Tíminn - 05.04.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.04.1949, Blaðsíða 1
------—-------—.--------------- Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarjlokkurinn Skri/stofur í Edduhúsinu Fréttasimar: 81302 og 81304 Afgreiöslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 5. apríl 1949. 72. blað Atlanzhafssáttmálinn undirritaður í Was- hington í gærkveldi við mikla viðhöfn i<iUis’íkisi*áftii(*rrjH” síofnSijóSanna tólf fluttsD allir ræðnr við jjiaó tækifæri ojg eiimig Truman forseti. . [ Þannig skýra þeir \ Islendingar eru vopnlausir og munu aldrei segja nokk- urri þjóð stríð á hendur Eæða Bjarna Benediktssonar astanríkis- Sáttmáli Norður-Atlanzhafsbandalagsins var undirrit- aður í Washington í gærkveldi og hófst athöfnin um klukk- an 20 éftir íslenzkum tíma og fór fram í viðhafnarsal bandaríska utanríkisráðuneytisins og lauk um klukkan 22. Við það fækifæri fluttu allir utanríkisráðherrar hinna tólf stofnþjóða raðður og var athöfninni útvarpað um allan heim. Við athöfn þessa voru urri 1000 manns. Auk ráðherr- anna voru þar sendiherrar erlendra ríkja í Washington, bandariskir ráðherrar, blaða menn og fleiri gestir. Öllu, i sem fram fór, var útvarpað og endurvarpað um Bandarík in og margar aðrar útvarps- stöðvar víða um heim, og einnig sjónvarpað. Athöfn- in fór fram í viðhafnarsal ut- anríkisráðuneytisins í Wash- ington og setti Acheson ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna • samkomuna og flutti ræðu. ' - Röð ræðumanna. Á eftir'A.cheson tóku þess- ir utanríkiáráðherrar til máls í stafrófsröð landá sinna, eins og .nöfn þeirra eru á ensku: Spaak, Belgía, Pear- son, ■ Kanada, Rasmusseri Danmörk), Schumán (Prakk land), Bjarni Benediktsson (ísland), Sforza (Ítalía), Joseph Beck (Luxemburg), Stikker (Holland), Lange (Noregur), Damata (Portú- gal), Bevin'(Bretland). Utanríkisráöherrarnir und irrituöu og sáttmálann í sömu röð, að því frábrugðnu, að Aches'ori undirritaði hann síðastur. Þegar utanríkisráðherrarn- ir gengu inn í salinn kynnti Dean Acheson þá.,Síðan tóku þeir til máls hver af öðrum eins og fyrr getur og að lok- um Truman forseti. Hann flutti stutta ræðu og sagði meðal aifnars, að hefði slík- ur sáttmáli verið til 1914 og 1939, hefði aidrei komið til þeirra tveggj a heimsstyr j - alda, sem síðan hafa verið háðar. Hariri neitaði einnig harðlega þeim áburði, að sátt málinn ógnaði nokkurri þjóð Undirritunin. Eftir ræðu forseta gengu utanríkisráðherrarnir fram hver af öðrum og undirrit- uðu sáttmálann í þeirri röð, sem fyrr getur. Var þeirri at- höfn lýst nákvæmlega í út- varpi. Ræða Bjarna Bene- diktssonar við þetta tækifæri er birt á öðrðm stað hér í blaðinu í dag. Sjæmar gæftir hjá ísafjarðarbátum Gæftir hafa verið frámuna lega slæmar það sem af er þssari vertíð á ísafirði að undanskyldum nnokkrum dög um að undanförnu, þegar stanzlaust hefir gefið. Afli hefir þá verið heldúr lélegur ig kenna menn um síæmri beitu, því að beitusíld sú^ sem ísafjarðarbátarnir nota að- allega -er-.OEðýa meira en árs- gömul. Nokkrir bátar beita kolkrabba og er afli þeirra yfirleitt myn betri. Rússar senda ísl. ríkisstjórninni orðsendingu Sendiráð Sovétríkj anna hef ir í dag sent utanríkisráðu- neytinu textann að^orðsend- ingu þeirri, sem stjórn Sovét- ríkjanna sendi 'nýlega stjórn- um þeirra ríkja, sem forgöngu hafa haft ,um stofnun Norð- ur-Atianzhafsbandalagsins og kunnugt er um af blaðafrétt- um. (Frétt frá ríkisstjórninni) I trá atburöunum I I í Moskvu | I Frá Moskvu hefir borizt \ ! símskeyti, er sýnir, hvern- | \ ig rússnesk blöð skýrðu frá I \ atburðunum í Reykjavík I | 30. marz. Væri fróðlegt að | \ vita, hvaða fréttaritara = | rússnesk blöð hafa hér á | i landi, sem sendir þeim i = slíkar fréttir. Símskeytið = i er svo hljóðandi: | | „í blöðum hér hafa birzt i i svohljóðandi fréttir: „Upp- i | þot í Reykjavík. I sam- i | bandi við samþykkt Al- i I þingis þátttöku Atlanz- 1 | hafsbandalaginu. 5 til 10 I i þús. manns söfnuðust | i framan Alþingishúsið í i i mótmælaskyni. Lögreglan 1 i tvístraði mannf jöldanum i | með táragasi og barsmíð- i i um. Um 20 særðust. Mann- | jj f jöldinn svaraði árásinni | | með grjótkasti á glugga 1 I Alþingis. Hægri sósíal- i | demókratinn Benedikts- | i son fyrirskipaði storm- i i sveitum ungra manna, | | svokolluðum Framsóknar- f i flokki, að koma lögregl- ! i unni til hjálpar. Meðal i | foringjanna fasistinn Ól- i ! afur Pétursson". i n11111111111111111111111111111111111■■1111111111111111111111111111117 | ingur og Ari | j sigruðu Svíana I 1 A sundmótinu í gær- | i kveldi sigruðu þeir Sigúrð- | | ur Þingeyingur og Ari | i Guðmundsson báða gví- | 1 ana í 200 m. bringusundi | í og 100 m. skriðsuridi. Tími \ | Sigurðar í 200 m. bringu- | | sundi var 2:45.9 mín., en | 1 tími Hallgrens 2:49 míri. | i Tími Ara í skriðsundinu § ! var 1:00.5 mín. og tími i | Björns Borg 1.00.6 mín. | ! Keppnin var mjög sþenn | i andi frá upphafi til enda \ ! og liafa þessir tveir sund- | i menn okkar unnið frábært i ! afrek, er þeir sigruðu báða i | Svíana, sem eru frægir og § ! frábærir sundmenn. 1IIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllliailllllllllllllllllllllllllr Skíðamót Vest- fjarða haldið um síðustu helgi Skíðamót Vestfjarða var haldið í Seljalandsdal á ísa- firði síðastliðinn sunnudag. Hafði fengist leyfi heilbrigðis yfirvalda til að halda mótið að því tilskyldu að ekki yrði kppt í göngu eða stökkum. Úrslit keppninnar urðu þau að í bruni sigraði í A-flokki Gunnar Pétursson úr Ár- manni Skutulsfirði i B-flokki Haukur Sigurðsson Herði ísa- firði og í C-flokki Páll Guð- finnsson Skarphéðni Patreks- firði. Brun brautin var 2,3 km. með 500 metra hæðarmis mun. í svigi urðu úrslit þau að fyrstur í A-flokki varð Sig- urður Jónsson Skíðafélagi ísa fjarðar í B-flokki Haukur Sig urðsson íþróttafélaginu Herði og í C-flokki Ebenesar Þórar- insson Ármanni Skutulsfirði. Veður var ekki sem bezt þegar mótið fór fram. Þátt- takendur voru 48. ráölierra við simlirriiuii K©rðnr- Atlanzhafssáttmálaiis. Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðra- lag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri. Sumar þeirra ■ eru hinar mestu og voldug- ' ustu í heimi, aðrar eru smá- : ar og lítils megandi. Engin er i þó minni né má sín minna en ; þjóð mín — íslenzka þjóðin. i íslendingar eru vopnlausir og hafa verið vopnlausir síðan á dögum víkinganna, forfeðra okkar. Við höfum engan i her og getum ekki haft. ís- land hefir aldrei farið með hernaði, gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki getum við né munum segja nokkurri þjóð-stríð á hend- ur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af sam- einuðu þjóðunum. Staðreynd er, að við getum alls ekki var ið okkur gegn neinni erlendri, vopnaðri árás. Við vorum þessvegna í vafa um, hvort við gætum gerzt aðilar þessa varnarbandalags. Eri svo get ur staðið á, að ísland hafi úrslitaþýðingu um öryggi landanna við Norður-Atlanz- haf. 1 í síðasta stríði tók Bret- land að sér varnir íslands, j og síðan gerðum við samn- ing við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir íslands meðan á stríðinu stóð. Aðild okkar að ‘ Norður-Atlanzhafssamn- ingnum sýnir, að bæði sjálfra okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá * vörnum landsins, ef ný styrjöld brýzt út, sem við .von um og biðjum að ekki verði. En það er ekki aðeins þessi ástæði, sem ráðið hefir af- stöðu okkar. Við viljum einn ig láta það koma alveg ótví- rætt fram, að við tilheyrum og viljum tilheyra því frjálsa samfélagi frjálsra.þjóða, sem nú er formlega verið að stofna. Að vísu er það rétt, sem ég áðan sagði, að aðilar þessa samnings eru ólikir um margt. En það er einnig margt, sem sameinar okkur traustum böndum. Sama hætt an ógnar okkur öllum í þeim heimi, sem við lifum, þar sem fjarlægðjrnar eru horfnar, er það áreiðanlegt, að annað- hvort njóta allir friðar — eða enginn. Sömu upplausnaröfl- in eru hvarvetna að sinni ömurlegu iðju. Alls staðar á- saka þau okkur, sem erum að vinna fyrir friðinn, um að við viljum spilla honum. Þegar samningur þessi var ræddur á Alþingi íslendinga, reyndu þessi öfl með vaidi að hindra hina fornhelgu. stofnun í starfi sínu. Slíkt ofbeldi hef- ir aldrei fyrr verið reynt gegn hinu þúsund ára gamla Al- þingi íslendinga. Sá afvega- leiddi hópur, sem þetta reyndi, *þóttist með köllum sínum vera aö hcimta frið. Þetta framferði, að kasta grjóti með höiidunum én hrópa á frið með vörunum, er hvorki í samræmi við arf- leifð íslendinga né vestræna menningu. Allir vitum við, hvar slíkir hættir eiga upp- tök sín. Heiminum stafar sannarlega ekki meiri hætta nú af öðru en þessu hugar- fari. En það er ekki aðeins þessi ógnun við heimsfriðinn og velferð mannkynsins, sem sameinar okkur. Það er held- ur ekki einungis það, að lönd okkar eru öll í sama heims- hluta. Sterkari bönd tengja okkur saman. Allir tilheyrurn við sömu menningunni, allir mundum við fremur kjósa að missa lífið en frelsið, hvort heldur frelsi sjálfra okkar eða þjóða okkar. Allir trúum við á vinsamlega samvinnu þj óða í milli — allir óskum við (Framhald á 7. síðu). Drengur drukknar á Eskiíirði Það slys vildi til á Eskifirði, í gær, að drengur á fermingar aldri drukknaði við bryggj- una þar. Hann heitir Sólmund ur Sólmundsson. Ekki var kunnugt um þáð í gærkveldi, hvernig slys þetta hafði að höndum borið. Bardágar aukast í Grikklandi Bardagar hafa færzt í auk- ana í Grikklandi undanfarna daga og í gær var barizt all- hart og var allmikið mann- fall á báða bóga. Fregnir hafa borizt um það, að allmikill her hafi farið yfir landamæri Grikklands frá Albaníu og eigi lið þetta að halda til liðs við uppreisnarmenn. Lið þetta er talið að vera að minnsta kosti 4 heríylki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.