Tíminn - 09.12.1952, Qupperneq 2

Tíminn - 09.12.1952, Qupperneq 2
TÍMINN, þriðjudaginn S. desember 1952. 280. blað, *. Frá réttarhöldunum, sem haldin voru yfir Loch Ness-skrímslinu Hér hafa verið skráðar margar sögur af nykrum, sæ- skrímslum og öðrum vatna- og sjávarkvikindum, er settu hroll að einmana göngumönnum, sem áttu Ieið með sjó í nátt- myrkri eða gengu fram með heiðarvatni í þoku við ókennileg gaul utan af vatninu og máske bleikan gjarðaval skammt undan með hófana öfuga. Þessir atburðir taka nú óðum að fyrnast, en með nágrannaþjóð okkar, Skotum, virðist sem vatnaskrímsl eitt sé enn í fullu fjöri og tiltölulega ungt, er hér átt við Loch Ness-skrímslið. Og nú á dögum, þegar svo mjög er farið að sneiðast um furður í heiminum, utan fljiig andi diska og annað geip í mynd gífurlegra sprenginga, þá er Loch Ness-skrímslið hin ágætasta furða, stigin alvot fram úr myrkri miðaldanna og hjátrú þeirra tíma, og hef- ir nú aflað sér slíkrar frægð- ar með engilsaxneskum þjóð um, að haldin hafa verið rétt arhöld yfir því og þeim sjón varpað að tilhlutan brezku út varpsstöðvarinnar BBC. Heyri allir. Og í þann mund, er þessi einstæðu réttarhöld hefjast I landi. aðalmennsku og manna siða, Englandi, gengur réttar þjónn fram á sviðið, hefur upp rödd sína og þrumar: „Heyri allir! Heyri allir! Heyri allir! Réttur er settur nú yfir Loch Ness-skrímslinu“. Þarna eru mættir sækjandi og verj- andi í málinu og í dómarastól situr einn mjög innvirðulegur maður og hefir hvíta kollu á höfði, lokkaða á hinn lystileg asta máta. Hér skal kveðinn upp úrskurður um það, hvort skrímslið sé veruleiki eða ekki. Forsagan rakin. Fyrir réttinum er hafin rakning þeirrar lífssögu, sem myndazt hefir um skrímslið á liðnum öldum. Fyrstu sögur, sem fara af skrímslinu, eru frá sjöundu öld, en þá bar svo til, að sá hinn heilagi Kólumba var á rangli með fram fljótinu Nesa (Ness), og kom þar að, sem skrímsli nokk ' urt hafði mann í kjafti. Hlut aði það manninn í sundur og drap hann með æðislegri vein iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMHiiiiMiiimt Útvarpið Útvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veð- urfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút- varp. 15,30 Miðdegisúívarp. 16,30 Veðurfregnir. 17,30 Enskukennsla; II. fl. 18,00 Dönskukennsla; I. fl. 18,25 Veöurfregnir. 18,30 Framburö arkennsla í ensku, dönsku og esper antó. 19,00 Þingfréttir. 19,20 Aug- lýsingar. 19,40 Fréttir, 20.00 Útvarp frá Alþingi: Frá þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1953; — eldhúsdagsumræöur (síðara kvöld i. Dagskrárlok á óákveðnum tíma. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp 9,10 Veð- urfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút- varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 17,30 íslenzku- kennsla; II. fl. 18,00 Þýzkukennsia; I. fl. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Barna tími. 19,15 Þingfréttir. 19,30 Óperu- lög (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Ávarp á mannréttinda degi Sameinuðu þjóðanna. 20,30 Útvarpssagan: „Mannraun" eftir Sinclair Lewis; XV. (Ragnar Jó- hannesson skólastjóri). 21,00 ís- lenzk tónlist: Árni Jónsson syngur lög eftir Hallgrím Helgason; Fritz Weisshappel leikur undir, 21,20 Hver veit? (Sveinn Ásgeirsson hag fræðingur annast þáttinn). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 „Désirée", saga eftir Annemarie Selinko (Ragnheiður Hafstein) — XXIX- 22,55 Þýzk dans- og dægur lög (plötur). 23,10 Dagskrárlok. | fíWHtMfWM# Laukiir ættarinnar i Hafnarbíó sýnir nú mynd, er nefn ist Laukur ættarinnar og íjallar um ungan ítala, sem kemur heim til gamla landsins, eftir að hafa gerzt nelzti fjöiþreitinn um dol'ara ann- arra manna í Bandaríkjunum. Hann á frænda á lífi, sem býr í litlu þorpi í ítaliu o: skipar lögreglan honum að dvelja þar í þrjátíu daga áður en hann fær að fara írjáls ferða sinna, en honum hafði verið vísaö úr landi i Bandaríkjunum. í þorp inu kynni^t hann greifynju (Marta Toren hin sænska), sem heíir misst mann sinn í striðinu og ver nú fé sínu tíl að hjálpa fátækum sam borgurum s num. Laukur ættarinn ar sér nú færi á að nota greif- ynjuna og líknarstarf hennar til að halda áfram glæpastarfseminni austan Atlantshafs og hefir það nærri tekizt. Þessi mynd 'er tekin í Ítalíu og eru leikarar fremur góð ir. Hins vegar er ^ndir hennar ekki annað en endurtekning á öllum öðr unr myndum, sem enda vel og í mikilli upphafningu yfir að einn vesall afbrotamaður skuli sjá að sér. Hokkrar kvenullarpeysur á sexÉíii «g' átta kii'émir — ennþá óseMar Verzlunin VESTURBORG Garðastræti 6 : /AV.W.VAV.V.’.V.’.V.W.V.VV.V.VMV.V.V.WöVAV l| AUGLÝSING 1 Til sölu eru eftirtaldar eignir í Þorlákshöfn, einni aflasælustu veiðistöð landsins: 2 trillubátar, annar 5 smál., hin*n mir.ni, með öllum útbúnaöi til þorskveiöa. 2 braggar, annar innréttaður sem verbúð, hinn sem aðgerðarhús og veið4rfærageymsla. Herbiíreið (trukkur) með spili til að setja með bát- ana. Tilboðum í allar eisnirnar saman eða í hluta þeirra sendist íyrir 20. des. n. k. til Snorra Árnasonar, lög- fræðings, Selíossi, sem gefur allar nánari upplýsingar. i ■ B. b B • I ■AV Skrímslið í Loch Ness an. Vegna helgi sinnar rók heilagur Kólumba það fanga ráð, að skipa öðrum Skota að stíga út í fljótið. Hans heilagleiki gerir krossmark. Er maðurinn kom í fljótið, reis skrimslið upp að nýju og gleypti hann, eins og þegar i lax gleypir flugu, en hans heilagleiki brást hart við og gerði krossmark. Síðan segir orðrétt: „Og skrímslið varð slegið skelfingu og fló á braut, hraðar en hefði það veiið reip um dregið". Fleira er ekki að liafa af bókum um viðskipti hins heilaga Kóhirnba og skrímslisins í Ness eða af tið- ari mannfórnum hans heilag leika á sjöundu öld. Hans mikilleiki hertoginn. Eftir að heilagur Kólumba liafði stökkt skrímslinu á flótta, lét þaö ekki á sér bæra í þúsund ár, að minnsta kosti hafði það ekki í frammi þær hreyfingar á þessu tímabili, 1 að fólki, sem bjó í námunda i vatnsins (loch) þætti það tíð- , indum sæta, máske fyrir skort já hjátrú eða öllu heldur hitt, ! að í þann tíma áttu skrímsli ao hafast við í flestum vötn um í Skotlandi, og því ekki ' tíðindi, þó að loch Ness hefði 1 eitt. 1885 getur hans mikilleiki , hertoginn af Portlandi þess, að leiguliöum sínum væri kunnugt um tilveru skrímslis j ins. I Vegurinn og skrímslið. Þegar þéssi sögulegi bakgrunn ur var fenginn, sneri réttur- inn sér að þeim viðburðum og fyrirbrigðum, sem orðið hafa i sambandi viö skrímslið nú á síðari árum. Árið 1935 var lagður vegur í kringum vatn ið og hófst með þeim vegi mikil saga a.f furðunni. Nær strax eftir að vegurinn var lagður, reit fréttamaður nokk ur langa grein um skrímslið og var hann fyrsta vitnið, sem kallað var fyrir réttinn. Að- spurður kvaðst fréttamaður- inn hafa séð skrímslið með eigin augum. Hann sagðist ennfremur hafa talað við hundruð manna, heimamenn og aökomna, sem hefðu séð furðuna. I kjölfar frétta- mannsins kom fjöldi vitna, sem öll sóru aö hafa séð skrímslið. j 1 Hernaðarleyndarmál. Á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar var skrímslið í Loch Ness hernaðarleyndar- mál. Fjöldi hermanna taldi sig hafa séð dýrið, en ekki þótti fært að birta fregnir af þeim furðusjónum, því að bað hefði ljóstaö upp um þær her stöðvar, sem st-aðsettar voru við Loch Ness. Lítið höfuð á löngum hálsi. Fyrir réttinum birtust þær skoöanir, sem komið höfðu fram um útlit skrímslisins og voru þær skoðanir mjög mis- i munandi. Sumir sögðu skrímsl ið líta út eins og smáhveli,! höfrungatorfu, einhvers kon- ’ ar sel, og aðrir töldu þetta bár , ur einar. Margir sögðu þetta líta út sem bát á hvolfi og enn aðrir að þeir hefðu séð,! að skrímslið hefði lítið höfuð sem hvíldi á löngum og mj ó- um hálsi. Flestir voru sam- mála um, að skrímslið færði sig til meö miklum hraða og skildi eftir hvítfyssandif kjalsog. I I Jörðin geymir margar furður. j Síðasta vitnið, sem leitt var •fyrir hinn virðulega rétt, var j . dýrafræðingur frá London. j Hann hrakti af mikilli prýði • ailar bábiljur um, að hér gæti ■ verið um sel eða stóran ál aö j ræða eða yfirleitt nokkra þá í ; lífveru, sem kunn værj vísind : unum. Hann sagði þó ekki, að skrímslið væri hugarburður einn og lyftist þá brúnin á mörgum. Hann sagði, að jörð in-geymdi margar furður, sem ekki væru skýrðar né kunnar vísindunum. Ekki sannað. ’ Menn voru nú farnir að blða dcmsniðurstöðunnar með nokkurri eftirvæntingu og að lckum gengu þau miklu orð j af munni dómarans með þá j föngulegu og hvítu hárkollu, að hvorugt væri sannað, til- vera skrímslisins né að það (Framhald á 7 siðu). Fyrsta bindið af ritsafni Krístmanns GnðmcEEiclssonar er komið í bókaverzlanir. ÞAÐ ER SMÁSAGNASAFNIÐ B5 P ♦ i rosy Bökin flytur 53 smásögur, sem sumar hafa gert Kristmann frægasta núlifandi rithöfund okkar ís- lendinga. Sögurnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og margar gullfallegar perlur í bókmenntum okkar. Smásögur Kristmanns opna lesandanum furöu- ^ 9 lönd og ævintýraheim. — $ Þetta er stærsta smá- $ sögusafn, sém út hefir fy komið á íslenzku og úr- val úr þeim fjölmörgu smásögum höfundarins, sem farið hafa sigurför heima og erlendis. — Sögnr Ks’i.stiiiniiiis íryggja ySlisr ógleymanlcgar kvöklstniitllr. BORGARtTGAFAN t5W.VA,AWAWAV.,.VZAVAW,VIV,V/.V.WAWW í 5 VEGNA HINS TAKMARKAÐA MAGNS MJOLKUR, I; sem fæst af hinu leyfða framleiðslusvæði, sem eru að- !■ > eins um 5000 lítrar daglega, hefir verið ákveðið, í sau- í ;I ráði við borgarlækni, að úthlutun þessa magns veröi ;I í V> lítri til barna fæddum 1950 og yngri og barnshaf- »1 i andi kvenna. I; í í MJÓLKURSAMSALAN. AVAV.V.VAVAVAV/AVAV.VAV.V.'AVAVAVAVA lyglýsingasími Tímans 81300 r.n

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.