Tíminn - 02.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1947, Blaðsíða 3
117. blað TÍfflnmfN, miðvikiidagiiui 2. jailí 1947 3 S JÖTUG: Guðrún Magnúsdóttir Brekku á lugjaldssandi Húsfrú Guðrún Magnúsdóttir á Brekku á Ingjaldssandi er 70 ára í dag. Hún er fædd á Eyri í Flókadal 2. júlí 1877, dóttir Magnúsar bónda Eggertssonar á Eyri, Gíslasonar prófasts í Reykholti. Móðir Guðrúnar var Halldóra Guðmundsdóttir, bónda á Háafelli í Skorradal. Guðrún ólst upp hjá foreldr- um sínum á Eyri og Dagverðar- nesi í Skorradal til 10 ára ald- urs og síðan á Tungufelli í Lundareykjadal til ársins 1899, að hún giftist Guðmundi Ein- arssyni refaskyttu frá Heggs- stöðum, og fluttist með honum til Vestfjarða, þar sem þau hafa dvalið síðan. Voru þau fyrsta veturinn á Þórustöðum í Önundarfirði, en veturinn 1900 byrjuðu þau búskap i Hjarðar- dal í Dýrafirði, og bjuggu þar og í Neðri-Hjarðardal og Minna- Garði til vorsins 1909, en þá fluttu þau að Brekku á Ingj- aldssandi og hafa búið þar síðan. Guðrún og Guðmundur eign- uðust 17 börn og hafa auk þess alið upp 2 fósturbörn að öllu leyti. Ennfremur hafa verið þar í sumardvöl mörg börn bæði skyld og vandalaus öll hin síðari ár. Heimilið á Brekku hefir verið sannkallað barnaheimili. Þar hefir lengi verið 12 manns heima að vetrinum, en flest 18 að sijínrinu. Þessu fjölmenna heimili hefir Guðrún verið hin góða móðir, þar sem aldrei brást umhyggja og umsjá, og má geta því nærri, hvort hún hefir alltaf haft reglulegan hvlldartíma eða stuttan vinnudag, þvi fáar hendur voru til aðstoðar, þar til börnin fóru að stálpast og geta létt undir. Naut hún og að sjálfsögðu ágætrar aðstoðar manns síns, sem var fram úr skarandi sýnt um heimili sitt úti og inni. Er það ekki lítlð afrek að koma aðstoðarlaust upp stór- um barnahóp við aðstæður efnalausra einyrkjabúenda. — Væri fróðlegt að reikna, hve miklu nemur framlag það til þjóðarheildarinnar, sem innt hefir verið af höndum á fjöl- mörgum íslenzkum sveitaheim- ilum við líkar aðstæður. Guðrún Magnúsdóttir er á- gætis kona, prúð og vönduð, í trygglynd og vinföst,, hljóðlát | og ’yfirlætislaus. Heimilið hefir verið hennar heimur, og ekki hefir hún gert víðreist um dag- ana, en rækt trúlega verkefni sitt á því sviði, sem hún kaus að starfa á. Óskum við vinir hennar henni innilega til hamlngju á þessum tímamótum ævi hennar, þökk- um hið liðna og fögnum því, að hún skuli vera svo lánsöm að 8 af börnum hennar skuli búa og eiga heimili á Ingjaldssandi, sem er lítill og afskekktur dalur með aðeins 5 jörðum í byggð Er sú átthagatryggð sjaldgæf nú, og þess vert, að því sé haldið á lofti. 2. júlí 1947 Jóhannes Davíðsson. KoLskeggur og Boga-Brúrm (Framhald aj 2. síðu) fram heimildir frá Boga, og sem í því, sem mestu máli skipt- ir reynast réttar, þ. e. lýsingar á hestunum. Það sem á milli ber, er úr hvaða skjóðum hestarnir eru skroppnir inn i þennan syndum spillta heim. Með allri vlrðingu fyrlr nl- ræða öldungnum á Ölvalds- stöðum og viðleitni hans að leiðrétta það, sem hann telur mishermi í bók minni „Horfnir góðhestar“, þá lít ég þannig á, að með svo löngu liðna atburði, sem engin tök eru á að færa fyllstu rök og sannanir fyrir, þá sé bezta úrlausnin að eyða sem minnstum tíma í rökræður,. en lofa hverjum og einum að halda sinni skoðun og áliti um þessi mál. — Ég lifði marga bjarta og glaða stund með Finnboga Kristófers- syni, bæði á hestbaki og við lestur ljóða og gamansagna. Mér varð hann kær. Ég geymi minningu hans á óhultum stað. At því leiðir að mér er það dá- lítið viðkvæmt mál ef hann verður að deilu- og missagnabit- beini í gröf sinni, og vildi ógjarn an stuðla að þvi. — Mér þykir líklegt að margir eldri Borg- firðingar minnist glaða og góða drengsins með hlýjum hug og þakklæti fyrlr snotrar vísur, gamansögur, og gripfagra spretti góðhestanna hans. Vegna hinnar óvenjulegu og fágætu skapgerðar og sérkenna ætti Nótt frá Svignaskarði að vera stolt og hestametnaður Borgfirðinga. Hugsast gæti, að brúnu góðhestarnir, sem uppi hafa verið í Borgarfirði væru komnir frá ungu dóttur Náttar, sem fylgdi móður sinni á feigð- arskörina, en bjargaðist til lands (H. g. bls. 21.) Mig dreymdi Nótt fyrir skömmu. Ég sá hana rísa úr sinni votu gröf og strika til strandar upp. Boðaföllin frá brjóstum hennar voru sem brot sjóar við flæðisker í stórbrimi. Þegar landl var náð, hjnkraði hún við á háum stað og horfði inn til lands og byggða. — Hún var 1 skeljabrynju alsettrl hrúð- urköllum. Hún horfði hátt Langi og granni hálsinn gáf vel eftir þegar hún reisti sitt drottn ingarhöfuð. Háu eyrun vísuðu fram og flæstar naslrnar fris- uðu eldregni, en haglskúrir dundu frá hvössum sjónarbaug- um, en höglin voru úr brim- börðu stáli. Hún hristi sig og brynjan rifnaði, hrökk 1 sundur og dreifðist víða vega, sem kúlnahríð í styrjöld, svo af varð helgustur með skrugguhljóm og manndrápsveður. Snögg breyt ing varð á. — Svarti líkamlnn kom í ljós fagur og gljáandi dökku lokkarnir hrokknir og líf kvikir glönsuðu sem smábrotn- andi öldurið á tærum vatns- fleti. Friður á jörðu og velþókn un yfir mannanna börnum Draumurinn á enda. Tjaldið fallið. — Borgfirskir hestavinir ættu að reisa fallega standmynd af Nótt. Hún ætti að standa á hárri borg við bárutorg, þar sem haföldur duna, og snúa sjónum mót sævi. Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Wíinnu.mit 'f \ iL n ar vorrar vi 4 ~J4o’dú & oCandflrœhtuijóti. Slnfilofa _JClappariU29. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund | Þar að auki var það eiginlega ég, sem vakið hafði þennan ófrið, svo að mér bar líka að leita um sættir. Ég klappaði þess vegna á bakhlutann á Hildigerði og sagði: — Ég hefi verið heimsk og vond 1 dag. Fyrirgefðu mér, Hildigerður. — Nei, svaraði Hildigerður umbúðalaust. — Mamma segir, að maður eigi aldrei að láta sól- ina ganga til viðar yfir reiði sína, sagði ég. ! — Gott og vel, svaraði Hildigerður. Það eru margir klukkutímar til sólarlags. Þögn í hálftíma. Djúp, kveljandi, illbærileg þögn. Svo skorðaði Hildigerður sig á miðju gólfinu. — Anna, stundi hún, mér þykir þetta svo leiðin- legt. Þetta er eiginlega allt mér að kenna, því það var ég, sem missti sápuna á gólfið. Fyrirgefðu mér, að ég fyrirgaf þér ekki undir eins áðan. — Elsku hjartans barnið, sagði ég. Við höfum báð- ar hagað okkur eins og kjánar. — Já — en ég var þó verri, sagði Hildigerður af þeirri göfugmennsku, sem henni er lagin. Ég staðhæfi það, að ég var verri. — Jæja — ég fellst þá á, að þú hafir verið verri — en aðeins vegna heimilisfriðarins. Annars ert þú elsku- legasta stúlkan, sem til er á allri jörðinni. — Það segir Arthúr líka, kurraði Hildigerður alLs hugar fegin. — Það er piltur, sem hefir vit á stúlkum — því skal ég alltaf við bregða, sagði ég. Og þar með var friður saminn. Bruggararáðstefnan fór vel fram. Áhugi manna leyndi sér ekki, og loks var samþykkt að brugga í til- raunaskyni sem svaraði tuttugu lítrum á hvern fund- armann. — En heppnist það vel, sagði húsbóndinn, brugg- um við að minnsta kosti hundrað lítra næsta ár. Sam- þykkir Anna það? — Já-já, sagði ég, þótt mér fyndist eins og milljón hnífar hefðu verið reknir á kaf 1 hjarta mitt. — ; Næsta ár! Mér hefir liðið illa 1 dag, þvi að i fyrramálið er stundin komin. Þá verð ég að segja upp vlstinni með hálfsmánaðar fyrirvara — undan því verður ekki vik- izt. Ég ætla bara að segj-a, að mamma vilji fá mig heim aftur. Það get ég staðið við, og þá kemst Anna Andersson hjá því að deyja með lygi á vörunum. Ég geng fyrir húsbóndann, staðnæmist teinrétt fyr- ir framan hann og þyl dauðadóm Önnu Andersson, án þess svo mikið sem að depla augunum. Við, hún og ég, munum hvorki bregða okkur við sár né bana frem- ur en skjaldmeyjar fornaldarinnar. Svona hefi ég hugs- að mér, að þetta verðl — hitt veit ég ekki, hvernig rás atburðanna kann að verða. Eins og þú getur sjálf séð, hefir eitt og eitt tár hrunið niður á örkina. Þrátt fyrir sorgina og sviðann er að vakna 1 huga mér smálenzk gremja yfir því, að innan fárra vikna verður önnur stúlka farin að ráðskast 1 eldhúsinu mínu — þvi að það er mitt eldhús, en ekki Hildigerðar. Og í vetur mun hún gramsa í niðursuðuglösunum mínum, sultukrukkunum mínum, saftflöskunum mínum. Ég hefi minnzt á þetta við þig áður, og ég geri það enn. Þín hnuggna Anna Andersson... TUTTUGASTI KAFLL Hjartans engillinn minn! Þú verður tæplega búin að lesa slðasta bréfið, þeg- ar þetta kemur yfir þig eins og þruma úr heiðskíru lofti. En nú skín blessuð sólin bjartar og fagurlegar en nokkru sinni áður hér á Grund, dýrðlegir englar sitja á mæninum og þeyta silfurlúðra, lævirkjar syngja og svölur skríkja, en ég færi þér himneskan boðskap. Ég er sæl og hamingjusöm, glöð og fagnandi, en þó eins hljóð og hógvær og sá getur verið, er siglt hefir háan byr og ekki sézt fyrir. Anna Andersson sagði upp vistinnl samkvæmt ritú- alinu og fékk tafarlaust lausn 1 náð, en það læt ég mig einu gilda, því að Alfa Rósengren hugsar sér að verða kyrr á Grund. Það koma ekki hingað neinir ó- kunnugir kvenvargar til þess að ráðskast með sultu- krukkurnar hennar, því að nú á hún þær sjálf. Hún ætlar nefnilega mjög bráðlega að ganga að eiga Karl- Axel Allard, sem er sami maðurinn og Anna Anders- son hefir sumarlangt kallað „húsbóndann". Jæja — þá veiztu það. Ef þú þolir þessa fimbulfrétt, þolirðu hvað sem er. Sjálf er ég ekki enn fyllilega farin að ná mér á strik aftur. En bölvuð forvitnin brennur náttúrlega 1 þér. Þú vllt fá að vita, hvernig þetta gerðist, og nú skal ég segja þér þá sögu alla. Það verður sjálfsagt löng frásögn, en þetta var líka viðburðaríkur merkisdagur í lífi mínu. Það var sem sagt með mjög blöndnum kenndum, sem V; f s? ' '' '■ ’-v: Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroo & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING frá Viðskiptamálaráðuneytinu Ríkisstjórnin hefir, samkvæmt heimild 1 lögum nr. 25, 31. marz þ. á., ákveðið að greiða niður verð á þurrkuðum salt- fiski, þannig að útsöluverð í smásölu verði kr. 3.25 kíló- grammíð, og gildir það verð frá og með 1. n. m. Verzlanlr 1 Reykjavík og almenningur annars staðar á landinu getur framvegls fengið þennan niðurgreidda fisk hjá Sölusambandi Isl. fískframleiðendá og meúlimum þess. VIDSKIPTAMALARÁÐUNEYTH), 30. Júnl 1947. Kaupmenn! - Kaupfélög! Útvegum frá Tékkóslóvakíu hlnn helmsþekkta F. I. POPPER-skófatnað. L. F. Popper-vörumerkið hefir um áartugi verið trygg- ing fyrir fallegum og endingargóðum skóm. Sýnishorn fyrirliggjandL Einkaumboð á íslandl fyrir Rikisskóverksmiðjurnar 1 Chrúdlm og Holtce 1 Tékkóslóvaklu R. JÓHAMESSOA H.F. Rauðarárstíg 1. Sími 7181. Niðurjöfnunarskrá Hafnarfjarðar Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara I Hafnarfirði fyrir árið 1947 liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofum bæjarins í Ráðhúsinu frá 1.—14. júlí að báðum dögum með- töldum, á venjulegum skrifstofutíma. Kærur yfir útsvörum skulu afhentar formannl niðurjöfn- unarnefndar eigi síðar en 14. júlí næstk. Hafnarfirði, 1. júlí 1947. Bæjarstjórinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.