Tíminn - 14.01.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.01.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugrardaginn 14. janúar 1950 11. blað TJARNARBÍÓj { | STÓRMYNDIN | Sagan af A1 Jolson (The Jolson Story) í Vegna mikillar aðsóknar verð- 5 ur þessi einstæða mynd sýnd í > örfá skipti ennþá. — Sönd kl. 9. Larry ParKs < Evelyn Keyes S Sýnd kl. 9. Nótt í Feneyjiim (Die Nacht in Venedig) Bráðskemmtileg og skrautleg þýzk söngvamynd með lögum eftir Jóhann Strauss. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Mýrarkots- stelpan Sýnd kl. 9. llann, kún og Ilamlet Sprenghlægileg og spennandi gamanmynd með hinum afar vinsælu grínleikurum LITLA og STÓRA. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA B I □ Fyrirmyndar eiginmaður (An Ideal Husband) < Ensk stórmynd í undurfögrum' \ l'tum, gerð af Sir Alexander ( ) Korda eftir hinu fræga leikriti j leikriti OSCAR WILDE. i i Sýnd kl. 9. \ Skolialeiknr og jazz (Beat the Band) Frances Langjord Gene Krupa og hljómsveit Sýnd kl. 3, 5 og 7. N Y J A B I □ Skrítna fjölskylrian (Merrily ype live) ; Framúrskarandi fyndin og < skemmtileg amerísk skopmynd < gerð af meistaranum HAL RO- ACH, framleiðandi Gög og! Gokka-myndanna. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fagri Blakkur Hin fallega og skemmtilega < | mynd eftir samnefndri sögu, er j komið hefir út á íslenzku Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. Hafnarf jarðarbíó Ævintýraheimur Ný litskreytt músik- og teikni-j mynd, gerð af Walt Disney i lík < lngu við „Fantasía". í mynd-j innl lelka og syngja: Nelson Eddy Benny Goodman Andrew-sisters o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. — Simi 9249. j VIP SKÚIAGÖTU Með dauðann á hælunum (Peloton, D’Exécution) Viðburðarík og afar spennandii frönsk kvikmynd, er gerist í [ Frakklandi 1942. Bönnuð börnum innan 16 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. Smámynriasafn Skopmyndir með Abbot ogj Costello — teiknimyndir Sýnd kl. 3. Ástina veittu mér Vel gerð og hrífandi tékknesk j sórmynd í frönskum stíl. Dansk i ar skýringar. Aðalhlutverkið j leikur KANA VOTOVA Sýnd kl. 7 og 9. Tarzan í gimsteinaj leit Sýnd kl. 5. Steinhlómið með nýjum aukamyndum Sýnd kl. 3. BÆJARBID HAFNARFIRDI ; Konungur konungannai ; Amerísk stórmynd, er f jallar um j líf, dauða og upprisu Jesú frá i ! Nasaret. Myndin er hljómmynd, : en íslenzkir skýringatextar eru j talaðir inn á myndina. Sýnd kl. 6 og 9. — Síml 9184. TRIPGLI-BID Blaek Gold Skemmtileg og falleg amerísk hesta- og Indíánamynd tekin i eðlilegum litum. Aðalhhitverk: Anthony Quinn Katherine De Mille Klyse Knox Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst k’l. 11 f. h. Sími 1182. Reykjavíkurhöfn (Framhald af 5. siOu). af vandamálum næstu ára, hvernig eigi að losna við Hær ing úr Reykj avikurhöfn. Ennþá mest ber þó á grút- arverksmiðjunm í Örfirisey. Hún er mesta fjármálaævin- týri Sjálfstæðismanna, síðan toppvitleysan við Ellilaár reis af grunni. En svo einkennilega bregð ur við, að þegar Mbl. rekur frægðarverk sinna manna við höfnina svíkst það undan, og minnist hvorki Hærings né grútarverksmiðjunnar. Menn eru að velta fyrir sér hvort þetta sé óbein sneið til Hær- ings- og grútar-pabba. Á víðavang! (Framhald af 3. síOu). Ekki þekkjum vér það verk- færi, en heyrt höfum vér sögur af öðrum kaupstað, ísafirði, þar sem Sjálfstæðis menn og kommúnistar stjórna bænum í félagi. Þaðan er það frægt, að einn af bæjarfulltrúum Sjálf- stæðismanna hefir lánað bæjarfélaginu járnkarla og hjólbörur fyrir föst dag- gjöld. Fyrir slitið á járn- karlinum borgaði bærinn krónu á dag. Og Reykjavíkurbær hefir gert sér að góðu að nota ýmiskonar leigutól við helztu framkvæmdir sínar. Fasteignasölu- miöstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifrelða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jón Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka. daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. Islenzk frímerki 13. dagur WILLY CORSÁRY: Gestur í heimahúsum hættulegri: Hann hafði gefið valdamönnum fordæmi um fégræðgi og óhlutvendni, og undarlega margir höfðu fet- að í fótspor hans, blindaðir af uppgangi hans og auði. Ungir menn, sem væntu sér frama, glötuðu trúnni á heiðarleik og hugsjónir, létu ginnast af voninni um auðvelda sigra og sterkari vígstöðu, gerðust aumkunarverð handbendi sér voldugri manna og þágu það að launum, sem þeirra verri maður girntist. En misjöfnum augum hafði þó Cordona bankastjóri verið litinn. Sumir kölluðu hann afreksmann, jafnvel flestir þegar hann sjálfur heyrði til, aðrir sögðu hann ævintýramann, nokkrir nefndu hann samvizkulaus- an þorpara. Allard hafði einu sinni komizt svo að orði, að skarpskyggni hans í fjármálum væri dæmalaus og dugnað- ur hans ótrúlegur. Annars bar það sjaldan við, að Allard bæri lof á menn. Hún fann það, hvað innilega henni lá það í léttu rúmi, þótt Cordona væri dauður. Hún gat ekki skilið, að það væri neinn skaði skeður, þótt hann væri fallinn frá. Þá blessun, sem af honum hafi stafað, var hægt að reikna í tölum. Allt, sem hann kom nærri, varð að gulli. En hvaðan kom það og h\ert fór það? Og auk þess: Maður, sem nokkurs er verður, lifir ekki af gulli einu saman. Og var ekki hægt að kaupa gull of dýru verði — til dæmis, ef það var goldið með dyggðum og manngildi? Og hafði nokkrum manni hlotnazt neitt það frá Cordona, sem dýrmætara væri en gull? Iíafði hann vakið göfugar kenndir í brjósti nokkurs manns? Hann hafði lifað og hrærzt innan um fólk, sem smjaðraði fyrir honum og reyndi að höndla eitthvað af dýrð hans. En enginn var vinur hans. Stundum hafði það að vísu borið við, að hann hafði fengið einhverja löngun til þess að hygla að mönnum af svipaðari gerð og hann \ar sjálfur — mönnum, sem vildu græða peninga. Hann hafði rétt Allard hjálparhönd, þegar hann tók við verk- smiðjunum af föður sínum. En vinir höfðu þeir aldíei orð- ið, og hefðu aldrei getað orðið. Allard var heiðarlegur mað- ur, sem ekki vék frá því, sem hann áleit rétt — Cordona sveifst einskis, þegar honum bauð svo að horfa. Hún sá Cordona í anda: Andlitið geysistórt, hörundið gulbrúnt, augun kolsvört og glott á þykkum vörunum, sem jöpluðu í ákafa vindilinn. Aldrei vissi neinn, hvaö bjó á bak við þessa grímu. Hvað var honum í hug, þegar hann hló og skrafaði í samkvæmum? Enginn vissi þaö. En henni fannst, að líf hans hlyti að hafa verið þreytandi tafl um fánýt völd og ríkidæmi — endalaust tafl um það að hafa gott af öðr- um. Á sama hátt notuðu svo aðrir hann — hinir svonefndu vinir, munaöarsjúk kona hans, dóttir hans. Hvað hafði hann í raun og veru verið? Harðsnúinn glæpamaður, sem komið hafði ár sinni fyrir borð? Eða ekki annað en leiksoppur illra örlaga? En hvað um það — hinn skyndilegi dauði hans hlaut að vekja mikla eftirtekt og óró meðal þeirra, sem skipti höfðu haft við hann. Og svo fyrntist yfir tilveru hans. Eftir yrði aðeins óljós minn- ing um mann, sem hét Cordona — bankastjóra, sem endur fyrir löngu hafði skotið upp komizt til mkikilla valda og áhrifa og síðan horfði inn í myrkrið aftur. Skyndilega var eins og Cordona þurrkaðist út úr huga hennar. Henni datt nýtt í hug. Henni til undrunar breyttist gleði hennar yfir því að geta nú verið ein í Heiðabæ fá- eina daga, í nýja kennd, sem hún áttaði sig ekki á. Það var nagandi kvíði — óljóst, óskiljanlegt hugboð um það að dvöl hennar gæti orðið til þess, að hún íéili í einhverja freistni. Hún hugSaði: Ég er þreytt, allar hugsanir mínar eru komnar á ringlureið, og ég get ekki ályktað rétt. Það gat ekki verið annað en þetta, seln bagaði hana.... Hún stóð upp og gekk út að opnum glugganum. Síðustu tvo sólarhringana hafði verið haustblær á veðr- inu — loftið skýjað, væta og hráslagalega kalt. Nú var himinninn aftur orðinn heiður, samt tiltölulega hlýtt, ara- grúi blikandi stjarna úti í himingeimnum. Það var unun að sjá, hvernig stjörnurnar endurspegluðust í tjörninni í garðinum. Úti á,ásunum sást ljós í húsglugga — það var í Lindarbrekku, röskan stundarfjórðungsgang frá Heiðabæ. Eigendurnir leigðu húsið til sumardvalar ár hvert. Læknis- En vissulega færi vel á því að grútarverksmiðjan yrði minnisvarði á pólitískt leiði bæj arst j órnarmeirihlutans, sem féll frá árið 1950. X. Kjésið B-listaim! ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá Sam.VLn.nu.tryggin.gum Notuð íslenzk frímerki kaupi ég ávalt hæzta verði. JÓN AGNARS Fr ímer k j a verzlun P. O. Box 356 — Reykjavík Kjósið B-listann! frúin í þorpinu háfði nýlega sagí henni, að þar byggi nú rithöfundur — skáldkona, Sabína Nansen. ína hafði lesið eitthvað af skáldsögurn hennar og blaðað í Ijóöasafni. Læknísfrúin hafði meira að segja boðið skáldkonunni heim, en hún afþakkaði það — bar því við, að hún væri önnum kafin við nýja skáldsögu. Ef til vill sat hún nú við skrifborð sitt, hugsaði ína og starði á ijósið. Þarna lifði hún — í sínum heimi, meðal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.