herstjórnin sæi sig neydda til að taka setu- liðiö frá íslandi, þar sem þess væri brýnni þörf annars staðar. Það er gild ástæða til að ætla, að Roosevelt hafi ekki kært sig um, að land okkar félli í hendur Þjóðverjum, svo mikilsvert er það fyrir varnir Norður-AmeríRu. Roosevlt gat valið um tvær leiðir til að taka ísland undir hervernd Bandaríkjánna. Hin fyrri var að lýsa því yfir, að landið tilheyrði Vesturheimi, og bæri því Banda- ríkjunum samkvæmt Monroekenn- ingunni að vernda það. Hin leiðin var að fá samþykki ríkisstjórnar íslands. Nú var yfirlandafræðing- ur utanríkisráðuneytisins í Wash- ington spurður ráða um fyrra at- riðið, og ákvarðaði hann, að það væri ekki hægt að telja ísland til Vesturheims, og Monroekenningin gæti þar af leiðandi ekkl náð til landsins. íslendingum sjálfum hefði og mislíkað það_ stórum að heyra ísland talið til Ameríku. Var því ekki annað fyrir hendi en að leita hófanna við rkisstjórn íslands. Virðist máli þessu hafa verið svo vel tekið, að búið var að ganga frá samnmgum og und- irrita þá sex dögum seinna, eða 1. júlí. Sýnir þetta, að ríkisstjórn < íslands hefir ekki hikað við að taka þessa mikilvægu ákvörðun, og er ekkert sannara merki um hug íslendinga. Þessi greiðlegu svör og þessi samvinna við Bandaríkin og Breta verður að teljast hin mikilsverð- asta aðstoð við Bandamenn. ís- land er þekkt í Evrópu sem eitt elzta menningar- og lýðræðisland álfunrtaf, og það hefði vafalaust • orðið Þjóðverjum kærkomið efni til áróðurs, ef við hefðum gert Bandamönnum erfitt fyrir með hervernd lands okkar. Ef svo hefði farið, að Bandaríkin hefðu tekið hervernd íslands án samþykkis þjóðarinnar, er heldur vafasamt, að Roosevelt hefði með heilum hug getað skrifað undir Atlants- hafssáttmálann síðár þetta sama sumar, og gildi hans hefðl ekki getað verið hið sama í augum annarra smáþjóða." Þegar herverndarsáttmálinn var gerður, stóðu Þjóðverjar á hátindi sigra sinna og úrslitin því talin tvísýn. íslendingar gátu því ekki auglýst að- stöðu sína til stríðsaðilanna öllu greinilegar en með undirritun her- verndarsáttmálans. Þegar þessi og önnur hliðstæð dæmi um afstöðu ís- lendinga hafa Verið skýrð fyrir Banda- ríkjamönnum, efast þeir heldur ekki um, hvorum íslendingar hafa fylgt að málum. Benedikt segir: „Þegar íslendingurinn hefir skýrt þetta allt fyrir Ameríku- manninum, breytist tónninn. Oft heyrum við aðdáunarorð á þessari litlu þjóð, sem ætlar að standa á eigin fótum, vopnlaus og hlut- laus. Slík orð fylla hjarta hins unga íslendings stolti og gleði yfir gæfu hans — og gamla landsiris." En svo koma rauöu fasistarnir á ís- landi og telja sig geta stimplað þá menn landráðahyski, junkara, Fram- sóknarfasista og svikara, er stjórnuðu utanríkismálunum á þessum tíma og skópu þannig varanlegan grundvöll að vinsamlegri sambúð við sameinuðu þjóðirnar, ef rauðu fasistunum verður ekki látið haldast uppi að eyðileggja hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.