Tíminn - 13.11.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, miðvikndagiim 13. n6v. 194G 238. Mað Miðv.dagur 13. nóv. Snuðtúttan Hvernig stendur á því að dýr- tíðin skuli vera bölvun og plága fyrir verkalýð frændþjóðanna, en blessun og hamingja fyrir alþýðu íslands? mega nú les- endur Alþýðublaðsins segja. Það er skilningsþraut, sem þeir mega glíma við fyrst um sinn. Ásgeir hefir sagt þeim, að það væri um að gera að hafa dýr- tíð. Dýrtíðin væri til þess að taka af þeim ríku handa þeim fátæku. Það væri eignajöfnun og auðmiðlun. Svo er nú sósíalisminn hans. En svo koma hér á Alþýðu- sambandsþingið gestir frá grannþjóðunum, forustumenn verkalýðssamtakanna meðal frændþjóða okkar. Og boðskap- urinn, sem Alþýðublaðið hefir eftir þeim, er fyrst og fremst sá, að þar í löndum sé nú höf- uð viðfangsefni Alþýðuflokk- anna að sporna gegn dýrtíð, verðbólgu og lággengi. „Ólíkt hafizt þið nú að, Þórð- ur minn á Strjúgi og þú. Þú yrkir skapara þínum lof og dýrð, en hann mér“, sagði Kölski við Hallgrím Pétursson forðum daga. Sitthvað mætti þá nú líka dreyma, Alþýðu- flokksmennina hér um slóðir. Það verður aldrei neinn jöfn- uður tryggður með því einu saman að hækka vinnu og vör- ur í verði. Það segir ekki neitt til um endanlega afkomu al- mennings. Það er skipting þjóð- arteknanna, sem máli skiptir í því sambandi, og þar er aðalat- riðið, að tekið sé fyrir brask- gróða og fjárplógsstarfsemi á kostnað almennings. Hér hefir því ekki verið sinnt, heldur hefir verið reynt að friða menn og glepja með því, að láta þá fá fleiri krónur í sinn hlut, en jafnframt hefir krónum brask- aranna verið fjölgað um marg- ar fyrir hverja eina, sem al- þýðumaðurinn fékk. Það þarf ekki að fjölyrða um hvernig nú er komið hér. Þar er nóg að skírskota til fólksins. Húsnæðismálin eru kannske ljótijst og ægilegust, en annars er sama hvar gripið er niður. Það má t. d. benda á, að nú kostar hátt á aðra krónu að selja hvert kg. af kjöti í búðun- um, hundrað krónur að flytja eitt húsgagn milli íbúða í Reykjavk o. s. frv. Þannig verk- ar „blessun" dýrtíðarinnar. Það er gott að menn fái marg- ar krónur, ef kaupmáttur þeirra minnkar ekki jafnóðum. Verka- lýðsleiðtogarnir frá Norður- löndunum hinum hafa þá sögu að segja, að verðbólga þyki engii?. hagsæld fyrir almenning þar. Vonandi getur heimsókn þeirra orðið til þess, að vérka- lýðsflokkar íslands snúi sér að öðrum hagnýtari og raunhæf- ari málum en verið hefir. Hinar svokölluðu kjarabætur hafa í mörgum tilfellum aðeins verið gervimútur og sýndar- gróði, sem braskaravaldið hefir hampað framan í fulltrúa aÞ- þýðustéttanna. Aldrei hefir skipting þjóðarteknanna verið misjafnari en nú, þegar alls er gætt. Braskararnir drekka rjóm- ann eins og þeir hafa löngum gert. Þegar foringjar verka- lýðsflokkanna byrja að hrína, stinga þeir upp í þá verðbólgu- snuðinu, og það hafa þeir lengstum gert sér að góðu hing- að til. Og svo ánægðir hafa FERTUGUR: EYSTEINN JÓNSSON I. Þeim sem ekki þekkja Eystein Jónsson nema af afspurn, kem- ur það sennilega nokkuð á ó- vart, að hann skuli ekki vera nema fertugur í dag. Hitt er venjulegra, að þeir, sem við op- | inber mál fást, byrji að láta þar að sér kveða um þetta skeið ævinnar. En nú um fertugs- aldur er Eysteinn Jónsson bú- inn að eiga sæti á Alþingi ís- lendinga í 13 ár og hefir verið ráðherra í stjórn landsins ná- lega átta ár. Það má víst telja einsdæmi hér á landi, að svo ungur maður hafi hlotið svo' mikinn trúnað í þjóðmálum. | Eysteinn er sem kunnugt er, Austfirðingur að ætt, og ólst1 upp á Djúpavogi hjá foreldrum ! sínum, sr. Jóni Flinnssyni og1 konu hans, Sigríði Hansdóttur Beck. Er hann af góðum kom- 1 inn. Á unglingsárum og fram undir tvítugt stundaði hann 1 sjómennsku og ýmsa 'aðra erf- 1 iðisvinnu. Sjálfulr hefir hann 1 látið svo um mælt í kunningja- 1 hóp, að honum hafi á þeim ár- um ekki fundizt annað vinna en framleiðslustörf, og þó að deila megi um hvort það sé rétt, mætti sá hugsunarháttur vera algengari með ungu fólki. Er það honum líkt að hafa hugsað svo og í samræmi við þá ó- venjulegu skyldurækni, sem jafnan hefir einkennt hann í hvaða starfi, sem er. Þó kom að því, að hann fór til Reykjavíkur til náms, og opn- uðust honum þá fljótt ný við- fangsefni. Varð hann starfs- maður í Stjórnarráðinu og hjá skattstjóranum í Reykjavík og síðar skipaður skattstjóri. Það var ekki heiglum hent að standa í þeirri stöðu, en valt á miklu fyrir hið opinbera, að starfið væri vel rækt og * af glögg- jkyggni. II. Árið 1933 um sumarið var Eysteinn kosinn á þing í Suð- ur-Múlasýslu ásamt Ingvari Pálmasyni, þá 26 ára gamall. Hann var þá þegar orðinn eða í þann veginn að verða einn af aðalforystumönnum Framsókn- arflokksins og kosinn í mið- stjórn flokksins á flokksþingi það ár. Eftir stjórnarskrár- breytinguna árið 1934, fóru aft- ur fram kosningar og urðu þá stjórnarskipti. Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn mynduðu nýja stjórn saman um sumarið. Eysteinn Jónsson varð fjár- málaráðherra í hinni nýju stjórn, þá tuttugu og sjö ára gamall. .Undir stjórn fjármála- ráðherra heyrðu þá hin al- mennu fjármál ríkissjóðs, en auk þess það, sem nú er kallað viðskiptaráðuneyti, þ. e. gjald- eyrismál, bankar o. fl., enda voru þá aðeins þrír ráðherrar í ríkisstjórninni. Stjórnmálastörf Eysteins Jóns- sonar hafa að vísu aflað hon- um mikilla vinsælda og álits samflokksmanna hans og margra annarra. Það er þó vafa- samt, að menn hafi að fullu þeir verið með snuðið sitt, að þeir hafa löngum deilt fast á Framsóknarmenn fyrir að líta verðlagsmálin svipuðum aug- um og alþýðuflokkar frænd- þjóðanna. Hvernig verður nú, þegar þeir fara að ræða nánar við gesti sína? Skyldu þeir taka út úr sér snuðið? Eysteinn Jónsson. gert sér ljóst enn, hvílíkan taldi hann hin§, vegar eiga vanfja hann tókst á hendur með heimtingu á því, að ekki væri fj ái\nálaráðherrastarfinu og eytt um skör fram, og aö áætl- hvílíka orku, samvizkusemi og anir stæðust eins og unnt var. trúmennsku þurfti til að leysa það af hendi á þann hátt, sem hann gerði. Hin nýja ríkisstjórn var stjórn hinna róttækari flokka í landinu og stefndi að því að auka framfarir á sem flestum sviðum. Hinn ungi fjár- málaráðherra var sjálfur einn hinna ákveðnustu framfara- manna þingmeirihlutans. Það hefði verið ánægjulegt fyrir slíka stjórn að mega setjast að völdum í góðæri. En það var allt annað en góðæri hér á landi árið 1934 og næstu árin á eftir. Markaðirnir fyrir saltfiskinn, stærstu útflutningsvöru lands- ins, hrundu eins og skriða und- an fótum manna og verðið var lágt. Aflaleysið eitt kom í veg fyrir, að stórkostlegar birgðir söfnuðust í landinu. Þá vantaði ekki skip, heldur afla, og þó fyrst og fremst kaupendur. Sala landbúnaðarafurða var ]^ka mjög takmörkuð erlendis. Það þarf sljótt minni til að geta gleymt þeim eftirminnilegu erf- iðleikum, sem það kostaði stjórn landsins og útflytjendur að koma út gj aldeyrisvörum lands- manna á þeim árum. — En stjórn, sem vill vera framfara- stjórn, þarf að hafa erlendan gjaldeyri til verklegra fram- kvæmda og tekjuviðbót í rík- issjóðinn. Það er að vísu til þriðja leiðin: að taka lán, inn- anlands eða utan. En þá leið var E. J. tregur til að fara. Hann tók því það ráð að láta hafa strangt eftirlit með því, að gjaldéyipsinn væri fyrst og fremst notaður til nauðsynja, þar á meðal mest aðkallandi verklegra framkvæmda (t. d. síldarverksmiðjanna, sem þá voru stórlega auknar), en ann- að látið sitja á hakanum. Vegna framfarastefnu stjórnar- innar var óhjákvæmilegt að auka tekjur ríkissjóðs. Þá voru t. d. samþykkt nýbýlalögin og alþýðutryggingalögin. Fjár- málaráðherrann vildi ekki bjóða þjóðinni upp á svikna fram- farastefnu. Hann reyndi aldrei að telja mönnum trú um, að hægt væri að fá framfarir og þjóðfélags umbætur fyrir ekki neitt. Gjaldendur landsins Vinnubrögð þau, er Eysteinn Jónsson kom á við setningu fjárlaganna, myndu þykja ný- stárleg nú eftir 7—8 ára styrj- aldaráhrif í fjármálum lands- ins. Hann lét sér ekki nægja að undirbúa fjárlagafrumvarp í hendur þingsins og láta síðan tilviljun ráða því að meira eða minna leyti, hvernig það kom aftur í hendur fjármálaráð- herrans, sem gildandi fjárlög. Hann sat sjálfur alla þýðingar- mestu fundi fjárveitinganefnd- ar og fylgdist með störfum hennar og gerði sér grein fyrir hverju máli. Það var skýlaus krafa hans, að fjárlögin væru afgreidd hverju sinni án tekju- halla, að hver áætlun væri á rökum byggð og að útgjöld, sem ákveðin voru í sérstökum lög- um, væru teKin inn í fjárlög- in á réttum tíma. Með því að fylgjast þannig með fjármála- aðgerðum þingsins - og sam- vizkusemi í framkvæmd fjár- laganna, tókst honum að kom- ast lengra í því, en tíðkast hef- ir, að láta útkomu landsreikn- ingsi/is svara til áætlunar fjár- laganna. Þessi vingjarnlegi maður var strangur fjármála- ráðherra af því, að hann fann að hann var að fara með ann- arra fé, og varð að gera sömu kröfu til sjálfs sín og þingsins. III. Eysteinn Jónsson sýndi það í fjármálaráðherratíð sinni, að hann sver sig í ætt við beztu og farsælustu einkenni íslenzkr- ar alþýðu. Öldum saman hefir þjóðin lifað í fátækt, mætt þrautum og mannraunum með sparsemi, manndómi og elju og þess vegna bjargast úr hverri raun sem lifandi menningar- þjóð. Góðum bændum er það eiginlegt að fara spart með fé, auka framleiðsluna sem mest, eyða sem minnstu til daglegr- ar neyzlu, en leggja sem mest í framkvæmdir og endurbætur Vegna þess, að þjóðin átti menn með þessu hugarfari, hafa hér orðið framfarir. Það er þetta, sem er undirrót allra sannra framfara á íslandi. Enginn þarf að halda, að hér skapist ný öld af sjálfu sér, án þess að ein- hverju sé til þess fórnað. Eysteinn Jónsson á í ríkum mæli þessa eiginleika, sem hafa verið lífgjöf íslenzku þjóðarinn- ar. Þess vegna gátu þau undur gerzt, að þau árin, sem hann stýrði fjácrmálum þjóðarinnar og mótaði stefnu hennar í þeim efnum, var ríkisbúskapur- inn hallalaus og verzlunarjöfn- urinn hagstæður, þrátt fyrir heimskreppu og markaðshrun, og þá var meira fé lagt til ný- sköpunar og uppbyggingar at- vinnulífsins en nokkuru sinni fyrr. Óvæntur stríðsgróði hefir nú um sinn dregið ský á augu margra, svo að þeim hefir ekki fundizt þörf að fylgja algild- um lögmálum alls fjármálalífs. Það tlmabil verður þó aðelns skammvinnUi' draumur og skýjadans. Loftkastalar og skýjaborgir stríðsgróðavímunn- ar hverfa, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þá átta menn sig aftur á því, að þeir verða að standa á jörð- inni. Þá læra menn aftur að meta þær dyggðir, sem bezt hafa borgið þjóðinni, hófsemi, sjálfsafneitun, þegnskap og ó- drepandi þrautseigju og fram- faravilja. Þá verður svipast eftir forustumönnum eins og Eysteini Jónssyni og leitað trausts hjá þeim, — einlægum og ósér- plægnum framfaramönnum, sem leggja manndóm sinn æðru- laust I það, að sigrast á erfið- leikunum. IV. Ekki verður hjá því komizt að minnast þess, að Eysteinn Jónsson er einn af áhugasöm- ustu samvinnumönnum lands- ins. Kom það vel fram meðan hann var viðskiptamálaráð- herra, því að þá var reynt að láta samvinnufélögin njóta jafnréttis við aðrar innflutn- ingsverzlanir landsins. Hann var einn af aðalstofnendum Kaupfélags Reykjavíkur og fyrsti formaður þess. Nú á hann sæti í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga og er varafor- maður þess. , Um starfsemi Eysteins Jóns- sonar innan Framsóknarflokks- ins og sem stjórnmálamanns almennt hingað til mætti rita langt mál. Það mun þó eigi verða gert að sinni. Svo sem kunnugt er, er hann afburða snjall ræðumaður, og þá einkum í rökræðum. Hann er maður sívinnandi og með vakandi auga á hverju verki, sem vinna þarf, látlaus í framkomu, góðviljaður og hófsamur. Slíkir menn sem hann þurfa að verða langlífir og þjóðinni er þörf á að nota krafta þeirra. Fyrir æsku lands- ins er það til uppörfunar að minnast þess, að ungum manni má til mikils treysta, ef hæfi- leikar og mannkostir eru fyrir hendi og tilsvarandi þroski. Eysteinn Jónsson er kvæntur Sólveigu Eyjólfsdóttur, góðri konu reykvískri,' en ættaðri að austan. Bendik Systail: Hvers vegna fer unga fólkið úr sveitunum? Grein þessi birtist nýlega í norska bændablaðinu Nationen. Tímanum þykir rétt að flytja lesendum sínum hana, því að hún lýsir áliti á viðhorfi þeirra, sem unna landbúnaði þar í landi. Víða um heim er nú sömu söguna að segja: Bændastéttin mynd- ar samtök og hefur öfluga baráttu fyrir hagsmunum sínum. Það er mál, sem varðar alla, og ekki sízt íslenzka lesendur. Oft koma mér í hug þessi orð Svens Morens: Og mýrin hún teygir sig mörkinni nær, þar moldin í bleytunni sefur. En auðug er jörðin, hún gefur og grær, sé gert eins og ræktunin krefur. Og gott undir bú er með kindur og kú, hér kæmumst við vel af, ég og þú. Þetta er bókstaflega satt. En hvað var það, sem olli því, að svo margir fóru úr sveitinni til vinnu við iðnaðinn — og til út- landa, Var það af því, að alltaf var svo þröngt heima, að sveit- in rúmaði ekki fleiri Ó-nei. Það var ekki alltaf ástæðan. Það var það sem nefnt er hér áður. Margur unglingur hafði hug á því að taka sér haka og skóflu I hönd og rækta sér land, en hann varð að hverfa frá því, vegna þess að hann hefði fyrir- sjáanlega aldrei haft fjárhags- ástæður til þess. Mýrarnar lágu óhreyfðar, skógurinn og lyngið teygðu sig lengra og lengra. Þar sem voru góð skilyrði fyrir sveitabæ — jafnvel fyrir heila sveit, fékk jarðvatnið enn að feyja frjó- moldina. Börnin, sem áttu að alast upp í örmum írjálisrar náttúru, fæddust upp I iðnað- arhverfum bæjanna. Það átti sér líka stað í sveit- unum, — skyldi það þekkjast, — að gömlu býlin eyddust. Þeir, sem bjuggu þar, fóru. Kofarnir stóðu tómir eftir. Einn dag heyrðist svo dálítið brauk og allt var hrunið í rúst. Loks voru bara vallgróin tótt- arbrot eftir, eins og eggjun og ásökun til þeirra, sem framhjá fóru. Akrarnir, sem höfðu brauð- fætt marga munna frá kyni t£t kyns, greru upp. Birkikjarr og annar skógviður lagði þá undir sig.------En bæirnir uxu. Þaðan fannst ekki mörgum þörf að flytja. Reykháfar verksmiðjanna urðu stöðugt fleiri og fleiri. Þar var kliður af vélum. Stöðugt voru ný hús byggð. Fólkinu fjölgaði. Þeir, sem einu sinni voru heima I sveitinni sinni, og langaði til að hefjast þar handa, fluttu í bæinn. Þeg- ar börnin þeirra eða barnabörn- in heimsækja átthagana og sjá foreldrana eða afa og ömmu, finnst þeim, að þar sé ekki mönnum boðlegt að búa. En það er ekki aðeins að bæirnir og iðnaðurinn vaxi að mannfjölda og fyrirferð. Þeim vex stöðugt styrkur fjárhagslega. Láfskjörin fara batnandi. Þar mynduðu menn stéttarfélög. En uppi 1 sveitunum voru frændur þeirra, og unnu að því að framleiða mat fyrir sig og þá. Og þeir urðu að minnka við sig daglega neyzlu frá því sem var. Hinir bæta lífs- kjör sín á kostnað sveitanna. Hver var ástæðan? Sú, að sveitafólkið var sundrað. Meðan hinir voru sameinaðir í flokk þreytti sveitafólkið reip- tog innbyrðis. Og þegar það átti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.