Tíminn - 13.11.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1946, Blaðsíða 4
Flokksþing Frams6kn.arm.anna hefst 1 ReykjavLk 28. nóvember næstkomandi 4 REYKJÆVÍK Framsóknárfélög í Tilkynnið þátttöku í flokksþinginu fyrir 20. nóv. néestk. 13. NÓV. 1946 308. blað œnum í dag. Sólin kemur upp kl. 8.51. Sólarlag kl. 15.32. Árdegisflóð kl. 8.15. Síðdegis- flóð kl. 20.45. í nótt. Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstofu læknafélagsins í Aust- urbæjarskólanum sími 5030. Nætur- vörður er í Reykjavíkur Apóteki sími 1760. Útvarpið í kvöld. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Konungsheimsóknin“ eftir Kaj Munk, X. (Sigurður Einarsson skrifstofu- stjórl). 21.00 Tónleikar: Unnustinn, — lagaflokkur eftir Sibelius (plötur). 21.15 Erindi: 200 ára skóli í Vest- mannaeyjum (Árni Guðmundsson kennari). 21.40 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 22.00 Fréttir. Auglýsingar. Létt lög. 22.30 Dagskrárlok. Hátíðaútgáfa af Menntaskólablaðinu. kemur út í dag, í tilefni af 100 ára afmæli skóians. Skólablaðið er stærra að þessu sinni en nokkru sinni fyrr og flytur það fjölbreytt efni. Má þar meðal annars nefna setningarræðu Sveinbjarnar Egilssonar 1846 og Setn- ingarræðu Pálma Hannessonar 1946. Auk þess eru í blaðinu greinar, sögur og kvæði eftir eldri og yngri nem- endur skólans. Ritnefnd blaðsins er skipuð 7 nemendum, en Magnús Finn- bogason kennari er ábyrgðarmaður. Ægir, tímarit Fiskifélags íslands, 8—9 hefti 39 árg. er nýkomið út. Af efni þess, má nefna grein um seinustu síldar- vertíð, Friðun Faxaflóa, Milliríkja- samninga um Grænland, Úr skýrslu fiskveiðinefndar F.A.O., Lófótveiðar 1946, Grein um Guðmund Jónsson skipstjóra, Aðalbjörn Bjarnason skip- stjóra, Yfirlit um útflutning sjávaraf- urða í júlí og ágúst og útgerð og afla- brögð. Víkingur, sjómannablað, gefið út af Far- manna- og fiskimannasambandi ís- lands, 10. hefti 8. árg. er nýkomið út. Af efni þess má nefna Nýsköpun og dýrtíð, Hvar var síldin í sumar, grein um dieselvélar og fleira. Heima óg erlendis, blað um íslendinga heima og er- lendis, gefið út af Þorfinni ICristjáns- syni. Nýlega er komið út 3. tbl. 1. árg. Þar er grein um þingmannaförina 1909, íslendingar búsettir í Danmörku, Á slóðum ísiendinga í Kaupmannahöfn, og Hafnarannáll. Systrabrúðkaup. Síðastl. laugardag gifti séra Sigur- björn Einarsson dócent þrjár systur. Voru það dætur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Guðmundar Magnús- sónar frá Vatnamýri á Skeiðum. Þau sem gift voru, heita: Magnea gift Þorfinni Tómassyni bifreiðarstjóra Selfossi, Svanlaug gift Aðalsteini Steindórssyni Hveragerði og Hrefna gift Siguröi Guðjónssyni Seifossi. Sundmót Ármanns fer fram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Þátttakendur í mótinu eru 75 frá 7 félögum. Keppt verður í 400 m. skriðsundi karia, 100 m. bringusundi kvenna, 100 m. baksundi karla, 100 m. bringi/jundi karla, 50 m. skriðsundi drengja, 50 m. skriðsundi kvenna, 50 m. baksundi drengja, 50 m. bringu- sundi telpna, 100 m. bringusundi drengja og boðsundi kvenna og karla. Meðal þátttakenda eru beztu sund- menn landsins. Aðalfundur ísfirðingrafélagsins, var haldinn síðastl. föstudag. Tala félagsmanna er nú um 240. í stjórn voru kosnir Jón Leós, form., Sveinn Helgason, Jón Jóhannesson, Helgi Guðbjartsson og Einar Ásgeirsson. Að fundi loknum voru sýndar kvikmyndir, Gísli Sigurðsson rakari skemmti með eftirhermum og loks var stiginn dans. Tímann vantar tilfinnanlega börn til að bera blaðið út til kaupenda víðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðningsmenn blaðsins, að bregðast vel við og reyna að aðstoða eftir megnl við að útvega unglinga tll þessa starís. tÍ^œndut'! Höfum f/rirliggjandi og útvegum allskonar varahluti í okkar góðkunnu landbúnaðarvélar, svo sem: DráttarvéLar PLóga Herfi Sláttuvélar RakstrarvéLar MúgavéLar Áburðardreifara SkiLvindur Strokka og ýmsar fLeiri véLar. ATHUGIÐ: Vegna örðugleika um útvegun varahluta er brýn nauðsyn að athuga vélarnar nú þegar og panta varahluti í haust, en geyma það ekki til næsta sumars. Samband ísl. samvinnufélaga Rottueyðingin (Framhald af 1. síðu) að Gróttu. Síðar var þó ákveðið að stækka svæðið þannig, að það næði einnig yfir Kópavogs- háls og Kársnes, og entifremur yfir svæðið frá Elliðaám að Korpúlfsstaðaá, norðvestan við línu frá neðri stíflu í Elliðaám að Lambhaga. Að eitruninni unnu í mismun- andi langan tíma alls 11 sér- fræðingar frá félaginu og að jafnaði um 20 íslendingar. Sam- tals munu hafa verið búin til og lögð út um y2 milj. ögn. Samkvæmt skýrslum félags- ins hafa starfsmenn þess alls tekið til athugunar á upphaf- lega eyðingarsvæðinu, þ. e. hér í bajnum og á vesturhluta Sel- tjarnarneshrepps 4858 fasteign- ir. Við fyrstu athugun reyndust 953 eða aðeins 19,6% af þessum eignum vera rottulausar, og liggja fyrir yfirlýsingar frá eignunum, um að svo hafi verið. Eitrun fyrir rottur og mýs var því framkvæmd í 3905 húsum og öðrum eignum, eða 80,4%. Að eitruninni lokinni lágu fyrir yfirlýsingar frá 3773 af þess- um eignum, að þar væri ekki vart við mýs né rottur. Frá 132 eignum fengust ekki slíkar yfirlýsingar. Á svæðum þeim, sem tekin voru til viðbótar, varð árang- urinn af eyðingunni svipaður þessu. Framvegis verður reynt að halda rottugangi hér í bænum í skefjum, og er fólk því vin- samlegast beðið að tilkynna um rottugang til skrifstofu heil- brigðisfulltrúa Vegamótastíg, síma 3210, milli kl. 10 og 12 f. h. Nýjar bækur * (Framhald á 3. slðu). Þýðing Axels Guðmundsson- ar er prýðilega af hendi leyst, enda smekkvísi hans og vand- að málfar alkunnugt af fyrri þýðingum. J. H. Hvað gerist í Faereyjum (Framhald af 1. síðu) fyrir danska tilboðið, sem fellt var í sumar. Ef dæma má eftir því, sem nú er vitað hér, verður þó að telja, að kosningarnar sýni, að færeyska þjóðin beri ekki það traust til sjálfrar sín, sem er nauðsynlegasta undir- staðan að sjálfstæði sérhverrar þjóðar. En minnast megum við íslendingar þess, að marga ó- sigra og vonbrigði urðum við að fá yfir okkur,, áður en fylling tímans kom og þjóðin fann mátt sinn og öðlaðist næga trú á sjálfa sig og framtíðina. Hvað tekur við. Allt er í óvissu um það, hvað nú tekur við í Færeyjum. Danska stjórnin hefir látið það upp- skátt, að hún muni bjóða Fær- eyingum nýja samninga og jafnvel bjóðast til að fá þeim í hendur viðskipamál sín, en til þess hafa þeir verið tregir hing- að til. Líklegast mætti þykja, að Sambandsmenn og jafnaðar- menn tækju höndum saman, þvj að þeir hafa verið samherjar í þessum kosningum og þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Samt sem áður hefir komið upp kvittur um það, að ekki sé óhugsandi, að jafnaðarmenn og Fólka- flokksmenn kunni að taka hönduífc saman, meðal annars vegna þess, að jafnaðarmenn eiga litla samleið með Sam- bandsflokknum, sem er mjög íhaldssamur í þjóðfélagsmál- um. Pétursblóminii . . . (Framhald af 1. síðu) að fiskverð innanlands hefir mjög lítið hækkað síðan 1942, er vsitala framfærslukostnað- ar var 183 stig. Síðan hefir grunnkaup hækkað mjög mik- ið, sumsstaðar allt að helming og vísitalan um 119 stig. Það er því ekki að undra, þó afkomu þeirra hafi hrakað, sem litig, grunnkaupshækkun og enga vísitöluhækkun hafa fengið. — Og verða auk þess að greiða kauphækkanir hinna.“ Hagur útgerðarinnar stæði vissulega öðruvísi nú, ef fallizt hefði verið á stöðvunartillögur Framsóknarflokksins haustið 1941. En Ólafur Thors og brask- félagar hans hindruðu það. Þess vesfia stendur hagur út- gerðarinnar nú ekki með blóma, heldur með Pétursblóma. Þeir útgerðarmenn mega heita stein- blindir, sem ekki læra af þess- ari reynslu, hve hollráður Sjálf- stæðisflpkkurinn er þeim eða hitt þó heldur. Ætla útgerðarmenn að fylgja bröskurunum áfram. Þrátt fyrir hinar merkilegu upplýsingar í grein Ólafs Jóns- sonar um afleiðinyarnar af stjórnarstefnu Sjálfstæðis- manna, reynir hann þó að ganga þar erinda þeirra með ósann- indum um framfarastjórn Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins á árunum 1934—38 og þá fyrst og fremst um Harald Guðmundsson er lengstum var s j á var útvegsmálaráðherr a. Ól- afur telu*s að erfiðleikar útvegs- ins þá hafi stafað af óvild rík- isstjórnarinnar og Alþingis. Það er nægilegt fyrir hvern og einn að bera saman fiskverðið þá og nú til að gera sér fulla grein fyrir erfiðleikum útgerðarinnar þá og komast jafnframt að raun um, að Ólafur talar hér gegn betri vitund. Sannleikurinn er sá, að engin stjórn hefir sýnt útgerðinni meiri áhuga né hrundið fram meiri nýsköpun í þágu hennar, eins og uppbygg- ing hraðfrysiiðnaðarins og aukning síldarverksmiðjanna á þeim tíma sýna bezt. Menn, sem eru svo blindir af flokksof- stæki, eru ekki líklegir til að vera útgerðinni gagnlegir full- trúar. Þeir meta meira að þjóna flokki sínum en útgerðinni, eins og þeir útvegsmenn hafa gert, sem hafa fylgt Sjálfstæðis- flokknum undanfarin ár, vit- andi vits, hvert dýrtíðarstefna flokksins myndi leiða þá. Fyrsta skilyrði útvegsmanna til að geta unnið að viðreisn útgerðarinnar er að losa sig (jaynla Síc FANTASIA Hin tilkomumikla mynd WALT DISNEYS. Ný útgáfa, stórum aukin. Philadelphia Symphony Or- chestra undir stjórn Leopold Stokowski. Sýnd kl. 6 og 9. — Hækkað verð. — fflj/a Síc (viff Shúlnnötu ) LÁTUM DROTTIM DÆMA. (Leave Her To Heaven) Mikilfengleg og afburðavel leik- in stórmynd í eðlilegum litum, gerð eftir samnefndri metsölu- bók eftir BEN ANNE WILLI- AMS. Aðalhlutverk leika: Gene Tierney Jeanne Crain. Cornel Wild Vincent Price Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 6 og 9. Jjatnatbíc Maðnriim frá Marokko Sýning kl. 9. VILLTI \ILLI (Wild Bill Hickoch Rides) . Leikarar: Constance Bennett Bruce Cabot Sýnd kl. 6 og 9. Bönnuð innan 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Jónsmessudraumur á fátækrahoimilmu. Leikrit í 3 þáttum, eftir Par Lagerkvist. Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON. 3. sýning á miðvikudag kl. 30. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 3 í dag. SKIP/WTCEPÐ H RIKISINSl 1 „ESJA” vestur um land í hringferð laugardaginn 16. þ. m. Flutningi til Patreksfj arðar, Bíldudals, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar veitt móttaka í dag, og flutningi til Austfjarðahafna á fimmtudag, ef rúm leyfir. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á fimmtudag. CuArrSr” Áætlunarferð til Breiðafjarð-' ar. Vörumóttaka á morgun. Frá Hollandi og Belgíu E.s. Zaanstroom Frá Amsterdam 20. nóv. Frá Antwerpen 23. nóv. EINARSSON, ZOÉGA & C. h.f. Hafnarhúsinu. — Sími 6697. undan áhrifum verzlunar- og húsabraskaranna í Sjálfstæðis- flokknum. Meðan útgerðarmenn láta þá leiða sig, er ekki von að vel fari, eins og reynsla undan- farinna ára hefir líka glögglega sýnt. N.s. Dronning Alexandrine fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar um 23. þ. m. Þeir farþegar, sem fengið hafa loforð fyrir fari 6. nóv. og 27. nóv., sæki farseðla á morgun, miðvikudag, fyrir kl. 5 síðdeg- is, annars seldir öðrum. Erlendir ríkisborgarar þurfa að hafa í höndum skírteini út- gefið af borgarstjóraskrifstof- unni í Reykjavík, um að þeir hafi lokið opinberum glöldum. Skipið fer írá Kaupmannahöfn 15. nóv. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. HVAÐ ER MALTKO? Meiuiingar- og mmmngars j óður kvenna Minningarspjöld sjóðsins fást í Reykjavík í Bókabúðum fsa- foldar, Bókabúð Braga Bryn- ólfssonar, Hljóðfærahúsi Reykja víkur, Bókabúð Laugarness og Bókaverzluninni Fróða, Leifs- götu. Mennt er máttur. Sjóðsstjóritin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.