Tíminn - 12.07.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.07.1951, Blaðsíða 4
«. TÍMINN, fimmtudaginn 12 júlí 1951. 157, blað. Dýrmætasti arfurinn Við lifum á byltingaöld, og í rauninni erum við öll mestu byltingamenn, hvar í flokki sem við stöndum og hvort sem við viljum við það kann ast eða ekki. Á okkar dögum gerast atburðirnir líka með þvílíkum ofurhraða, að trauðlega verða dæmj til fund in í sögu nokkurrar annarrar aldar. Knýjandi viðfangsefni í stjórnmálum og atvinnumál um ber svo ört að, að trauð- lega er úr einum vanda stýrt, er annar rís fyrir borði. Við- fangsefni, er áður mátti þykja nóg þrekraun fyrir heila kyn slóð úr að ráða, krefja oss hvað eftir annað úrlausnar, og við höfum orðið að leysa vandann tafarlaust. Slíkt hef ir ekki alltai verið auðgert, og í þeim umsvifum hefir mörg góð og gömul stjórn- málaleg og hagfræðileg kenni setning orðið að þoka fyrr en nokkurn varði. Sannarlega er nú sú öldin, er einn af fremstu stjórnmálaskörung- um þjóðarinnar, sem i tilbót var skáld, gat barið sér á ’ brjóst og sagt með augljósu stolti: „Ég stend þar sem áð- ur ég stóð“! Slík staðfesta, sem reyndar á sér fleiri heiti en eitt á vora tungu, verður trauðlega sýnd á öld byltinga óg umróts, enda myndi hún þar lítt að haldi koma. Byltingamaðurinn venst því að fást við mikilvæg við- fangsefni og ráða þeim snar lega til lykta. Ef við litum yfir farinn veg, svo sem ára- tug aftur í timann eða rúm- lega það, má mikið vera, ef engan furðar á því, að bátur hans skuli enn á réttum kili vera eftir svo rysjótta sigl- ingu milli skers og báru. Til er gamalt orðtæki, sem segir, að þeim, sem guð gefur embætti, gefi hann vitið til að gegna því. Það er ekki beinlínis líklegt, að þessi kyn slóð okkar sé svo miklu gáf- aðri en aðrar kynslóðir, sem lifað hafa í þessu landi, sem hún hefir reynzt stórvirkari og skjótráðari. En hún hefir orðið að hlýða kalli byltinga- aldar. Kröfur tímans, hávær ar og knýjandi, hafa að vísu brýnt viljann og stælt krafta, sem ef til vill hefðu annars blundað ósnortnir. Vonandi verða aldrei harðari kröfur til þjóðar vorrar gerðar en svo að hún fái gegnt þeim á viðun- andi hátt. Vonandi endist henni vit og kjarkur, hvað sem að höndum ber. Nú skal eigi fást um óorðna hluti. En á eitt vil ég minna, sem varðar það efni, sem hér skal einkum að víkja. Þeir ís lendingar, sem nú eru mið- aldra eða eldri, hafa átt að fagna tveimur stórsigrum í baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og fullveldi. Fyrst 1918, er fullveldi hins íslenzka ríkis var viðurkennt, og síðan 1944, er lýðveldj var stofnað. Slíkra atburða er gott að minnast. Við, sem þá höfum lifað og átt þar hlut að með nokkrum hætti, ættum samt ekki að láta okkur slíkt of mjög til höfuðs stíga. í raun réttri höf um við aðeins hlotið verk- efni uppskerumannsins. Starf hans er að vísu mikilsvert, svo að öllu sé vel borgið. En lítil myndi uppskeran vera, ef slælega er til hennar sáð. Góð og rikuleg uppskera get- ur líka farið forgörðum, ef vangæzla er við höfð, og er Ræða eftir clr. Þorkel Jóhanncsson, flutt á héraðsmóti Skarphéðins að Þjórsártiini á sunnuclagiim var slíkt hlutskipti skussa og am lóða. Slikt hlutskipti kýs sér að sjálfsögðu enginn maður að sjálfráðu, en óhöpp geta að öllum steðjað. Því er ráð að vera vel á verði og treysta ekki á, að slembilukka forði manni frá verðskuldaðri af- mán. Engum, sem kynnir sér sögu vora síðustu hálfa öld, getur blandazt hugur um það, að framfarirnar, sem í landi voru hafa orðið á þessum tíma og mörgum vaxa svo mjög í aug um, er fyrst og fremst að þakka vaxandi stjórnfrelsi og sjálfstæðj þjóðarinnar. Stjórn frelsið, sjálfstæðið, er og verð ur dýrmætasta eign okkar, á hverju sem gengur. Þetta verð ur þjóðin að hafa hugfast öllu öðru fremur. Fjárhagslegar þrengingar eru mikið böl, sem margir kvíða og þykir sem þá sé í öll skjól fokið. Þó er annar ófarnaður miklu háskalegri. Síðan á dögum Esaú hefir það þótt mikil ógæfa hverjum mannj að selja frumburðar- rétt sinn fyrir málsverð. Fyr- ir heila þjóð er slíkt ekki að- eins ógæfa, heldur glæpur drýgður gegn öldum og ó- bornum kynslóðum landsins. Meðan við höldum frelsi voru og sjálfstæði þarf okkur ekki að fallast hugur, þótt hagur okkar þrengist í bili. Við er- um ung þjóð, en um þetta efni er saga okkar í þúsund ár óhrekjandi vottur. Reynd ar er óþarfi að seilast langt aftur í tímann til sannana um það, hvers virði það er þjóðinni að mega ráða sjálf málum sínum. Síðustu fimm tíu ár hafa sannað okkur þetta. Við höfum sjálf fengið að sanna það. Nú er það víst, að mikil ógæfa værj leidd yf ir þetta land, ef við einhvern góðan veðurdag værum svipt allmiklu af því, sem okkur hef ir áunnizt fjárhagslega síðan um seinustu aldamót. Slíkt hrun gæti þó komið vegna styrjaldar eða annarra vof- veiflegra atburða. Samt má ætla, að þvílikan baga mætti bæta á eiinum áratug eða styttri tíma, ef þjóðin mætti sjálf ráða sínum eigin efnum. Ef við hins vegar glötuðum sjálfstæðj voru, myndi líf þjóðarinnar alveg skipta um blæ. Saga okkar á liðnum öldum er glöggur vottur um afleiðingar slíkrar ógæfu. Tug ir undanfarinna kynslóða hafa orðið að þola berangur ófrelsisins. Kynslóð okkar er fyrsta frjálsa kynslóðin í þessu landj í 700 ár. Því meg um við ekki gleyma, þegar við erum að stæra okkur af því, sem við höfum áorkað ' til framfara í þessu landi síðustu áratugina. Það er nærri eins og sumum finnist, að aldrei hafi neitt verið gert í þessu landi fyrr en á þeirra eigin dögum. Sannleikurinn er sá, að fólkið í þessu landj hefir á öllum öldum háð baráttuna fyrir tilveru sinni og framtíð þjóðarinnar af undraverðri seiglu, oft af mesta harðfengi og alltaf með öllum þeim ráð um og tækjum, sem það átti yfir að ráða og að haldi mátti koma. í rauninni verður ekki meira krafizt af nejnum. Vafa laust hefði þjóðinni vegnað betur á liðnum öldum, ef hún hefði átt togara, síldarverk- smiðjur, gufuskip og bíla, að ógleymdu ótal mörgu öðru, sem er stolt og lífsviðurhald okkar, sem nú lifum. En fyrst og fremst ætla ég, að saga þess ara horfnu kynslóða hefði allt önnur orðið og barátta þeirra, þrátt fyrir allan vélakost og tækni vöntun, borið miklu meiri árangur til hagsældar sjálfum þeim og eftirkomend um þeirra, ef þær hefðu notið stjórnfrelsis og sjálfstjórnar um öll sín efni. Nú var því eigi að fagna. Ósjaldan er á það minnzt, hversu lítilfjörlegan arf öld okkar hafi í hendur fengið. Jónas Hallgrímsson spurðj fyr ir rúmri öld síðan: Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Verkin sýndu þá ekki mikil merki, víst er það. Samt fer því fjarri að heimfæra megi upp á okkar marglofuðu framfaraöld sög una um ríka manninn, sem hóf sitt mikla brautryðjenda starf á því að selja neftóbak í gömlum píanókassa í Skugga hverfinu. Arfleifð sú, er okk- ur hlotnaðist, var að visu ekki mikil reiknuð til peninga- verðs: Fá og léleg seglskip, nokkur hundruð áraskipa, fá einar brýr, varla teljandi veg- ir, húsakostur lélegur og á fallanda fæti, vélar engar og ræktunarmannvirkj ekki telj- andi. Hins vegar engar skuld ir og bústofn sæmilegur við þá búnaðarhætti, sem þá tíðk uðust. Þessu skilaði 19. öldin okkur. Og hún skilaði meiru. Flóttinn til Ameríku var stöðv aður, og viðunandi bráða- birgðalausn í stjórnarskrár- málinu var örskammt fram- undan. Þetta var meira að segja býsna vel- reitt af hönd um, þegar þess er gætt, að þjóðin hafði átt hálfa öld í vonlítilli baráttu fyrir inn- lendri frjálslegri stjórn, orð ið að sæta einhverjum illvíg- asta harðindakafla, sem yfir landið hefir komið, og því næst orðið að standa um þrjá áratugi í þeim sporum að sjá á bak þúsundum manna, þar á meðál'ýmsum sinna mann- vænlegustu barna, er leituðu til annarar heimsálfu, en landflótti þessi olli þvl, að við koma varð engin, mannfjöld inn stóð í stað allan þann tíma, lækkaði auk heldur sum árin. Nú má vitanlega ekki gleyma því, að ekkert land eða þjóð og engin kynslóð í neinu landi hefir nokkru sinni einangrazt svo, að ekki hafi hún sætt meiri eða minni á- hrifum frá öðrum löndum og þjóðum, bæði um andleg og veraldleg efni. Hin nýja véla öld var að rísa upp fyrir sjón deildarhring þjóðar vorrar i lok síðustu aldar, og hversu sem ástatt hefði verið i þessu landi annars, þótt því væri enn þann dag í dag stjórnað af landshöfðingja með tilsjón dansks ráðherra, myndi hin nýja tækni hafgi haft sín á- hrif, mikil eða þó nokkur, á verkleg efni þjóðarinnar, og hlutdeild í þeim gæðum hefð um við eignazt, hversu sem allt hefði annars fáriðr En (Framhald á 5. slBu) Brynjólfur Guðmundsson hef- ir sent eftirfarandi pistil: „I Tímanum, 30. maí, birtist grein eftir mig, sem nefndist: i „Verkfallsmenn beita bændur of 1 beldi.“ í grein þessari ber ég 1 fram þá spurningu við formann Mjölnis, Sigurð Ingvarsson, á hvaða forsendum hann byggi það, að honum og félögum hans j var leyfilegt að stöðva vegabæt- | ur þær, sem bændur í Ölfusinu j voru að gera, í leysingunum í vor. Um þessi mánaðamót er því liðinn mánuður síðan þessi spurning var bórin fram, en þó ótrúlegt megi virðast, er svar við henni ekki komið enn. Ég hélt nú satt að segja og held enn, að mánuður sé nægur tími til að svara einni spurningu, jafnvel þótt hún sé borin fram í blöðunum og ætti því undir venjulegum kringumstæðum að taka 4—5 daga að svara henni. En reynsla mín er, eins og áð- ur er sagt, allt önnur. Það er full ástæða til að halda að formaður Mjölnis sé seinn að hugsa, ef hann er alltaf að setja saman svarið til mín. Slíkt kemur mér þó dálitið ein- kennilega fyrir sjónir, því það leit út fyrir að hann væri fljót- hugsandi í vor, þegar hann frétti að bændurnir í Ölfusinu væru farnir að gera við veginn hjá sér .Aftur á móti virtist sú hugsun ekki rétt vel hugsuð eða samansett, því að formanninum datt helzt í hug að hann hefði heimild til að bregða sér til bændanna í Ölfusinu, og banna þeim að halda áfram við vega- bæturnar. Eftir þessari hugsun sinni hljóp hann og hlaut áð vonum al menna fyrirlitningu og ill um- töl í staðinn. Og nú lítur helzt út fyrir að þessi hugsun hafi verið honum ofraun. Að minnsta kosti hef ég ekki vanizt því að mér bærist ekki svar við spurn- ingum minum fyrr en mánuði eftir að ég hef borið þær fram. — Sé nú hins vegar svo, að þessi ályktun mín sé ekki rétt, verð- ur helzt fyrir mér að láta mér detta í hug ,að formaðurinn sé að ráðgast um það við félaga sína; þá sem fóru með honum í Ölfusið, hvernig hann eigi að orða svarið, og er ekki nema gott eitt við því að segja, og væri æskilegt, að þeir hinir sömu lofuðu mér og öðrum, sem með þessu máli fylgjast, að sjá hvaða nöfn þeir bera, því að það er eins og mig minni að minnsta kosti einn þeirra hafi j neitað að segja til nafns síns, þegar hann fór í ferðalag- I ið. Og eins og ég benti á í fyrri 1 grein minni, leit helzt út fyrir að hann þyrði ekki eða skamm- J ast sín fyrir að segja til nafns síns, og verður að telja það virðingarvert, svo langt sem það nær, því auðvitað vegur það ekki upp á móti þeirri smækk un að láta hafa sig út í þetta fólsku ferðalag. Ég benti líka á það í fyrri grein minni, að ég byggist ekki við sómasamlegu svari, af þeirri einföldu ástæðu að það væri ekki til, og er nú komiö svo, að mig er farið að gruna, að ég eigi ekkert .svar að fá, ekki einu sinni útúrsnúningssvar, og verð- ur að lita á það sem samþykki formannsins á áliti mínu á öllu þessu máli, sem sé því, að verk- fallsmenn úr Mjölni hafi beitt bændur í Ölfusinu beinu of- beldi, og gert það vitandi vits, og ef málið er þá athugað nán- ar, má telja hæpið að menn sem hafa þannig framkomu, séu félagshæfir, hvað þá heldur hæfir til að vera formenn stórra félaga. — En lengi lifir í gömlum glæð- um, og enn er ég ekki úrkula vonar um það, að mér berist svar við spurningu minni, frá Sigurði Ingvarssyni, en seint má það teljast, og lélegt að jafn hátt settum manni og Sig- urður er, að láta bíða svo lengi eftir sér. En berist nú ekki svar innan fárra daga verður það, eins og áður er sagt, að skoðast sem fullt samþykki formanns Mjölnis á áliti mínu á þessu máli frá upphafi til enda, og get ég þá fagnað fullkomnum sigri, um leið og Sigurður Ing- varsson, maðurinn sem beitti of beldinu, gengur þegjandi og sneyptur af orustuvellinum, sem hann raunar hafði stutta við- dvöl á.“ Lengra verður ekki haldið á- fram að sinni. Starkaður. .V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.VV.V^ I i í BÆNDUR! Sölu á ullarframleiðslu ársins 1950 er nú lokið. Spyrjið eftir uppbót á ullina í kaupfélagi yðar og þér munuð sannfærast um ágæti samvinnunnar. Munið að þeir, sem afhenda kaupfélagi sínu framleiðsluvörurnar til sölumeðferðar, fá ávallt að lokum hæsta verðið. Vandið sem bezt til rúnings fjárins og látið enga kind sleppa á fjall i reyfiriu. Afhendið kaup- félagi yðar, nú eins og áður, ullina óþvegna og sem mest í heilum reyfum og vel þurra. ÚTFLUTNINGSDEILD REYKJAVIK i WJVtWAWV.V.W.V.V/ðW.W.V.V.WAWAW.W Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.