Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritiS um þjóðfélagsmál. Peir9 sem vilfa kynna sér þjóðfélagsmál, inn lend og útlend9 þurfa að Iesa Dagskrá. Nýrækt næstu ára (Framliald af 1. síðu) fullkomnar samstæður slíkra ræktunartækja, landnámsvéla. Mér skilst að búnaðarsam- böndin ætli að gera þetta, þau ætli að setja sér ræktunarsam- þykktir, samkvæmt hinum nýju lögum um það efni, og fara að vinna eftir þeim. Er nú verið að halda fundi í búnaðarsambönd- um til að ræða þessi mál. En eru búnaðarsamböndin fær um þetta? Hugum okkur t. d. Búnaðarsamband Skagafjarðar, með s. s. fjórar vélasamstæður, eða 2 skurðgröfur og 4 dráttar- vélar á skriðbeltum með ýtum og viðeigandi herfum og flutn- ingatækjum. Þar við bætist ein til tvær tylftir manna til þess að vinna að lokræsagerð, alls 20—30 manna lið, að minnsta kosti. Hafa menn gert sér grein fyrir hverja forsjá slíkur rekst- ur þarfnast? Ég kenni í brjósti um formenn búnaðarsamband- anna að sjá þessu farborða. Það gerir enginn bóndi, þótt gildur sé, í hjáverkum sínum. Það þarf mikið rekstursfé, skrifstofu hald, jeikningshald, innheimtu, flutningatæki o. s. frv. Á einn illa launaður héraðsráðunautur, sem helzt þarf að stunda búskap eða einhvern einkarekstur með starfi sínu, til þess að komast af, að hafa þetta allt með hönd- um? Er hér rétt stefnt, eða rétt- ara sagt, koma ekki önnur úr- ræði til greina, að minnsta kosti í sumum héruðum lands- ins? Ég tel að svo sé og önnur betri og skynsamlegri úrræði séu fyrir hendi. — Hvernig viltu þá láta haga þessu? — Ég álít heppilegast, að kaup félögin eiga að taka að sér að halda úti ræktunarflokkum, er vinna með stórvirkum vélum að frumræktun lands fyrir bænd- urna. Þau hafa bezta aðstöðu til þess að gera þetta, og þeim ber allmikil skylda til þess að leysa þetta mál fyrir íbúa sveit- anna. Kaupfélögin ráða yfir all- miklu rekstursfé, sem er eign bændanna. Þau eiga auðveldara með en búnaðarsamböndin, að leggja fram eða útvega fé til þess að standast straum af stofnkostnaði stóru ræktunar- vélanna. . Kaupfélögin hafa skrifstofu- rekstur með höndum. Þau eiga flutningatæki og annast flutn- inga. Þau hafa ýmsan véla- rekstur með höndum, bíla, frystihús og mjólkurbú. Sum þeirra eiga því og reka viðgerða- verkstæði, eða verða að koma sér þeim upp alveg á næst- unni. Rekstur nokkurra samstæðna af landnámsvélum er tiltölulega auðveld og eðlileg viðbót við núverandi rekstur kaupfélag- anna í allmörgum héruðum, og mun víðar verða senn hvað líður. Ég nefndi Búnaðarsam- band Skagafjarðar áðan sem dæmi. Blandast nokkrum, sem til þekkir, hugur um það hvort auðveldara væri fyrir Kaupfé- lag Skagfirðinga að eignast og reka þær ræktunarvélar, er ég ræddi um, eða fyrir Búnaðar- sambandið? Munurinn er greinilegur og auðsær. Hið sama gildir í Eyjafirði, Húnaþingi, Borgarfirði, Árnessýslu o. s. frv. — Væru kaupfélögin ekki að ganga inn á verksvið búnaðar- sambanda, ef þau gerffu þetta? — Nei, kaupfélögin ei|'a aff efla starfsemi búnaðarsamband- anna og það geta þau gert seni bezt með því að taka að sér þann ræktunarrekstur, sem hér um ræðir. Búnaðarsamböndin annast hina faglegu hlið máls- ins, kaupfélögin annast fram- kvæmdina, reksturinn. Héraðs- ráðunautur búnaðarsambands- ins safnar vinnubeiðnum. Hann skoðar löndin, er vinna skal,! metur og segir fyrir hvað megi og beri að vinna. Kaupfélagið lætur vinnuflokka sína ekki vinna neitt verk, nema að fyrir- huguð framkvæmd þess sé und- irbúin af ^viðkomandi héraðs- ráðunaut. Þannig eflir hvert annað, kaupfélagið og búnaðar- sambandið. Með þessu móti fá héraðsráðunautarnir æskilegt tækifæri til þess að hafa virka hönd í bagga við framkvæmd- irnar, og væri þetta óhemju framför frá því, sem nú tíðkast. Nú vinna ráðunautarnir nær eingöngu að því að mæla, blessa yfir og skrásetja framkvæmdir, sem gerðar hafa verið misjafn- lega vel undirbúnar. Starf bún- aðarráðunautanna hefir því eigi komið að tilætluðu gagni. Inn- an skamms er von á mörgum vel lærðum búfræðikandidötum til landsins og verða þeir von- andi flestir settir til starfa sem héraðsráðunautar, og þá þannig búið 'að þeim, að starf þeirra komi að fullu gagni, en verði ekki íhlaup og aukavinna. — Verður þaff ekki talin yfir- gangssemi af kaupfélögunum, ef þau auka þannig starfssviff sitt? — Ef til vill, og ef til vill ekki. Hitt veit ég að stofnkostnaður og rekstur þeirra landnáms- véla, er nú verður að nota, er ofviða búnaðarsamböndum vel- flestum og mun fara í handa- skolum hjá þeim sökum van- efna, fjárhagslegra vanefna og þó ennþá frekar starfslegra vanefna og aðstöðuleysis. Ég eygi ekki önnur betri úrræði en rekstur í höndum kaupfélag- anna. Raunar er enn ótalið það úrræði, er sumir menn mæna á: rikisrekstur. Ríkið reki nýrækt og ræktunarumbætur fyrir bændur um land allt. Dýr verð- ur sá Hafliði allur, og ræði ég ekki frekar um hann. Það yrði „vegagerð ríkisins“ nr. 2 og þó miklu víðfeðmari, umsvifameiri og affallasamari. — Eiga þá bændur sjálfir aff hætta aff vinna að ræktunar- störfum heima fyrir? — Nei ég er ekki búinn að tapa þeirri búfræðilegu barna- trú minni, þótt hún hafi orðið fyrir áföllum á illa ruddum götu- troðningum reynslunar, enda væri það að glata trúnni á bændurna og búskapinn. Vinnu- flokkarnir eiga aðeins að vinna hin erfiðustu landnámsverk með stóru vélunum, að -ræsa, brjóta og frumrækta landið.Þeir eiga ekki að nostra við hlutina né sinna smámunum. Nóg verð- ur eftir handa bændunum og sonum þeirra að vinna og vanda, hvort, sem þeir ^era það með vinnuhestum eða heimilisdrátt- arvélum af hóflegri stærð. — Hafa kaupfélögin gengizt fyrir slfkri starfsemi annars staffar? — Við þurfum engin fordæmi, og þó eru þau til. Víða eiga og reka • samvinnu-verzlunarfélög bænda tilraunastöðvar, kyn- bótabú, vísindastofnanir, er vinna í þarfir landbúnaðarins, fræðslustöðvar o. s. frv. Annars staðar styrkja samvinnuverzl- anir rekstur slíkra stofnana með fjárframlögum. í Svíþjóð reka samvinnufélög- in — Kooperative Förbundet — mjög myndarlega Búnaðardeild. Hið nýjasta á því sviði er að þau eiga stórvirkar ræktunar- vélar og halda uppi rekstri þeirra víða um landið, sérstak- lega í Norður-Svíþjóð, þar sem úrræði bænda í ræktunarmál- um hafa löngum verið minni en í aðalbúnaðarhéruðum Svíþjóð- ar. Þessi starfsemi, sem var haf- in mjög skömmu fyrir striðið, hefir tafist vegna örðugleika, er stafa af einangrun landsins ó- friðarárin, en K. F. hefir heitið bændum því, að þeir skuli ekki þurfa að bíða lengi eftir sam- vinnuvélunum, þegar friður sé kominn á. Vélasamstæður, er kaupfélög- in rækju í sveitunum myndu notast við margt annað en hin eiginlegu ræktunarstörf. Með jarðýtum yrðí grafið fyrir grunnum húsa, heimreiðir yrðu lagaðar, rústum rutt úr vegi, lagaðari farvegir, flóðgarðar „hlaðnir" o. s. frv. Á sama hátt, eða svipaðan, má með samvinnuvélum starfa margt að byggingarvinnu fyrir bændurna, svo sem steinsteypu. Því ekki að láta sitt eigið sam- vinnufélag leysa þann vanda, senda á vettvang vélar og menn, til þess að grafa fyrir húsum og Svikin á samkomulagi (Framhald af 1. síðu) greitt bændum, að meðaltali 1,23 au. fyrir líter, eins og ákveðið er, að þeir skuli fá samkvæmt lögum. Ríkissjóður sparar sér því rúma 10 au. á hvern inn- veginn mjólkurlíter á þessu svæði, sem virðist á því byggt, að þeim mun sé betri rekstrar- útkoma hér, en hjá öðrum mjólkurbúum. Þennan frádrátt frá hinu skráða útsöluverði 1,70 pr. líter hefir ríkisstjórnin réttlætt með eftirfarandi ástæðum. 1. Frá stjórn Mjólkursamsöl- unnar liggja fyrir heimildir um það, að hún telur, að ekki þurfi nema 1.214.252,31 kr. umfram það, .sem áður var greitt til að hægt sé að greiða bændum, að meðaltali kr. 1,23 pr. innveginn mjólkurlíter. 2. í þessum áætlunum stjórn- ar Mjólkursamsölunnar eru til- færðir liðir, sem ríkisstjórnin telur að séu greiðslur til bænda, og eigi samkvæmt sexmanna- nefndarálitinu að teljast með í lögákveðnu verði til þeirra, sem er 1,23 fyrir líter. Liðir þessir eru: a. 3 au. pr. innveginn mjólk- urlíter til byggingar nýrrar mjólkurstöðvar. b. Kr. 157.722,41 til varasjóðs Mjólkurbús Flóamanna og kr. 44.553,22 til varasjóðs Mjólkur- samlags Borgfirðinga. c. Kr. 25.000,00, sem dragist frá tekjum af brauðasöiu Mjólk- ursamsölunnar, vegna sölu- kostnaðar við þær vörur. Um þessi atriði hefir stjórn Mjólkursamsölunnar hins vegar haldið fram, að þau væru óvið- komandi verðinu kr. 1,23 pr. líter til bænda, sem þeim ber að fá við stöðvarvegg mjólkurbú- anna samkvæmt lögum. Þessi skoðun er reist á eftir- farandi ástæðum: 1. Formaður sexmannanefnd- arinnar, Þorsteinn Þorsteinsson Hagstofustjóri, hefir látið uppi eftirfarandi álit: „Að gefnu tilefni skal ég leyfa mér að upplýsa, að þegar land- búnrifarvísitölunefndin 1943 á- kvað grundvöll landbúnaðarvísi- tölunnar, þá var í kostnaðarlið- unum aðeins reiknað með flutn- ingi mjólkurinnar að mjólkur- búi, en ekki með neinum kostn- aði við mjólkina, sem bætist við bar á eftir, svo sem kostnaði við vinnslu mjólkurinnar og dreif- ingu.“ Hér er því aðeins um það að ræða hvort liðir þessir eru ó- umflýjanlegur kostnaður við sölu og dreifingu mjólkurinnar, eða ekki. 2. Greiðslur þessar eru hinar sömu og kunnugt var um að teknar voru í þessu skyni, er sexmannanefndarsamkomulagið var gert, og þær eru hvergi teknar með í áætlun nefndar- innar um framleiðslukostnað bændanna. 3. Samkvæmt lögum ber bændum að hafa fullkomin og löggilt mjólkurbú, til að mega selja« mjólk á sölusvæðinu, og kostnaður við þessar stöðvar getur því ekki talizt annað en sölu- og dreifingarkostnaður við vörurnar. 4. Varasjóðstillög mjólkurbú- anna eru ákveðin með lögum 1% af viðskiptaveltu, og er þar um að ræða greiðslu til sjóða, steypa þau, leggja miðstöðvar o. s. frv. Þessi hugmynd er svo sem ekki að öllu leyti ný. Mér er kunnugt um, að þetta hefir komist til tals í einstökum kaup- félögum, og geri ég því fastlega ráð fyrir að hún verði reynd á næstunni. Vonandi girða lögin um ræktunarsamþykktir á eng- an hátt fyrir það, að þessi leið verði farin í nokkrum héruðum. Ræktunarsamþykktirnar miða að ákveðnu marki, lögin um þær eru hugsuð með mikilli bjart- sýni — sem betur fer. Mest er um vert að þessu marki verði náð, hitt er ekkert keppikefli að sníða öllum einn stakk, eitt get- ur hentað í þessu héraði, annað í hinu eftir aðstæðum, mann- vali og félagsþroska. sem aldrei getur orðið séreign bænda, og fé, sem aldrei getur orðið útborgað til þeirra, hvers um sig. 5. Mjólkurstöðin nýja verður að greiðast niður svo ríflega, meðan hið háa verðlag er í gildi, að hún standi i eðlilegu verði, er allt færist aftur til verðlags venjulegra viðskiptatíma, enda munu flestir stefna að því, er svipaðar framkvæmdir hafa nú með höndum. Framlag þetta er þó ekki freklegar ákveðið en það, að þessu sinni, að það er 2 au. lægra á innveginn mjólkurlíter en næsta ár á undan, þegar bændur voru sjálfráðir um ráð- stöfun á tekjum þeim, sem hið lögákveðna útsöluverð gaf þeim, Varasjóðstillag er einnig reikn- að þeim mjólkurbúum eingöngu, sem undanfarið hafa talið sér skylt samkvæmt samvinnulög- unum og samþykktum sínum að leggja fé í varasjóð. Stjórn Mjólkursamsölunnar getur eng- anveginn á það fallizt^að frgm- lög sem þessi geti talizt styrkur úr ríkissjóði, eða annarsstaðar frá, meðan rúma 10 au. vantar á hvern innveginn mjólkurlíter til þess að sölusamtök bænda fái það verð fyrir vöru sína, sem þeim er heimilað að taka sam- kvæmt gildandi verðlagsákvæð- um, og mikill meiri hluti bænda, getur af þeim sökum, hvergi nærri fengið það verð, sem þeim er ærlað samkvæmt gildandi lögum. Verkamanaabú- stadlr á Akranesi Byggingarfélag verkamanna á Akranesi var stofnað 7. ágúst 1943 að tilhlutun Sveinbjörns Oddssonar. Fyrir um það bil ári síðan var hafízt handa um bygg- ingar á vegum félagsins og á- kveðið að byggja 10 hús, með alls 20 íbúðum. Framkvæmdum er nú svo langt komið, að þegar eru fullgerðar 6 íbúðir og aðrar 6 verða fullgerðar fljótlega. Húsin eru einlyft með risi og standa tvö saman. Stærðin er 96 m2, þrjú herbergi og eldhús, geymsla er í útbyggingu. Kostn- aðarverð húsanna er um 70 þús- und krónur, hver íbúð. Húsin eru mjög vönduð, byggð út járnbentri steinsteypu, einangr- uð með reiðingstorfi og 8 cm. steinhúðun innan á veggjunum. Upphitun er frá Sóló-eldvélum. Yfirsmiðir voru Jón Guðna- son og Aðalsteinn Árnason. Stjórn byggingafélagsins skipa: Sveinbjörn Oddsson, for- maður, Hálfdán Sveinsson, Hall- dór Þorsteinsson, Guðm. Kr. Ól- afsson og Sveinn Kr. Guðmunds- son. Prestkosning Fyrra sunnudag fóru fram prestskosningar í Vestmanna- eyjum. Þátttaka í þeim var óvenju mikil, og meiri en verið hefir þar í Alþingiskosningum. Um 80% kjósenda neyttu kosn- ingarréttar síns. Atkvæði voru talin á skrifstofu biskups síð- astliðinn föstudag. Séra Halldór Kolbeins var löglega kosinn prestur og hlaut hann 853 at- kvæði, sr. Sigurður Guðmunds- son hlaut 498 atkvæði og sr. Yngvi Þór Árnason hlaut 140 at- kvæði.-Auðir seðlat* voru 10 og 3 ógildir. x Kauphækkanír Þann 1. maí gengu í gildi nýir samningar um kaup og kjör bif- vélavirkja. Samkvæmt þessum samningi hækkar grunnkaup sveina úr 145 kr. í 158 kr. á viku. Nýsveinakaup fellur niður. Um likt leyti gengu í gildi nýir samningar um kaup og kjör húsgagnasmiða. Lágmarks- grunnkp^jp sveina verður 157 kr. á viku og nýsveinakaup fellur niður. Þeir, sem vinna vélavinnu fá nokkuð hærra kaup. G A M L A BtÓ ENDURFUNDIR (Reunion in France) Joan Crawford, John Wayne, Philip Dorn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki affgang. FJallið EVEREST frásagnir ,um hæsta fjaU jarð- arinnar og tilraunir manna til að brjóstast upp á hæsta tind- inn. Skemmtileg og fróðleg bók, prýdd mörgum fallegum mynd- um. Fæst í flestum bókaverzlun- i m, en upplagið orðið mjög takmarkað. N Ý J í Ó * UPPREISN UM BORÐ („Passage to MarseUle") Mikilfngleg stórmynd ur hreysti og hetjudáðir. Aðalhlutv. leika: Humphrey Bogart, Michele Morgan Claude Rains. Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. 7fTJARNARBÍÓY DAGUR HEFNDARIMAR (The Avengers) Ralph Richardson, Deborah Kerr, Hugh WilUams. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. | Hvað er á seyði? (What’s Buzzin’ Cousin?) Rochester Anðerson, Ann Miller, John Hubbard, Freddy Martin og hljómsveit hans. Sýnd kl. 3 og 6. ►>* LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurínn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir i dag frá kl. 4—7. ATHS. Ekki svaraff í síma fyrr en eftir kl. 4yz. Aðgangur bannaffur fyrir börn. - Hjartans þakkir til barna mínna, tengda- og barna- barna og vina minna, sem glöddu mig með heimsóknum, dýrmœtum gjöfum og fjölmörgum skeytum, Ijóðum og línum á sjötugsafmœli mínu 30. þessa mártaðar, og gerðu mét daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og farsœli framtíð ykkar. Ósum, 31 marz 1945. EGGERT LEVY. Ú R B Æ N U M Nýstárlegt uppboff fer fram í Listamannaskálanum í kvöld. Verða þar boðin upp 27 lista- verk eftir íslenzka listamenn og and- virði þeirra látið renna til nauð- staddra Dana og Norðmanna. Einnig verður boðið upp seinasta áritaða ein- takið af ljóðabók Nordahl Grieg, „Fri- heten“, sem ekkja skáldsins hefir gef- ið til þess að styrkja nauðstadda Dani og Norðmenn. Það er Félag íslenzkra myndlistarmanna, er hefir gengizt fyrir að safna þessum listaverkum, en for- maður þess er Guðmimdur Einarsson frá Miðdal. Vorsýning Handíffa- og myndlistaskólans. Handíða- og myndlistaskólinn opn- aði vorsýningu í sýningaskálanum í Hótel Heklu síðastl. þriðjudag. Á sýn- ingunni er fjöldi útskorinna muna, teikningar, vatnslitamyndir, málverk, smíðisgripir, leðurvörur o. fl. Sýning- in verður opin í tíu daga, kl. 1—10 daglega. Fyrsta knattspyrnumótiff hefst 13. maí. Knattspyrnuráðið hefir nú lokið við að raða niður mótum sumarsins. Túliníusarmótið hefst 13. maí með kappleik milli K. R. og Víkings, Fram og Vals. Reykjavíkurmót meistara- flokks hefst 21. júní með leik milli Fram og Víkings. Ekki er enn fullráðið hvenær íslandsmótið fer fram, en það verður á eftir Reykjavíkurmótinu að þessu sinni. Byggt ofan á Austur- bæjarskólann. Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur var nýlega samþykkt, að byggja ^ina hæð ofan á Austurbæjarskólann. í þessu nýja húsnæði er bæjarbóka- safninu ætlaður staður og ef til vill námsflokkum Reykjavíkur. Sigurði Guðmundssyni húsameistara var fal- ið að gera uppdrátt af hæðinni. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú María Guðjónsdóttir (Einars- sonar, Hliði í Grindavík) og Demus Joensen frá Færeyjum. Leiffrétting. í grein Jóns G. Jónssonar (Furðu- leg ummæli um tekjur Bílddælinga), á 4. síðu í blaðinu í dag, stendur að 37 menn hafi 10—20 þús., en á að standa 10—15 þús. kr. Flugvélar h.f. Loftleiffa fluttu í apríl 442 farþega. Flugvél- arnar voru á lofti í 83% klst., fluttu 1634 kg: af pósti, og annar farangur vóg 3,259 kg. Voru farnar 85 flugferðir, og flogið samtals 17.300 km. Tvö innbrot hafa nýlega verið framin í Reykja- vík. Brotizt var inn í hljóðfæraverzl- unina „Prestó" við Hverfisgötu 32 og stolið þaðan tveimur harmoníkum og vasaúri. Hitt innbrotið var framið í kjötverzlun Hjalta Lýðssonar, Grettis- götu 64 og stolið þaðan nokkrum kíló- rnn af kjöti. Þjófurinn hafði gert sér til gamans að brjóta nokkur kg. af eggjum. Til Noregssöfnunarinnar hfir blaðinu borizt gjöf að upph. 100 kr. frá Hirti, Helgu og Þórunni á Patreksfirði; Leiffrétting. í Tímanum 13. apríl. síðastl. mis- prentaðist þakkarávarp frá Eggert Levy hreppstjóra á Ósum og er hann hér með beðinn afsökunar á þessum mistökmn. - v Rétt er þakkarávarpið eins og það birtist í blaðinu í dag. Barnakór Borgarness efndi til söngskemmtunar í Gamla Bíó í Reykjavík síðastl. sunnudag. Stjórnandi kórsins er Hans Jörgens- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.