Tíminn - 17.06.1951, Side 3

Tíminn - 17.06.1951, Side 3
133. blað. TÍMINN, sinmudaginn 17. júní 951. 3. „Samvinnnstefnan átti hug hans“ „Það varS haniiitjgja þeirra Skylda bræðralagsins Eftir séra fputuiar Ántasofi Hin heilaga kvöldmáltíð — altarissakramentið — hefir um langa hríð átt litlu gengi að fagna víðast hvar hérlend is. Ýmsir prestar aðrir en ég munu verða að játa, að þeim gangi illa að koma almenn- ingi í skilning um gildi þess. Margt mun valda að svona er komið. Ef til vill þó mest það, að mönnum finnst um of boðaður leyndardómur þess og helgi. Hitt of lítið skýrt, að hyaða gagni það komi. . Hér er ekki staður tii að fara langt út í þetta efni. En allir eiga að geta skilið, að eðlilegt væri, að kristnum mönnum væri hugfólgið að rækja þennan íagra sið, sem meistarinn sjálfur stofnaði til og sagði um. „Gjörið þetta í mina minningu.“ Mælti hann það um nokkuð annað? Og er hér til svo mikils mælzt, að nokkrum sé um megn að verða við því. Auðskilið er það líka, að hér er um mikilsverða samfé- lagsathöfn að ræða. Fátt eða ekkert ætti að styrkja eins bræðrabönd kristinna manna eins og sameiginleg neyzla kvöldmáltíðarinnar. Að vísu er alkunnugt að menn úr ýms um kirkjudeildum og sértrú- arfjokkum hafa ekki þótzt geta verið saman til altaris. En mér er slík afstaða óskilj- anleg. Það er eitthvað meir en lítið bogii við kristindóm slíkra manna. Jesús sjálfur samneytti jafnvel tollheimtu mönnum og bersyndugum eins og kunnugt er. Lærisvein ar hans ættu því allir að geta kropið saman við gráturnar. Mér verður líka ógleymanlegt er ég eitt sinn á stúdentsár- um mínum var til altaris með mönnum af mörgum þjóðum, bæði hvítum og svörtum. Aldrei hefi ég betur skilið en þá, að allir menn eru bræður . . . . og Kristur er Drottinn okkar allra. Fátt skortir nú meira í mannheimum en anda bræðralagsins. Ef unnt væri að vekja svo að nýju skiln- ing á kvöldmáltíðinni, að nautn hennar yrði almenn um allar jarðir, hygg ég að fátt myndi skapa meiri ham- ingju og frið á jörð. í því sambandi kemur mér í hug atvik, sem kom fyrir hinn heimsfræga mann Law- rence í Arabíu (Menningar- sjóður hefur gefið út eitt rit hans í tveimur bindum). Lawrence segir svo frá í höfuðdráttum: Eftir ósígurinn við Gaza sendi Alienby hershöfðingi Lawrence eitt sinn einan í njósnarferð inn á eyðimörk- ina. Lawrence dulbjó sig sem Arabahöfðingja og lagöi upp, en villtist. Dögum saman reik aði hann um eyðiinörkina, kvalinn af hungri og þorsta. Tungan svall svo i munni hans, að honum lá viö köfn- un. E'itt sinn rakst hann svo á Arabahóp, sem var í áningar- stað. Það er siður þeirra, aö meðan verið er að búa kvöld- verðinn, nevta þeir no<í:urs- konar ílatbrauðs, sem þeir ■ fcaka við elc’inn strax og hann ' hefir verið kveyktur. Þegar Lawrence leitaði á náðir þeirra, gáfu þeir honum vatn að drekka og. brutu af brauð- ! inu og réttu honum tii að, seðja sárasta hungriö. Þegaiv hann var að byrja að narta í brauðið heyrði hann að tveir náungar voru að segja frá því, að nú hefðu þeir heyrt, að Tyrkir heíðu lagt 10.000 pund til höfuðs Lawrence og gylti einu hvort hann væri færður þeim dauður eða lifandi. Hægur vandi er að setja sig í spor Lawrence og geta sér til um hugsanir hans. En hann spurði líka sjálfan sig, hvort hin helga venja Araba, að enginn skyldi skerða hár á höfði gestsins, gæti bjargað honum. Hann vissi, að meðal kristinna manna í Englandi var því oft fleygt, að hinir og þessir væru ekki sérlega mik- ilsverðir og saklaust þó að þeir heltust úr lestinni. En svo mikill drengur var hann, að hann sagði til sín. Þeir urðu óneitanlega nokk uð langleitir náungarnir, sem höfðu verið að segja fréttirn- ar. Tafarlaust var sent með boð til höfðingjans, sem var sér í tjaldi, og hann spurður hvað gera skyldi. Á meðan beið Lawrence milli vonar og ótta. En hann þuufti ekki að bíða langi né neinu að kviða. Við það að brjóta með þeim brauðið var hann orðinn „einn af fjölskyldunni“, — blóðtengdur bróðir. Araba- höfðingi rýfur ekki gesta- grið. Það var boðið að svipta tjöldum og bíða ekki matar. Og í skyndingu var þeyst með Lawrence þangað sem hann var öruggur. — Þetta gera nú „heiðingj - arnir“. Við kristnir menn megum margt um það hugsa. Allir eigum við að brjóta sam- an brauðið og höfum raunar gert það með því að játa sama Drottin. En hvernig gætum við skyldu bræðralagsins? G. Á. TRESMIÐJAN VIÐIR!; Reykjavík — Sími 7055 ■. AUBLYSIÐ I TIMAN umI A aðalfundi Kaufélags Eyfirðinga hinn 7. þ. m.,! var Ingimar Eydal, fyrrv.' ritstjári, einróma kjörinn he ðursfélagi. Stjórn félags ins flutti tillögu um he'o- ursfélagakjcrið, og mælti Brynjólfur Sveinsson, menntaskílakennari, fyrir j tillögunni e.f hálfu stjórn- j arinnar, og fer ávarp hans hér á eftir: „-----Ég kveð mér hljóðs' hér í dag til að minnast! manns, sem lætur nú af störf, um við Kaupfélag Eyfirðinga eftir langan og annríkan dag. Það er varaformaður félags- ins, Ingimar Eydal. Hann gekk ungur samvinnu stefnunni á hönd, vann henni nótt og nýtan dag og kunni ekki vetlingatök. Ég rek ekki sögu Ingimars Eydals. Hún er reyndar saga J margra gáfaðra íslendinga á' öllum ölduni. Hann var hvorki J borinn til fjár né valda. Norn irnar, sem spunnu örlaga-1 þráðinn við vöggu hans fyrir röskum 78 árum frammi í Eyjafirði, veittu honum ekki þann vafasama munað í vega nesti langrar æfi. Ha*n studd ist hvorki við fé né frænd- afla, en hófst af sjálfum sér, en bað er aðalseinkenni vaskra manna á öllum tím- um og öllum slóðum. Ég man enn vel fyrst, er ! ég sá Ingimar Eydal. Það var í Samkomuhúsinu hér í bæn- | um fyrir um þrjátiu árum síð an. Það var háður fjölmenn- ur stjórnmálafundur og deilt fast og óvægið á kaupfélög- , in og samvinnustefnuna. Margt var þar slyngra ræðu- ! manna, og skiptist á sókn og vörn. En langminnistæðast- ur þessara ræöumanna er mér Ingimar Eydal. Hljómmikil rödd hans, þung og máttug, j læsti sig um salinn. Rökin , voru skýr, málið meitlað, fyndnin hvöss og leiftrandi. ^Fornar sögur segja, að víg- , fimir íslendingar léku svo að , sverðinu, að þrjú sýndust á , lofti i senn. Svo virtist mér ungum skólasveini, Ingimar Eydal leika þá að brandi mælskunnar, og svo hefir mér virzt mörgum sinnum síðar. Gáfur og mælska eru að vísu tvíeggjuð vopn. Þeim má , beita jafnt til góðs og ills. t Ingimar Eydal er sá gæfumaö ur, að hvar sem hann kom á vopnaþing, stóð hann jafnan þar í fylkingu, sem skipazt var um merki góðra máia. Samvinnustefnan átti hug lians. Hann átti hugsjónir iFramhald á 7. síðu.) ! /7. t / juni á,-; ,* Hann rís úr hafi, roðinn sumarglóð, með rós í mund, svo töfraskær og fagur. Hann vekur fögnuð, von og siguróð og vermir ailt, sá helgi júnídagur. Það er sem Iífsins opnist heimur nýr og örar blóðíð streymi um hjartans iindir, svo fagran draum vor frelsisdagur hýr í frónskri sál á hverju vori kyndir. Yið þennan dag var öll vor ósk og þrá um aldaraðir knýtt í stríði þungu. Því skal ha,ns nafn svo gúllnu letri gljá og glöðum rómi kveða á hverri tungu. Er hlekkir oksíns harðast krepptu mund og himinn byrgði þrautamyrkrið svarta, það gaf oss þrek og græddi sára und að geyma i hjörtum frelsislogann bjarta. Og þessum degi hlý við bindum heit og hyllum þá er fyrstir ruddu veginn. Svo lengi er íslenzk byggist borg og sveit við bjartan hún skal fáni þeirra dreginn. Á meðan vorið unað eykur sál og elfur fjalla streyma að víðissölum, svo frjálst skal óma íslendingsins mál sem árdagsblær í fögrum heiðadölum. Knútur Þorsteinsson — frá Úlfsstöðum. — 'Uardíá Meiin sáu han’a í hylling og sælunnar skip, kom svífandi heim, inn á fjörðinn. Og fjöllin þau stóðu með fagnaðarsvip og frjótárum laugaðíst jörðin. Hver einasti hugur varð hrifinn og frjáls, og hampað var minninga-baugum. Það féllu henni ástríkar hendur um háls og hamingjan glampaði i augum. Hver átti þá heimkomu í hjartnanna skaut, svo hrífandi fögnuð í landi? Hún Vordjs frá Suðri á blómanna braut, og borinn á vonanna gandi! Það litskrýddist foldin af ljómanum öll og Ijósíð stóð uppi um nætur. Og lóurhar sungu út um hæðir höll, og hrifin kom þjóðin á fætur. Svo kló hún í skyndi sinn vorgræna vef og vafð’i hann um strendui>.,og dali, og Ijóðaði voróms og vatnanna stef um víðlofts og bláfjallasali. Þá vakti hún drauma og vináttublæ og vonir í hjartnanna leynum. — Já, Vordís á íslandi vita menn æ, er vinur, sem bregzt ekki neinum. Benedikt Gislason frá Hofteigi. "’W ÍBAsFram 2:2 Sjötti leikur íslandsmótsins fór fram á föstudagskvöld milli Fram og Akurnesinga. Leikar fóru þannig að jafn- teflí varð 2:2. Þessi úrslit auka enn á óvissuna um hvaða félag ber sigur úr být um í mótinu, en staðan er nú þannig að Akurnesingar hafa 3 stig eftir tvo leiki, Fram 3 stig eftir þrjá leiki, Víkmgur og Valur 2 stig eftir tvo leiki og KR 2 stig eftri þrjá leiki. Leikur Fram og ÍBA var að mörgu leiti skemmtilegur og vel leikinn. Snemma í fyrri hálfleik skoraði Magnús Ágústsson fyrsta markið fyr- ir Fram með mjög glæsilegu skoti undir stöng og í mark. Aðeins síðar jafnaði miðfram herjj ÍBA, Þórður Þórðarson og lauk hálfleik þannig. Hauk ur Bjarnason miðframvöröur Fram varð að yfirgefa völl- inn um tima i fyrri hálfleik vagna meiðsla. í síðari hálf- leiknum skoraði Rikarður Jónáson mark fyrir Akranes og leit lengi vel út fyrir að þeir myndu vinna á þessu marki. En aðeins fyrir leiks- lok var dæmd vítaspyrna á Akurnesinga og skoraði Karl Guðmundsson úr henni. Jafn tefli var að flestra áliti sann gjörnustu úrslitin. Akurnes- ingar voru nokkru betri í fyrri hálfleik, en höfðu ekki úthald á við Framarana í þeim seinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.